8.12.2008 | 09:40
Hver er ábyrgð lánastofnana?
Getur einhver lögfróður aðili upplýst mig um hvaða skilyrði eru að baki almennum bílalánum. Segjum að lánafyrirtækin hafi veitt fólki 80-100% lán í erlendri mynt til bílakaupa. Er ekki eina veð slíkra lána í bílunum sjálfum eða er lánið með aukaveð í persónum þeirra sem taka lánið?
Í Bandaríkjunum er til hugtakið "Jingle mail" (bjöllupóstur?) yfir það þegar umslög með lyklum að húseignum eða bílum berast lánastofnunum. Þar verða lánastofnanirnar að láta sér nægja að taka veð í eignunum sem þær lánuðu fyrir. Þær bera m.ö.o. ábyrgð á því að hafa lánað fólki peninga til kaupa á einhverju sem gæti fallið í verði.
Hér er veð tekið í fólki sem er mikið óréttlæti og firrir lánafyrirtækin ábyrgð.
Mótmæla innheimtuaðferðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Varaborgar- fulltrúi og talsmaður borgarstjórnarflokks Samfylkingarinnar í umhverfis- samgöngu- menningar- og ferðamálum. Leggur áherslu á nýsköpun í atvinnumálum og að ná sátt um náttúruvernd og aðra nýtingu.
dofri@reykjavik.is
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 54
- Frá upphafi: 490977
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Áhugavert efni
- Umhverfismál Viðskiptablaðsins
- nattura.is
- Stefán Gíslason
- Sól í Straumi
- Náttúruvaktin
- Jökulsár Skagafjarðar
- Landvernd
- Náttúruverndarsamtök Íslands
- Samfylkingin
- Jóhanna Sigurðardóttir
- Össur Skarphéðinsson
- Björgvin G Siguðsson
- Mörður Árnason
- Steinunn Valdís Óskarsdóttir
- Oddný Sturludóttir
- Dagur B Eggertsson
Bloggvinir
- Græna netið
- Trúnó
- Valgerður Halldórsdóttir
- Ingólfur
- Grumpa
- Sól á Suðurnesjum
- Nýkratar
- Björk Vilhelmsdóttir
- Ómar Ragnarsson
- Vefritid
- Kristján Pétursson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Guðmundur Steingrímsson
- Hlynur Hallsson
- Sigurjón M. Egilsson
- Agnar Freyr Helgason
- Lára Stefánsdóttir
- Hreinn Hreinsson
- Davíð
- Sóley Tómasdóttir
- Ugla Egilsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Dagbjört Hákonardóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Bogi Sævarsson
- Guðmundur Magnússon
- Sigmar Guðmundsson
- Jóhann Ágúst Hansen
- Guðfríður Lilja
- Gunnar Björnsson
- sveinn valgeirsson
- Helgi Seljan
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Agný
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Bjarni Harðarson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Alcan dagbókin
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingi Björn Sigurðsson
- Áslaug Sigurjónsdóttir
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Páll Einarsson
- Torfi Frans Ólafsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Femínistinn
- Ibba Sig.
- Kári Harðarson
- Margrét Sverrisdóttir
- Haukur Nikulásson
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Guðfinnur Sveinsson
- Sveinn Arnarsson
- Linda Samsonar Gísladóttir
- Sigurður G. Tómasson
- Anna Pála Sverrisdóttir
- Viðar Eggertsson
- Helga Sveinsdóttir
- Þorsteinn Siglaugsson
- Hlynur Kristjánsson
- Morten Lange
- Anna Karlsdóttir
- Elfur Logadóttir
- Alma Joensen
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Eva Hrönn Jóhannsdóttir
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Magnús Þorlákur Lúðviksson
- Haraldur Haraldsson
- Hjalti Már Björnsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ágúst Hjörtur
- Andrés Jónsson
- Ebenezer Þórarinn Böðvarsson
- Ágúst Dalkvist
- Róbert Björnsson
- Sóley Björk Stefánsdóttir
- Landssamtök hjólreiðamanna
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Kristján L. Möller
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jóhann R Guðmundsson
- Púkinn
- Átakshópur um heilbrigða skynsemi í pólitískri umræðu
- Þorgerður Laufey Diðriksdóttir
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Benedikt Karl Gröndal
- Guðný Lára
- Björn Barkarson
- Sölmundur Karl Pálsson
- Guttormur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Hrannar Baldursson
- Ársæll Níelsson
- Gísli
- Steindór Grétar Jónsson
- valdi
- Sara Dögg
- Bárður Ingi Helgason
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Maron Bergmann Jónasson
- Ólafur Loftsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Baldvin Jónsson
- Tómas Þóroddsson
- Haukur Kristinsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Mafía-- Linda Róberts.
- Sigurður Egill Þorvaldsson
- Blog-andinn Eyvar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Stjórnmál
- íd
- Kolfinna Dofradóttir
- Þórður Steinn Guðmunds
- Ívar Pálsson
- Vér Morðingjar
- Kristján Kristjánsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Vestfirðir
- Heiða Þórðar
- Ólafur Fr Mixa
- Gunnlaugur B Ólafsson
- E.R Gunnlaugs
- Ingimar Ingimarsson
- Ungmennadeild Rauða krossins í Reykjavík (URKÍ-R)
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Gestur Guðjónsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- gudni.is
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli H. Friðgeirsson
- Ævar Rafn Kjartansson
- Bleika Eldingin
- Reynir Antonsson
- Bragi Þór Thoroddsen
- Sunna Dóra Möller
- Guðrún Vala Elísdóttir
- Pálmi Gunnarsson
- Bryndís G Friðgeirsdóttir
- Egill
- María Kristjánsdóttir
- Árni "Gamli" Einarsson
- Óskar Þorkelsson
- Haukur Már Helgason
- Gísli Hjálmar
- Magnús Árni Magnússon
- perla voff voff
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Júlíus Brjánsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Hörður Jónasson
- Birna G
- Sæþór Helgi Jensson
- Toshiki Toma
- Steinunn Camilla
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Sigurður Haukur Gíslason
- Ingvar Jónsson
- Bergur Thorberg
- Bjargandi Íslandi
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bandalag atvinnuleikhópa - SL
- Guðrún Birna le Sage de Fontenay
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Kvenfélagið Garpur
- Fiðrildi
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Stefán Örn Viðarsson
- Soffía Valdimarsdóttir
- Sigurður Kaiser
- Helga skjol
- Steinunn Þórisdóttir
- Eyjólfur Ingvi Bjarnason
- Vilberg Tryggvason
- Alfreð Símonarson
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hlekkur
- Guðjón H Finnbogason
- Sigurður Valur Sigurðsson
- Eva Benjamínsdóttir
- Madda
- Landvernd
- Jónas Jónasson
- Charles Robert Onken
- maddaman
- Hannibal Garcia Lorca
- Gísli Tryggvason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Rósa Harðardóttir
- Ásbjörg Ísabella Magnúsdóttir
- Þorsteinn Briem
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Pétur Sig
- Sólveig Klara Káradóttir
- Vilhjálmur Árnason
- Baldvin Jónsson
- Aprílrós
- ESB
- Sigurður Sigurðsson
- Mál 214
- GRAL - Grindvíska Atvinnuleikhúsið
- Bwahahaha...
- hreinsamviska
- Guðjón Baldursson
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Kristlaug M Sigurðardóttir
- Sigurbjörg Guðleif
- Gunnar Axel Axelsson
- Kjartan Pálmarsson
- Sema Erla Serdar
- Lúðvík Júlíusson
- Sigurður Hrellir
- Steini Thorst
- Landrover
- Vilberg Helgason
- Baldur Kristjánsson
- Magnús Vignir Árnason
- Möguleikhúsið
- Máni Ragnar Svansson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Þórólfur S. Finnsson
- Ása Björg
- Lilja Ingimundardóttir
- Örlygur Hnefill Örlygsson
- Tinna Jónsdóttir
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Stefán Gíslason
- Adolf Dreitill Dropason
- Arnar Guðmundsson
- Bergur Sigurðsson
- Birgir Þórarinsson
- Björn Halldórsson
- brahim
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðrún Jóna Jónsdóttir
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hulda Sigurðardóttir
- Kolla
- Kristján Logason
- Loftslag.is
- Magnús Jónasson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Sigurborg Kristín Hannesdóttir
- Sigurður M Grétarsson
- Sveinbjörn Ragnar Árnason
- Þórarinn Eyfjörð
- Þórður Björn Sigurðsson
Athugasemdir
Bíddu nú aðeins við. Sturla tekur yfir láni af bíl og skemmir hann fyrir rúma milljón. Ætlast hann til þess að sú upphæð sem kostar að laga bílinn dragist af láninu ? Endilega útskýrðu það fyrir mér.
Birgir Hrafn Sigurðsson, 8.12.2008 kl. 09:53
Dofri minn þú ættir að vita að Mafían er heiðarlegri í viðskiptum en íslenskir bankar og fjármálastofnanir, reyndar er ekki fjærrilagi að hafa ykkur stjórnmálamennina með í þeim flokki.
Einar Þór Strand, 8.12.2008 kl. 09:54
Mér finnst nú framganga Dofra í hagsmunamálum almennings, bæði sem einstaklings og stjórnmálamanns, ekki styðja svona fullyrðingu eins og þú, Einar G. Strand, setur þarna fram.
Ellismellur (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 10:01
Ég keypti íbúð fyrir ári og einum mánuði.
Til þess að fá lán fyrir kaupum á íbúðinni, þá þurfti ég að standast greiðslumat, sem bankinn lét mig fara í, Löggiltur fasteignasali þurfti að meta íbúðina sem ég var að kaupa, uppá verðmæti hennar, ásamt því að farið var eftir lóðarmati og brunabótarmati um heildarverðmæti íbúðarinnar.
Allt þetta var gert af til þess lærðum og löggiltum aðilum, og fékk ég lán útá veð í íbúðinni.
Á þessu eina ári, þá er ég búinn að borga af íbúðinni um 1400þúsund en á sama tíma sökum verðtryggingar þá hefur höfuðstóllinn á lánunum hækkað um 4.3 milljónir.
Ég er núna kominn á uppsagnarfrest hjá fyrirtækinu sem ég er að vinna fyrir, og því stefni ég í það að geta ekki borgað af íbúðinni eftir nokkra mánuði ef ég fæ ekki aðra vinnu.
Ef svo fer að Bankinn og Íbúðalánasjóður taki til sín íbúðina og hún verði seld á uppboði, þá verður gerð krafa í mig um mismuninn á söluverði íbúðarinnar og upphæð lánanna.
Þá verð ég búinn að tapa 20% útborgun sem ég gerði í íbúðinni -ásamt því- að áhætta bankans í raun fellur á mig.
Telst þetta vera sanngjarnt þegar þeir rukka mig um vexti, kostnað, og verðtryggingu, sjá sjálfir um verðmat og hvað þeir séu tilbúnir að lána útá þessa eign, og svo þegar að að kreppir, þá ber ég alla áhættuna?
Og svo segja þeir það ábyrgðarlaust að flýja land...
Hvaða aðra kosti sér maður fyrir sér? Að sitja heima gjaldþrota og atvinnulaus á bótum? Auka skuldirnar með námslánum?
Ég hef ekki talist til "aktivista" eða verið að kveinka mér yfir yfirdrætti eða slíku, ég er einungis að benda á þetta sjónarhorn varðandi fasteignir sem fólk er búið að standa í skilum á, og hefur gert þá synd eina að missa vinnuna...
Það verður eitthvað að gera.
Eyjólfur (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 10:04
Þannig að ef þú tekur lán fyrir bíl, og getur ekki borgað, þá á lánveitandinn að sitja uppi með áhættuna?
Þú ert persónulega ábyrgur fyrir lánum sem þú tekur, auk þess sem veð er í eigninni sem þú kaupir. Slíkt er eðlilegt, og ef þér líkar það illa skaltu bara sleppa því að taka lán.
Það væri eflaust hægt að hafa svona jingle mail á Íslandi og lítið mál að bjóða upp á slíkt. Það sem þá gerist er að lánveitandi þarf að verðleggja áhættuna upp á nýtt (því vextir sem þú borgar endurspegla áhættuna sem lánveitandinn "sér" í þér) þannig að þú getur hætt að borga og skilað lyklunum hvenær sem er, en borgar 20% ofan á verðtryggingu í vexti, svona sem dæmi. Værir þú til í það?
Eða ertu kannski frekar að kalla eftir því að það sé réttur almennings að fá niðurgreidd lán án allra skuldbindinga fyrir hverju sem það vill, og að lánveitendur beri alla áhættuna, en geti ekki rukkað fyrir hana?
Þú kannski áttar þig ekki á því að fyrirtæki eins og Lýsing eru ekki að lána "sína" peninga, heldur koma peningarnir frá fólki og fyrirtækjum sem eiga innlán í öðrum lánstofnunum, sem svo lána Lýsingu, sem svo lánar þér (og Sturlu). Þú ert sem sagt að kalla eftir því, með þessu, að ef ég lána þér pening, þá sé það réttur þinn að þú ráðir hvort þú borgir og ef þér sýnist sem svo, þá sé minn réttur enginn og ég geti BARA tekið það sem þú keyptir og í ofanálag verði ég að borga fyrir skemmdir sem þú ollir á eigninni? Banki (eða Lýsing) er bara milligöngumaður.
Er það opinber stefna Samfylkingarinnar að svipta sparifjáreigendur öllum rétti í fjármagnsflutningum? Að sparifjáreigendur (t.d. lífeyrissjóðir eða gamla fólkið sem hefur lagt til hliðar alla sína ævi) þurfi að sætta sig við stóraukna áhættu OG lægri vexti á sparnað sinn, svo fólk eins og Sturla geti tekið áhyggjulaust ákvörðun um að standa ekki við gerða samninga og skemma hluti sem það ekki á?
Væri gott að vita hvort þú þessi krafa þín um afnám réttinda sparifjáreigenda í þágu óreiðufólks í fjármálum sé eingöngu þín afstaða, eða opinber afstaða flokksins þíns.
Liberal, 8.12.2008 kl. 10:09
Eyjólfur, hvað viltu að sé gert? Að við hin borgum úr eigin vasa svo þú getir haldið þínu? Þú tókst lán, sem er áhætta í sjálfu sér, og þú verður að leysa þetta. Þannig er það bara. Nú þarft þú að ræða við þinn banka og sjá hvernig hægt sé að leysa þetta, en eftir stendur að þú berð ábyrgð á þínum fjárhagslegu skuldbindingum, ekki nágranni þinn. Nágranni þinn skrifaði ekki upp á eitt eða neitt um þínar skuldbindingar, en þú vilt engu að síður senda honum reikning í gegnum hærri vexti á hans lánum og hærri skatta (því það er jú kostnaður sem fylgir því að leyfa þér að losna undan þínum skuldbindingum).
Ég óska þér alls hins besta og vona að þú finnir aðra vinnu fljótt, en heimurinn er ekki eins og þú vilt að hann sé, og þú þarf að greiða úr þínum málum sjálfur og bera kostnaðinn sjálfur. Þú getur ekki ætlast til að aðrir taki á sig kostnað svo þú getir sloppið.
Liberal, 8.12.2008 kl. 10:12
Já, góð hugmynd. Réttlæti og sanngjörn kjör á lánamarkaði - Hér á Íslandi! Afhverju hefur samfylkingin ekki beitt sér fyrir þessu þessa 14 mánuði sem hún er búin að vera í stjórn? Já, alveg rétt - hún var of upptekin við að framfylgja stefnu sjálfstæðisflokksins
Idda Odds, 8.12.2008 kl. 10:19
Ef þú átt 1000 krónur í dag geturðu lagt peninginn inn á banka og fengið ca 20% vexti á ári (að verðtryggingu meðtalinni). Ég reikna með að þú sért alveg tilbúinn í að sætta þig við það að fá bara 5% vexti á þennan þúsundkall (í 15% verðbólgu, þannig að peningurinn þinn rýnar um 10% á ári).
Er það ekki alveg gráupplagt? Ef þú átt á annað borð pening til að spara, þá er bara sjálfsagt að þú tapir peningunum, annað er alveg ótækt.
Skorrdal og Idda vilja að allir sem eiga sparifé borgi hluta af sparnaði sínum á ári, nokkurs konar skattur sem lagður verði á þá sem hafa sparað. Þá rýrnar eign þeirra í lífeyrissjóðum og svona, sem er væntanlega nokkuð sem þau eru alveg tilbúin í að gera.
Reyndar væri hætta á því að enginn myndi spara á Íslandi framar, heldur fara með peningana sína úr landi þar sem menn geta í raun og veru ÁVAXTAÐ hann, en hann rýrnar ekki á hverju ári.
Það sem fólk nefnilega fattar ekki að allur peningurinn sem það fær að láni í bönkunum er ekki eign bankanna eða lífeyrissjóða, heldur er þetta sparnaður fólks. Þannig að krafan um "lægri vexti" er ekki önnur en sú að þeir sem skuldi fái niðurgreidd kjör á lánum sínum og þeir sem borga niðurgreiðsluna séu þeir sem eiga sparnað.
Liberal, 8.12.2008 kl. 10:26
Og telst eign fólks í íbúðum ekki vera sparnaður?
Ég borgaði út 4.3 milljónir í íbúðinni, sem er nú búið að gufa upp á einu ári, það er meira en árstekjurnar mínar...
Ég hefði trúað að mjög stór hluti af sparnaði fólks væri bundinn í fasteignum sem væru núna að gufa upp, þannig að frekar myndi ég vilja mögulega tapa hluta af sparnaði og halda heimilinu heldur en að nota sparnaðinn fyrst í að greiða niður verðtrygginguna, og svo missa samt húsnæðið...
Eyjólfur (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 11:28
"Er það ekki alveg gráupplagt? Ef þú átt á annað borð pening til að spara, þá er bara sjálfsagt að þú tapir peningunum, annað er alveg ótækt."
Fyrirgefðu, Liberal, Sturla missir ekki bara bílinn sinn og Eyjólfur íbúðina heldur eru bankaeigendur búnir að stela öllu úr bönkunum og þess er krafist að Sturla og Eyjólfur borgi þann þjófnað allan líka. Það er því dálítið hlægilegt að sjá fólk vera að rökstyðja sparnað versus lán akkúrat í augnablikinu!
María Kristjánsdóttir, 8.12.2008 kl. 11:35
Ég held að menn ættu að skoða hugmynd Halls Magnússonar varðandi lausnir á vandamálum fólks, sem er í sömu stöðu og Eyjólfur. Fyrir þann hóp dugar ekki greiðslujöfnunarsísitalan, sem stjórnvöld hafa ákveðið að koma á.
Hugmynd Halls er sú að fólk, sem lendir í þessari stöðu, sé einfaldlega sett í greiðslumat og þar metið hversu mikið það getur greitt af lánum sínum. Síðan verði það sú upphæð, sem það greiðir af lánum sínum næstu þrjú árin. Annað verði sett á greiðslufrest.
Eftir þrjú ár er síðan hægt að taka stöðuna aftur og sjá til hvort viðkomandi geti þá greitt eðlilega af lánum sínum eða hvort ástæða sé til að endurtaka leikinn næstu þrjú árin. Eftir sex ár er húsnæðisverð væntanlega búið að jafna sig eitthvað aftur þannig að þá er væntanlega hægt að selja íbúðina án þess að mikið standi eftir af lánunum og jafnvel gæti verð íbúðarinnar verið komið upp fyrir lánið. Ég tel þó ólíklegt að þeir, sem keyptu íbúð þegar verðið var á toppi húsnæðisverðbólunnar nái sínum eignarhluta nokkurn tíman til baka og ef keypt var með háu lánshlutfalli þá munu þær íbúðir væntenlega ekki standa undir lánunum.
Ég tel að það verði að taka með einhverjum hætti á vanda þess fólks, sem keypti sína fyrstu íbúð í húsnæðisverðbólunni og reyna að skipta tapi þeirra með einhverjum hætti með lánveitanda. Ég tel þó að það mat geti ekki farið fram meðan húsnæðisverð er í lágmarki í miðri kreppu. Við vitum ekki hvert tapið er endanlega fyrr en húsnæðismarkaðurinn hefur aftur náð sér á strik eftir kreppu. Við vitum einfaldlega ekki nú hversu vel hann nær sér á strik eftir kreppuna. Það fer væntanlega að mestu leyti eftir því hvernig lífskjör verða hér að aflokinni kreppu og að sjálfsöðgu líka hversu fjölmenn þjóðin verður að aflokinni kreppu. Það er hversu mikill fólksflóttinn verður.
Sigurður M Grétarsson, 8.12.2008 kl. 11:35
http://www.petitiononline.com/heimili/
Við undirrituð skorum hér með á stjórnvöld að hrinda nú þegar í framkvæmd öflugum mótvægisaðgerðum vegna þess alvarlega efnhagsvanda sem íslensk heimili standa nú frammi fyrir.
Við beinum sjónum okkar sérstaklega að húsnæðislánum landsmanna og sjáum ekki aðra leið færa en frekari aðkomu stjórnvalda.
Fjölmargir hafa nú þegar stigið fram fyrir skjöldu og lagt fram ýmsar tillögur að aðgerðum sem stjórnvöld geta gripið til vegna þessa mála. Sem dæmi má nefna að fella niður skuldir og að afnema eða frysta verðtryggingu. Eins hafa fleiri en ein útgáfa af tillögum um endurfjármögnun lána eða skuldbreytingu þeirra litið dagsins ljós.
Skorist stjórnvöld undan íhugum við að hætta að greiða af húsnæðislánum okkar frá og með 1. febrúar 2009.
Þórður B. Sigurðsson (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 12:01
Þannig að Sturla sem tók lán í erlendri mynt var í raun ekki að taka neina áhættu, heldur var það sá sem veitti honum lánið sem á að sitja uppi með áhættuna? Jahá... það er þá eitthvað nýtt.
Kristinn, þú virðist ekki skilja þetta alveg, peningar verða ekki til úr engu, ekki frekar en að þeir hverfi án þess að nokkur tapi þeim.
María, hver er búinn að "stela öllu úr bönkunum"? Þú getur kannski fært rök og sannanir fyrir þessari fullyrðingu, eða ertu bara að slá einhverju fram sem þér barasta bara finnst? Það er nú ansi lítið gagn af þér í umræðunni almennt ef þú ætlar að vera í svona kjánagangi, María.
Liberal, 8.12.2008 kl. 12:13
Liberal: Ég verð að styðja Kristinn hérna. Þú virðist ekki alveg skilja hvernig peningar verða til sbr. "allur peningurinn sem það fær að láni í bönkunum er ekki eign bankanna eða lífeyrissjóða, heldur er þetta sparnaður fólks"
Legg til að þú horfir á þetta myndband sem útskýrir vel hvernig peningar eru "búnir til": http://www.youtube.com/watch?v=PHBtnzxJJ_4
Eins og þú sagðir við Maríu þá legg ég til að þú Liberal kynnir þér hvernig peningakerfi virka svo það sé gagn af þér í umræðunni.
Og varðandi útlánastarfsemi. Hvers vegna ættu lánadrottnar að vera þeir einu sem eru firrtir allri áhættu í viðskiptum?
Það sem María er sennilega að vísa til að stærstu eigendur bankanna fengu lán frá bönkunum gegn litlum sem engum veðum og voru að því faktískt að "stela öllu úr bönkunum".
Karma (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 13:14
Karma og Kristinn... peningar eru ekki eingöngu þeir fýsísku seðlar sem í umferð eru hverju sinni, svona bara til að leiðrétta þann misskilning ykkar.
Lánardrottnar eru hreint ekki firrtir áhættu í viðskiptum, þeir eiga það á hættu að fólk greiði ekki til baka, og þess vegna leggja viðskiptavinir fram veð fyrir lánum og fá þannig lægri vexti. Ef þú vilt kaupa þér bíl og geta bara labbað í burtu án allra kvaða ef þér sýnist sem svo, þá getur þú eflaust samið um það við lánastofnun og fengið vaxtakjör sem því hæfa, en mér er til efs að þú myndir sætta þig við þau.
Þú færð lægri vexti ef þú leggur fram tryggingar, því slíkar tryggingar minnka áhættuna fyrir þann sem lánar peningana. Ef þú ákveður að taka gengisáhættu í láninu, þá er það þín ákvörðun, ekki bankans. Af hverju ætti lánveitandi að taka á sig skellinn af veikingu krónunnar, en lántakinn að taka til sín allan hagnað ef um slíkt er að ræða?
Fólk hefði líka getað komist alveg hjá þessum óhagstæðu gengisáhrifum ef það t.d. hefði fengið greiddan hluta launa sinna í erlendri mynt, ef þú skuldaðir 500 evrur í húsnæðislán í hverjum mánuði, en fengir 500 evrur í laun í hverjum mánuði, þá skiptir gengi evrunnar engu máli, þú hefur útrýmt gengisáhættunni.
Nema hvað að ef þú hefðir haft 500 evrur í tekjur á mánuði værirðu sennilega hæstánægður með veikingu krónunnar.
Kristinn, þú virðist því miður ekki alveg fatta þetta, lánveitandinn tekur einmitt áhættu, og ég myndi geta mér þess til að það yrði erfitt fyrir fólk eins og Sturlu að fá lán í framtíðinni þegar þetta viðhorf hans til þess að standa við skuldbindingar sínar.
Liberal, 8.12.2008 kl. 13:59
Eftir að hafa lesið þetta þá fer manni að blöskra, en maður skilur líka afhverju fyrrverandi bankastjórar klappa sér á vömbina með bros á vör og stjórnmálamenn komast upp með að sitja enn við völd eftir að hafa nánast sökkt þjóðarskútunni, þegar fólk hugsar ekki lengra en ofangreint. Mér er spurn. Ef gerður er “samningur” um lán og nokkru síðar fer að halla undan fæti hjá lánastofnuninni er þá raunhæft að sá sem tók lánið greiði hallan hjá lánastofnuninni? Þ.e.a.s. að lánastofnunin getir hækkað vexti á láninu á nokkura takmarka?Það var einhver að nefna að ef aðili tæki lán fyrir bíl og skemmdi hann, hver ætti að taka ábyrgð á skemmdunum. Það er nokkuð raunhæft að sá sem skemmir bílinn borgi fyrir skemmdirnar. Jafnframt að veðið á láninu sé bara á bílnum. Annað ætti að vera refsihætt á báða aðila. Ég hef ekki búið á Íslandi í þó nokkur ár og biðst afsökunnar á stafsettningunni, ég held að hún sé ekki upp á marga fiskana hjá mér þessa dagana.
Pottormur (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 15:10
Pottormur, það er enginn að tala um það, lánastofnun getur ekki hækkað vexti fyrirvaralaust og einhliða, því í gildi er samningur, nokkuð sem Sturla og menn hans vilja greinilega hunsa.
Skorrdal, jú það þekkist bara ansi víða, og þar sem það ekki þekkist eru vextir einfaldlega hærri. Þú getur vel tekið lán fyrir húsi og bíl án þess að leggja neitt að veði (ekki einu sinni húsið eða bílinn) og enga ábyrgðarmenn. Ekkert mál. Þá er reyndar áhættan allt önnur og þú þarft að borga miklu hærri vexti til að mæta henni. Valið er þitt.
Ég á alla stóru bankana þrjá, merkilegt eins og það er. Því ég er skattgreiðandi, rétt eins og þú. Þannig að við eigum bankana saman, og ég, sem eigandi, vil helst að þeir lifi og geti starfað áfram en verði ekki fórnað á altari pólitískrar skammsýni og skrílræðis.
Liberal, 8.12.2008 kl. 15:20
Sæll Dofri,
skýringin á þessu liggur í mismunandi meginreglum fjármunaréttar milli landanna. Í USA er meginreglan að menn ábyrgist ekki meira en veðið hrekkur fyrir, um slíkt er sennilega samt hægt að semja, t.d. um víðtækari ábyrgð. Í ísl. fjárm.rétti er meginreglan hins vegar sjálfsskuldarábyrgð í veðrétti NEMA mjög skýrt sé um annað samið. Lánveitanda er heimilt að semja um annað, sem og lántakanda.
Bollalengingar þeirra sem rita hér ofar eru bara pólitísks eðlis. Þ.e., þetta eru skoðanir en ekki lögmál. Þessum meginreglum væri alveg hægt að breyta ef vilji væri fyrir því. Það myndi hins vegar hafa þær afleiðingar að lánakjör myndu breytast (nema kannski hjá Íb.sjóði, hver veit?). Líklega væri gerð krafa um miklu hærra eiginfjárhlutfall í fasteignum þegar menn fá lán með veði. Mig minnir að t.d. í Þýskalandi sé meginreglan að ekki er lánað meira en 50% af verði eignarinnar. Þetta fyrirkomulag, eða mismunurinn á fyrirkomulagi, skýrir líka hvers vegna svo hátt hlutfall er hér á landi af fólki í eigin fasteign. Ég held að það sé það hæsta í heimi. Meðan víða erlendis tíðkast að fólk leigir húsnæði alla ævi.
Þeim skal bent á til fróðleiks, sem ekki vita það, að hér á landi er alveg hægt að semja um að ábyrgð takmarkist við veð sem sett er. En þá myndi sá lánveitandi væntanlega ekki fallast á stærra veðhlutfall en t.d. 40-50%. Það er þó háð mati og frjálst að semja um. Og fyrir þá sem ekki vita, eru flestallar skuldbindingar hér á landi gerðar með sjálfsskuldarábyrgð nema skýrlega sé um annað samið. Sj.skuld.áb. þýðir að menn ábyrgjast skuld með öllum eignum sínum.
Veð er bara til tryggingar forgangs í kröfu, sem trygging fyrir kröfunni eins langt og það nær.
Svar við þessu ástandi sem upp er komið, verður kannski að Íb.sjóður byggir eða kaupir íbúðir sem hann setur svo á opinberan leigumarkað, til að forðast að sama gerist í framtíðinni, að skuldir fólks í húsnæði sínu fari á stuttum tíma fram úr heildarverðmæti. Leigusamningar slíkra íbúða væru ótímabundnir og gæti fólk allt eins búið þar alla ævi eða þar til það hefur safnað fyrir helmingsútborgun í eigin húsnæði. Þá gæti fólk tekið 50% lán fyrir kaupverði og samið um að skuldbinding væri ekki meiri en veð í fasteigninni, ábyrgðin takmarkist við það.
smá löglærður (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 15:41
Liberal: "Karma og Kristinn... peningar eru ekki eingöngu þeir fýsísku seðlar sem í umferð eru hverju sinni, svona bara til að leiðrétta þann misskilning ykkar."
Ég hélt þessu aldrei fram og furðulegt ef þú hefur getað túlkað mín orð á þann veg.
Aftur á móti virðist þú ekki skilja hvernig peningakerfið virkar samanber orð þín. "Það sem fólk nefnilega fattar ekki að allur peningurinn sem það fær að láni í bönkunum er ekki eign bankanna eða lífeyrissjóða, heldur er þetta sparnaður fólks"
Bankar lána ekki bara út þann pening sem þeir fá sem innlán. Þeir lána margfalt meira en það.
Hvar getur maður annars tekið lán fyrir húsi og bíl án þess að leggja neitt að veði og enga ábyrgðarmenn? Ég er til í að sjá það lán.
Karma (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 15:45
sællt veri fólkið en ég er aðilinn sem bíllinn var tekkin af og við erum að mótmæla hvernig lýsing er að vinna sína vinnu, ég gerði mér fulla grein fyrir því að geingis trigð lán fara fram en ég skal bara seigja ykkur dæmið eins og það er frá upphafi.
í ágúst 2007 kaupi ég þennan umræda bíl á 2.200.000. krónur
ég borga strax út 1.000.000 kr
eftirstöðvarnar bið ég lysingu um að lána mér fyrir semsagt 1.200.000 til 2 ára þar sem ættlaði mér að eignast bíllinn þar sem mig lángaði ekki að vera með skuldir á eftir mér í mörg ár.
í ágúst 2008 hætti ég að geta greit af þar sem ég var bæði ekki að fá borgað og vinnan var farinn að dragast verulega saman en ég reyni samt að gera mitt besta til að reyna að fá mína peninga inn og einig að skapa mér meiri vinnu til að geta greit af mínum lánum en ef þið hafið kíkt út þá er ekki míkið verið að framkvæma svo það var nú ekki hægt að velja úr verkefnum en ég gat feingið að vinna fyrir aðila sem hafa það orð á sér að vera ekkert sérstaklega duglegir að greiða sína reykninga svo ég ákveð að vera ekkert að taka þá vinnu.
Í oktober 2008 fer ég á fund lysingar og seigi stöðuna ekki góða því það sé erfit að fá peninga og ég spir hvort sé möguleiki að geta tekið þær afborganir sem eru komnar í vanskil og setja þær afturfyrir og frista lánið svo ég borgi vexti í vetur á meðan þetta versta er að líða hjá. Svarið sem ég fékk var nei ekki nema ég myndi byðja pabba og mömmu um að gánga í veð fyrir skuldunum og afborganir færu aldrey niður fyrir það sem ég var að borga fyrir ári.
En það vill svo skemtilega til að það virðist ekkert vera sama árferði og var í firra því ver og miður svo ég tek þá ákvörðun heldur en að gánga að þessu og setja mömmu og pabba í veð þá fer ég með tækin til þeira og skila þeim inn til þeira.
bíllin var metinn sem uppítökuverð frá heklu 3.400.000
aðfinslur til niðurfellingar 2.958.585
svo verðmat bílsins sem eftir stendur 441.411
eftirstöðvar 2.209.853
bíll til lækunar því 441.411
það sem ég á eftir að borga þeim 1.768.442
og þá er eftir vagnin og Hjólagrafa
ég kaupi tæki fyrir 11.000.000 í firra borga út 4.500.000
nú er búið að taka þetta allt og ég á að borga þeim ca 9.400.000
ef ég hefði lagt upp með það í upphafi að borga þetta ekki þá hefði ég stofnað EHF.
Jón Heiðar (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 16:07
Komdu sæll Dofri Hermannsson.Það vill nú svo til að ég kannast við þessa lýsingu hjá þér,að fá lykil i pósti af bíl.Þótt við Íslendingar séum hrifnir af þvi að apa allt eftir könum og sérstaklega ósiði þeirra þá horfum við ekki beinlis ákostina t,d við lánin til húsnæðis og bilakaupa ,kanin leigir bila frekar en að kaupa þá.Hér erum við hundeltir ogjafnvel ömmurnar lika er þetta ekki rugl Dofri enda kommnir á vegg og 'abyrgðin er jafnvel á elliheimili.Ég heyrði sögu af bónda sem keypti sér þýskan traktor fyrir 7 milljónir nú sé lánið orðið 13 milljónir hvað á bóndinn að gera ,hvað eigum við að gera.
Ásgeir Jóhann (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 17:36
Ef þú færð milljón að láni borgarðu milljón til baka ásamt umsömdum vöxtum. And that's it.
Haraldur Hansson, 8.12.2008 kl. 19:12
Á Íslandi er það þannig að ef þú getur ekki borgað af bílnum er bíllinn fyrst boðinn upp og skiptir engu hve vel þú hefur farið með, hann næsta víst selst hann ekki á uppboði fyrir lögfræðikostnaðinum sem lagður er á með frjálsri verðlagningu og „frjálsra“ lögmanna sem lánafyrirtækið velur og getur ákveðið hvað þú átt að borga án þess þú eigir neinn rétt eða aðkomu.- Hann má stofna til hvað kostnaðar sem er og krefja þig greiðslu.
Semsagt „frjálsir“ lögfræðingar með „frjálsa“ verðlagningu á ráns-nauðarþjónustu sinni taka mest allt sem fæst fyrir nauðungarsölu bílsins.
Þá halda þeir áfram og taka lögtak í öllum eigum sem þeir finna hjá þér - og eru þeir sem harðast ganga fram til að krefjast uppboðs á íbúðinni þinni fyrir enn meiri lögfræðikostnaði og svo kannski eitthvað upp í lánið ef þú ert svo heppinn að íbúðin selst á hærra verði en nemur uppgreiðslu húsnæðislána og veðlána sem þarf að borga fyrst af uppboðsverði.
- Líklegast er þó að húsnæðislánin taki allt til sín áður en neitt næst uppí bílalánið og það vita lögfræðingarnir þó þeir bjóði ofanaf þér húsið til að neyða þig til að gera allt sem þú getur til að redda pening þ.e. fyrir öllum kostnaði og öllu láninu, og ef þú getur það ekki er húsið selt ofanaf þér á uppboði eins fljótt og hægt er öðrum til aðvörunar svo víst sé að enginn haldi að þeir meini það ekki að svitpa þig öllu til að fá allt sitt.
- Og enn heldur lögfræðiinnheimta bílalánsins áfram ef ekki fæst allt eftir nauðungarsölu á íbúðinni og getur viðhaldið kröfu sinni á þig í mörg ár hvort sem hún gerir þig gjaldþrota í millitíðinni eða ekki.
Helgi Jóhann Hauksson, 8.12.2008 kl. 20:13
Sæll Dofri.
Lán sem veitt er með veði í einhverju óskilgreindu á ekki að líðast. Lögin sem við búum við um bankaviðskipti og gjaldþrot gang í raun á skjön við hugmyndir þær sem mannréttindasáttmálar byggjast á. Verkefnið er að breyta þessum lögum. Það á aðeins að vera hægt að lána með veði í fyrirfram skilgreindum hlutum. Lán með veði í húseign þyrfti að vera skilgreint sem hlutfall af verðmæti eignarinnar. Miðað við óbreytt ástand eignar ætti ekki að vera hægt að krefjast hærra hlutfalls af verðmæti hennar vegna láns með veði í eigninni, sem fellur vegna gjaldþrots.
Kjartan Eggertsson, 8.12.2008 kl. 21:05
Myndi fagna því ef sett yrðu lög sem heimiluðu ekki að ef veð hrykki ekki fyrir láni sem veitt er vegna þess, sitji bankinn í súpunni. Kallar bara á ábyrg útlán hér eftir og finnst í raun fáránlegt að hægt sé að ganga að mönnum ef veðið hrekkur ekki fyrir láninu. Myndi fagna jingle-mail. Bankarnir verða að ábyrgjast gerða sinna. Nóg komið af þessari vitleysu.
Jón Óskar Þórhallsson (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 21:41
Fjármálaviðskipti á Íslandi í dag eru náttúrlega ekki eins og hjá venjulegu þjóðfélagi eða venjulegu fólki. Það gera gengissveiflurnar, verðbólgan, vertryggingin og vaxtaokrið. Í svona sjúku kerfi gerast hlutir sem við viljum ekki sjá og viljum ekki upplifa. Ég hef ekki sjálf lent í sjálfsskuldarábyrgð vegna bílaláns, en við tókum bát á kaupleigu og sitjum uppi með skuld vegna þess. Í því tilfelli tel ég að við höfum hreinlega verslað á yfirverði. Ef sá sem lánar fyrir bíl vill líka sjálfsskuldarábyrgð, er þá ekki sá hinn sami að segja að lánið sé í raun hærra en verðmæti bílsins verði eftir einhvern tiltekinn tíma, þar sem nýir bílar falla mjög hratt í verði. Nýr bíll getur tæplega talist fjárfesting, heldur ákveðinn munaður sem tíma tekur að vinna sig upp í. Sá sem fer of hratt upp þann stiga, verður hreinlega að taka þá áhættu að ábyrgjast sjálfur hluta af láninu. Ég er ekki lögfræðingur, en þetta eru hreinlega vangaveltur sem mér finnst flokkast undir heilbrigða skynsemi.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 8.12.2008 kl. 23:44
Bílalán eru vitleysa yfir höfuð, það áttu allir að geta sagt sjálfum sér frá upphafi. Menn bera ábyrgð á slíkum gjörningum sjálfir, svo og á því að lesa þá samninga sem þeir sjálfir undirrita. Það er enginn skynsemisvottur í því að kaupa eign sem gerir aldrei neitt annað en að rýrna í verði og greiða svo vexti af kaupverðinu! Fullkomið rugl.
"við tókum bát á kaupleigu og sitjum uppi með skuld vegna þess. Í því tilfelli tel ég að við höfum hreinlega verslað á yfirverði."
Fyrirgefðu ruddaskapinn Hólmfríður, en hversvegna í ósköpunum myndi nokkur maður taka "bátalán"!?!?
Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 01:29
Eftir að hafa lesið þetta verður mér ljósara hvers vegna fjárhagsmál íslendinga eru í þvílíkum ólestri. Fólk virðist halda að peningar bara verði til úr engu og engin sérstök ástæða sé til að borga til baka það sem fengið hefur verið að láni.
Þegar ég var á Íslandi síðast (2007) þótti mér frábært að sjá hvað íslendingar voru orðnir ríkir og áttu flotta bíla og hús. Nú kemur í ljós að þetta var allt fengið að láni og nú setja bankarnir í súpunni.
Ég þakka Liberal fyrir að blanda vitglóru í þessa furðulegu umræðu...
Hörður Þórðarson, 9.12.2008 kl. 01:41
Hörður: "Fólk virðist halda að peningar bara verði til úr engu"
Hver heldur það og hvernig heldur þú að peningar verði til?
Karma (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 01:58
Peningar eru gjaldmiðill sem þeir sem kaupa og selja vörur eða þjónustu samþykkja að láta í skiptum fyrir vöruna eða þjónustuna. Þetta samkomulag byggust á trausti og trú á gjaldmiðlinum. Ef peningar eru einfaldlega prentaðir án þess að raunveruleg verðmæti liggji að baki, þá rýrnar traust á gjaldmiðlinum og það þarf að borga meira fyrir þjónustu eða vörur. Þetta getur gengið svo langt að gjaldmiðillinn verði verðlaus, samanber Zimbabwe. Peningar eru ávísun á verðmæti sem verða til þegar einhver framleiðir eitthvað. Peningar verða til þegar verðmæti eru sköpuð.
Furðulegt að það skuli þurfa að segja fullorðnu fólki þetta....
Hörður Þórðarson, 9.12.2008 kl. 06:56
Sælir, og góð athugasemd hjá ér Hörður. En til að upplýsa Dofra þá er í nánast öllum þeim tilvikum þar sem bílalán er í erlendri mynt til staðar svokallaður bílasamningur. Hann byggir á því að bifreiðin er skráð eign lánveitanda þar til hann hefur verið að fullu greiddur. Þetta þýðir að ef skuldari greiðir ekki af láninu þá getur lánveitandi sótt hann á grundvelli samningsins, þar sem hann er eigandinn, en þarf ekki að fara hefðbundna dómstólaleið. Þetta er með öðrum orðum kaupleiga.
En til að víkja aðeins að umræðunni hér, þá vil ég bara minna fólk á að það var enginn til staðar með byssuna við höfuðið á því og píndi það til að taka bílalán. Við getum ekki horft framhjá því að þessi lán eru (voru) eins og hver önnur markaðsvara og fólki fullfrjálst að velja eða hafna. Og ég vil fullyrða að í langflestum tilvikum var fólki gerð grein fyrir gengisáhættunni þegar það tók lánin.
Þetta er eins og að segja að af því að ég borðaði alltaf karamellur fyrir vasapeninginn sem ég fékk þegar ég var yngri, og í framhaldi skemmdust tennurnar, þá hljóti sælgætisframleiðandinn að taka ábyrgðina. Þvílíkt bull.
Sigurður Sigurðsson, 9.12.2008 kl. 08:38
Hörður, reyndar hefur það verið reglan undanfarin sex ár að peningarnir verða úr engu. Það er engin furða að nú þurfi einhverja endurmenntun.
Bankarnir sem lánuðu pening skráðu skuldina sem eign sína og fengu svo lán hjá öðrum bönkum með veði út á þá eign. Ef það er ekki að búa til peninga úr engu veit ég ekki hvað það er...
Kári Harðarson, 9.12.2008 kl. 08:42
Sæll Dofri
Já mikið rétt hjá þér að ábyrgð lánastofnanna bílalána er flókin og það þarf helst íslenskufræðing til að skylja smáa letrið en það þýðir í raun að enginn fær bílasamning á sitt nafn nema að eiga fasteig. Hvers vegna?? Jú það er þannig að ef greiðandi lendir í þroti er ökutækið tekið af eignaleigufyrirtækinu sett í ástandsskoðun og síðan á uppboð. Mismunur á uppboðsverði og heildarskuldinni með öllum kostnaði fer þá í innheimtu á fasteign viðkomandi.
Ég er sjálfur búinn að standa í stríði lengi við Samkeppnisstofnun og umboðsmann neytenda að láta loka verðmyndunarvef Bílgreinasambandsins sem ég tel ólöglegan og er ekki einn um þá skoðun. þar er fundið út viðmiðunarverð á öllum ökutækjum sem umboðin og tryggingafélög ásamt eignaleigufyrirtækjunum nota til verðmats og er út í hött. Þessu tók ég eftir fyrir slysni í sumar þegar ég asnaðist til að kaupa mér nýjan jeppa og komst þá að því að hann var skráður í verðmati 6.4 milljónir en kostaði miklu meira og ekinn 0 km.
Ég sendi öllum tryggingafélögunum fyrirspurn hvernig litið væri á tjónabætur á yfirveðsettum ökutækjum sem skiptu tugum þúsunda en engin svör bárust. Ég setti upp raunhæft dæmi um aðila á nýlegu ökutæki sem væri yfirveðsett um 2.0 milljónir samkvæmt skránni og hann lenti í tjóni þegar ekið væri á hann kyrrstæðan og í 100% rétti. Tryggingafélag tjónvalds lítur í skrána en ég sæti uppi með mismunin og þá kæmi til almennur skaðabótaréttur á tjónvald gagnvart mér umfram bætur frá hans félagi og ég þyrfti að höfða einkamál væntanlega.
Fátt er um svör hjá Samkeppnisstofnun en síðast þegar ég vissi var málið í skoðun því að ég gekk svo langt að leita mér upplýsinga um hvern ég gæti kært til lögreglu fyrir brot á Samkeppnislögum,forstjóra þess fyrir handvömm eða forstöðumann Bílgreinasambandsins. Neytendur verða alltaf blóðmjólkaðir á hverju sem gengur.
Þór Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 10:12
"Hörður, reyndar hefur það verið reglan undanfarin sex ár að peningarnir verða úr engu. Það er engin furða að nú þurfi einhverja endurmenntun."
Það sem við erum að horfa upp á er ekkert nýtt. Fólk nennir bara ekki að hugsa, muna eða lesa sér til fyrr en skellurinn lendir á því sjálfu. Þá neyðist fólk til þess.
Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 10:22
Hörður: "Peningar eru gjaldmiðill sem þeir sem kaupa og selja vörur eða þjónustu samþykkja að láta í skiptum fyrir vöruna eða þjónustuna" og "Peningar verða til þegar verðmæti eru sköpuð"
Þú ættir að kynna þér málin aðeins betur því að þú ert að lýsa því hvernig peningar voru skapaðir fyrir iðnbyltingu eða jafnvel fyrir það.
Staðreyndin er sú að langmest af "peningum" í þróuðum ríkjum verða til vegna útlánastarfsemi, þ.e. peningar verða til sem skuldasöfnun einstaklinga og fyrirtækja. Þú biður um lán hjá banka sem lánar þér "peninga" sem eru í raun ekki til. Eða haldur þú virkilega að bankar sitji á öllum þeim peningum sem þeir lána út? Þegar bankinn er búinn að lána þér x margar krónur eru til x margar "nýjar" krónur í hagkerfinu.
Það skiptir engu máli hvort peningarnir eru prentaðir eða ekki þar sem megnið af peningum eru bara til elektrónískt. Svo lengi sem lánastofnanir hafa leyfi til lána jafn mikið og íslensku bankarnir gerðu þynnir það út raunverulegt verðmæti á bak við hverja krónu.
Kynntu þér aðeins hvernig hlutirnir virka áður en þú ferð að útskýra þá fyrir fullorðnu fólki.....
Karma (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 10:55
Sparnaður? Ekki þekkir Netamaður aðra en alþýðufólk og það fólk á ekki neinn sparnað, bara skuldir. Helst að sumir hafi átt einhvern "sparnað" sem fólst í eign umfram skuldsetningu í íbúðarholunni sinni. Nú er verðtryggingin búin að éta það upp. Það fólk, sem á peninga af svokölluðum íslendingum, er löngu búið að koma þeim úr landi. Nú vill hópur íhaldsmanna á þinginu "leyfa" fólki að taka séreignarsparnaðinn sinn út til að borga upp lánin, svo það geti haldið áfram verðtryggingardansinum. Bíðum við; frá 18 - 32% af séreignarsparnaði hefur þegar glatast vegna verðfalls þeirra eigna, sem sjóðirnir höfðu fjárfest í. Einhverju hefur fólk tapað þar væntanlega til þjófapakksins. Af hverju vill íhaldið nú allt í einu leyfa þetta? Jú, því ríkið getur hirt strax 36% af þessu fé í tekjuskatt sama dag og fólk tæki féð út. Hvernig gætu sjóðirnir greitt út þetta fé? Jú, með því að selja þá pappíra, sem fjárfest hafði verið í! Hverjir eru til þess að kaupa það? Fáir, og þeir sem myndu kaupa, myndu aðeins kaupa þá pappíra á lágu verði. Afleiðingin verðfall. Hver borgar? Alþýðan, sem ætti þá enn minna og yrði að borga með hækkuðum sköttum.
Netamaðurinn (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 14:07
"Sparnaður? Ekki þekkir Netamaður aðra en alþýðufólk og það fólk á ekki neinn sparnað, bara skuldir. Helst að sumir hafi átt einhvern "sparnað" sem fólst í eign umfram skuldsetningu í íbúðarholunni sinni. Nú er verðtryggingin búin að éta það upp"
Flestallt íslenskt "alþýðufólk" á sparnað í lífeyrissjóðum. Mjög margir eiga líka sparnað í séreignasjóðum. Þessar eignir hefðu rýrnað miklu meira en orðið er ef ekki væri fyrir verðtryggingu. Það var ekki bara verðtrygging sem gekk á eign fólks í húsnæði sínu, það var líka þenslan sem spennti húsnæðisverð upp í falskar hæðir. Þessa sömu þenslu nýtti almenningur sér til þess að skuldsetja sig m.a. í verðtryggðum lánum. Við höfum lífeyrissjóðakerfi sem byggir á því að hver safnar í sjóð fyrir sjálfan sig. Verðtryggingin er eitt mikilvægasta tækið til þess að verja sjóðinn. Þetta er miklu skárri lausn heldur en lífeyrisfyrirkomulag sem byggir á "gegnumstreymiskerfi"sem er í raun ekkert annað en skuldaviðurkenning ríkisins (skattgreiðenda framtíðarinnar, barnanna okkar) áratugi fram í tímann. Margir þeirra sem nú eru nærri starfslokum en eiga lítið í lífeyrissjóðum eru í þeirra aðstöðu vegna þess að þeir unnu svart, á svig við lög og reglur um þessi mál, og sviku þar með líka undan skatti.
Ef verðtrygging verður afnumin þá er numinn brott úr fjármálakerfi okkar einn af fáum hvötum sem almenningur hefur til þess að hegða sér skynsamlega. Með verðtryggingu getur sá sem það vill alltaf lagt eitthvað fé á reikning sem er öruggur og rýrnar ekki (ath. reikning, EKKI peningamarkaðssjóð) Ef verðtrygging verður afnumin rýrna skuldir í verðbólgu og það verður áhættusamt að spara. Þetta hefur gerst áður á Íslandi. Á árunum 1972-1984 var óðaverðbólga á Íslandi, hún fór á tímabili yfir 100%. Þeir sem keyptu sér húsnæði á þessum tíma (þ.e. fram til 1979 þegar verðtryggingu var komið á), að stofni til fólk fætt á árunum 1940-1950, fékk það afhent nánast ókeypis. Þetta er frekjukynslóðin á Íslandi (það er rangt sem stundum heyrist þegar því er haldið fram að frekjukynslóðin sé yngri). Þetta var m.a. á kostnað þeirra sem eldri voru og höfðu reynt að byggja sér upp sparnað áratugina á undan, þeir töpuðu honum. Finnst Netamanninum þetta sanngjarnt? Verðtrygging var sett á árið 1979 til þess að koma í veg fyrir þetta óréttlæti og rugl. Síðan hefur verið hægt að spara á Íslandi, hafi maður áhuga á því. Það væri glapræði að afnema vertryggingu einmitt nú þegar í uppsiglingu gæti verið þessháttar ástand sem var ÁSTÆÐA ÞESS AÐ HENNI VAR KOMIÐ Á TIL ÞESS AÐ BYRJA MEÐ!
Með þessu er ekki verið að bera blak af yfirvöldum. En almenningur ber líka ábyrgð á því hvernig hann hegðar sér. Þrátt fyrir allt mun meirihluti fólks halda vinnunni á næstunni og vandamál þess hóps er og verður fyrst og fremst það að hafa skuldsett sig óhóflega - að eigin vali. Stór hluti þjóðarinnar hafði val um það að kaupa notaða ódýra bíla og stækka ekki við sig í húsnæði en gerði það ekki og er nú að kikna undan þeim skuldabagga sem það SJÁLFT batt sér. Ég vil geta sparað það litla sem ég hef umfram útgjöld af mínum launum án þess að fólk sem ekki kann sér hóf eyðileggi það fyrir mér.
Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 16:32
Annað hvort á að afnema verðtryggingu á lán eða verðtryggja líka laun. Hvers vegna á vinnan að rýrna í verði, en brask þeirra sem nenna ekki að vinna að halda fullu verðgildi?
Theódór Norðkvist, 9.12.2008 kl. 16:40
Nei Theódór það á ekki að gera.
Aftur má leita fordæma í gamla óðaverðbólguskeiðinu. Það var launaskrið á þessum tíma, vítahringur verðbólgu, verkfalla og launahækkana sem svo aftur þöndu verðbólguna enn meira. Ef laun yrðu verðtryggð þá myndum við fá óstjórnlega verðbólgu vegna þess að neyslusamdrátturinn og aðlögunin að kreppunni yrði miklu hægari. Þá fyrst gætum við farið að tala um krónuna sem raunverulega gerónýtan gjaldmiðil. Það sem ég var að reyna að segja m.a. hér að ofan er að ástandið á 8. áratugnum er eitthvað sem MÁ ALLS EKKI KOMA UPP AFTUR. Markmið númer eitt núna á að vera að ná niður verðbólgu. Einnig mætti reyna aðgerðir til þess að ná niður vöxtunum á lánunum og létta þannig undir með fólki. Með lægri vöxtum næðist fram lægri heildargreiðsla yfir allt lánstímabilið.
Það er ekki til nein einföld pennastriks-lausn til þess að redda málunum þegar fólk er búið að skuldsetja sig svona eins og stór hluti þjóðarinnar hefur gert, aðgerðir sem eiga að koma skuldurum til hjálpar, hversu góðra gjalda verðar sem þær kunna að vera, MEGA EKKI KOMA NIÐUR Á ÞEIM SEM REYNDU AÐ SKULDA SEM MINNST. Gleymum því ekki að ætluð aðstoð við skuldara mun koma úr vasa skattgreiðenda.
Þú talar um brask þeirra sem ekki nenna að vinna. Er meðaltekjumaður sem safnað hefur á verðtryggðan reikning braskari sem ekki nennir að vinna? Afnám verðtryggingar gæti hæglega rústað sparnaði viðkomandi. Kerfið verður að verja þá sem reyna að taka skynsamlegar ákvarðanir.
Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 17:13
"Það skiptir engu máli hvort peningarnir eru prentaðir eða ekki þar sem megnið af peningum eru bara til elektrónískt. Svo lengi sem lánastofnanir hafa leyfi til lána jafn mikið og íslensku bankarnir gerðu þynnir það út raunverulegt verðmæti á bak við hverja krónu."
Þú hefur lög að mæla. Það þurfa að vera RAUNVERLUG VERÐMÆTI bak við krónurnar. Annars þynnist gjaldmiðillinn út. Gott að sjá að þú et farinn að skilja þetta. Hvort peningarnir eru elektróniskir eða á pappírsbleðlum er aukatriði.
Hörður Þórðarson, 9.12.2008 kl. 19:03
Þorgeir Ragnarsson segir:
... og á þá við bílalán.
Ef þú vissir af nágrana þínum sem sífellt lánaði öllum í hverfinu hvað sem hverjum datt í hug að biðja hann um og fengi svo ekki helminginn til baka, margt rýrt og skemmt, annað glatað og enn aðrir bara skiluðu ekki, þá værir þú væntanlega að tala um nágrana þinn að hann ætti augljóslega að taka einhverja ábyrð á þeim gerðum sínum að lána öllum allt dótið sitt.
- En ef hann í ofnaálag ætlaði að græða vel á að lána og fá ríflegt leigugjald á allt sem hann lánaði - og beitti handrukkurum og ríflegu kostnaðarálagi á vanskil fyndist þér þá ábyrgð hans minnka eða aukast á að lána hverjum sem er hvað sem er?
- En ef hann breytti sér í lánastofnun sem borgar bankastjórum hæstu laun í heimi fyrir að búa til ofurgróða af lána-starfseminni? - á hann þá enga ábyrgð eða samáhættu með áföllum lántakenda? - á hann bara gróðann?
Helgi Jóhann Hauksson, 10.12.2008 kl. 05:42
Þorgeir, Theodór hefur rétt fyrir sér um það að annaðhvort ætti að gilda verðtrygging bæði á laun og lán eða hvorki laun eða lán - í það minnsta ættu lán aldrei að hækka hraðar en laun nema fólki væri skýrt gert grein fyrir því strax fyrirfram við frumlántöku.
Upphaflega voru bara laun verðtryggð vegna gengisfellingaráráttu stjórnvalda strax eftir gerð kjarasamninga. - Það kallaði á víxlhækkun og verðbólgu þá voru lán líka verðtryggð með heimild í lögum frá 1979. Lánavísitalan á því rætur vístölutryggingu launa.
Með þjóðarsáttinni 1986 var vístala launa afnumin en háværri kröfu um afnám lánavístölu var svarað með loforðum um aðrar leiðir til að tryggja að kaupmáttur lækkaði ekki gangvart lánum.
- Það hefur haldist og vel það þar til nú. Þess vegna þvarr krafan um að fyrst laun væru ekki vístölutryggð ættu lán ekki að vera það. nú er hinsvegar allt það versta að koma fram og fólki veðrur ógerlegt að borga skuldir af launum sínum
- nema lán fylgi aðeins launahækkunum - samt er fólk líka að missa vinnuna.
Helgi Jóhann Hauksson, 10.12.2008 kl. 05:56
Í síðustu kjarasamningum var heimtað að launafólk væri hófsamt í kröfum til að verðbólgan myndi ekki aukast. Það var hófsamt í kröfum og samt jókst verðbólgan.
Það er því ljóst að verðbólgan er ekki heimtufrekju almenns launafólks að kenna. Hún rauk upp þó laun væru hálfpartinn fryst í meira en ár.
Það er engin ástæða fyrir því að launafólk eitt verði látið greiða niður verðbólguna lengur. Nú er kominn tími til að aðrir beri byrðarnar líka.
Theódór Norðkvist, 10.12.2008 kl. 09:55
"Með þjóðarsáttinni 1986 var vístala launa afnumin en háværri kröfu um afnám lánavístölu var svarað með loforðum um aðrar leiðir til að tryggja að kaupmáttur lækkaði ekki gangvart lánum."
Það er þá kannski kominn tími til þess að rukka yfirvöld um einhverjar efndir á þessu loforði. Til dæmis mætti reyna að ná niður vöxtunum þó það gæti kannski orðið snúið. Ofuráherslu verður að leggja á að ná niður verðbólgu og þar sem það er nokkuð almennt álit að því er virðist að hún muni lækka á næsta ári þá ættu víðtækar og samhæfðar aðgerðir til þess að stuðla frekar að því að geta virkað.
En ef við fáum áfram mikla verðbólgu ofan á kreppuna og skuldsetningu vegna bankahruns og Icesave, jafnvel óðaverðbólgu, þá erum við auðvitað að tala um algjört hrun og öngþveiti sem myndi breyta öllum forsendum. En sem stendur stefnir reyndar ekki í það, í það minnsta ef maður reynir að vera ekki of svartsýnn.
Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 09:57
Bara svo það komi fram þá er ég ekki þeirrar skoðunar að verðbólgan sé heimtufrekju almenns launafólks að kenna.
Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 10:04
Hörður: Ég hef aldrei misskilið þetta.
Í alvörunni, segðu mér hvernig fékkst þú skilið af skrifum mínum að ég héldi að að peningar væru bara pappír.
Aftur á móti skilur þú greinilega ekki hvernig peningar eru búnir til þar sem þú heldur að peningar verði aðeins til við verðmætasköpun.
Karma (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 10:47
Las einhvertíman í gegnum skilyrðin sem maður þarf að skrifa undir þeagar maður hefur viðskipti við íslenskan banka. Ég var alvarlega að pæla hvort ég gæti ekki selt Djöflinum sál mína í staðinn, ég er viss um að hann hefði boðið betri díl.
Svo hefur neytendavernd ekki verið sérlega mikil á Íslandi og svo eru íslenskir neytendur algjörlega sofandi og láta taka sig hvað eftir annað.
Bjöggi (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 12:31
Sterkur, Bjöggi.
Theódór Norðkvist, 10.12.2008 kl. 13:39
Ábyrgð bankanna er stór, stærri...stærst!!
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 10.12.2008 kl. 21:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.