Þetta var allt bara vondur draumur...

...og nú vöknum við og það er aftur komið 1989!

Svona eins og þegar Pamelu í Dallas dreymdi bara að Bobby hefði dáið!


mbl.is Ósnortin íbúð frá tímum kommúnistastjórnarinnar kemur í leitirnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Þarna er allt í einu kominn verðmætur safngripur til að sýna svo ekki verður um villst, hvernig fólk bjó í Austur Þýskalandi á þessum árum. 

Hólmfríður Bjarnadóttir, 30.1.2009 kl. 00:28

2 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Kemur þá Steingrímur Hermannsson út úr sturtunni þegar þjóðin vaknar í fyrramálið ?

Hildur Helga Sigurðardóttir, 30.1.2009 kl. 02:01

3 Smámynd: Kolbrún Jónsdóttir

Fyrsta hugmyndin sem skaut upp í kollinum á mér þegar ég las um þessa íbúð var greinilega sú sama og hjá Hólmfríði, gera þessa íbúð að mynjasafni.  Í DDR safninu í Berlín er svona sett á svið, og þarna er raunverulegt dæmi komið upp í hendur fólks. Spennandi að fylgjast með framgangi mála.

Kolbrún Jónsdóttir, 30.1.2009 kl. 11:05

4 identicon

Brátt verð ég fertugur. Alltaf hef ég ýtt stefnuljósinu til vinstri þegar beygja skal á kjördegi. 1991 beygði bíllinn í öfuga átt miða við mitt stefnuljós. Aldrei hefur bíllinn farið eftir mér síðan. Nú sveigði hann af braut og stefnir að réttri átt, minni réttu átt. Bíll ársins 1991 var Runö Klíó. Kanamenn réðust inn í íraskan sandkassa Kúvætum til frelsunar árið 1991. Pearl Jam sló í gegn með Ten. Gruggið hóf innreið. Þá var gaman. Nú er öldin önnur.

Hví ég græt, ó burt er æskan bjarta, bernsku minnar dáin sérhver rós....

...Kemur ekki vor að liðnum vetri? Vakni ei nýjar rósir sumar hvert? voru hinar fyrri fegri betri?...

...En sama rósin sprettur aldrei aftur, þótt önnur fegri skreyti veginn þinn

Höfundur óskar þjóð til hamingju með nýjar rósir

Gunnar Sigurðsson (IP-tala skráð) 30.1.2009 kl. 13:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband