Krónan með kúta?

Það er skynsamlegra að setja kúta á krónuna en að láta hana sökkva. Gjaldeyrishöft orka þó alltaf tvímælis. Hjá þessu má enn komast með því að taka upp annan gjaldmiðil en það telja ráðamenn sér ekki fært vegna pólitískrar andstöðu erlendis. Nú er bara að bíða og sjá hvað gerist.
mbl.is Lög um gjaldeyrismál samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hagbarður

Þetta var það vitlausasta sem hægt var að gera í stöðunni. Krónubréfin vilja út úr kerfinu og við hefðum átt að láta þau fara með því að hafa frjálsan og opinn gjaldeyrismarkað, jafnvel þó að við hefðum þurft að ganga á gjaldeyrisforðann. Við hefðum getað greitt þau upp á hagstæðu gengi og jafnframt hefði gjaldeyrir sem er á hliðarlínunni hjá útflutningsaðilum streymt inn í landið. Alþingi hefði frekar átt að samþykkja í nótt lög sem afnema vísitöluna tímabundið til að láta verðbólguskotið sem kæmi í kjölfar gengislækkunarinnar "fríhjóla" í kerfinu. Það mætti svo tengja hana aftur þegar gengið fengi eðliegt gildi aftur.

Við hefðum geta "grætt" tugi milljarða með því að hafa gjaldeyrismarkaðinn opinn og losna við krónubréfin úr kerfinu. Einhverntíma kemur að því að við þurfum að endurgreiða þau, en höfum, með þessum lögum, ákveðið að greiða þau á hærra gengi.

Hagbarður, 28.11.2008 kl. 08:57

2 identicon

Nu hafa sjallarnir ákveðið að henda frelsis guðinum, en taka upp nýja guð hafta guðinn. Frelsis guðinn má þó blóta á laun í 2 ár.

Hörður Már Karlsson (IP-tala skráð) 28.11.2008 kl. 09:03

3 identicon

Sammála Hagbarði, það er alveg með ólíkindum að þessi lög skulu hafa verið samþykkt. Það mætti halda að eitt af skilyrðum IMF væri að passa upp á að þeir sem eigi krónubréfin tapi ekki of miklu á of lágri krónu. Auðvitað eigum við að moka þessu liði út á sem lægsta genginu og í leiðinni fá útflutningstekjurnar inn í landið.  Þá græðum við öll í staðinn fyrir að það sé verið að hygla útlendingum sem eiga krónubréf.

Það sýður í mér yfir þessu!

Gunnsi (IP-tala skráð) 28.11.2008 kl. 09:07

4 identicon

Ég er yfirhöfuð ekki hrifinn af lögum eins og þessum en eins og staðan er í dag eru þau nauðsynleg aðgerð til varnar skortsölu. Ég hef minni áhyggjur af yfirlýsingum á fjármagnsflótta því hver myndi vilja selja IKR eins og hún er veik í dag. Eigendur krónu- eða jöklabréfa ? Halda menn virkilega að eigendur þeirra séu svo vitlausir að vilja fara út á því gengi sem er á IKR í dag þegar þeir hafa kost á að ná 18% nafnávöxtun og góðar líkur á að losna út eftir tvö ár á viðunandi gengi með EUR um 120. Á meðan hafa þeir fengið á þrem árum um 50% nafnhækkun á höfuðstóll fjárfestingar sinnar ef við gerum ráð fyrir meðavextir séu 18% árið 2008 og 2009 en 7% 2010.

 Ef einhverjir hefðu hjólað í IKR þá hefðu það verið Íslendingar og engir aðrir, aðilar sem hafi ætlað sér að véla út gjaldeyrisjóð SÍ.

BNW (IP-tala skráð) 28.11.2008 kl. 09:20

5 identicon

Hmm halda menn að útfluttningsfyrirtækin flytji meir peningarna heim en þeir þurfa ef þeir geta lent i vandræðum að fá gjaldeyri seinna?

Högni (IP-tala skráð) 28.11.2008 kl. 09:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband