Hvaða sprotafyrirtæki hafa myndast?

Samtök sprotafyrirtækja eru samtök innan Samtaka iðnaðarins. Þessi samtök og sprotafyrirtæki yfirleitt hafa verið mjög mikið í sviðsljósinu núna eftir bankahrunið t.d. af því þau hafa ráðið til sín talsverðan fjölda fólks í ný störf sem fyrirtækin hafa skapast. Líklega eru þau að verða á fjórða hundrað talsins.

Skilgreining sprotafyrirtækja felur í sér að 10% eða meira af veltu fyrirtækisins rennur í rannsóknir og þróunarstarf. Ég hef skoðað talsvert af sprotafyrirtækjum undanfarin misseri en ekki rekist á eitt einasta sem hefur sprottið af þjónustu við álverin.

Er nokkuð til of mikils mælst að hagfræðingur Samtaka Iðnaðarins (og þar með Samtaka sprotafyrirtækja) nefni þessi sprotafyrirtæki sem hann telur hafa sprottið af þjónustu við álverin? Þó ekki væri nema eitt!

Ég lá yfir grein Indriða í gær og get tekið undir með hagfræðingi SI að þar er ekki marga snögga bletti að finna. Röksemdafærslan er þétt, einnig á bak við það sem sagt er um afleidd störf. Afleidd störf myndast af öllu sem gert er í flóknu hagkerfi. Álver hafa þar enga sérstöðu.


mbl.is Vanmetur mikilvægið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Þarna grípur hagfræðingurinn til gamla góða frasalistans sem við þekkjum svo vel og flaggar í lokin Búrfellsvirkjun sem réttlætingu á stóriðjustefnunni - eina ferðina enn!

Taktíkin er gamalkunn og þrautreynd: Ef þú segir það nógu oft, þá hlýtur það að vera rétt!

Haraldur Rafn Ingvason, 3.2.2009 kl. 22:59

2 Smámynd: Kristján Logason

Góð spurning Dofri sem ég einmitt ætlaði að leggja fram. Vantar þau á borðið.

Skýrsla Indriða staðfestir það sem menn hafa haldið fram en vantað konkret upplýsingar um haganlega fram settar.

Hú er í reynd sláandi 

Kristján Logason, 3.2.2009 kl. 23:21

3 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Þekkingarþjóðfélag var það árið 2000.Netbólan sem sprakk.Fjármunaþjóðfélag og fjármagnssetur árið 2005. Bankakerfi og þjóðfélag sem hrundi.2009, sprotafyrirtæki.Fyrirtæki sem sett eru upp af betlurum sem betla fé af ríkinu með aðstoð pólitíkusa.Indriði er ekkert annað en umherfisöfgamaður og gamall stóriðjuandstæðingur sem neita að viðurkenna þann fjölda afleiddra starfa sem fást með stóriðju.Óbeisluð íslensk orka sem fellur til sjávar er orka sem er engum til gagns nema hún sé nýtt.það er það aðal atriði sem Indriði og þú Dofri þyrftuð að hafa í huga.En því miður eru litlar líkur á því að sú elíta sem hefur aðsetur sitt í og kringum  höfuðborgina sjái út fyrir veggi ráðhúss og ríkisreksturs.Þess vegna þarf landsbyggðin að sjá til þess að þetta fólk verði áhrifalaust.Líka gamall skattstjóri sem ég minnist ekki að hafi komið upp um marga skattsvikara.Sem nóg er þó af í þessu þjóðfélagi. 

Sigurgeir Jónsson, 3.2.2009 kl. 23:30

4 identicon

Rétt athugað -

Það mun vera í tísku að berja sér á brjóst hjá stjórnmálamönnum og úttala sig yfir því að styðja við sprota og nýsköpunar fyrirtæki. Svo þegar kemur að styrkjum þá fá annað hvort tengdir aðilar styrk eða þá að upphæðin nægir einungis í umsóknina sjálfa. En eins og svo margt þá virðast stjórnmálamenn ekki vea jarðtengdir og halda að allir séu áskrifendur af launu8m sínum eins og þeir.

kv

gunnae

Gunnar Halldórsson (IP-tala skráð) 4.2.2009 kl. 09:36

5 Smámynd: Guðmundur Ragnar Björnsson

Dofri auglýsir eftir sprotafyrirtækjum.

Stímir ehf. sérhæfir sig í lausnum og tæknibúnaði fyrir álver. Er reyndar kominn í eigu VHE og er að skila sérhæfðum lausnum fyrir íslenskan áliðnað. Út frá þessu fyrirtæki hafa skapast milli 30 og 40 störf.

Verkfræðistofan HRV hefur á að skipa deild sem er sérhæfð í að hanna og smíða fyrir áliðnaðinn og unnu þeir meðal annars að endurnýjun álversins Kubal í Svíþjóð með 90 verk og tæknifræðingum frá Íslandi.

Eflaust eru til fleiri dæmi en þessi svo ekki sé minnst á málmsmíðaiðnaðinn á Íslandi sem hefur mikil föst viðskipti við álverin.

Kv.

Guðmundur

Guðmundur Ragnar Björnsson, 4.2.2009 kl. 09:37

6 Smámynd: Dofri Hermannsson

Ég þakka Guðmundi Ragnari fyrir að benda mér á þetta áhugaverða og öfluga fyrirtæki Stími hf / VHE. Af greinargóðri heimasíðu að dæma virðist fyrirtækið vera blanda af verkfræði- og hönnunarstofu á sviði málmiðnaðar. Mér er hins vegar til efs að það teljist til sprotafyrirtækja samkvæmt þeirri alþjóðlegu skilgreiningu sem m.a. Samtök iðnaðarins nota (10% eða meira í R&D).

Undanfarin ár hafa íslenskir aðilar stofnað og byggt upp fyrirtæki í ýmsum greinum vélsmíði, öflug fyrirtæki sem eru ekki samkeppnisfær við risastórar vélsmiðjur sem fjöldaframleiða ódýra hluti á láglaunasvæðum en eru hins vegar með sterka stöðu þegar kemur að sérhæfðri þjónustu. Þjónusta við álfyrirtæki er einn þáttur í slíkri starfsemi en aðeins einn. Þjónusta við sjávarútveg er annar, þjónusta við bílaiðnað þriðja, við byggingariðnað fjórða og þjónusta við hátækni- og sprotafyrirtæki af ýmsum toga er einnig mikilvægur þáttur í starfsemi margra slíkra fyrirtækja.

Við Íslendingar hljótum að vilja fá sem mestan arð af auðlindum okkar, þekkingu og störfum. Ef álverin sjálf skila okkur minni hagnaði en ýmislegt annað er sjálfsagt að beina athyglinni að því sem getur skapað okkur meiri tekjur, meiri virðisauka, fleiri störf. Um það ætti þessi umræða að snúast.

Dofri Hermannsson, 4.2.2009 kl. 10:27

7 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Arður af auðlindum er enginn nema auðlindirnar séu nýttar.Hvorki þú Dofri. né gamli skattstjórinn hafið getað sýnt fram á hagnað af auðlindinni Þjórsá ef hún hefði ekki verið virkjuð.En ég skora á þig að reyna að sýna fram á það.Sú skilgreining að kalla þau fyrirtæki sprotafyrirtæki sem stundi rannsóknir er öfugmæli.Öll fyrirtæki stunda rannsóknir varðandi sölu og þróun á sinni vöru, annars eru þau sjálfdauð.Það geta þessvegna verið aldagömulfyrirtæki.

Sigurgeir Jónsson, 4.2.2009 kl. 11:35

8 identicon

Sæll Dofri,

 Það væri eitthvað að ef fyrritæki væru alltaf sprotafyrirtæki. Eins og þú segir eru Sprotafyrirtæki sem eyða 10% + í þróunn og Rannsóknir. Þessi fyrritæki fá ekki lánsfé nema að littu mæli, það sem þau eru að þróa án þess að fá tekjur, þau ná síðan að búa til vöru, markaðssetja hana og halda áfram að þróa. Síðan veðrur varann fullþróuð og þá tekur eðlileg þróunn hennar við.  Þá hætta sprotafyrirtækið að vera sprotafyrirtæki og stækka og fjölga starfsmönnum til að sinna eftirspurninini.

 Sprotafyrirtæki eru fyrirtæki sem eru að þróa vörur og þjónustu, flest deyja en þau bestu verða stór og sterk. Þannig er það og verður alltaf. 

Það er ekki gott að hafa of mikið af sprotafyrirtækjum, því að þau eru nánast alltaf rekinn með tapi.  og áhættan er mikill. Því er ekki eftirsóknarvert að hafa mikið að sprotafyrirtækjum en þau afkæmi eldhuga.

Því eru iðnfyrirtækinn nauðsynleg til að byggja upp grunniðnað sem skapar tækifæri og þekkingu útfrá sér.  Skólakerfið er byggt upp útaf eftirspurn á vinnuafli. Mikið af háskólamenntuðu og iðnmenntuðu fólki starfa í Álverum eins og öðrum iðnaðarfyrirtækjum.  Verkfræðingar, viðskiptafræðingar, rafvirkjar og fleirri og fleirri. Þannig að bara það að þessi álver sem þér er illa við búa til þessi störf verður það hvati fyrir fólk að læra og fá vinnu í kringum þessar verksmiðjur, þá í þeim eða í fyrirtækjum sem eru að vinna fyrir þau. 

Ferðamannaiðnaðurinn nær bara yfir 5 mánuði á ári og það dugir ekki til að halda uppi eðlilegri arðsemi á fjárfestingum í greininni.  Verst er að samfylkinginn fengi flog ef byrjað væri að rukka fyrir ferðamannastaði úti á landi.

Þú ert rosalega duglegur að gagnrýna iðjuver en eins og allt of margir af þeim sem eru að pota sér áfram í stjórnmálum þá nær hugsun þín rétt fram fyrir nefið á þér.  

Mig langar að vita hvernig starfsemi þú telur að eigi að byggjast upp hér á landi?  Hvar í heiminum á að framleiða járn, gúmmí, ál sem er notað til að búa til þessa Strætisvegna? Og ég langar að vita hvort þú vitir almennilega hvaða orkugafar eru notaðir í heiminum til að búa til orku.  Gerir þú þér grein fyrir að loftið sem Kínverjar eru að menga með að brenna kolum er það sama og ég anda að mér?  Er því ekki betra að byggja upp álver hér á landi en að brenna kolum í Kína til að framleiða það sama?

Vesta er að þú hefur ekki hundsvit á uppbyggingu atvinnulífsins.  ég man ekki eftir því að þú hafir komið með tillögu um kvennastörf útá landi sem þú talaðir svo mikið um fyrir síðustu kostningar.  Núna er lag og búið aðvera síðan Samfylkinginn komst að í ríkisstjórn, komdu núna með tillögu að kvennastöfum. 

kv.
Jón Þór

jonthorh (IP-tala skráð) 9.2.2009 kl. 17:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband