26.1.2009 | 14:06
Á snældu skaltu stinga þig...
Spuninn hjá Sjálfstæðisflokknum hefur allt frá því í gær og ekki síst með Mogganum í morgun verið sá að Ingibjörg Sólrún heimti forsætisráðherrastólinn. Það er auðvitað fráleitt enda Ingibjörg ekki með fulla starfsorku enn.
Samfylkingin gerir hins vegar þá kröfu til samstarfsflokksins að sá sem stjórnar verkum í ríkisstjórninni þessa örlagaríku mánuði fram að kosningum sé hvorki sjúklingur eða í baráttu um formannssæti í flokki sínum.
Það er ekki ósanngjarnt að gera slíka kröfu og í raun alveg stórfurðulegt hvað Samfylkingin hefur verið þolinmóð í samstarfi við daufgerðan og verklítinn forsætisráðherra sem öðru fremur virðist hanga í strengjum brúðumeistarans á Svörtuloftum.
Nú reynir á Vg. Eru þau ákveðin í að axla ábyrgð með því að koma í stjórn á erfiðum tímum eða ætla þau að bakka inn í þjóðstjórnartillöguna? Eru þau til í að horfa á málið af fullri alvöru og sleppa því að slá um sig með glórulausum tillögum s.s. að segja upp IMF planinu og segja upp lánalínum?
Vonandi, því það veitir ekki af einbeittri stjórn. Landið stendur enn í ljósum logum. Ef ekki verður brugðist hratt við mun stór hluti fyrirtækja fara á hausinn á næstu vikum og mánuðum. Sama gildir um heimilin í landinu. Það þarf að ráðast í bráðaaðgerðir og á sama tíma þarf að leggja grunn að langtímaplani.
Spuni Sjálfstæðisflokksins hittir hann sjálfan fyrir. Hann stakk sig á snældunni og sefur vonandi í langan tíma. Kannski hundrað ár.
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Varaborgar- fulltrúi og talsmaður borgarstjórnarflokks Samfylkingarinnar í umhverfis- samgöngu- menningar- og ferðamálum. Leggur áherslu á nýsköpun í atvinnumálum og að ná sátt um náttúruvernd og aðra nýtingu.
dofri@reykjavik.is
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 54
- Frá upphafi: 490977
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Áhugavert efni
- Umhverfismál Viðskiptablaðsins
- nattura.is
- Stefán Gíslason
- Sól í Straumi
- Náttúruvaktin
- Jökulsár Skagafjarðar
- Landvernd
- Náttúruverndarsamtök Íslands
- Samfylkingin
- Jóhanna Sigurðardóttir
- Össur Skarphéðinsson
- Björgvin G Siguðsson
- Mörður Árnason
- Steinunn Valdís Óskarsdóttir
- Oddný Sturludóttir
- Dagur B Eggertsson
Bloggvinir
- Græna netið
- Trúnó
- Valgerður Halldórsdóttir
- Ingólfur
- Grumpa
- Sól á Suðurnesjum
- Nýkratar
- Björk Vilhelmsdóttir
- Ómar Ragnarsson
- Vefritid
- Kristján Pétursson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Guðmundur Steingrímsson
- Hlynur Hallsson
- Sigurjón M. Egilsson
- Agnar Freyr Helgason
- Lára Stefánsdóttir
- Hreinn Hreinsson
- Davíð
- Sóley Tómasdóttir
- Ugla Egilsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Dagbjört Hákonardóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Bogi Sævarsson
- Guðmundur Magnússon
- Sigmar Guðmundsson
- Jóhann Ágúst Hansen
- Guðfríður Lilja
- Gunnar Björnsson
- sveinn valgeirsson
- Helgi Seljan
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Agný
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Bjarni Harðarson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Alcan dagbókin
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingi Björn Sigurðsson
- Áslaug Sigurjónsdóttir
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Páll Einarsson
- Torfi Frans Ólafsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Femínistinn
- Ibba Sig.
- Kári Harðarson
- Margrét Sverrisdóttir
- Haukur Nikulásson
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Guðfinnur Sveinsson
- Sveinn Arnarsson
- Linda Samsonar Gísladóttir
- Sigurður G. Tómasson
- Anna Pála Sverrisdóttir
- Viðar Eggertsson
- Helga Sveinsdóttir
- Þorsteinn Siglaugsson
- Hlynur Kristjánsson
- Morten Lange
- Anna Karlsdóttir
- Elfur Logadóttir
- Alma Joensen
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Eva Hrönn Jóhannsdóttir
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Magnús Þorlákur Lúðviksson
- Haraldur Haraldsson
- Hjalti Már Björnsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ágúst Hjörtur
- Andrés Jónsson
- Ebenezer Þórarinn Böðvarsson
- Ágúst Dalkvist
- Róbert Björnsson
- Sóley Björk Stefánsdóttir
- Landssamtök hjólreiðamanna
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Kristján L. Möller
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jóhann R Guðmundsson
- Púkinn
- Átakshópur um heilbrigða skynsemi í pólitískri umræðu
- Þorgerður Laufey Diðriksdóttir
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Benedikt Karl Gröndal
- Guðný Lára
- Björn Barkarson
- Sölmundur Karl Pálsson
- Guttormur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Hrannar Baldursson
- Ársæll Níelsson
- Gísli
- Steindór Grétar Jónsson
- valdi
- Sara Dögg
- Bárður Ingi Helgason
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Maron Bergmann Jónasson
- Ólafur Loftsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Baldvin Jónsson
- Tómas Þóroddsson
- Haukur Kristinsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Mafía-- Linda Róberts.
- Sigurður Egill Þorvaldsson
- Blog-andinn Eyvar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Stjórnmál
- íd
- Kolfinna Dofradóttir
- Þórður Steinn Guðmunds
- Ívar Pálsson
- Vér Morðingjar
- Kristján Kristjánsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Vestfirðir
- Heiða Þórðar
- Ólafur Fr Mixa
- Gunnlaugur B Ólafsson
- E.R Gunnlaugs
- Ingimar Ingimarsson
- Ungmennadeild Rauða krossins í Reykjavík (URKÍ-R)
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Gestur Guðjónsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- gudni.is
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli H. Friðgeirsson
- Ævar Rafn Kjartansson
- Bleika Eldingin
- Reynir Antonsson
- Bragi Þór Thoroddsen
- Sunna Dóra Möller
- Guðrún Vala Elísdóttir
- Pálmi Gunnarsson
- Bryndís G Friðgeirsdóttir
- Egill
- María Kristjánsdóttir
- Árni "Gamli" Einarsson
- Óskar Þorkelsson
- Haukur Már Helgason
- Gísli Hjálmar
- Magnús Árni Magnússon
- perla voff voff
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Júlíus Brjánsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Hörður Jónasson
- Birna G
- Sæþór Helgi Jensson
- Toshiki Toma
- Steinunn Camilla
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Sigurður Haukur Gíslason
- Ingvar Jónsson
- Bergur Thorberg
- Bjargandi Íslandi
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bandalag atvinnuleikhópa - SL
- Guðrún Birna le Sage de Fontenay
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Kvenfélagið Garpur
- Fiðrildi
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Stefán Örn Viðarsson
- Soffía Valdimarsdóttir
- Sigurður Kaiser
- Helga skjol
- Steinunn Þórisdóttir
- Eyjólfur Ingvi Bjarnason
- Vilberg Tryggvason
- Alfreð Símonarson
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hlekkur
- Guðjón H Finnbogason
- Sigurður Valur Sigurðsson
- Eva Benjamínsdóttir
- Madda
- Landvernd
- Jónas Jónasson
- Charles Robert Onken
- maddaman
- Hannibal Garcia Lorca
- Gísli Tryggvason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Rósa Harðardóttir
- Ásbjörg Ísabella Magnúsdóttir
- Þorsteinn Briem
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Pétur Sig
- Sólveig Klara Káradóttir
- Vilhjálmur Árnason
- Baldvin Jónsson
- Aprílrós
- ESB
- Sigurður Sigurðsson
- Mál 214
- GRAL - Grindvíska Atvinnuleikhúsið
- Bwahahaha...
- hreinsamviska
- Guðjón Baldursson
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Kristlaug M Sigurðardóttir
- Sigurbjörg Guðleif
- Gunnar Axel Axelsson
- Kjartan Pálmarsson
- Sema Erla Serdar
- Lúðvík Júlíusson
- Sigurður Hrellir
- Steini Thorst
- Landrover
- Vilberg Helgason
- Baldur Kristjánsson
- Magnús Vignir Árnason
- Möguleikhúsið
- Máni Ragnar Svansson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Þórólfur S. Finnsson
- Ása Björg
- Lilja Ingimundardóttir
- Örlygur Hnefill Örlygsson
- Tinna Jónsdóttir
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Stefán Gíslason
- Adolf Dreitill Dropason
- Arnar Guðmundsson
- Bergur Sigurðsson
- Birgir Þórarinsson
- Björn Halldórsson
- brahim
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðrún Jóna Jónsdóttir
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hulda Sigurðardóttir
- Kolla
- Kristján Logason
- Loftslag.is
- Magnús Jónasson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Sigurborg Kristín Hannesdóttir
- Sigurður M Grétarsson
- Sveinbjörn Ragnar Árnason
- Þórarinn Eyfjörð
- Þórður Björn Sigurðsson
Athugasemdir
Þjóðstjórn er ekki raunhæfur möguleiki. Lofum Sj. að sofa.
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 14:11
það er merkilegt að skoða söguna. 'Í upphafi heimskreppunnar miklu árið 1929 var stofnaður Sjálfstæðisflokkur. Saman runnu tveir flokkar Íhaldsflokkurinn og Frjálslyndiflokkurinn. Sjálfstæðisflokkur hefur verið fyrirferðarmikill í íslensku stjórnmálalífi allar götur síðan. Nú er skollin á heimskreppa að nýju og efnahagshrun á Íslandi - hrun sem að megin hluta má rekja til hugmyndafræði og stjórnunar Sjálfstæðisflokksins sl. 17 árin. Nú hrekur þjóðin (mótmælaaldan) þennan flokk frá völdum og frá hans helstu valdablokkum (Seðlabanki Fjármálaeftirl. og víðar) Nú er stórt spurt: Hver verður framtíð þessa valdaapparats meðal þjóðarinnar ???
Sævar Helgason, 26.1.2009 kl. 14:55
Stjórn og stjóri fjármálaeftirlitsins eru farnir, Björgvin G er farinn, ríkistjórnin er farinn, (Jóhanna segir Davíð vera ástæðuna) Geir og Ingibjörg á útleið? Davíð situr enn! Hver ætlar nú að reka hann? Ég hef annars alveg misst af því hvað Davíð hefur gert af sér sem Seðlabankastjóri. Hvaða ákæru hefur Samfylkingin á hann?
Palli (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 18:34
Ég er mjög hræddur um að nú sé verið að gera „heilaga“ Jóhönnu að einhverju sem hún ræður ekki við. Enda risavaxið verkefni framundan. En af stjórnmálamönnum á þingi treysti ég henni best varðandi hversu velmeinandi hún er. Hins vegar hef ég enga trú á að hún ráði við svona risavaxið verkefni. Til þess þarf sérfræðingastjórn okkar besta fólks. Við stjórnum núna - það skiptir ekki máli hvaða dúkkur eru ráðherrar.
Ævar Rafn Kjartansson, 26.1.2009 kl. 22:00
Hvaða sundrungu Þrymur - mismunandi afstaða var til þess hversu lengi ætti að hanga í þesu með íhaldinu. Nú er það frá og þá tví eflist Samfó um að leggjast þétt á árar um að taka fullan þátt í þeirri einstöku gerjun sem að er í gangi og kröfu um grundvallarbreytingar. Ég vona að þeir sofi, ja, allavega í 99 ár.
Gunnlaugur B Ólafsson, 26.1.2009 kl. 22:02
heldur fólk virkilega að samfó og VG geti bætt lífskjör okkar með því að fara saman í stjórn? við verðum að herða sultarólina hvað sem aðrir segja, ekki láta ykkur dreyma um að samfó og VG létti okkur róðurinn
Haukur Kristinsson, 27.1.2009 kl. 00:23
Hverju skiptir það hver verður forsætisráðherra og hver ekki? Nákvæmlega engu. Það sem breytir hinsvegar öllu að starfsstjórnin komi hreyfingu á þau bráðnauðsynlegu mál sem varða hvert einasta heimil á landinu. Hvort forsætisráðherrann heitir Jóhanna, Steingrímur eða Ingibjörg, Ögmundur, Össur eða Katrín er aukaatriði í því sambandi. Þjóðin lætur sig það engu varða, atvinnulausir, þeir sem eru á missa heimili sín, fyrirtækjaeigendur í vanda, sjúklingar, nemendur og allir þeir sem eru að verða með beinum hætti fyrir afleiðingum kreppunnar (ekki síst þeirri pólitísku) vilja einfaldlega að stjórnmálamenn fari að koma sér að verki. Það eiga Vinstri græn og Samfylkingin auðveldlega að geta gert fram að kosningum.
Björn (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 08:37
Sæll frændi hefði haldið að titlatog skipti engu máli nú.
Samfylking og VG sjá það vonandi báðir flokkar að nú þarf að vinna og titillinn staldrar svo stutt við að hnn hefur í raun enga merkingu á framabrautinni.
Því held ég að félagshyggjufólk sé sammála um aðgerðir og leggi atla vitleysu til hliðar. Það eru íslendingar vanir að gera þegar vá ber að dyrum. Vonandi ber okkur gæfa til slíks nú.
Kristján Logason, 27.1.2009 kl. 09:04
Þú velur aldeilis myndlíkingarnar! Ekki sofnar neinn af því að stinga sig nema álög galdranornarinnar fylgi. Er Ingibjörg Sólrún þá galdranornin?! Og Sjálfstæðisflokkurinn Mjallhvít?Hér fara saman skáldlegur þokki og pólitískt innsæi. Það er ekki sjúklingur í stól forsætisráðherra, fólk hefur yfirleitt fulla starfsorku lengst af nema eitthvað bjáti á við læknisaðgerð, það vita allir sem hafa átt krabbameinssjúka ættingja. Og ekki virðist Ingibjörg draga af sér við að stjórna, þótt hún hafi virst komin að fótum fram við að fella stjórnina, enda vildi hún það víst ekki sjálf.
Padre (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 00:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.