Krafa nr. 1 er kosningar

Þetta var góður fundur. Gylfi Magnússon hélt gagnorða ræðu en af mikilli stillingu svo ekki þarf að efast um hans faglega heiður.

Það er auðvitað margt sem hefur verið gert vitlaust og margt sem hefur verið gert vel síðan allt hrundi. Það sem er vanhugsað er eðlilega gagnrýnt af fullri hörku og hitt sem vel er gert setur - einnig af eðlilegum orsökum - ekki af stað neina fagnaðarbylgju.

Ekkert sem vel er gert mun vekja lukku fyrr en það er búið að væra völdin aftur í hendur almennings með kosningum. Það er krafa nr. 1 og fyrr en gengið hefur verið að henni mun ekkert þokast.

Ég hitti nýlega þingmann sem sagði að það gæti verið nóg að skipta út fólki í ríkisstjórninni. Ég held að það myndi engu breyta. Það væri alveg eins hægt að skipta um föt!


mbl.is Fjöldi manns á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Það hefur engan tilgang að skipta um fólk í ríkisstjórninni.

Hólmdís Hjartardóttir, 17.1.2009 kl. 18:21

2 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Ræða Gylfa Magnússonar var mjög góð. Það var ekki bara reiði og bölvun heldur einnig hvatning. Við getum unnið okkur upp úr þessu. En við verðum að gera upp. Við verðum að láta menn borga fyrir þeim skemmdarverkum sem þeir hafa unnið á okkar þjóð. Sömu menn sem komu okkur í þessa stöðu eiga ekki að vera við stjórn deginum lengur.

Úrsúla Jünemann, 17.1.2009 kl. 18:40

3 Smámynd: Pétur Henry Petersen

Seint koma sumir, en koma þó

 Um þetta var frábær grein í síðustu lesbók, það þarf að endurmeta gildin og stefnuna/takmörkin og það gerist ekki án kosninga. Það að gera það ekki er að segja lýðræðinu og almenningi stríð á hendur. 

Pétur Henry Petersen, 17.1.2009 kl. 18:55

4 Smámynd: María Kristjánsdóttir

sæll frændi.

María Kristjánsdóttir, 17.1.2009 kl. 19:35

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Dofri.

Þú hittir kjarna málsins.  Vantraustið hverfur ekki fyrr en stjórnmálamenn hafa fengið sitt umboð endurnýjað.  Úthreinsanir úr Seðlabanka og Fjármálaeftirlitinu hafa ekkert gildi fyrr en fók með umboð skipar þar nýja stjórnendur.  Og allir flokkar þurfa að gera upp fortíð sína.  Núverandi leiðtogar þurfa að endurmeta stefnu sína og ef þeir eru sterkir, þá víkja þeir.  

Þú hefur varað sterkt við stóriðjudraugnum.  Eftir svona tvo mánuði mun enginn minnast á það framar.  Móðurfyrirtækin eru að hrynja því þau eru mynduð eftir skuldsettar yfirtökur.  Orkufyrirtækin fá ekki nýfjármögnun.  Það þarf kraftaverk til að núverandi lán verði endurfjármögnuð á viðunandi kjörum.  Hefurðu tekið eftir því að Landsvirkjun þegir um nýja virkjunarkosti.  Fjármögnun hennar er tryggð út þetta ár en eftir það er ekkert vitað.  Þess vegna fékk Friðrik ekki að hætta.  Orkuveiturnar, sem þykjast ætla að útvega Norðuráli orku, er rekin áfram af stjórnmálamönnum, fólki sem áttar sig ekki á alvöru mála.  Þau eru það ung og óreynd greyin að þau vita ekki að hættan felst í gjaldþroti vegna fjármagnsskorts því Orkuveita Reykjavíkur hefur ekki þann bakgrunn afskrifaðara virkjana sem Landsvirkjun hefur.   Útlitið er dökkt og lendingin mun verða harkaleg.

Iðnaðarráðherra okkar, sem veður áfram eins og ekkert hafi gerst og eitt stykki álver sé lausn allra mála, er  á villigötum.  Hann nýtur stuðnings toppanna og þess vegna eru þessir toppar ekki í betri málum.  Eini ráðherra ykkar Samfylkingarfólks, og sá eini sem er með óflekkaðan skjöld í aðdraganda hrunsins, hún Þórunn, mun leiða ykkur til hins Nýja Íslands.  Ef þið hefðu ekki hana, eins trausta og heiðarlega  og hún er, þá ættuð þið ekki séns í næstu kosningum.  Nýtt Ísland mun verða sjálfbært og grænt og ný kynslóð velmenntaðs hugsjónafólks mun leiða okkur áfram útúr okkar erfiðleikum.  Kosningar strax er það eina sem mun bjarga Samfylkingunni frá algjöru fylgishruni.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 17.1.2009 kl. 20:37

6 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Ég held að þetta sé rétt metið hjá þér.   Eftir kosningar er hægt að byrja upp á nýtt, þó það verði erfitt. 

Jón Halldór Guðmundsson, 17.1.2009 kl. 21:40

7 Smámynd: Sævar Helgason

Landsfundur Sjálfstæðisflokks skiptir nákvæmlega engu máli. 

Það sem skiptir máli núna er að boðað verði til kosninga ,fyrrihuta vors.

Fólkið í landinu ( það má víst ekki segja þjóðin ) heimtar kosningar .

Það axlar enginn ábyrgð og enginn er látinn axla ábyrgð.

Það verður fólkið að sjá um í næstu kosningum.

Síðan verður að ætlast til að sú ríkisstjórn sem þá verður mynduð- hreinsi til í öllu  stjórn og embættismannakerfinu.

Fram að þeim tíma eflast mótmælin og harðna .

Núverandi stjórnvöld eru öllu trausti rúin.

Ríkisstjórnin verður að skilja það - það er ekki mjög flókið. 

Á þriðjudaginn verður ríkisstjórn og alþingismönnum og konum heilsað að sið mótmælenda- þegar þau mæta loks til starfa að loknu lúxus jólaleyfi.

Síðan er krafan sem er að fá vængi: Halda Stjórnlagaþing og koma á lýðræði í landinu

Sævar Helgason, 17.1.2009 kl. 21:59

8 Smámynd: Alma Jenny Guðmundsdóttir

Dofri - ég velti fyrir mér ,,þessu marga sem vel hefur verið gert"  Hef ekki fundið það á eigin skinni!

Fylgist þó alla jafna vel með.

Sjálf vildi ég fá neyðarstjórn skipaða sérfræðingum sem hvergi hafa komið nærri þessari spillingu.

Umhverfisráðherra er jafn ábyrg og aðrir ráðherrar ríkisstjórnarinnar. 

Alma Jenny Guðmundsdóttir, 18.1.2009 kl. 02:07

9 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Ég tel að við séum ekki alveg komin að þeim punti að efna til kosninga. Mér hefur fundist að krafan um kosningar hafi að sumu leyti verið án innihalds eða öllu heldur án framhalds (og hvað svo). Ábyrgðin felst ekki bara í að hætta og fara frá, heldur líka og ekki síður að gera bráðaðgerðir og svo má skoða málið. Útkoman úr landsfundi Sjálfstæðisflokksins skiptir miklu og segir í raun til framhaldið. Leggi Íhaldið ekki í Evrópuána verður að skipta þeim klár út og reyna að finna annan kjarkmeiri. Í haust getur hins vegar verið tímabært að kjósa, ef þá liggur fyrir samningsuppkast til að leggja í dóm kjósenda.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 18.1.2009 kl. 04:56

10 Smámynd: Dofri Hermannsson

Hólmfríður. Ég held að það sé kosningar séu einmitt leiðin til að skerpa fókusinn á framtíðina. Stjórnmálaöflin þurfa nýtt umboð frá kjósendum. Þingmenn og ráðherrar sitja út á ræður, stefnu og loforð sem ekki hafa neina þýðingu lengur. Við búum í allt öðru landi í dag og þess vegna þarf önnur ráð. Kosningar eru góð hugmyndasamkeppni um það hvernig er best fyrir okkur að vinna okkur upp úr kreppunni á ný.

Alma. Ég held það sé rétt að það hafi verið mikið afrek að halda bönkunum gangandi, að hér hafi ekki allir bankar lokað og fólk ekki haft neina peninga. Ég veit fyrir víst að minnstu mátti muna að flug leggðist af til landsins og að nauðsynjar eins og lyf hættu að berast hingað.
Svo finnst mér það vel gert að ná að nota Atvinnuleysistryggingasjóð til að efla vöxt sprotafyrirtækjanna en með því úrræði einu saman eru að verða til um 300 störf í fyrirtækjum sem eru að stækka hratt og skapa miklar gjaldeyristekjur. Þetta er eitt dæmi, ég gæti nefnt marga góða hluti sem eru að gerast í nýsköpunarmálum og ferðaþjónustunni. Málið er bara að þangað til það er búið að gefa út yfirlýsingu um kosningar bráðlega langar engan að heyra góðar fréttir. Að mörgu leyti skiljanlegt.

Dofri Hermannsson, 18.1.2009 kl. 10:38

11 identicon

Enn og aftur erum við sammála Dofri, líkt og mjög mjög margir flokksmenn SF.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 18.1.2009 kl. 14:01

12 Smámynd: Óðinn Þórisson

Dofri ég er að reyna að ritja upp hver sagði þessu fleygu orð á fundi í Háskólabíói

"Þið eruð ekki þjóðin"

Óðinn Þórisson, 18.1.2009 kl. 15:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband