Einstök fórnarlund

Það er ekki að spyrja að hinni einstöku fórnarlund þessa góða drengs. Hann þyrstir í spillingarlausa og gagnsæja pólitík þar sem hugsjónir skipa öndvegi en ekki flokka- eða vinatengsl. Hann er líka eldheitur baráttumaður fyrir umhverfismálum um leið og hann átelur harðlega skammsýnina að baki áframhaldandi álversframkvæmdum.

Þegar þetta er haft í huga er ekki skrýtið að Gummi skuli hafa skráð sig í Framsókn. Hann vill vera þar sem bardaginn er harðastur og erfiðust verk að vinna!

Skyldi hann styðja Lúðvík frænda í formanninn?


mbl.is Guðmundur í Framsóknarflokk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Eðlilegt að hann fari heim í framsókn... ekki er þar nú spillingin og fyrirgreiðslan. Umhverfismálin hafa líka verið uppáhald Framsóknarflokksins

Jón Ingi Cæsarsson, 6.1.2009 kl. 09:38

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Þessi ákvörðun Guðmundar er afar einkennileg og ég harma hana fyrir hans hönd.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 6.1.2009 kl. 09:47

3 Smámynd: Skarfurinn

Sammála þér og ég sé eftir þessum góða dreng, en efa að þetta sé rétt ákvörðun hjá honum, því  framsókn er jú aðal ál-flokkurinn ef menn hafa gleymt því svo sú átylla stenst ekki alveg, en hvort er betra að vera peð í stírum flokki eða kannski hrókur í litlum ?

Skarfurinn, 6.1.2009 kl. 10:02

4 identicon

Auðvitað á Samfylkingin eftir að sakna Guðmundar en mér finnst þessi kveðja ekki á háu plani hjá þér Dofri.

Örn Úlfar Sævarsson (IP-tala skráð) 6.1.2009 kl. 10:06

5 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Ég sendi Guðmundi kveðju mína og þakkir fyrir mjög gott starf fyrir Samfylkinguna. Ég óska honum alls góðs á nýjum vettvangi.

En til að stríða honum pínulítið vil ég rifja upp að þegar pabbi hans var ráðherra var ég meira hrifinn af hljómsveitinni Jonee Jonee en Framsóknarflokknum, þegar þeir sungu lagið "af því að pabbi vildi það" á Hótel Borg.

Þá var pólitísk gagnrýni innan veggja á borginni, en ekki utan þeirra eins og í dag. 

Jón Halldór Guðmundsson, 6.1.2009 kl. 10:14

6 Smámynd: Víðir Benediktsson

Það nú ekki af háum stalli að detta. Rétt eins og Framsókn gleymdi samvinnuhugsjóninni hefur Samfylkingin gleymt jafnaðarmennskunni.

Víðir Benediktsson, 6.1.2009 kl. 10:24

7 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Mig setti hljóðan að heyra þessa dapurlegu frétt í útvarpinu í morgun. Hvaða ástæður skyldu draga þennan góða og skynsama penna í spillingarforardýki Framsóknarflokksins? Andskotinn freistaði Frelsarans á sínum tíma en hvaða freistingum skyldi Guðmundur hafa fallið nú fyrir?

Var hann annars nokkuð óánægður með vistina hjá ykkur í Samfylkingunni?

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 6.1.2009 kl. 10:31

8 Smámynd: Dofri Hermannsson

Láttu nú ekki svona Örn Úlvar. Það hlýtur nú að mega grínast aðeins með svona stórviðburði án þess að hæðarmæla planið!

Dofri Hermannsson, 6.1.2009 kl. 10:39

9 identicon

Fyrir síðustu kosningar fór GS um norðurland með merki í barminum: -Aldrei kaus ég Framsókn.- Á einhver myndina af honum?

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 6.1.2009 kl. 10:45

10 identicon

Þetta er nú falleg og málefnaleg kveðja til fyrrum félaga þíns. En ég skil aðstöðu þína, það er auðveldara að kasta skít í andstæðinginn en að reyna að verja eigin flokk þegar að honum er sótt. Enda er það ógerlegt að verja framgöngu Samfylkingar í þessu stjórnarsamstarfi.

Bjarki (IP-tala skráð) 6.1.2009 kl. 10:47

11 Smámynd: Benedikt V. Warén

Framsóknarflokkurinn hefur sína fortíð og hefur staðið og fallið með henni.  Aðrir flokkar hafa tekið í fóstur bestu bitana í stefnu Framsóknarflokksins og gert þá að sínum.

Það hefur hins vegar þótt henti í Íslensku fyrirtækjabrölti að skipta um kennitölu til að fela skítinn í slóðinni sinn.  Það þótti einnig henta hjá Krötum þegar þeir gengu til verka og tóku þátt í að koma Samfylkingunni á koppinn.  Núna er farið að vella undan þröskuldinum á Samfylkingarheimilinu ýmislegt sem betur væri hulið, - koppurinn er semsagt orðinn fullur.

Ef Dofri væri sjálfur sér samkvæmur, mundi hann fylgja Guðmundi út og helga krafta sína öðru og heiðlarlegara stjórnmálaafli.  Með hans lífssýn mundi VG efalaust henta honum mun betur. 

Hvaða stjórnmálaafl bauð annars fram meði slagorðið "Fagra Ísland" og hvað er félagi Össur að brölta núna, þvert á öll fögur fyrirheit? 

Benedikt V. Warén, 6.1.2009 kl. 11:05

12 Smámynd: Sævar Helgason

Það er mikil gerjun í gangi í íslenskri pólitík- annað væri einkennilegt.  T.d logar Sjálfstæðisflokkur stafna á milli vegna m.a ESB málanna.  Núverandi ríkisstjórn hefur misst  trúverðugleika- annað væri undarlegt- stofnuð í "góðæri" - er nú í hruni efnahags landsins .  Þó okkur finnst að Framsóknarför Guðmundar Steingrímssonar sé stórmál núna- þá eiga að öllum líkindum miklu stærri tíðindi eftir að gerast - áður en kosið verður nú í vor.  Endurreisn íslensks þjóðlífs er framundan- hvorki meira né minna.   Vonandi verða margir góðir menn og konur kallað til þeirrar nýsköpunar....

Sævar Helgason, 6.1.2009 kl. 11:19

13 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Það hangir á þessu pólitískt tilboð frá einhverjum frambjóðanda til formanns í Framsókn... ég er að reyna að átta mig á hver þeirra... líklega Sigmundur.

Jón Ingi Cæsarsson, 6.1.2009 kl. 12:01

14 identicon

Datt hann á höfuðið?

Þráinn Kristinsson (IP-tala skráð) 6.1.2009 kl. 12:13

15 Smámynd: Víðir Benediktsson

Trúlega er Guðmundur jafnaðarmaður í hjarta sínu og það eitt skýrir brotthvarf hans úr Samfylkingunni.

Víðir Benediktsson, 6.1.2009 kl. 12:16

16 identicon

Nær væri nú að segja „Magra Ísland“, Benedikt. :-) Kær kveðja,

Þorgils Hlynur Þorbergsson (IP-tala skráð) 6.1.2009 kl. 12:44

17 Smámynd: Villi Asgeirsson

Sammála nr. 15. Samfó er löngu búin að gleyma hvað jafnaðarmennskan er. Kannski sér Guðmundur sér leik á borði. Hræið er sjálfsagt vel mótanlegt. Hann vill sjálfsagt reyna að móta flokkinn og upphefja arf pabba og afa í leiðinni. Og verða formaður.

Villi Asgeirsson, 6.1.2009 kl. 12:51

18 Smámynd: Héðinn Björnsson

Ég skil vel að hann hafi sagt sig úr Samfylkingunni þar sem forustan vinnur markvisst gegn öllum helstu markmiðum jafnaðarstefnunnar. Erfiðara er að sjá hvað hann sér í Framsókn, þó það sé líklega skref til vinstri nú á dögum.

Hvað með þig Dofri? Hvað ætlar þú lengi að halda áfram að styðja flokk sem vinnur þvert gegn hugsjónum þínum? 

Héðinn Björnsson, 6.1.2009 kl. 12:58

19 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Ég sé hann Guðmund ekki alveg fyrir mér í Framsóknarflokknum, héld alltaf svolítið upp á hann . En kannski geta góðir menn gert eitthvað af viti í vondum flokki? Hver veit!

Úrsúla Jünemann, 6.1.2009 kl. 14:45

20 identicon

Þegar ég las byrjunina hélt ég að þú værir að kveðja Mörð Árnason en svo sá ég að þú varst bara að hreyta skít í fyrrverandi félaga vegna þess að hann bendir réttilega á að keisarinn er nakinn á miðju torginu.

annajons (IP-tala skráð) 6.1.2009 kl. 14:55

21 identicon

Það er og verður alltaf þörf fyrir gott og heiðarlegt fólk í öllum stjórnmálaflokkum.

Framsókn má svo sannarlega muna fífil sinn fegurri ! 

Framsóknarskútan er nú næstum sokkinn og þeir örfáu sem eftir eru híma hnípnir og ráðalausir á hálfsokkinni skútunni.

Stefnan er enginn því að flakið rekur bara vélarvana og skipstjóranum var hrint fyrir borð, ásamt ágætum bátsmanni Bjarna Harðarsyni.

Þannig að það er von að Guðmundi Steingrímssyni svíði niðurlæging þessa eitt sinn glæsta fleys forfeðra sinna.

Eins og fleiri hafa sagt hér þá er nú ekki úr háum söðli að detta hjá honum úr Samfylkingunni.

Magra Ísland og öll önnur kosningaloforð Samspillingarinnar hafa verið bjöguð og svikinn.

Formaðurinn yfirfullur að þvílíku yfirlæti og hroka gagnvart alþýðu manna að frægt er orðið af endemum.

Formaðurinn sem er orðið uppþornað íhaldskerti hefur síðan margsinnis verið staðinn af þvílíku pukri og leynd auk þess að hafa verið marg staðinn að hreinni lygi og yfirhylmingum.   

Þá getur þetta nú ekki annað en talist framfaraskref hjá Guðmundi Steingrímssyni og ég held að það megi segja að það sé meira að segja orðið eitt skref til vinstri. 

Ég óska Guðmundi velfarnaðar og veit að þar fer maður sem vill vinna af heilindum í Islenskum stjórnmálum. Auk þess sem að hann er góðviljaður maður sem hefur sterka réttlætiskennd og heitar tilfinningar.

Ekki bara flokkslegt og "kalt hagsmunamat" eins sífellt er tönnlast á hjá sumum þessara leiðinda atvinnupólitíkusa úr öllum flokkum.

Þjóðfélagið þarf, ekki síst núna á svona mönnum eins og Guðmundi Steingrímssyni að halda hvar í flokk sem þeir annars skipar sér.

Til hamingju Guðmundur og til hamingju Framsókn !

Ég held að mjög margir muni taka þig til fyrirmyndar og yfirgefa þetta óþjóðlega óheilla fley Samfylkinguna.

Ekki endilega til Framsóknar, heldur til annarra stjórnmálafla líka.     

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 6.1.2009 kl. 16:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband