Rökvilla hvalveiðisinna

Það eru tvær merkilegar rökvillur sem aftur og aftur skjóta upp kollinum í kolli hvalveiðisinna.

  1. Að heildarfjölda starfa fjölgi ef 200 manns fara að drepa og verka hval. Þetta er merkileg rökvilla því það er ljóst að hvalveiðar hafa neikvæð áhrif á sölu afurða landsins, orðspor þess og dregur úr fjölgun ferðamanna.
  2. Að það verði að veiða hval af því hann borðar svo mikið af fiski. Í fyrsta lagi borða ekki allar tegundir hvals fisk og í öðru lagi þyrfti að veiða tugi þúsunda hvala til að heildarmagn af fiski í hvalsmaga minnki svo nokkru nemi.

En það virðist vera mikið til tilgangslaust að leiðrétta þessar rökvillur - sömu einstaklingarnir kyrja þennan kór aftur og aftur þrátt fyrir að hafa fengið og meðtekið leiðsögn.


mbl.is 200 störf slegin út af borðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er það staðreynd að ferðamannastraumur dragist saman. Hefur það verið sannað. Eru bara ekki einhverjir aðrir einmitt frekar tilbúnir að koma til landsins og smakka hvalskjötið. Ég væri til í að sjá sannanir fyrir því að sú staðreynd að við drepum og borðum hvali hafi bein áhrif á ákvarðanatöku einstaklinga við að koma til landsins og heimsækja. Fólk þarf að virða það að Ísland þarf að draga fram lífið.. við getum ekki flutt inn þá matvöru sem við þurfum heldur þurfum að framleiða.. sérstaklega meðan krónan er svon veik.

kv

EJ

Einar Jónsson (IP-tala skráð) 3.2.2009 kl. 14:48

2 Smámynd: Sævar Helgason

Sá gríðarlegi fjöldi hvala sem orðinn er hér við strendur landsins - þarfnast mikillar fæðu. Bara ein fullvaxin hrefna þarf um 400 kg af fiskmeti á dag. Hún er drjúg í ýsunni og loðnunni. Mikið af hvölum er farinn að hafa vetrardvöl við landið allt árið. Sjálfur þekki ég mjög vel til vegna þessa . á veiðum á mínum smábát verð ég mjög var við hrefnur og önnur stóhveli - alveg uppi í landsteinum í átveislu á m.a  ýsu- harðir samkeppnisaðilar og hafa yfrleitt betur og hreinsa upp.

Etthvað þurfum við að gera - það lifa ekki allir á því að skoða þá - þó gaman sé .  Að veiða 150- 200 stk /ári væri smá lausn en enganvegin nægjanleg- þeim fjölgar svo hratt.  Síðan eru próblem með afurðasöluna.  Málið snýst meir og meir um lifibrauð okkar af fiskveiðum---því miður.

Sævar Helgason, 3.2.2009 kl. 14:52

3 identicon

Það er svo sem alveg ljóst að gegn hvalveiðisinnum duga ekki rök, þetta er spurning um þennan bjálfalega þjóðrembing, sem ýtti okkur fram af brúninni í bankamálunum. En hvað um það. Ef einhverjir skyldu lesa sem ekki eru rökþéttir, þá ber öllum þeim, sem starfa að sölumálum á fiski erlendis saman um það, að hvalveiðar hafi mjög neikvæð áhrif á sölu og verð fiskafurða. Heimskulegt? Jú, ekki vafi, en staðreyndin er þessi. Við megum ekki við því, gott fólk, að salan dragist saman og verðið lækki enn frekar en þegar er orðið. Fiskurinn okkar er dýr vara á erlendum mörkuðum og á í harðri samkeppni við aðrar vörur. Þess utan er sölufólk okkar að slást við pressu verslanakeðja á að við tökum upp "samstarf" við MSC um umhverfisvottun, sem er ein fjárkúgunin enn. Það verður viðfangsefni næstu ára að tækla það mál.

Þorskabítur (IP-tala skráð) 3.2.2009 kl. 15:04

4 identicon

Ég tek undir með EJ er það sannað að ferðamannastraumur dragist saman við veiðar á hval. Einnig finnst mér það skjóta skökku við að ferðamannastraumur dragist saman ef við veiðum hval en túristar sem koma hingað til að fara í reiðferðir um hálendið hafa ekkert á móti því að borðað sé hrossakjöt.

Hilmar Örn (IP-tala skráð) 3.2.2009 kl. 15:05

5 Smámynd: Kristján Logason

Að bera saman hestamenn og hvalfriðunarsinna er ótrúlegur útúrsnúningur.

Já það eru til staðfestingar hjá ferðaskrifstofum um að fólk hætti við að koma til landsins vegna hvalveiða.

Hvalveiðar sem fara fram á sama stað og hvalaskoðunarferðir ganga ekki up og önnur greinin verður undan að láta

100.000 manns fóru í hvalaskoðunarferðir í fyrra

Seljendur fisk afura sem og annarra íslenskra afurða hafa lent í erfiðleikum í að ná sölusamningum vegna vísindahvalveiða. Hvað verður þá núna.

Kristján Logason, 3.2.2009 kl. 15:53

6 Smámynd: Kristján Logason

E.S

Árið 2006 voru gjaldeyristekjur af ferðaþjónustu tæp 13% af útfluttum vörum og þjónustu, næst á eftir sjávarútvegi og stóriðju.

Kristján Logason, 3.2.2009 kl. 16:03

7 Smámynd: Björn Birgisson

Mér vitanlega hefur hvergi komið fram hve margir ferðamenn koma hingað GAGNGERT til að skoða hvali. Hvalaskoðun er bara eitt af mörgu sem ferðamenn upplifa á Íslandi - og þeir hætta ekki við Íslandsferð þó við veiðum nokkra hvali. Gætum meira að segja sett upp nokkur stúkusæti í hvalveiðiskipunum og leyft ferðamönnum að fylgjast með veiðunum. Þar yrði alltaf fullt og biðlisti.

Björn Birgisson, 3.2.2009 kl. 23:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband