Gott mál

Þær áætlanir sem Orkuveita Reykjavíkur hafði um Bitruvirkjun gengu út á það sem fyrirtækið kallaði "ágenga orkustefnu". Það átti að tappa meiri gufu af geyminum en hann gat staðið undir. Það þótti þeim sem þá réðu för ekkert tiltökumál.

Vonandi er sá hugsunarháttur gullgrafarans á útleið. Það væri mjög í stíl við annað að daginn sem Ísland yrði heimsfrægt sem leiðandi land í nýtingu jarðhita hryndu einhverjar af þeim jarðhitanámum sem við höfum hælt okkur af.

Iðnaðarráðherra er greinilega mjög í mun að slíkt gerist ekki. Hann vill að nýtingin geti með réttu kallast sjálfbær. Það er gott mál.


mbl.is Lögunum verði beitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Vonandi er Össur EKKI í blekkingarleik, líkt og með Rei Rei og Ró Ró málið forðum.

Hann fékk glýju í augun, þegar hann var að klippa borða og skrifa undir með útrásarvíkingum og flugþjóni þeirra (Ólafi Ragnari Grímssyni).

Hér verður að fara um með varfærni.  Næg eru svæðin á þessu háhitasvæði sem hér rís upp af botni hafsins á misgengishryggnum.

Næg orka en ekki má hraðkæla berggrunninn.

ÞArna erum við sammála við þessir varkáru, sem vildu ekki klappa fyrir kerfum sem brjáli grunn sjálfstæðis okkar.

 Kvótakerfið var prufuleikvöllur, (verndaður af ríkisvaldinu) að búa til bólur og selja milli fyrirtækja verðmæti sem eru ekki til, skv lögum.

Muna þetta þegar lagt verður til, að KLvótakerfið verði aflagt.

Miðbæjaríhaldið

telur þrennt hafa rústað menningu og nú efnahag Íslands.

1.  Ólafslög og breytingar á þeim, þegar laun voru tekin úr verðtryggingu og þannig búin til nýr gjaldmiðill (Hin Verðtryggða skulda Króna)

2.  Kvótakerfið með öllum áorðnum breytingum.  Höfundar kerfisisn (flestir Kratar að upplagi svo sem Haraldz og Gylfi Þ)

3. EES samningurinn, og það afsal og framsal ákvarðana sem þá fór fram.  aðalhvatamaður Krati(jón hinn Baldni)

Gjör rétt þol ei Órétt.

Íslandi Allt   og aldrei víkja í varðstöðu fyrir hagsmunum barna okkar.

mbk

Bjarni Kjartansson

ÍHALD  en með öllu óviss hvort hann kjósi núverandi menn af lista Sjálfstæðisflokksins. telur þa´allmarga hafa farið um of frá hinni rótgrónu grundvallarskoðun SJÁLFSTÆÐISflokksins

Gildum sem ALLA TÍÐ hafa verið predikkuð á landi voru frá byggð þess.

Bjarni Kjartansson, 11.12.2008 kl. 11:29

2 Smámynd: Héðinn Björnsson

Nýting getur verið sjálfbær þó hún sé ágeng en þá þarf að hvíla svæðið á eftir. Þetta borgar sig oft við svona virkjunaráform en krefst þess að gert sé ráð fyrir nýjum virkjunum sem geta tekið við meðan á hvíldinni stendur. Þetta er svipað og í landbúnaði þar sem búfénaði er beitt á tún til skiftis meðan aðrir hlutar fá að jafna sig. Bendi á þessa grein eftir Guðna Axelsson hjá íslenskum orkurannsóknum sem er einn hellsti fræðimaður á sviðinu:

http://pangea.stanford.edu/ERE/pdf/IGAstandard/SGW/2004/Axelsson.pdf

Héðinn Björnsson, 11.12.2008 kl. 12:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband