25.1.2009 | 23:38
Lesið í viðbrögðin
Það er merkilegt að renna yfir viðbrögð á bloggi og í fréttum við afsögn Björgvins G.
Í fyrsta skipti sem ráðherra á Íslandi axlar pólitíska ábyrgð skiptast viðbrögð fólks í nokkur horn. Öllum finnst ákvörðunin rétt og margir segja hana virðingarverða en sumir bæta við að fyrr hefði mátt vera. Þetta myndi ég álíta að væru hin almennu viðbrögð fólks sem engra pólitískra hagsmuna hafa að gæta. Ánægja og von um að fleiri sjái sóma sinn í að fylgja fordæmi Björgvins.
Svo eru þeir sem virðast vera heldur fúlir yfir þessu öllu saman. Þetta er áhugaverður hópur og nær eingöngu skipaður pólitíkusum. Nýkjörinn formaður Framsóknarflokksins og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Sigurður Kári Kristjánsson, og formaður Vinstri grænna hafa t.d. allir látið að því liggja að þessi afsögn sé bara eitthvert almannatengslatrikk.
Get svo sem ekki sagt að ég hafi haft væntingar um mikla jákvæðni frá Steingrími J. Þótt ég hugsi langt aftur í tímann man ég ekki eftir að hann hafi nokkurn tímann verið ánægður með jákvæð pólitísk tíðindi sem ekki tengdust honum sjálfum eða Vg. Sömuleiðis var fyrirsjáanlegt að Sigurður Kári sæi bara þessa hlið mála. Sjálfstæðismenn virðast ekki skilja hugtakið pólitísk ábyrgð - hvað þá heiðursmannaafsögn.
Hitt er nú verra með Sigmund Davíð frænda minn og ýmsa aðra í hans flokki. Hann hélt ég að væri nógu stór maður til að fagna virðingarverðum og jákvæðum fréttum þótt frá mótherjum kæmu. Það gerði ég þegar Sigmundur var kjörinn formaður Framsóknar og þótt ýmsum þætti furðulegt af mér að fagna jákvæðum breytingum á tilveru mótherjanna fannst mér þetta bara sjálfsagt - nóg væri víst eftir til að bæta í heiminum þótt Framsókn lagaðist agnarögn.
En við erum auðvitað frekar fjarskyldir.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Varaborgar- fulltrúi og talsmaður borgarstjórnarflokks Samfylkingarinnar í umhverfis- samgöngu- menningar- og ferðamálum. Leggur áherslu á nýsköpun í atvinnumálum og að ná sátt um náttúruvernd og aðra nýtingu.
dofri@reykjavik.is
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 54
- Frá upphafi: 490977
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Áhugavert efni
- Umhverfismál Viðskiptablaðsins
- nattura.is
- Stefán Gíslason
- Sól í Straumi
- Náttúruvaktin
- Jökulsár Skagafjarðar
- Landvernd
- Náttúruverndarsamtök Íslands
- Samfylkingin
- Jóhanna Sigurðardóttir
- Össur Skarphéðinsson
- Björgvin G Siguðsson
- Mörður Árnason
- Steinunn Valdís Óskarsdóttir
- Oddný Sturludóttir
- Dagur B Eggertsson
Bloggvinir
- Græna netið
- Trúnó
- Valgerður Halldórsdóttir
- Ingólfur
- Grumpa
- Sól á Suðurnesjum
- Nýkratar
- Björk Vilhelmsdóttir
- Ómar Ragnarsson
- Vefritid
- Kristján Pétursson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Guðmundur Steingrímsson
- Hlynur Hallsson
- Sigurjón M. Egilsson
- Agnar Freyr Helgason
- Lára Stefánsdóttir
- Hreinn Hreinsson
- Davíð
- Sóley Tómasdóttir
- Ugla Egilsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Dagbjört Hákonardóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Bogi Sævarsson
- Guðmundur Magnússon
- Sigmar Guðmundsson
- Jóhann Ágúst Hansen
- Guðfríður Lilja
- Gunnar Björnsson
- sveinn valgeirsson
- Helgi Seljan
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Agný
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Bjarni Harðarson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Alcan dagbókin
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingi Björn Sigurðsson
- Áslaug Sigurjónsdóttir
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Páll Einarsson
- Torfi Frans Ólafsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Femínistinn
- Ibba Sig.
- Kári Harðarson
- Margrét Sverrisdóttir
- Haukur Nikulásson
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Guðfinnur Sveinsson
- Sveinn Arnarsson
- Linda Samsonar Gísladóttir
- Sigurður G. Tómasson
- Anna Pála Sverrisdóttir
- Viðar Eggertsson
- Helga Sveinsdóttir
- Þorsteinn Siglaugsson
- Hlynur Kristjánsson
- Morten Lange
- Anna Karlsdóttir
- Elfur Logadóttir
- Alma Joensen
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Eva Hrönn Jóhannsdóttir
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Magnús Þorlákur Lúðviksson
- Haraldur Haraldsson
- Hjalti Már Björnsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ágúst Hjörtur
- Andrés Jónsson
- Ebenezer Þórarinn Böðvarsson
- Ágúst Dalkvist
- Róbert Björnsson
- Sóley Björk Stefánsdóttir
- Landssamtök hjólreiðamanna
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Kristján L. Möller
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jóhann R Guðmundsson
- Púkinn
- Átakshópur um heilbrigða skynsemi í pólitískri umræðu
- Þorgerður Laufey Diðriksdóttir
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Benedikt Karl Gröndal
- Guðný Lára
- Björn Barkarson
- Sölmundur Karl Pálsson
- Guttormur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Hrannar Baldursson
- Ársæll Níelsson
- Gísli
- Steindór Grétar Jónsson
- valdi
- Sara Dögg
- Bárður Ingi Helgason
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Maron Bergmann Jónasson
- Ólafur Loftsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Baldvin Jónsson
- Tómas Þóroddsson
- Haukur Kristinsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Mafía-- Linda Róberts.
- Sigurður Egill Þorvaldsson
- Blog-andinn Eyvar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Stjórnmál
- íd
- Kolfinna Dofradóttir
- Þórður Steinn Guðmunds
- Ívar Pálsson
- Vér Morðingjar
- Kristján Kristjánsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Vestfirðir
- Heiða Þórðar
- Ólafur Fr Mixa
- Gunnlaugur B Ólafsson
- E.R Gunnlaugs
- Ingimar Ingimarsson
- Ungmennadeild Rauða krossins í Reykjavík (URKÍ-R)
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Gestur Guðjónsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- gudni.is
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli H. Friðgeirsson
- Ævar Rafn Kjartansson
- Bleika Eldingin
- Reynir Antonsson
- Bragi Þór Thoroddsen
- Sunna Dóra Möller
- Guðrún Vala Elísdóttir
- Pálmi Gunnarsson
- Bryndís G Friðgeirsdóttir
- Egill
- María Kristjánsdóttir
- Árni "Gamli" Einarsson
- Óskar Þorkelsson
- Haukur Már Helgason
- Gísli Hjálmar
- Magnús Árni Magnússon
- perla voff voff
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Júlíus Brjánsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Hörður Jónasson
- Birna G
- Sæþór Helgi Jensson
- Toshiki Toma
- Steinunn Camilla
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Sigurður Haukur Gíslason
- Ingvar Jónsson
- Bergur Thorberg
- Bjargandi Íslandi
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bandalag atvinnuleikhópa - SL
- Guðrún Birna le Sage de Fontenay
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Kvenfélagið Garpur
- Fiðrildi
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Stefán Örn Viðarsson
- Soffía Valdimarsdóttir
- Sigurður Kaiser
- Helga skjol
- Steinunn Þórisdóttir
- Eyjólfur Ingvi Bjarnason
- Vilberg Tryggvason
- Alfreð Símonarson
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hlekkur
- Guðjón H Finnbogason
- Sigurður Valur Sigurðsson
- Eva Benjamínsdóttir
- Madda
- Landvernd
- Jónas Jónasson
- Charles Robert Onken
- maddaman
- Hannibal Garcia Lorca
- Gísli Tryggvason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Rósa Harðardóttir
- Ásbjörg Ísabella Magnúsdóttir
- Þorsteinn Briem
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Pétur Sig
- Sólveig Klara Káradóttir
- Vilhjálmur Árnason
- Baldvin Jónsson
- Aprílrós
- ESB
- Sigurður Sigurðsson
- Mál 214
- GRAL - Grindvíska Atvinnuleikhúsið
- Bwahahaha...
- hreinsamviska
- Guðjón Baldursson
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Kristlaug M Sigurðardóttir
- Sigurbjörg Guðleif
- Gunnar Axel Axelsson
- Kjartan Pálmarsson
- Sema Erla Serdar
- Lúðvík Júlíusson
- Sigurður Hrellir
- Steini Thorst
- Landrover
- Vilberg Helgason
- Baldur Kristjánsson
- Magnús Vignir Árnason
- Möguleikhúsið
- Máni Ragnar Svansson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Þórólfur S. Finnsson
- Ása Björg
- Lilja Ingimundardóttir
- Örlygur Hnefill Örlygsson
- Tinna Jónsdóttir
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Stefán Gíslason
- Adolf Dreitill Dropason
- Arnar Guðmundsson
- Bergur Sigurðsson
- Birgir Þórarinsson
- Björn Halldórsson
- brahim
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðrún Jóna Jónsdóttir
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hulda Sigurðardóttir
- Kolla
- Kristján Logason
- Loftslag.is
- Magnús Jónasson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Sigurborg Kristín Hannesdóttir
- Sigurður M Grétarsson
- Sveinbjörn Ragnar Árnason
- Þórarinn Eyfjörð
- Þórður Björn Sigurðsson
Athugasemdir
Guðmundur Árni Stefánsson var fyrstur ráðherra á Íslandi til að segja af sér vegna glapa í starfi þannir að þetta er nú ekki alveg fordæmalaust en kannski umhugsunarefni að þessir tveir koma báðir úr jafnaðarmannaflokkum.
varðandi viðbrögð við afsökn Björgvins og yfirstjórnar FME þá er alveg ljóst að formenn stjórnarandstöðuflokkana eru ekkert yfir sig hrifnir því ef þetta fer nú eitthvað að dreifa sér yfir til Sjálfstæðismanna og kröfum samfélagsins verður mætt með afsökn fjármálaráðherra og seðlabankastjórnar þá er hætt við að óánægðir kjósendur núverandi stjórnarflokka fyrgefi flokknum sínum og snúi aftur heim og sýndarfylgi VG muni hrynja og útkoman í kosningum í vor verði ekki eins glæsileg og SJS er farinn að dreyma um.
Tjörvi Dýrfjörð, 26.1.2009 kl. 01:24
Björgvin er ekki að segja af sér vegna afglapa í starfi. Að axla pólitíska ábyrgð er allt annar hlutur og óþekktur á Íslandi. En mig furðar að enginn fjölmiðill sér ástæðu til að spyrja Árna Matthísen álits.
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 08:47
Já, frændgarður þinn er fjölskrúðugur. Vertu ekki alltaf að naggast útí hann Steingrím, þetta er prýðismaður, ég hef þekkt hann lengi. Og ég þekki líka ættmenni Björgvins úr Hafnarfirði þau eru ekki af verri endanum. Hins vegar átti Björgvin auðvitað að segja af sér um leið af sér og hann komst að því að enginn sagði honum neitt í ríkisstjórninni. Og það er nokkuð langt síðan að hann komst að því.
María Kristjánsdóttir, 26.1.2009 kl. 09:34
Afsögn hans Björgvins kom seint en hún kom. Hann fær stórt prik fyrir þetta. Nú ætti Samfylkingin og VG að stoppa skítkast í garð hvors annars og huga að því hvort og hvernig samvinnan gæti orðið. Þegar fleiri menn (Davíð! Árni!) hafa axlað ábyrgð eða hafa verið sparkað út þá byrja endurreisn þjóðfélagsins. Án spillingar!
Úrsúla Jünemann, 26.1.2009 kl. 10:56
þetta er bara hefðbundinn vinnubrögð samfylkingarinnar. En þetta er allt Framsókn að kenna.
Framsókn skipti um stjórnendur og þá rauk fylgið upp. Samfylkinginginn er flokkur sem stýrist af skoðunarkönnunum. Flokkurinn hrundi í skoðunarkönnunum, og þá fékk Ingibjörg áfall og brást við með að fórna Björgvini Sigurðssyni. Síðan ætlar hún að eigna sér að reka seðlabakastjóra (sem er svo sem allt í lagi). Verra er að hún sem er mjög alvarlega veik í besta falli ætlar sér að vera forsætisráðherra, þar sem hún er svo valdaskjúk. Hún hefur ekki heilsu í að vera forsætisráðherra en hagsmunir hennar eru mikilvægari en þjóðarinnar.
Síðan situr hún alltaf þjóðarhagmuni umfram hagsmuni flokksins. Kjaftæði....
Svona veik manneska eins og hún er, fengi ekki að taka við neinu fyrirtæki. En ég spyr, eru þingmenn samfylkingarinnar alveg sama? ég vona að einhver annar en Ingibjörg taki þá þetta embætti, þá væri mér alveg sama.
jonthor (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 12:26
Jón Þór - ef þú heitir það. Þú hefur fullan rétt til að halda fram hverri þeirri vitleysu sem þér þóknast á þinni eigin síðu en það færðu ekki hér á þess að fá snuprur fyrir. Af því nú hefur dylgjum þínum verið ágætlega svarað í fréttum ætla ég að láta þessa athugasemd standa en ítreka að ég kæri mig ekki um persónulegar aðdróttanir - allra síst úr launsátri nafnleyndar. Ég birti því hér tölvupóst þinn og IP tölu tölvunnar sem þú skrifaðir úr.
jthh@hotmail.com | IP-tala: 130.208.121.31
Dofri Hermannsson, 26.1.2009 kl. 14:14
sæll Dofri.
ég viðurkenni að ég gekk allt of langt gangvart Ingibjörgu og biðst afsökunar á því.
Hinsvegar er ég harður á því að viðbrögð Samfylkingarinnar á því að kljúfa stjórnina eru eins og ég sit upp.
Fylgishrunið ýtti flokkunum útí aðgerðir sem þeir áttu með réttu að vera löngu vera búinn að gera.
Samfylkinginn gat rekið allt fjármálaeftirlitið fljótlega eftir bankahrunið en gerið það ekki, og auðvitað eiga þessir ráðherrar að fara fyrir löngu, bæði fjármálaráðherra og viðskiptaráðherra. Því gerði samfylkinginn það ekki strax? Því að þeir vildu ekki rugga bátnum, þangað til að framsókn hreinsaði til hjá sér, þá var samfylkinginn stæðsti flokkur landsins. Í dag er flokkurinn orðinn undir 20% og þá varð eitthvað að gerast.
Og þá var allt gert til að kljúfa stjórnina. Það er dálítið erfitt að kenna Sjálfstæðisflokkunum um allt þegar þingmenn samfylkingarinnar hlaupa út og suður í yfirlýsingum um stjórnarsamstarfið. Ef þú hefur áhuga get ég tekið saman yfirlit um það.
ég á ekki eftir sakna þessarar stjórnar. Hún var vita gagnslaus.
Enn og aftur biðst ég afsökunar á því að hafa gengið allt of langt gagnvart IGS en ég held að allt annað sé rétt.
Heiti Jón Þór Helgason og þú finnur bloggsíðu mína á http://www.jonthorh.blog.is/blog/jonthorh/
ég hef ekki áhuga á að vera í felum.
kv.
Jón Þór
jonthor (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 23:06
Takk fyrir heiðarlegt komment Jón Þór.
Dofri Hermannsson, 26.1.2009 kl. 23:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.