Heiðarleg og málefnaleg umræða

Til að hvetja til heiðarlegrar og málefnalegrar umræðu hef ég ákveðið að leyfa héðan í frá aðeins athugasemdir sem skrifaðar eru undir fullu nafni. Ef einhver telur sig ekki geta komið fram með mikilvægar upplýsingar undir fullu nafni bið ég viðkomandi að senda mér þær í tölvupósti (dofri@reykjavik.is) og ég get þá birt þær í framhaldinu.

Með góðri kveðju,
Dofri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Komdu sæll, Dofri

Þetta þykir mér til mikillar fyrirmyndar. Það er ansi oft sem menn detta niður á mjög bernskt samskiptastig þegar þeir vilja andæfa einhverjum sjónarmiðum. Kasta þeir gjarnan fram "stórmóðgandi" athugasemdum eins og: "Þú ættir nú bara að fara í framboð fyrir Sjálfstæðisflokkinn"!

Það er fáum gefið að vera skemmtilega kaldhæðnir í tilsvörum, svo að ég held menn ættu að halda sig við athugasemdir sem lúta að málefninu en ekki manneskjunni sem aðhyllist hina umdeildu skoðun. Sjálfur skrifa ég ekki mikið en ég hef sett svona filter á athugasemdir. Við getum litið svo á að við gerum hinum orðljótu mikinn greiða með því að birta ekki það versta sem frá þeim kemur.

Flosi Kristjánsson, 10.12.2008 kl. 16:47

2 Smámynd: Sigurður Haukur Gíslason

Gott mál. Hef aldrei skilið að menn vilji tjá opinberlega skoðanir sínar en samt ekki koma fram undir nafni.

Sigurður Haukur Gíslason, 10.12.2008 kl. 17:50

3 identicon

Ég er nú alveg samála þér Dofri Hermannson varðandi þessa umræðu en en það er nú margt ligt með blogginu og stjórnmálunum að sumir vilja felasig bak við önnur nöfn og aðra menn ,en hvetjum til einlægar tjáningar það er alltaf best ætli það kallist ekki auðmýkt í framkvæmd ,njóttu heilla.

Ásgeir Jóhann Bragason (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 22:32

4 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Mikið er ég ánægð að einhver tekur af skarið og gerir kröfu um blogg undir nafni. Það ætti í raun að vera skylda að fullt nafn sé alltaf til staðar við slíkar færslur

Hólmfríður Bjarnadóttir, 10.12.2008 kl. 23:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband