"Þau vanmeta hvað fólki sárnar að missa húsin sín"

Þetta sagði grandvar húsnæðiseigandi við mig í gær þegar ég flutti honum fréttir af mótmælunum. Það er mikið til í því. Fólki sárnar líka að missa vinnuna, að fámennur hópur hafi sett landið á hausinn, að allt eftirlitskerfið hafi brugðist, að vanhæft fólk sem nú er vitað að var sannanlega varað við hruninu skuli enn sitja sem fastast. O.s.frv.

Þegar ég stóð með Jóni Sigurðssyni á Austurvelli í gær kom til mín maður sem spurði af hverju oddviti ríkisstjórnarinnar kæmi ekki hreinlega út og talaði við fólkið. Bæði um gjallarhorn og talaði milliliðalaust við fólk um ástandið, hvað væri í gangi, hvernig búast megi við að nánasta framtíð verði. Það var fátt um svör.

Það er skrýtið að standa utan múranna og fylgjast með 2.000 manns berja veggi alþingishússins, potta og pönnur og þeyta lúðra og heyra svo þá skoðun sumra ráðherra að mótmæli megi ekki ganga svo langt að þau trufli störf þingsins. Hin undirliggjandi meining er sú að mótmæli séu ágæt svo lengi sem ekki þurfi að taka mark á þeim.

Hvað þarf maður að vera firrtur til að verða pirraður yfir því að geta ekki rætt vínsölu í búðum þegar 2.000 manns berja húsið að utan?


mbl.is Mótmælendur umkringdu Geir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Mér sárnar að Seðlabankastjórar og Ríkisstjórnin skuli hafa logið að mér um strykleika krónunnar íslensku!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 21.1.2009 kl. 20:04

2 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Hvað þarf maður að vera firrtur til að verða pirraður yfir því að geta ekki rætt vínsölu í búðum þegar 2.000 manns berja húsið að utan?

Þessi setning segir allt um gjánna milli stjórnmálamanna og almennings. 

Ævar Rafn Kjartansson, 21.1.2009 kl. 22:23

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

ditto með Ævari

Óskar Þorkelsson, 21.1.2009 kl. 23:16

4 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

En berð þú ekki ábyrð ??? .... Þú ert í samfylkunni ? ... Er ekki málið að segja sér úr henni eða allaveganna hóta því ? Sjálfur er ég jafnaðarmaður og er sannfærður um að Samfylkingin muni slíta þessari ríkisstjórn á næstu misserum og í kjölfarið verður efnt til kostninga.

Brynjar Jóhannsson, 22.1.2009 kl. 03:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband