Á snældu skaltu stinga þig...

Spuninn hjá Sjálfstæðisflokknum hefur allt frá því í gær og ekki síst með Mogganum í morgun verið sá að Ingibjörg Sólrún heimti forsætisráðherrastólinn. Það er auðvitað fráleitt enda Ingibjörg ekki með fulla starfsorku enn.

Samfylkingin gerir hins vegar þá kröfu til samstarfsflokksins að sá sem stjórnar verkum í ríkisstjórninni þessa örlagaríku mánuði fram að kosningum sé hvorki sjúklingur eða í baráttu um formannssæti í flokki sínum.

Það er ekki ósanngjarnt að gera slíka kröfu og í raun alveg stórfurðulegt hvað Samfylkingin hefur verið þolinmóð í samstarfi við daufgerðan og verklítinn forsætisráðherra sem öðru fremur virðist hanga í strengjum brúðumeistarans á Svörtuloftum.

Nú reynir á Vg. Eru þau ákveðin í að axla ábyrgð með því að koma í stjórn á erfiðum tímum eða ætla þau að bakka inn í þjóðstjórnartillöguna? Eru þau til í að horfa á málið af fullri alvöru og sleppa því að slá um sig með glórulausum tillögum s.s. að segja upp IMF planinu og segja upp lánalínum?

Vonandi, því það veitir ekki af einbeittri stjórn. Landið stendur enn í ljósum logum. Ef ekki verður brugðist hratt við mun stór hluti fyrirtækja fara á hausinn á næstu vikum og mánuðum. Sama gildir um heimilin í landinu. Það þarf að ráðast í bráðaaðgerðir og á sama tíma þarf að leggja grunn að langtímaplani.

Spuni Sjálfstæðisflokksins hittir hann sjálfan fyrir. Hann stakk sig á snældunni og sefur vonandi í langan tíma. Kannski hundrað ár.


mbl.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þjóðstjórn er ekki raunhæfur möguleiki. Lofum Sj. að sofa.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 14:11

2 Smámynd: Sævar Helgason

það er merkilegt að skoða söguna. 'Í upphafi heimskreppunnar miklu árið 1929 var stofnaður Sjálfstæðisflokkur.  Saman runnu tveir flokkar Íhaldsflokkurinn og Frjálslyndiflokkurinn.  Sjálfstæðisflokkur hefur verið fyrirferðarmikill í íslensku stjórnmálalífi allar götur síðan. Nú er skollin á heimskreppa að nýju og efnahagshrun á Íslandi - hrun sem að megin hluta má rekja til hugmyndafræði og stjórnunar Sjálfstæðisflokksins sl. 17 árin.  Nú hrekur þjóðin (mótmælaaldan) þennan flokk frá völdum og frá hans helstu valdablokkum (Seðlabanki Fjármálaeftirl. og víðar)  Nú er stórt spurt: Hver verður framtíð þessa valdaapparats meðal þjóðarinnar ???

Sævar Helgason, 26.1.2009 kl. 14:55

3 identicon

Stjórn og stjóri fjármálaeftirlitsins eru farnir, Björgvin G er farinn, ríkistjórnin er farinn, (Jóhanna segir Davíð vera ástæðuna) Geir og Ingibjörg á útleið? Davíð situr enn! Hver ætlar nú að reka hann? Ég hef annars alveg misst af því hvað Davíð hefur gert af sér sem Seðlabankastjóri. Hvaða ákæru hefur Samfylkingin á hann?

Palli (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 18:34

4 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Ég er mjög hræddur um að nú sé verið að gera „heilaga“ Jóhönnu að einhverju sem hún ræður ekki við. Enda risavaxið verkefni framundan. En af stjórnmálamönnum á þingi treysti ég henni best varðandi hversu velmeinandi hún er. Hins vegar hef ég enga trú á að hún ráði við svona risavaxið verkefni. Til þess þarf sérfræðingastjórn okkar besta fólks. Við stjórnum núna - það skiptir ekki máli hvaða dúkkur eru ráðherrar.

Ævar Rafn Kjartansson, 26.1.2009 kl. 22:00

5 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Hvaða sundrungu Þrymur - mismunandi afstaða var til þess hversu lengi ætti að hanga í þesu með íhaldinu. Nú er það frá og þá tví eflist Samfó um að leggjast þétt á árar um að taka fullan þátt í þeirri einstöku gerjun sem að er í gangi og kröfu um grundvallarbreytingar. Ég vona að þeir sofi, ja, allavega í 99 ár.

Gunnlaugur B Ólafsson, 26.1.2009 kl. 22:02

6 Smámynd: Haukur Kristinsson

heldur fólk virkilega að samfó og VG geti bætt lífskjör okkar með því að fara saman í stjórn? við verðum að herða sultarólina hvað sem aðrir segja, ekki láta ykkur dreyma um að samfó og VG létti okkur róðurinn

Haukur Kristinsson, 27.1.2009 kl. 00:23

7 identicon

Hverju skiptir það hver verður forsætisráðherra og hver ekki? Nákvæmlega engu. Það sem breytir hinsvegar öllu að starfsstjórnin komi hreyfingu á þau bráðnauðsynlegu mál sem varða hvert einasta heimil á landinu. Hvort forsætisráðherrann heitir Jóhanna, Steingrímur eða Ingibjörg, Ögmundur, Össur eða Katrín er aukaatriði í því sambandi. Þjóðin lætur sig það engu varða, atvinnulausir, þeir sem eru á missa heimili sín, fyrirtækjaeigendur í vanda, sjúklingar, nemendur og allir þeir sem eru að verða með beinum hætti fyrir afleiðingum kreppunnar (ekki síst þeirri pólitísku) vilja einfaldlega að stjórnmálamenn fari að koma sér að verki. Það eiga Vinstri græn og Samfylkingin auðveldlega að geta gert fram að kosningum.

Björn (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 08:37

8 Smámynd: Kristján Logason

Sæll frændi hefði haldið að titlatog skipti engu máli nú.

Samfylking og VG sjá það vonandi báðir flokkar að nú þarf að vinna og titillinn staldrar svo stutt við að hnn hefur í raun enga merkingu á framabrautinni.

Því held ég að félagshyggjufólk sé sammála um aðgerðir og leggi atla vitleysu til hliðar. Það eru íslendingar vanir að gera þegar vá ber að dyrum. Vonandi ber okkur gæfa til slíks nú. 

Kristján Logason, 27.1.2009 kl. 09:04

9 identicon

Þú velur aldeilis myndlíkingarnar! Ekki sofnar neinn af því að stinga sig nema álög galdranornarinnar fylgi. Er Ingibjörg Sólrún þá galdranornin?! Og Sjálfstæðisflokkurinn Mjallhvít?Hér fara saman skáldlegur þokki og pólitískt innsæi. Það er ekki sjúklingur í stól forsætisráðherra, fólk hefur yfirleitt fulla starfsorku lengst af nema eitthvað bjáti á við læknisaðgerð, það vita allir sem hafa átt krabbameinssjúka ættingja. Og ekki virðist Ingibjörg draga af sér við að stjórna, þótt hún hafi virst komin að fótum fram við að fella stjórnina, enda vildi hún það víst ekki sjálf.

Padre (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 00:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband