Það eru góðir hlutir að gerast!

Þrátt fyrir allt eru margir góðir hlutir að gerast.

Þessi hópur sem stefnir að því að leiða saman iðnaðar-/handverksfólk, hönnuði og arkítekta í orkuhúsinu í Elliðaárdal gefa tilefni til aukinnar bjartsýni. Það er kraftur og von í hugmyndum þeirra.

Þetta er líka frábært framtak. Það er nóg af neikvæðum fréttum, raunar eru flest allar fréttir sem maður heyrir og les neikvæðar. Það er ekki til að bæta ástandið. Það er hins vegar full þörf á að segja fréttir af öllu því jákvæða sem er að gerast.

Og svo er Björk Guðmunds og félagar hennar að gera stórkostlega hluti. Nú hefur hún flutt inn tvo heimsþekkta sérfræðinga á sviði grænna atvinnumála. Þessir menn eru komnir hingað til lands í boði Bjarkar til að hitta fólk úr öllum geirum, atvinnulífi, háskólum, stjórnsýslunni og frjálsum félagasamtökum.

Laugardaginn 13. desember kl. 14.00 heldur Paul Hawken opinn fyrirlestur í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu 15, í Bókasal á annarri hæð.
Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir!


John Picard sem er heimsþekktur umhverfisverndarsinni, arkítekt og entrepreneur. Hann tók þátt í að umbreyta umverfisstefnu Hvíta hússins  og gera hana "græna" í tíð Bill Clintons. Síðan þá hefur Picard veitt mörgum fyrirtækjum og byggingarverkefnum ráð um stefnubreytingu og sjálfbæra þróun.

Sjá viðtal við Picard:   http://www.youtube.com/watch?v=WHTq7KDbHqM
Heimasíða Paul Hawken: http://www.paulhawken.com/


mbl.is Nýsköpun í dalnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband