23.12.2008 | 11:10
Enn rýrnar hagnaðurinn af Kárahnjúkavirkjun
Það eru að sannast svörtustu spádómar um afleiðingarnar af þessu voðaverki. Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn telur að þessari framkvæmd megi kenna um stóran hluta þeirra vandræða sem við höfum ratað í. Auðvitað kom fleira til - röð afdrifaríkra hagstjórnarmistaka fyrri ríkisstjórnar.
Þegar lagt var af stað með Kárahnjúkavirkjun (sem vel að merkja fékkst ekki fjármögnuð á markaði) var reiknað með að núvirtur hagnaður af þessari dæmalausu framkvæmd gæti orðið 4-6 milljarðar króna. Það hefur mikið saxast á það síðan. Boranir gengu afleitlega, álverð fer nú mjög lækkandi og áframhaldandi fjármögnun á nógu lágum vöxtum lítur vægast sagt illa út.
Landsvirkjun er nú með verra lánshæfismat en ríkið sem sjálft er verr statt vegna ábyrgða sinna á Kárahnjúkavirkjun.
Ríkið endurgreiði Impregilo 1,3 milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Varaborgar- fulltrúi og talsmaður borgarstjórnarflokks Samfylkingarinnar í umhverfis- samgöngu- menningar- og ferðamálum. Leggur áherslu á nýsköpun í atvinnumálum og að ná sátt um náttúruvernd og aðra nýtingu.
dofri@reykjavik.is
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 54
- Frá upphafi: 490977
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Áhugavert efni
- Umhverfismál Viðskiptablaðsins
- nattura.is
- Stefán Gíslason
- Sól í Straumi
- Náttúruvaktin
- Jökulsár Skagafjarðar
- Landvernd
- Náttúruverndarsamtök Íslands
- Samfylkingin
- Jóhanna Sigurðardóttir
- Össur Skarphéðinsson
- Björgvin G Siguðsson
- Mörður Árnason
- Steinunn Valdís Óskarsdóttir
- Oddný Sturludóttir
- Dagur B Eggertsson
Bloggvinir
- Græna netið
- Trúnó
- Valgerður Halldórsdóttir
- Ingólfur
- Grumpa
- Sól á Suðurnesjum
- Nýkratar
- Björk Vilhelmsdóttir
- Ómar Ragnarsson
- Vefritid
- Kristján Pétursson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Guðmundur Steingrímsson
- Hlynur Hallsson
- Sigurjón M. Egilsson
- Agnar Freyr Helgason
- Lára Stefánsdóttir
- Hreinn Hreinsson
- Davíð
- Sóley Tómasdóttir
- Ugla Egilsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Dagbjört Hákonardóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Bogi Sævarsson
- Guðmundur Magnússon
- Sigmar Guðmundsson
- Jóhann Ágúst Hansen
- Guðfríður Lilja
- Gunnar Björnsson
- sveinn valgeirsson
- Helgi Seljan
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Agný
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Bjarni Harðarson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Alcan dagbókin
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingi Björn Sigurðsson
- Áslaug Sigurjónsdóttir
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Páll Einarsson
- Torfi Frans Ólafsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Femínistinn
- Ibba Sig.
- Kári Harðarson
- Margrét Sverrisdóttir
- Haukur Nikulásson
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Guðfinnur Sveinsson
- Sveinn Arnarsson
- Linda Samsonar Gísladóttir
- Sigurður G. Tómasson
- Anna Pála Sverrisdóttir
- Viðar Eggertsson
- Helga Sveinsdóttir
- Þorsteinn Siglaugsson
- Hlynur Kristjánsson
- Morten Lange
- Anna Karlsdóttir
- Elfur Logadóttir
- Alma Joensen
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Eva Hrönn Jóhannsdóttir
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Magnús Þorlákur Lúðviksson
- Haraldur Haraldsson
- Hjalti Már Björnsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ágúst Hjörtur
- Andrés Jónsson
- Ebenezer Þórarinn Böðvarsson
- Ágúst Dalkvist
- Róbert Björnsson
- Sóley Björk Stefánsdóttir
- Landssamtök hjólreiðamanna
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Kristján L. Möller
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jóhann R Guðmundsson
- Púkinn
- Átakshópur um heilbrigða skynsemi í pólitískri umræðu
- Þorgerður Laufey Diðriksdóttir
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Benedikt Karl Gröndal
- Guðný Lára
- Björn Barkarson
- Sölmundur Karl Pálsson
- Guttormur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Hrannar Baldursson
- Ársæll Níelsson
- Gísli
- Steindór Grétar Jónsson
- valdi
- Sara Dögg
- Bárður Ingi Helgason
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Maron Bergmann Jónasson
- Ólafur Loftsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Baldvin Jónsson
- Tómas Þóroddsson
- Haukur Kristinsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Mafía-- Linda Róberts.
- Sigurður Egill Þorvaldsson
- Blog-andinn Eyvar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Stjórnmál
- íd
- Kolfinna Dofradóttir
- Þórður Steinn Guðmunds
- Ívar Pálsson
- Vér Morðingjar
- Kristján Kristjánsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Vestfirðir
- Heiða Þórðar
- Ólafur Fr Mixa
- Gunnlaugur B Ólafsson
- E.R Gunnlaugs
- Ingimar Ingimarsson
- Ungmennadeild Rauða krossins í Reykjavík (URKÍ-R)
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Gestur Guðjónsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- gudni.is
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli H. Friðgeirsson
- Ævar Rafn Kjartansson
- Bleika Eldingin
- Reynir Antonsson
- Bragi Þór Thoroddsen
- Sunna Dóra Möller
- Guðrún Vala Elísdóttir
- Pálmi Gunnarsson
- Bryndís G Friðgeirsdóttir
- Egill
- María Kristjánsdóttir
- Árni "Gamli" Einarsson
- Óskar Þorkelsson
- Haukur Már Helgason
- Gísli Hjálmar
- Magnús Árni Magnússon
- perla voff voff
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Júlíus Brjánsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Hörður Jónasson
- Birna G
- Sæþór Helgi Jensson
- Toshiki Toma
- Steinunn Camilla
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Sigurður Haukur Gíslason
- Ingvar Jónsson
- Bergur Thorberg
- Bjargandi Íslandi
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bandalag atvinnuleikhópa - SL
- Guðrún Birna le Sage de Fontenay
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Kvenfélagið Garpur
- Fiðrildi
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Stefán Örn Viðarsson
- Soffía Valdimarsdóttir
- Sigurður Kaiser
- Helga skjol
- Steinunn Þórisdóttir
- Eyjólfur Ingvi Bjarnason
- Vilberg Tryggvason
- Alfreð Símonarson
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hlekkur
- Guðjón H Finnbogason
- Sigurður Valur Sigurðsson
- Eva Benjamínsdóttir
- Madda
- Landvernd
- Jónas Jónasson
- Charles Robert Onken
- maddaman
- Hannibal Garcia Lorca
- Gísli Tryggvason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Rósa Harðardóttir
- Ásbjörg Ísabella Magnúsdóttir
- Þorsteinn Briem
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Pétur Sig
- Sólveig Klara Káradóttir
- Vilhjálmur Árnason
- Baldvin Jónsson
- Aprílrós
- ESB
- Sigurður Sigurðsson
- Mál 214
- GRAL - Grindvíska Atvinnuleikhúsið
- Bwahahaha...
- hreinsamviska
- Guðjón Baldursson
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Kristlaug M Sigurðardóttir
- Sigurbjörg Guðleif
- Gunnar Axel Axelsson
- Kjartan Pálmarsson
- Sema Erla Serdar
- Lúðvík Júlíusson
- Sigurður Hrellir
- Steini Thorst
- Landrover
- Vilberg Helgason
- Baldur Kristjánsson
- Magnús Vignir Árnason
- Möguleikhúsið
- Máni Ragnar Svansson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Þórólfur S. Finnsson
- Ása Björg
- Lilja Ingimundardóttir
- Örlygur Hnefill Örlygsson
- Tinna Jónsdóttir
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Stefán Gíslason
- Adolf Dreitill Dropason
- Arnar Guðmundsson
- Bergur Sigurðsson
- Birgir Þórarinsson
- Björn Halldórsson
- brahim
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðrún Jóna Jónsdóttir
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hulda Sigurðardóttir
- Kolla
- Kristján Logason
- Loftslag.is
- Magnús Jónasson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Sigurborg Kristín Hannesdóttir
- Sigurður M Grétarsson
- Sveinbjörn Ragnar Árnason
- Þórarinn Eyfjörð
- Þórður Björn Sigurðsson
Athugasemdir
Hvernig getur hagnaður rýrnað þegar endurgreiðslu á staðgreiðslu?
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 23.12.2008 kl. 11:19
Hvernig getur hagnaður rýrnað við endurgreiðslu á staðgreiðslu
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 23.12.2008 kl. 11:20
Það sem ég ekki skil er að ég, Ómar, Lára Hanna og fleira fólk sem hafði víst ekki vit á málunum, höfum rétt fyrir okkur. Þeir sem kölluðu á "alvöru" atvinnuvegi og kölluðu okkur fjallagrasatínslupakk verða nú að endurskoða sína afstöðu. Þú ert stjórnmálamaður í einum flokkanna sem leggja blessun sína yfir þetta og önnur svipuð verk (þrátt fyrir hið steindauða Fagra Ísland). Því spyr ég, er fólk beðið um að skilja heilann eftir heima þegar það er kosið á þing eða í sveitarstjórnir?
Ég veit að þú varst ekkert allt of hrifinn af þessari framkvæmd. Þess vegna spyr ég þig.
Villi Asgeirsson, 23.12.2008 kl. 11:26
En hvað er þessi fjármálaráðherra að hugsa að láta mark dæma sig og greiða málskostað og dráttarvexti og svo er gengið fallið um guð veit hvað mörg % á þessum tíma.
Það er ekki verið að fara vel með á þeim bænum hann ætti að seigja af sér og það strax fyrir sóun á almannafé
Jón Ólafur Vilhjálmsson, 23.12.2008 kl. 11:32
Hvaða eindemis bull er þetta í ykkur. Arðsemi þessarar framkvæmdar er með ágætum. Guðmundur Ólafsson hagfræðingur, færði fyrir því ágæt rök að ef lífeyrissjóðirnir gætu ávaxtað sitt pund í sama mæli og arðsemi virkjunarinnar væri, þá gætu þeir prísað sig sæla. Auk þess eru hin byggðar og samfélagslega arðsemi vanmetin í útreikningunum um arðsemi framkvæmdanna.
Þessi ofgreiddu gjöld koma framkvæmdinni ekkert við. Ég hélt að atvinnupólitíkus áttaði sig á því.
Gunnar Th. Gunnarsson, 23.12.2008 kl. 12:55
Gunnar:
Nú er álverð í mikilli lægð og sala rafmagns er háð verðsveiflum á áli: lágt verð á áli þýðir lágt rafmagnsverð.
Hver staða mála er nú veit enginn nema innvígðir í Landsvirkjun og Sjálfstæðismenn. Þessi virkjun var umdeild áður en ákvörðun var tekin um byggingu hennar. Þeir sem réðu vissu eða máttu vita að arðsemin væri mjög tæp. Nú hefur allt verið staðfest sem var okkur efasemdarmönnum um ágæti þessarar virkjunar. Hún er dýrasti kosningavíxill ekki aðeins sögu Íslands helfur norðan Alpafjalla á síðustu áratugum.
Myndi því í þínum sporum Gunnar draga stórlega úr notkun stimpilsins sem þú gjarnan notar: Bull! Kannski hann hæfir betur þessum innrætingasjónarmiðum þínum að öll gagnrýni á ágæti þessarar bullvirkjunar sé marklaus.
Dofri:
Hvað segir þú um að þeim Landsvirkjunarmönnum verði gert að sundurliða betur tekjurnar í samræmi við sundurliðun á sölu ogafhendingu rafmagns?
Í aðalreikningum er nefnilega sundurliðað hversu mikið rafmagn sé afhent almenningsveitum annars vegar, stórnotendum eins og álbræðslunum hins vegar. Tekjurnar af rafmagnssölunni eru hins vegar í einni tölu! Mér hefur fundist þetta einkennilegt eins og ekki megi koma almennilega fram hverjar tekjur Landsvirkjunar af rafmagnssölunni til annara en almenningsveitna. Auðvitað geta góðoir reikningshausar fundið þetta út en útreikningar þurfa að vera nokkuð nákvæmir til að unnt sé að bera saman.
Spurningin er þessi: Hverjar eru tekjur Landsvirkjunar af sölu rafmagns til stóriðju?
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 23.12.2008 kl. 14:13
Það er alls ekki bjart framundan með áliðnaðinn í landinu frá okkar buddu horft. Okkar orkuiðnaður er skuldsettur fyrir 800 þús. tonna framleiðslu á ári. Álverð hríðfellur vegna stór minnkaðar eftirspurnar af völdum heimskreppu. Við þurfum um 1550 USD /áltonn en nú er verðið komið undir 1400 USD/áltonn .... og fellur ennþá. Að vera með öll orkueggin í einni körfu- álkörfunni er einkar heimskulegt. En svona erum við. Ætluðun að verða stærsta fjármálaveldi í heimi.. en nú er allt hrunið með það og við komin á framfæri AGS með landsstjóra sem lítur eftir buddinni okkar á þriggja mánaða fresti og verði eyðsla okkar of mikil -þá er bara skrúfað fyrir lána streymið... Okkar eina von er að ESB vilji taka við okkur og treysta okkur fyrir evru...og að Seðlabanki Evróðu líti til með okkur í fjármálum...
Nú verðum við bara að vona að heimskreppunni linni sem fyrst. Síðast stóð hún í 10 ár...
Sævar Helgason, 23.12.2008 kl. 14:22
Já, ég segi bull einfaldlega vegna þess að þið farið með fleipur.
Álverð er vissulega í töluverðri lægð, en á móti kemur að verðið er bundið í erlendri mynt, að vísu skuldirnar líka, en vegur þó ekki upp ávinningin... ennþá am.k. Auk þess hefur álverð verið í uppsveiflu allt frá því samningar voru undirritaðir við Alcoa vorið 2003 og álverð hefur verið í sögulegum upphæðum frá því raforkusala hófst til álversins af fullum krafti haustið 2007.
Álverð er í takt við efnahagssveiflur í heiminum. Í samdrætti lækkar olíuverð og orkuverð og að sjálfsögðu bitnar það á okkur tímabundið. En þið afturhaldskommatittirnir gerið ráð fyrir svartnætti í öllum ykkar útreikningum. Lýsir sálarástandi og manngerðum ykkar ágætlega.
Gunnar Th. Gunnarsson, 23.12.2008 kl. 15:09
Alveg líkt þér að not lækkand álverð til að setja framm svona bull.
Sá engar færslur hjá þér þegar álverðið var sem hæst.
Og að blanda einhverjum launadeilum í þetta.
þvílíkur tækifæripólitíkus ! Svei þér !
Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 23.12.2008 kl. 15:10
Við virðumst eiga mjög erfitt með að búa við dreifða framleiðslu- einhverskonar græðgi tekur alltaf yfir á einhæfan hátt.
Á árunum 1962-1967 mokuðum við síldinni upp þannig að ekkert varð eftir.
Þá tók skuttogaraæðið við þar til fiskimiðin voru að verða þurrausin- þá var settur kvóti.
Laxeldi þótti vænlegt- allir í það. Verðið féll og úti ævintýri. Þá var það refurinn og loðfeldirnir-
Hver sveit fékk sitt refabú- verð loðskinna féll og ónáð komst á skinnin- búið með það.
Þá var það aukin orkuvinnsla til álvinnslu- stefnan sett á stórt álver í hvern landsfjórðung. Það er nú að blika við sólarlag í þeim iðnaði um stund a.m.k.
Eftir 2001 datt mönnum í hug að Ísland gæti orðið fjármálamiðstöð heimsins. Bankarnir voru einkavinavæddir í snatri - lán slegin vilt og galið - bankar keyptir og fyrirtæki vítt og breitt - erlendis.
Lánakrísa kom- allt fjármálaveldi okkar hrund á einni nóttu og við komin í gjörgæslu AGS
Svo tala menn um svartsýnis afturhaldskommatitti og ofsa bjartsýnis nýfrjálshyggumenn.
Má ekki biðja um meira jafnvægi á milli þessara öfgfa- Minna af hverju og láta það ganga upp.
Sævar Helgason, 23.12.2008 kl. 17:19
Hluti af "gróðanum" við virkjunina voru launatengdar greiðslur til opinberra aðila. Nú er ljóst að sá hagnaður var ofreiknaður um 1,3 milljarða. Það var margt vanreiknað í þessum bollaleggingum öllum eins og menn mun ef þeir kæra sig um.
Fyrir það fyrsta voru þau náttúruverðmæti sem fórnað var aldrei reiknuð inn í dæmið. Þáverandi iðnaðarráðherra sagði annað hvort af fávísi eða gegn betri vitund að slíkar aðferðir væru ekki til. Eitt það fyrsta sem ég uppgötvaði í meistaranámi í umhverfishagfræði var að slík aðferð hafði verið til í tæp 40 ár.
Annað og ekki betra er sú staðreynd að við þurftum að ráða til verksins fyrirtæki sem var vægast sagt með vafasamt orðspor. Ekkert annað fyrirtæki bauð nógu lágt til framkvæmdin gæti borgað sig - á pappírnum. Það er ólíku saman að jafna hvernig Impregilo sinnti öryggi og aðbúnaði starfsmanna eða Bectel sem byggði álverið. Þar meiddist einn maður á hendi allan framkvæmdatímann.
Því er haldið fram að samfélagsleg áhrif hafi verið vanmetin en ég held að það sé rangt. Jákvæðu áhrifin voru held ég ofmetin. Hins vegar gleymdist að taka með í reikninginn ruðningsáhrif framkvæmdanna, hvernig þrengdist að ýmissi annarri starfsemi, áhrifin á rækjuvinnsluna og annan sjávariðnað svo dæmi séu tekin.
Hin sorglega staðreynd er svo auðvitað sú að enn fækkar fólki fyrir austan - þrátt fyrir guðdóminn á Kárahnjúkum.
Dofri Hermannsson, 23.12.2008 kl. 17:22
Ég er nú eiginlega rasandi hissa á þessum orðum þínum Dofri:
"Hluti af "gróðanum" við virkjunina voru launatengdar greiðslur til opinberra aðila".
Þetta er alrangt hjá þér Dofri. Landsvirkjun tekur ekki inn í sitt rekstrarbókhald einhverjar óskilgreindar tekjur. Fyrirtækið gerir samninga og gerir ráð fyrir að þeir haldi. Út frá þeim er rekstrarafkoman reiknuð, og engu öðru.
Gunnar Th. Gunnarsson, 23.12.2008 kl. 17:27
Og við hvað ertu að miða, þegar þú segir að: "enn fækkar fólki fyrir austan"? Eitthvað sem lýtur vel út í bókhaldi "Fagra Íslands"?
Gunnar Th. Gunnarsson, 23.12.2008 kl. 17:29
Bendi á blogg mitt í dag um aukakostnað við virkjunina þar sem gleymdist að reikna með aukaframkvæmdir við Kárahnhjúkastíflu þar sem enn á eftir að reisa 20 metra háa viðbótarstíflu.
Framkvæmdin var styrkt með ótal eftirgjöfum á gjöldum og allan virkjunartímann fengu verktakarnir gefins sem svaraði raforku Lagarfossvirkjunar.
Aðeins ríkisábyrgð gat komið til leiðar að hafist var handa enda áhættan og arðsemin fyrir utan mörk einkafyrirtækja, sama hvað sterk þau voru. Þessi hugsunarháttur speglaðist í hinni óábyrgu setningum um mestu tafirnar sem voru fyrirsjáanlegar, en var leynt undir kjörorðinu: "Við ætlum þarna í gegn hvor eð er."
Öll kurl eru ekki enn komin til grafar. Ég sat á útmánuðum 2007 fund Viðskiptaráðs þar sem framkvæmdastjóri einn rassskelti fulltrúa Landsvirkjunar á fundinum með því að benda á að á ákveðnu bili milli tveggja ára þegar gengi krónunnar var hið sama í upphafi og enda tímabilsins var Landsvirkjun, "gullhæna" landsmanna, rekin með tapi!
Hann spurði hvernig í ósköpunum slíkt væri hægt en fékk engin svör.
Ómar Ragnarsson, 23.12.2008 kl. 21:34
Landsvirkjun og OR eru algjörlega gjaldþrota með yfir 500 milljarða í skuldir. Hlægileg tröllaprójekt byggðust á útsöluverði á raforku og vonlausri fjármögnun og eru núna fyrirsjáanlega opinberlega komin á hausinn. Líklegt er að álverksmiðjum hér verði lokað á næstu misserum vegna hrikalegrar offramleiðslu á áli en í öllu falli er algjörlega öruggt að hér verða engar stóriðjuframkvæmdir á næstu árum nema etv. með neikvæðu raforkuverði, það er að skattgreiðendur hreinlega borgi rafmagnið beint fyrir álfyrirtækin. Þannig er nú staðan, bræður og systur. Góðar stundir.
Baldur Fjölnisson, 23.12.2008 kl. 22:37
Bush-Alcoa-Berlusconi-Impregilo-Bush-Bechtel-Dabbi dindilskækja. Núna er þetta allt afskaplega fyrirsjáanlega runnið lóðbeint á hausinn enda vonlaust að reka hóruhaus á einhverju skækjudrasli sem fyrir lifandis löngu var hægt að keyra Sherman skriðdreka um afturendann á. Góðar stundir og gleðileg jól.
Baldur Fjölnisson, 24.12.2008 kl. 00:18
Gunnar segist rasandi hissa á því að ég telji skattgreiðslur af vinnu við framkvæmdina hafa verið reiknaða verkefninu til tekna. Auðvitað er þar ekki verið að tala um bókhald Landsvirkjunar heldur verkefnið í heild. Rétt eins og Gunnari hentar svo vel að tala um þegar hann talar um hin vanmetnu jákvæðu áhrif á byggðaþróun.
Hvað fólksfækkun varðar er vitnað í fréttir á Rúv í gær um að fólki hefði fjölgað alls staðar á landinu nema á Austfjörðum.
Kristinn. Meint niðurrifstal um orkufreka iðnaðinn mætti nú líka taka sem uppbyggilega gagnrýni og ábendingar um það hvernig betra væri að koma hlutunum fyrir. Ef menn væru með opinn huga en ekki í sífellt í vörn. Vonandi breytist þetta með nýju ári.
Dofri Hermannsson, 24.12.2008 kl. 00:30
Fáum greitt í dollurum fyrir rafmagnið! Þú ættir nú að hætta að blogga og læra margföldunartöfluna Dofri minn.
Bjarni G. P. Hjarðar, 24.12.2008 kl. 00:46
Fréttir af Rúv tekurðu upp hráar og matreiðir hér á bloggi þínu eftir smekk. Það er ekki skrítið að það fækki á Austfjörðum þegar yfir 3000 útlendingar hverfa á brott. Á áhrifasvæði álversins hefur hins vegar fjölgað verulega. Rúv fréttin hefði alveg eins getað hljómað: "Íbúum á Reyðarfirði fjölgar um 130%".
Gunnar Th. Gunnarsson, 24.12.2008 kl. 01:33
Áhrifasvæði álversins er hins vegar talsvert minna en menn væntu. Eins og segir í skýrslu RHA um samfélagsleg áhrif framkvæmdanna þá hafa Austfirðingar líklega misst af tækifærinu til að búa til einn sterkan kjarna á Austurlandi. Í stað þess er einn stór vinnustaður á Reyðarfirði en stórt samfélag á Egilsstöðum - því miður ekki á sama áhrifasvæðinu.
Dofri Hermannsson, 24.12.2008 kl. 02:04
Hvers væntu menn Dofri? Austurland er stórt. Ekki voru Snæfellingar með væntingar til Grundartanga, var það?
Það hefur fjölgað á Reyðarfirði úr rúml. 600 manns í um 1200, en það segir ekki allt því þjónusta ýmiskonar á svæðinu hefur stórbatnað í kjölfarið. Ef reynslan verður svipuð hér og í vinabæ okkar, Akranesi , þá mun fjölga enn meira á næstu árum og vonandi festa önnur fyrirtæki sig í sessi hérna í kjölfarið.
Gunnar Th. Gunnarsson, 24.12.2008 kl. 05:04
Þegar Kárahnjúkar og Reyðarál voru byggð var alltaf talað um að þetta væri gott fyrir Austurland, ekki bara Reyðarfjörð. Nú er hljóðið annað. Er ekki allt í lagi að vera samkvæmur sjálfum sér, Gunnar og aðrir sem sjá ekki sólina fyrir álþynnum?
Gleðileg Jól til allra, hvar sem þeir eru!
Villi Asgeirsson, 24.12.2008 kl. 13:04
Já hvers væntu menn, þú ert alltaf að tala um einhverjar spár sem einhverjir kallar hafa gert. Ég held að þú sért að búa þér til strámenn. Svo er ansi hart að segja að stór hluti þeirra vandræða sem við lentum í sé Kárahnjúkavirkjun að kenna, það er einungis talað um upphafspunkt, ekki talað um Kárahnjúka sem aðalorsök eins og þú ert að reyna að láta uppi.
Svo er líka ansalegt að ætla að horfa á tekjur af vikjunninni og reikna þær út frá því hvernig aðstæður eru akkúrat í dag. Það eru alltaf sveiflur sem hafa áhrif á verð á áli, dollurum, króunum, rafmagni osfrv. Það þarf að gera ráð fyrir sveiflum og reikna dæmið þannig. Held að það séu litlar líkur á því að álið eigi eftir að vera svona lágt í verði lengi.
Bjöggi (IP-tala skráð) 24.12.2008 kl. 13:10
Skömmu eftir að ég keypti innflutta GPS tækið mitt og sjókortið fór allt á annan endann.
Fólk kepptist við að endurfjármagna húsnæðislánin. Kaupa út á krít flatskjái, bíla, bústaði, stærri hús, ferðast oftar og lengra osfrv.
Stundum hvarflaði að mér að ég væri kannski sá sem kom þessu öllu saman af stað.
Tryggvi L. Skjaldarson, 24.12.2008 kl. 16:22
Tekið var tillit til samfélagslegra áhrifa í umhverfismati álversins og þar komu ekki fram væntingarnar sem andstæðingar álversins halda fram í dag að hafi verið gerðar. Það er tilbúningur andstæðinganna, eins og svo margt annað í þessari umræðu.
Gleðileg jól öll sömul
Gunnar Th. Gunnarsson, 24.12.2008 kl. 16:27
Ég verð að segja að menn eins og Dofri og aðrir sem tjá sig á þeim nótum tala eins og þeir hafa vit til. Ég biði ekki í ástandið ef til álversins hefði ekki komið. Hvað sem hver segir þá hefur þurft að byggja við barnaskólann á Reyðarfirði og er verð að byggja við skólana á Fáskrúðsfirði og Egilsstöðum það hefði varla þurft ef álverið hefði ekki komið. Á Reyðarfirði er verið að koma þekkingarsetri á fót meðal annars til að koma eftirmenntun á æðraskóla stigi á laggirnar.
Þetta er náttúrulega bara dauði og djöfull og til þess var skrattinn fundinn upp til að mála hann á vegginn.
Bestu jólakveðjur.
Alli blikkari
Allinn (IP-tala skráð) 24.12.2008 kl. 17:05
Ég botna lítið í þessu væli og veini um virkjanir. Ég hef sjálfur farið og séð þessa Kárahnúkavirkjun og fannst ekki mikið til koma. Hins vegar sá ég á heiðunum uppi "blessaða" sauðkindina í miklum mæli. Borið saman við þau spjöll á umhverfinu sem sauðkindin veldur eru virkjanir og álver hégómi einn.
Skrýtið að fleiri skuli ekki mótmæla gegn kindinni....
Og að öðru, vilja þeir sem eru á móti vatnsvirkjunum á Íslandi frekar að notuð verði kol eða olía ú útlöndum til að framleiða orkuna? Við lifum jú öll í sama lofthjúpnum og ef við getum gert eitthvað til að auka á heilsu hanns, þá tel ég það hið besta mál...
Hörður Þórðarson, 25.12.2008 kl. 18:56
Sko Hörð! Bjóst ekki við þessu frá honum
Gunnar Th. Gunnarsson, 25.12.2008 kl. 19:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.