Ég er heppinn

Leið 6 stoppar beint fyrir utan Ráðhúsið og fer því sem næst beina leið upp í Grafarvog, rétt framhjá götunni þar sem ég bý.

Í gær var borgarstjórnarfundur búinn kl. rétt rúmlega 9 um kvöld. Ég sá í tölvunni minni að leið 6 yrði næst við Ráðhúsið 17 mínútur yfir svo ég tók saman dótið mitt, spjallaði aðeins á leiðinni út og þurfti svo ekki að bíða lengi þar til vagninn kom.

Það hefði verið allt í lagi að bíða hálftíma en ég er svo heppinn að leið 6 gengur einmitt á hálftíma fresti á kvöldin. Það hefði hins vegar verið fúlt að þurfa að bíða í klukkutíma.

Strætó er í raun gata fyrir fólk sem ekki notar einkabíl. Það myndi enginn láta bjóða sér að það væri bara hægt að keyra einkabílinn á klukkustundar fresti eftir kl 18 á daginn.

Í borg hinna grænu skrefa ætti ekki að þurfa heppni til að geta notað almenningssamgöngur.
Strætó á klukkustundar fresti er ekki boðleg þjónusta við borgarana.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Hvað ég er sammála þér! Þessi skerðing á strætóþjónustunni leiðir til þess að færri nota strætó. Það leiðir til þess að skorið verður niður meira og svo koll af kolli. Þetta er ekki rétta leiðin að efla almenningssamgöngurnar.

Úrsúla Jünemann, 4.2.2009 kl. 14:28

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Er aðsókn í Stætisvagnana meiri núna eftir að samdráttur í samfélaginu hófst. Er ekki kjörðið tækifæri til að beina fólki í vagnana núna og þá verður að bæta þjónustuna

Hólmfríður Bjarnadóttir, 4.2.2009 kl. 15:48

3 Smámynd: Kristján Kristjánsson

Sammála þessu. Finnst þetta ekki rétt stefna að fækka ferðum. Auk þess hætta einhverjar leiðir að ganga eftir kl 18. t..d leið 17 þannig að fólk sem býr við Sogaveginn og þar fyrir ofan geta ekki ferðast með strætó um kvöldin og helgar nema ganga langar leiðir.

Iðufell er stoppistöð sem ég nota mikið. Um kvöldin og helgar hafa 2 leiðir hætt að ganga þangað. Leið 12 og leið 17. 

Það er komin grúbba á Facebook sem heitir meiri strætó. Þar ætlar fólk að vekja athygli á þessum málum á jákvæðann hátt. Hvet alla til að skrá sig :-)

Kristján Kristjánsson, 4.2.2009 kl. 17:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband