Aðeins 1% starfa í landinu í orkufrekum iðnaði

Hún er undarlega lífseig þessi klisja að álverin skapi svo mikla vinnu og útflutningstekjur. Fjölmiðlar virðast eiga erfitt með að nálgast þetta efni af hlutleysi, svo lengi hefur áróðurinn fyrir stóriðjunni dunið á þjóðinni.

Staðreyndin er sú að það skapast miklu færri störf á hvert MW í áliðnaði en t.d. í gagnavistun eða sólarkísilvinnslu. Enda var hugsunin með álvæðingunni sú að með því að fá hingað svo orkufrekan iðnað væri hægt að koma mikilli orku í lóg án þess að það þyrfti svo mikinn mannafla.

Þessi hugsun hefur haldist í hendur við drauminn um alvirkjun Íslands sem óskabörn lýðveldisins settu sér sem markmið fyrir 50-60 árum. Sem betur fer sjá flestir undir fimmtugu í dag hve galin hugmynd þessi blauti verkfræðingadraumur var og er.

Störf í stóriðju eru um 1% allra starfa í landinu. Vinnsluvirði (það sem verður eftir í landinu) stóriðjunnar er um 2% af heildarvinnsluvirði landsframleiðslunnar. Vinnsluvirði ferðaþjónustunnar í landinu er um 4,6%. Svo er talað um að álútflutningur bjargi þjóðarbúinu. Hvílík glámskyggni!

Í haust hraktist héðan sólarkísilverksmiðjan REC Group sem hafði mikinn áhuga á að reisa verksmiðju í Þorlákshöfn. Umhverfisvænn iðnaður. Þessir aðilar þurftu 100 MW til að reisa fyrri áfangann og hefði fært okkur 350 störf, þar af þriðjung fyrir háskólamenntað fólk.

REC Group vildi fá vilyrði um önnur 100 MW fyrir seinni áfangann sem áætlað var að risi 2017. Það var ekki hægt að lofa þeirri orku af því að álverið í Helguvík var búið að merkja sér alla orku á SV horninu sem sátt var um að virkja.

Nú er í fyllstu alvöru rætt um að ráðast í 40% stærra álver í Helguvík. Það er auðvitað fráleitt, orkan er ekki til og þótt hún væri til væri óafsakanlegt að ráðstafa henni allri í eina verksmiðju - sem aukinheldur skapar mun færri störf en annar iðnaður sem möguleiki er á.

Það eru uppi ýmsar kenningar um ástæður þessara stækkunaráforma.

  • Ein er sú að Century ætli sér alls ekki að byggja álverið heldur ná samningum um orkuna og selja svo pakkann.
  • Önnur er sú að Reykjanesbær sé svo skuldum vafinn bær að ef þessi putti verði tekinn úr sprungunni bresti stíflan og bærinn fari hreinlega í þrot.

Ég hallast að því að nokkuð sé til í hvoru tveggja.


mbl.is Hátt í fimm þúsund störf í orkufrekum iðnaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ansi er ég hræddur um að það megi afskrifa álverksmiðju á Bakka. En...REC Group hefur bankað á dyrnar.... segja menn mér.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 22.12.2008 kl. 13:26

2 Smámynd: Benedikt Bjarnason

Ekki get ég ímyndað mér hvar þú lærðir stærðfræði. Í fréttinni kemur fram að um fimmþúsund störf séu í orkufrekum iðnaði. Þetta eru ekki allt störf sem unnin eru við framleiðsluna sjálfa. Þá ég viða að þarna er um að ræða störf sem nefnd eru afleidd störf. Ég hef séð þetta með eigin augum. Hér er um að ræða ýmiskonar stálsmíði og vélvirkjavinnu, einnig rafvirkjun, pípulagnir svo og flutningastarfsemi. Mörg þessara starfa eru ekki unnin í álverinu og nota því ekki raforku frá verksmiðjunni. Margs konar smíði (stálsmíði) vélvirkjavinna, viðhaldsvinna og endurbætur fer fram annarstaðar. Svo er mikil efnissala vegna allskonar viðhaldsvinnu sem ríkið fær sinn skatt af. Kynntu þér málið betur og reiknaðu svo. 

Benedikt Bjarnason, 22.12.2008 kl. 13:42

3 Smámynd: Jón Ólafur Vilhjálmsson

Hvar væru Verkfræðiskrifstofur á Íslandi staddar ef ekki væri hér orkufrekur iðnaður .

Hvar væri þekking okkar á náttúru Íslands ef ekki hefðu verið gerð umhverfismöt á öllum þáttum er tengist stóriðju. Þá væri gaman að sjá meðallaun í ferðaþjónustu borin saman við meðallaun í stóriðjuverum. Við getum tekið upp siði sem eru á Kúpu handunnið allt mjög mörg störf en launin eru eigum við að tala um þau.

Það er hagt að framkvæma flesta hluti ef laun eru aukaatriði

Jón Ólafur Vilhjálmsson, 22.12.2008 kl. 14:14

4 Smámynd: Rauða Ljónið

Verkfræðileg úttekt á stóriðju.

 UM 22.500 manns eiga nú afkomu sína undir orkugeiranum og stóriðju á Íslandi. Tuttugu og tvö þúsund og fimm hundruð manns sem vinstrimenn vilja svipta lífsviðurværinu og tryggja að þeirra hagur og framtíð sé í lausu lofti. Hvar skyldi allur þessi hópur 22.500 manna starfa? Hópurinn er í Ál geiranum Járn-blendinu, Landsvirkjun, Rei, Geysi Green, Orkuveitu Suðurnesja, Orkuveitu Reykjavíkur, Orkustofnum og fleiri fyrirtækjum og stofnunum sem öll fengu vítamínsprautu í kjölfar byggingar Álversins í Straumsvík árið 1969.

Rauða Ljónið, 22.12.2008 kl. 15:28

5 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Unga fólkið dreymir ekki um störf í verksmiðjusvækju, puð í hitabrælu í ofvöxnum hlífðargöllum með hjálm á hausnum freistar fárra, óholl vinna að auka vegna eiturefna, þó að launin séu sæmileg er þetta skítavinna. Þekki marga sem eru í þessari vinnu og þá kvíðir flesta fyrir næstu vakt.

Georg P Sveinbjörnsson, 22.12.2008 kl. 15:38

6 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Dofri:

Þú ert alveg frábær og mig langar að vita hvar þú ert staddur um þessar mundir? Ef þú ert ekki staddur á Íslandi - sem mig grunar - ætla ég ekki að vera sá "gleðispillir að upplýsa þig um hvað gerst hefur frá því að kosið var um stækkun álversins í Hafnarfirði á liðnu ári.

Það eina sem mig langar að segja er að efnahagslegt landslag á Íslandi hefur aðeins breyst frá því að þú fórst út og að rök þín liðnu ári - eða réttara sagt það ryk, sem þú stráðir í augun á fólki - um að flest ungt fólk kysi helst að vinna í bönkum, eða að selja hvort öðru cappuccino, esspresso eða macchiato eiga ekki alveg við í dag. Ég vil samt ekki hryggja þig í útlöndum með því að segja þér hvað raunverulega hefur gerst, njóttu bara frísins og þarft ekkert að flýta þér heim! Eitt vil ég þó segja þér og það er að við eigum voða lítið af gjaldeyri í dag - þú veist, evrum, dollurum og svoleiðis. Ástæðan er að við flytjum orðið svo lítið til útlanda, en höfum flutt þeim mun meira af drasli til landsins á undanförnum árum. Vertu samt ekki að hafa áhyggjur af því, því við viljum ekki að angra þig með svona smámunum.

Ætli sannleikurinn málsins varðandi þá sem hafa lifibrauð sitt af orkufrekum iðnaði og orkuöflun á Íslandi liggi ekki einhversstaðar á milli þess að vera 1% af vinnuafli þjóðarinnar og 22.500 manns.

Ég hef aldrei kunnað við öfgar og því fullyrði ég að þið hafið báðir á röngu að standa - þú og Rauða ljónið. Ljóst er hins vegar að orkufrekur iðnaður er næststærsti atvinnuvegur landsins á eftir fiskveiðum og að ferðamennska er í 3. sæti. Vaxtarmöguleikarnir til skamms tíma liggja í stóriðjunni, en ekki í ferðatengdum iðnaði og hef ég samt ekki á móti þeim iðnaði eða sprotastarfsemi almennt.

Georg:

Unga fólkinu í dag dreymir kannski ekki um verksmiðjustækju, en unga fólkinu í febrúar, mars og apríl mun dreyma um vinnu, hvort sem hún er í verksmiðju, fiski eða annarsstaðar, hvort sem um hitabrælu eða fiskistækju er að ræða, hvort sem um ofvaxna hlífðargalla er að ræða eða hvíta svuntu.

Það er engin skítavinna að vinna í fiski eða áli. Það er skítavinna að plata inn á fólki verðlaus hlutabréf, að plata inn á fólk innlend lán og myntkörfulán eða íbúðir á verði, sem er algjörlega óraunverulegt!

Guðbjörn Guðbjörnsson, 22.12.2008 kl. 17:39

7 Smámynd: Dofri Hermannsson

Guðbjörn. Ég er nú bara hérna í Grafarvoginum!

Rauða ljón. Vinsamlegast skrifaðu órökstuddar fullyrðingar þínar undir nafni.

Jón Ólafur. Verkfræðistofur geta unnið við fleira en að reisa álver. Það er sorgleg staðreynd að náttúrurannsóknir á Íslandi hafi að mestu verið kostaðar af virkjunarfyrirtækjum á svæðum sem síðan hafa í flestum tilfellum verið virkjuð með óafturkræfum áhrifum á náttúru og landslag.

Benedikt. Það eru afleidd störf af öllum störfum. (Reyndar dálítið færri af áliðnaði en í mörgum öðrum greinum.) Þess vegna þykir það ekki góð latína að telja afleidd störf störf með í áróðri fyrir hinum ýmsu greinum. Sorrý!

Dofri Hermannsson, 22.12.2008 kl. 18:00

8 Smámynd: Sævar Helgason

Þegar farið var í að reisa Búrfellsvirkjun (plönuð- 1964-1966 ) var alvarlegur raforkuskortur á Sv horninu. Til að reisa stóra og hagkvæma virkjun var ljóst að án sölu á mestum hluta hennar (70%) til áliðnaðar- þá gætum við ekki reist slíkt stórvirki.

Einnig kom til að heppilegt væri að skjóta fleiri stöðum undir atvinnulífið með álvinnslu.

Á þessum árum voru síldveiðarnar fyrir austurlandi í algleymingi og góðar líkur á að svo yrði fram eftri áttunda áratugnum. 

Við hönnun Ísalnverksmiðjunnar var rík krafa af hálfu Íslendinga  að sem allra minnstan mannafla þyrfti til rekstursins.

Álverksmiðjurekstur gæti illa keppt við gulluppgrip síldveiðanna. Verksmiðjan var því búin mikilli sjálfvirknitækni þeirra tíma- miðað við álverksmiðjur sem þá voru í rekstri.

Síðan brást síldin með öllu á byggingartíma Búrfells og Íslalverksmiðjunnar- það kom slæm kreppa.

Þessvegna byrjaði Ísalverksmiðjan rekstur með alveg fyrst flokks mannskap- beit frá síldargullæðinu og naut góðs af því í áratugi.... Svona geta hlutirnir gerst fyrir tilstilli örlaganna.

Ef síldveiðin hefði ekki brugðist þá hefði mönnun verksmiðjunnar orðið mjög erfið.

Þetta er svona til gagns og gamans í skammdeginu og dýfunni....

Nú eru erfiðr tíma framundan í álvinnslu vegna fallandi álverðs á heimsmarkaði og samdráttar..  og við að framleiða 800 þús áltonn - tengt heimsmarkaðsverði... Ops.

Setjum orkueggin okkar í fleiri körfur í framtíðinni - en álkörfuna...

Sævar Helgason, 22.12.2008 kl. 18:08

9 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Vann í mörg ár í fiski og var lengi á sjó, alls ekki slæm vinna, enda ekki mikið um eiturgufur í því þó vosbúð væri stundum nokkur. Það er leitun að meira heilsuspillandi vinnu en í álbræðslu þó að það komi yfirleitt ekki í ljós fyr en eftir einhverja áratugi í flúorbrækjunni.

Georg P Sveinbjörnsson, 22.12.2008 kl. 18:15

10 identicon

Eftir nær 15 ára rekstur álversins í Straumsvík hafði það engu skilað í þjóðarbúið í formi gjaldeyristekna. 

Innflutingurinn og gjaldfærður kostnaður til mórðufélagsins fór með allar gjaldeyristekjurnar. 

Svo tókst að fletta ofan af "hækkun í hafi" aðferðinni til að lækka raforkukostnaðinn til Landsvirkjunar og með herkjum tókst að þvinga þá til að hækka verðið.  Menn voru kallaðir ýmsum ónefnum fyrir þá ósvinnu og voru "teknir niður" eins og það heitir í dag.

Hefur nokkur tekið saman hvernig þetta er í dag hjá stóriðjunni?  

101 (IP-tala skráð) 22.12.2008 kl. 18:35

11 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Já, snúum okkur að þessu hinu, sem þið hafið predikað undanfarin ár!

Nú er ykkar tækifæri loksins komið - Andri Snær, Björk, Ómar og félagar!

Hvernig væri að þú Dofri, Georg, Sævar og, 101 kæmum með vinnu fyrir 10-15.000 manns í janúar, febrúar og mars? Það væri enginn argur út í ykkur, þótt það myndi tefjast fram yfir sumarfrí 2009, t.d. í október, nóvember og desember!

Ég er skipaður embættismaður og þarf ekki að hafa áhyggjur - en hvað með alla hina, sem eru að missa vinnuna, missa aleiguna sína! Eruð þið alveg hjartalaus?

Ég er ekki að þessu til þess að hafa eitthvað út úr þessu, heldur til þess að þjóðin hafi það betra. Hvað er ykkar markmið?

Lýðskrum er ekki mitt markmið!

Guðbjörn Guðbjörnsson, 22.12.2008 kl. 19:44

12 identicon

Alveg er það makalaust að ef menn eru ekki alveg dús við stóriðju þá skuli þeir kallaði "lýðskrumarar" og ef menn aðhyllast ekki ESB orðalaust og leyfa sér að benda á vankanta þá eru þeir með áróður.

Fiskurinn var okkar stóriðja áður en stórskipin og kvótkerfið eyðilögði það.  Nú er kannski von ef stórar útgerðir verða gjaldþrota og kvótinn kemst aftur í þjóðareign.

Það væri ekki svo galið að sækja fiskinn á minni skipum og vinna í landi. Minn skip eru ódyrari og lægri skuldir og vaxtagjöld fylgja þeim og svo brenna þau minni olíu. Vinnsla í landi skapar atvinnu út um allt land.

Það hefur aldrei mátt ræða hvernig stórtogararnir fara með fiskimiðin. Trollin slétta botninn og eyðleggur uppeldisstöðvar þorksins og fleiri tegunda.  

Alls staðar er stunduð rányrkja á fiskistofnum á alltof stórum og dýrum skipum.

Það er græðgin ein sem leiðir útgerðarmenn áfram. Þeim er skítsama um þjóðarhag og þá sem eiga eftir að lifa í þessu landi eftir þá.  

101 (IP-tala skráð) 22.12.2008 kl. 20:06

13 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Ég hef þessi atvinnutækifæri ekki á takteinum, en neita að trúa því að mengandi álbræðsla sé það eina í stöðunni, of mörg egg í þeirri ótraustu körfu nú þegar og allt of mikið af arðinum fer beint í óseðjandi gin gráðugra auðhringja og úr landi.

Rio Tinto er t.d með vafasamari auðhringjum í heimi og margt þeim tengt sem þolir illa dagsljósið, væri hægt að halda langa tölu um þau ógeðsmál öll, arðrán og mútur og fleyra í svipuðum dúr. Minnir mig á að ég ætlaði að gera færslu um þetta glæpakompaní, best að draga það ekki mikið lengur, það þarf að opna augu sem flestra fyrir því hverslags spillingar og arðránsbatterí RT er í raun. Nægar eru sannanirnar og vitnisburðirnir.

Georg P Sveinbjörnsson, 22.12.2008 kl. 20:10

14 Smámynd: Sævar Helgason

Guðbjörn !

Sá flokkur sem á höfuðábyrgðina á hvernig nú er komið fyrir efnahag þessa lands er Sjálfstæðisflokkur með dyggum stuðningi Framsóknarflokks. Nýfrjálshyggjan sem búin var til af þessum öflum - er búin að koma þjóðinni á kaldan klaka .  Kynntu þér "Skoðanir viðskiðptaráðs" nokkur á aftur í tímann- þá sérðu í hnotskurn ástæður hrunsins... Gríðarleg þennsla sem mynduð var hér með byggingu Kárahnjúka og í samfloti við mokstur á erlendu lánsfjármagni inní landið - vilt og galið - Gríðaleg , skaðleg ruðningsáhrif þessa á útflutningsframleiðslugreinar vítt um landið.  Og niðurstaðan efnahagshrun - það versta í víðri veröld.  Guðbjörn ! ekki spyrja mig,Dofra  eða Georg. Spurðu þína eigin flokksforystufólk- vegna starfa þessa 15.000 atvinnuleysingja- þeirra er að svara þér...Þeirra er ábyrgðin.

Sævar Helgason, 22.12.2008 kl. 20:19

15 identicon

Mig minnir nú helst að Jón Sigurðsson þáverandi iðnaðarráðherra hafi skirfað undir hverja viljayfirlýsinguna á fætur annarri um álver hist og her á landinu án þess að nokkuð yrði erindið.  Og líka hitt að a.m.k. einum stjórnarflokknum hafi ekki verið það mjög að skapi.

En við komumst ekkert áfram ef við spólum endalaust í því hjólfarinu hver gerði hvað og ekki hvað fyrir 20, 25 eða 30 árum með vinstri eða hægri heilahveli.

Það eru vandamál dagsins sem þarf að leysa og það fljótt !  

101 (IP-tala skráð) 22.12.2008 kl. 21:27

16 identicon

Dofri. Mig langar að svara þér þegar þú talar um fjölda þeirra starfa sem nefnd hafa verið afleidd störf. Ekki veit ég hvar þú færð þær upplýsingar að þessi störf séu færri í álveri en annarstaðar,og við hvað á að miða eða hvernig á að gera þann samanburð. Enda sé ekki að það skipti máli.

 Nú er það svo að ég hef verksmiðjurnar á Grundartanga í fárra kílómetra fjarlægð. Ég hef unnið hjá tveimur fyrirtækjum sem þjónusta þessar verksmiðjur. Í öðru tilfellinu var það þannig að fyrirtækið hafði tiltekin fjölda starfsmanna þarna allt árið í útseldri vinnu. Þarna gat það treyst á vinnu fyrir þessa menn allt árið sem annars hefði trúlega ekki verið. Fyrir utan þetta voru alltaf önnur tilfallandi verkefni. Þannig er með fleiri fyrirtæki á svæðinu. Svo þarf alltaf að endurnýja búnað og gera við það sem bilar og Grundartangaverksmiðjurnar hafa stefnt að því að láta fyrirtæki á svæðinu njóta þess. Það er biti sem munar um. Þá má ekki gleyma því að verksmiðjurnar haf þjónustusamning við fyrirtæki hér á svæðinu.

Þegar fyrirtæki geta treyst á afkomu sína að stórum hluta vegna vinnu tengdri stóriðju þá get ég ekki annað en sagt að ákveðinn fjöldi starfa sé beinlínis verksmiðjunum að þakka. Með fullri virðingu fyrir þér þá tel ég mig þekkja þetta starfsumhverfi ekki síður en þú. En ekki reikna ég með að þú sért sammála  

Benedikt Bjarnason (IP-tala skráð) 22.12.2008 kl. 22:55

17 Smámynd: Rauða Ljónið

 

Sæll. Dofri þú veist vél að hér er farið rétt með frá mér varðandi varðandi álgeirann, þú ert einfald laga á móti þessum atvinnuvegi og uppbyggingu atvinnuveganna enda er þína atvinnu annar staðar frá í þeirri grein sem skapar þjóðin engar innkomur í þjóðarbúið,  en þiggur laun hins af svita hins  stritandi verkamanns sem hann skilar inn til þjóðarinnar, ég veit vél að þið Samfylkingarfólk eruð á móti alþýði landsins svo langt hafið þið farið frá upprunna ykkar,.

Mesta skemmtun ykkar eftir að þið felduð kosningar um deiluskipulagið í Hafnarfirði er að horfa útum bílgluggann.

Og horfa á fólk sem er óskaplega hrætt og áhyggjufullt  en það er talsvert um að fólk grætur fyrir framan okkur og við sem sjáum það en þið ekki Samfylkingarfólk, þetta er t.d. fólk sem misst hefur húsnæði sitt og og standur í því að pakka niðir og flytja út og misst hefur atvinna sá í kjölfarið eftir kosni í Hafnarfirði, fólk í byggingariðnaði og mannvirkjagerð þið fáið fróun í þessu ástandi en ekki við hin sem skiljum hvað það er að hafa atvinnu, þú átt kannski eftir að þroskast og komast til manns þegar þú ferð að nálgast eftirlaunaaldurinn og sérð lífið með öðrum augum það vona ég svo sannarlega.. .

Með kveðju , Sigurjón Vigfússon.

 

Rauða Ljónið, 23.12.2008 kl. 00:33

18 identicon

Sæll Sigurjón

Ég held þú sért kominná sporið. Margir ungir einstaklingar hafa aldrei upplifað atvinnuleysi. Einnig er uppi sí staða að þeir hafa farið úr skóla í  skóla og þaðan beint í vinnu fyrir ríkið. Í mörgum tilfellum í gegnum pólitík. Því þekkja þau ekki vinnumarkaðinn. Þó telja þessir aðilar að þeir hafi yfirsýn yfir þjóðfélagið en við vitum að það erekki satt. Þetta eru óþroskuð börn.

Kv.

Sveinbjörn

SveinbjornK (IP-tala skráð) 23.12.2008 kl. 04:06

19 Smámynd: Dofri Hermannsson

101. Bið þig að skrifa undir nafni eins og aðra á þessari síðu. Takk öll fyrir mestan part málefnalega umræðu.

Dofri Hermannsson, 23.12.2008 kl. 10:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband