Heiðarleiki og gegnsæi

Var á ágætum fyrirlestri Görans Person. Hef ekki miklu við frétt mbl.is að bæta öðru en að hann talaði mikið um nauðsyn heiðarleika og gegnsæis í öllum aðgerðum.

Hann sagði það hafa skipt miklu máli þegar Svíþjóð þurfti að hækka skatta og skerða lífeyrisréttindi að allar forsendur voru uppi á borðinu, allt var unnið fyrir opnum tjöldum og heiðarlega og rétt sagt frá öllu, jafnt vinsælu sem óvinsælu.

Miklu skipti einnig að hafa aldrei vakið meiri vonir en hægt var að standa við. Ef spár sýndu möguleika á 2,5% hagvexti töluðu stjórnvöld um 1,8. Reyndin varð svo 2,7 og kom fólki og markaðnum ánægjulega á óvart. Með því að vekja hóflegar væntingar en fara svo fram úr þeim í verkum sínum náði stjórnin að byggja upp trúverðugleika.

Í raun má segja að allt sem Person lagði áherslu á megi finna í gömlum góðum gildum sem flestir hafa lært í æsku en hafa e.t.v. á síðustu árum átt í vök að verjast. Að best er illu aflokið, að koma fram af heiðarleika, að lofa ekki meiru en hægt er að standa við, að jafna byrðarnar.


mbl.is Íslendingar mega ekki bíða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svo virðist sem SF sé kominn á bullandi yfirdrátt á heiðarleika og gegnsæisreikningnum. Siðbótareikningurinn er hinsvegar tæmdur og þar fæst ekki yfirdráttur.

Það erind sem SF boðiði að hún ætti í nútímastjórnmál er algerlega gjaldþrota. Það er enginn munur á SF og sjálfstæðisflokknum, því miður.

Jafnaðarmenn og evrópusinnar verða annaðhvort að skipta út núverandi forustu SF til að SF öðlist trúverðuleika að nýju, eða stofna nýjan flokk.

Dapur fyrrverandi stuðningsmaður SF en áfram jafnaðarmaður.

kiddi (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 15:17

2 Smámynd: Blaðurskjóðan

þú ættir að benda félögum þínum (ef þú ert enn félagi) í samfylkunni á að heiðarleiki og gagnsæi hafa aldrei hentað stefnu sjálfstæðisflokksins svo nú stendur samfilkin fyrir óheiðarleika og hylmingum

 PS væri ekki rétt að skipta um nafn frá smafylkunni í spillingarliðið þá má enn nota XS

Blaðurskjóðan, 10.12.2008 kl. 15:32

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hvað er þessi maður að gera hingað? Er þessi ferð hans angi af því sama hjarðeðli sem norrænu EB-þjóðirnar hafa verið að sýna að undanförnu, þegar þær slógust í för með Brussel-valdakjarnanum í því óhæfuverki að þvinga ríkisstjórn okkar til að afsala sér réttinum til að berjast fyrir dómstólum til að fá úr því skorið með óyggjandi hætti, hvort okkur beri skylda til að fara að öllum kröfum Breta og Hollendinga í Icesave-málinu?

Eru Göran Persson, Matti Vanhanen og Olli hinn finnski málpípur og útsendarar Brussel-manna til að lokka þjóð okkar, sem býr yfir mesta sjávarfisks-matarbúri Evrópu, inn í Evrópubandalagið? Hvað veldur öllum þessum ferðum, yfirlýsingum og Ebé-áróðri þessara norrænu pólitíkusa?

Og ef þeir eru ekki á vegum Brussel-valdsins, er þetta þá kannski að undirlagi Ingibjargar Sólrúnar og/eða Halldórs Ásgrímssonar, sem á auðvelt með samgang við þessa karla, verandi framkvæmdastjóri Norræna ráðherrafundarins? 

Ég fjallaði um íhlutun Vanhanens í grein fyrir fimm dögum: Frekleg íhlutun í málefni annars ríkis: forsætisráðherra Finna þrýstir á um Ebé-innlimun Íslendinga!

Höfnum þessari íhlutun í okkar innanríkismál.

Jón Valur Jensson, 10.12.2008 kl. 17:08

4 identicon

Göran Persson er næstum því ófyrileitnn að laga svona staðreyndir,.  Ef hann hefur sagt eitthavað þessu líkt og sem að ofan hér greinir, þá er hann með hugann á búgarðinum stóra. 

Það var ekki fyrr en í hans stjórnartíð að gamla fólkið fékk að maðka í rúmum sínum á elliheimilum í Svíþjóð , vegna að dregið var úr starfskrafti alls staðar nema í "stjórnarráðinu"

Ekki man hversu mörgum deildum og nefndum og allskonar greiningarnefnir voru settar á laggirnar.  Allt skipað Sossum. Vinstri fl. og Miljö (grænir) fengu yfirleitt ekki að vera með nema að eitthvað þyrfti að keyra í gegnum þingið. Tala um gegnsæi og ærlegheit, það er bara nóg að sjá manninn, árurnar eru nú ekki glæsilegar í kringum hann frekar en þau störf sem hann skilaði af sér.

J.Þ.A (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 17:11

5 identicon

Dofri minn mér sýnist að þið gætuð nú kennt formanni ykkar ýmislegt í þessum málum.

Ég leyfi mér nú að kalla hana Pukurs- og leyndarmálaráðherra Samfylkingarinnar og einnig kann hún mjög lítið eða ekkert fyrir sér í auðmýkt ! 

Hennar helstu vopn eru hroki og yfirlæti !

Það kann ekki góðri lukku að stýra !

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 02:28

6 identicon

Dofri ég verð að vera sammála ýmsum gagnrýnismönnum samfylkingarinnar. Samfó tekur virkan þátt í leynipukrinu, hagsmunagæslunni fyrir stjórnmálaflokkana og bara öllu ruglinu sem hefur viðgengist hér áratugum saman.

Samfylkingin hefur sett verulega niður m.a. með því að láta Björgvin ekki segja af sér. Því miður, þarna var gullið tækifæri sem samfylkingin klúðraði.

Jón Valur þú ert hinn mesti rugludallur, allt í einum hrærigraut í hausnum á þér Olli Rehn og Göran Persson eiga harla lítið sameiginlegt nema að vera frá norrænum þjóðum. Svo væri nú alveg hægt að benda á að norðurlandaþjóðunum og íslandi þar á meðal hefur bara farnast ansi vel í sínu samstarfi.

Þú átt heima með Davíð og Styrmi og Steingrími J í afturhaldsþjóðernissósíalistaflokknum sem þeir eru að fara að stofna.

Alfreð Jónsson (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 08:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband