Upplýsingar óskast!!!

Getur einhver fróður lesandi þessarar síðu sagt mér hvort það eru nokkur lög sem hindra að íslenskur kvóti sé veðsettur hjá erlendum veðmangara?

Svo mega lesendur síðunnar gjarna tjá sig um það hvort þeim finnst Ísland, fullveldið, þjóðin eða handhafar kvótans eiga auðlindina. Eins og staðan er í dag get ég ekki annað séð en að það sé algert aukaatriði hvort núverandi handhafar kvótans eiga hann, veðmangarar þeirra eða bara einhverjir allt aðrir!

Ég styrkist æ meir í þeirri skoðun að nú eigi að nota tækifærið sem felst í því að bankarnir eiga (nánast) öll veð í kvótanum til að breyta eignarrétti á kvótanum sjálfum yfir í nýtingarrétt til einhvers tiltekins árafjölda, t.d. 10-15 ára. Það væri í fullkomnu samræmi við hugsunina að baki lögunum sem sett voru um orkuauðlindina í fyrra þar sem tryggt var að orkuauðlindir í almannaeigu yrðu í samfélagslegri meirihlutaeigu áfram.

Þetta þarf að gera strax. Allt snakk um að við glötum sjávarútvegsauðlindinni við að ganga inn í ESB er bara hjáróma við hliðina á því sem þegar hefur gerst. Það þarf fyrst að endurheimta þessi verðmæti áður en það er tímabært að fara að hafa áhyggjur af að glata þeim á ný.


mbl.is Veðin færð með samþykki fyrirtækjanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Ég get ekki sagt að ég sé sérfróður um þessi mál, en eftir því sem ég kemst næst er það ekki bannað að erlendir aðilar eigi veð í kvóta.  Það er hins vegar skýrt í lögum að ef þeir þurfa að leysa hann til sín, þá hafa þeir ekki nema stuttan frest til þess að selja hann aðila sem hefur lagalegan rétt til að eiga kvóta, sem eru þá Íslendingar eða Íslensk fyrirtæki.

En ég skrifa þetta hér með hæfilegum fyrirvara.

G. Tómas Gunnarsson, 7.1.2009 kl. 16:52

2 Smámynd: Haraldur Hansson

Það má ekki blanda saman eign og veði í eign!

Það þarf að gera greinarmun á íslensku útgerðarfélagi, sem útlendingar kynnu að eiga huti í (jafnvel stóra) og erlendri útgerð.

Mér finnst á textanum að þessu sé eitthvað blandað saman.

Haraldur Hansson, 7.1.2009 kl. 17:06

3 Smámynd: Sævar Helgason

Er ekki staðan þannig núna að óveiddur fiskur í sjónum hefur verið veðsettur a.m.k 5 ár fram í tímann ?  Skuldir útgerðarinnar eru um 600 milljarðar en veiðiheimildir eru fyrir um 100 milljörðum/ár.  Þegar þessi kvóti var settur á var meginröksemdin sú að það myndi verða stórfelld hagræðingi í sjávarúvegi og fiskiverndi myndi stórauka veiðiheimildir.  Hvorugt hefur gengið eftir.  Veiðiheimildir hafa aldrei í sögunni verið lakari og sjávarútvegur aldrei í sögunni skuldsettari.  Þannig að  núverandi kvótakerfi hefur með öllu brugðist- auk þess sem það er andstætt mannréttindasáttmála Smeinuðu Þjóðanna.

Þessu kerfi ber að lóga - hið fyrsta.  Ljóst er að í dag á þjóðin allar skuldir sjávarútvegsins og þar með þennan kvóta sem í upphafi var gefinn til útvaldra. Framsal veiðiheimilda gerði hann sína veðhæfan - það var ógæfan mikla.

Nú er tækifærið að leiðrétta þetta kvótarugl og stokka upp á nýtt. Gerum það.

Sævar Helgason, 7.1.2009 kl. 18:05

4 Smámynd: Ferningur

Það er svolítið skoplegt að þeir sem hafa barist hvað harðast gegn ESB og notað til þess hræðsluáróður um að stjórn sjávarútvegs megi ekki hverfa úr landi hefur einum og óstuddum tekist að koma kvótanum í hendur Seðlabanka ESB.

Sigurður: Þeir sem eyddu 100 milljónum í kvóta veðsettu hann flestir í framhaldinu og fóru að braska með peninginn. Ég hef enga samúð með þannig fólki.

Ferningur, 7.1.2009 kl. 18:26

5 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Afnemum kerfið. Nú er lag.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 7.1.2009 kl. 18:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband