19.2.2009 | 11:20
Þekkingarfrekur iðnaður!
Enginn kvóti? Engar náttúrufórnir? Engin MW?
Mörgum kann að þykja þetta með ólíkindum, alla vega þeim sem ekki hafa séð neina leið til að fjölga störfum í atvinnulífinu aðra en að virkja, reisa álverksmiðjur, gefa út meiri kvóta í andstöðu við fiskifræðinga eða drepa hvali í andstöðu við helstu viðskiptaþjóðir okkar.
En svo er þetta bara alveg hægt! CCP er "eitthvað annað" sem út af fyrir sig er merkilegt hugtak því "allt hitt" = blessuð álverin sem öllu eiga að bjarga eru ekki nema rúmt 1% af öllum störfum í landinu.
Það er gaman að sjá "þekkingarfreka iðnaðinn" taka yfir. Það eru að verða kynslóðaskipti í viðhorfum til uppbyggingar atvinnu í landinu. Stjórnmálamenn framtíðarinnar munu vonandi einbeita sér að því að skapa hagstæð skilyrði fyrir þá framtíð sem hugur fólks stendur til og það hefur menntað sig fyrir.
Annars ber hugurinn fólkið úr landi.
CCP með flesta starfsmenn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Varaborgar- fulltrúi og talsmaður borgarstjórnarflokks Samfylkingarinnar í umhverfis- samgöngu- menningar- og ferðamálum. Leggur áherslu á nýsköpun í atvinnumálum og að ná sátt um náttúruvernd og aðra nýtingu.
dofri@reykjavik.is
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 54
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Áhugavert efni
- Umhverfismál Viðskiptablaðsins
- nattura.is
- Stefán Gíslason
- Sól í Straumi
- Náttúruvaktin
- Jökulsár Skagafjarðar
- Landvernd
- Náttúruverndarsamtök Íslands
- Samfylkingin
- Jóhanna Sigurðardóttir
- Össur Skarphéðinsson
- Björgvin G Siguðsson
- Mörður Árnason
- Steinunn Valdís Óskarsdóttir
- Oddný Sturludóttir
- Dagur B Eggertsson
Bloggvinir
- Græna netið
- Trúnó
- Valgerður Halldórsdóttir
- Ingólfur
- Grumpa
- Sól á Suðurnesjum
- Nýkratar
- Björk Vilhelmsdóttir
- Ómar Ragnarsson
- Vefritid
- Kristján Pétursson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Guðmundur Steingrímsson
- Hlynur Hallsson
- Sigurjón M. Egilsson
- Agnar Freyr Helgason
- Lára Stefánsdóttir
- Hreinn Hreinsson
- Davíð
- Sóley Tómasdóttir
- Ugla Egilsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Dagbjört Hákonardóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Bogi Sævarsson
- Guðmundur Magnússon
- Sigmar Guðmundsson
- Jóhann Ágúst Hansen
- Guðfríður Lilja
- Gunnar Björnsson
- sveinn valgeirsson
- Helgi Seljan
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Agný
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Bjarni Harðarson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Alcan dagbókin
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingi Björn Sigurðsson
- Áslaug Sigurjónsdóttir
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Páll Einarsson
- Torfi Frans Ólafsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Femínistinn
- Ibba Sig.
- Kári Harðarson
- Margrét Sverrisdóttir
- Haukur Nikulásson
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Guðfinnur Sveinsson
- Sveinn Arnarsson
- Linda Samsonar Gísladóttir
- Sigurður G. Tómasson
- Anna Pála Sverrisdóttir
- Viðar Eggertsson
- Helga Sveinsdóttir
- Þorsteinn Siglaugsson
- Hlynur Kristjánsson
- Morten Lange
- Anna Karlsdóttir
- Elfur Logadóttir
- Alma Joensen
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Eva Hrönn Jóhannsdóttir
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Magnús Þorlákur Lúðviksson
- Haraldur Haraldsson
- Hjalti Már Björnsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ágúst Hjörtur
- Andrés Jónsson
- Ebenezer Þórarinn Böðvarsson
- Ágúst Dalkvist
- Róbert Björnsson
- Sóley Björk Stefánsdóttir
- Landssamtök hjólreiðamanna
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Kristján L. Möller
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jóhann R Guðmundsson
- Púkinn
- Átakshópur um heilbrigða skynsemi í pólitískri umræðu
- Þorgerður Laufey Diðriksdóttir
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Benedikt Karl Gröndal
- Guðný Lára
- Björn Barkarson
- Sölmundur Karl Pálsson
- Guttormur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Hrannar Baldursson
- Ársæll Níelsson
- Gísli
- Steindór Grétar Jónsson
- valdi
- Sara Dögg
- Bárður Ingi Helgason
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Maron Bergmann Jónasson
- Ólafur Loftsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Baldvin Jónsson
- Tómas Þóroddsson
- Haukur Kristinsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Mafía-- Linda Róberts.
- Sigurður Egill Þorvaldsson
- Blog-andinn Eyvar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Stjórnmál
- íd
- Kolfinna Dofradóttir
- Þórður Steinn Guðmunds
- Ívar Pálsson
- Vér Morðingjar
- Kristján Kristjánsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Vestfirðir
- Heiða Þórðar
- Ólafur Fr Mixa
- Gunnlaugur B Ólafsson
- E.R Gunnlaugs
- Ingimar Ingimarsson
- Ungmennadeild Rauða krossins í Reykjavík (URKÍ-R)
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Gestur Guðjónsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- gudni.is
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli H. Friðgeirsson
- Ævar Rafn Kjartansson
- Bleika Eldingin
- Reynir Antonsson
- Bragi Þór Thoroddsen
- Sunna Dóra Möller
- Guðrún Vala Elísdóttir
- Pálmi Gunnarsson
- Bryndís G Friðgeirsdóttir
- Egill
- María Kristjánsdóttir
- Árni "Gamli" Einarsson
- Óskar Þorkelsson
- Haukur Már Helgason
- Gísli Hjálmar
- Magnús Árni Magnússon
- perla voff voff
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Júlíus Brjánsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Hörður Jónasson
- Birna G
- Sæþór Helgi Jensson
- Toshiki Toma
- Steinunn Camilla
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Sigurður Haukur Gíslason
- Ingvar Jónsson
- Bergur Thorberg
- Bjargandi Íslandi
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bandalag atvinnuleikhópa - SL
- Guðrún Birna le Sage de Fontenay
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Kvenfélagið Garpur
- Fiðrildi
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Stefán Örn Viðarsson
- Soffía Valdimarsdóttir
- Sigurður Kaiser
- Helga skjol
- Steinunn Þórisdóttir
- Eyjólfur Ingvi Bjarnason
- Vilberg Tryggvason
- Alfreð Símonarson
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hlekkur
- Guðjón H Finnbogason
- Sigurður Valur Sigurðsson
- Eva Benjamínsdóttir
- Madda
- Landvernd
- Jónas Jónasson
- Charles Robert Onken
- maddaman
- Hannibal Garcia Lorca
- Gísli Tryggvason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Rósa Harðardóttir
- Ásbjörg Ísabella Magnúsdóttir
- Þorsteinn Briem
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Pétur Sig
- Sólveig Klara Káradóttir
- Vilhjálmur Árnason
- Baldvin Jónsson
- Aprílrós
- ESB
- Sigurður Sigurðsson
- Mál 214
- GRAL - Grindvíska Atvinnuleikhúsið
- Bwahahaha...
- hreinsamviska
- Guðjón Baldursson
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Kristlaug M Sigurðardóttir
- Sigurbjörg Guðleif
- Gunnar Axel Axelsson
- Kjartan Pálmarsson
- Sema Erla Serdar
- Lúðvík Júlíusson
- Sigurður Hrellir
- Steini Thorst
- Landrover
- Vilberg Helgason
- Baldur Kristjánsson
- Magnús Vignir Árnason
- Möguleikhúsið
- Máni Ragnar Svansson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Þórólfur S. Finnsson
- Ása Björg
- Lilja Ingimundardóttir
- Örlygur Hnefill Örlygsson
- Tinna Jónsdóttir
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Stefán Gíslason
- Adolf Dreitill Dropason
- Arnar Guðmundsson
- Bergur Sigurðsson
- Birgir Þórarinsson
- Björn Halldórsson
- brahim
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðrún Jóna Jónsdóttir
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hulda Sigurðardóttir
- Kolla
- Kristján Logason
- Loftslag.is
- Magnús Jónasson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Sigurborg Kristín Hannesdóttir
- Sigurður M Grétarsson
- Sveinbjörn Ragnar Árnason
- Þórarinn Eyfjörð
- Þórður Björn Sigurðsson
Athugasemdir
Skelfileg spá fyrir Ísland á forsíðu Útvarps sögu .
Ég kvíði framtíð barna og barnabarna .
Vona að þau komi sér af þessu landi , sem fyrst !
Kristín (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 11:55
Sælinú Dofri.
Gaman væri að sjá samanburð á hvað CCP er mörg % af atvinnulífi landans, og í hvaða fögum fólk er menntað þar. Jafnvel að sjá það borið saman við íslenska erfðagreiningu, álverin og fleiri stór fyrirtæki. Þarna mætti bæta orkufyrirtækjunum í dæmið... og afleiddu ráðgjafarstörfin í öllum brönsunum; verkfræðistofurnar, almannatengsl, vélsmiðjurnar, rafverktakana, smiðina, píparana, öryggisfyrirtækin og lengi mætti telja....
Úr svona samanburði myndum við sjá svart á hvítu að þá vinna hjá álverunum, orkufyrirtækjunum og almennt í þeim bransa bara skítugir, illa þefjandi og heimskir karlar, sem aumingjans eiginkonurnar elta á útnára þessa lands.... Er það ekki annars?
Ég er sannfærður um að orkufyrirtæki og orkufrek fyrirtæki geti starfað í sátt og samlyndi við góð sprotafyrirtæki a'la CCP.
Það gleymist oft í umræðunni að álver eru þekkingarfrek fyrirtæki, þar eru háskólamenntaðir starfsmenn alger nauðsyn. Annars er þetta fínn pistill.
Gunnar G (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 13:23
Þú ert að tala um þekkingariðnaðinn, væntanlega á sviði tölvutækni svo sem netþjónabú, fyrirtæki sem framleiða og rannsaka tækni á borð við gervigreind, hreyfihermi fyrir faltaða og fleira í þeim dúr. Dofri, vinsamlegast skrifaðu skýrar fyrir þá sem ekki gjörþekkja þennan geira sem er nokkuð margir. Ég fagna skrifum þínum um þessi mál.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 19.2.2009 kl. 14:41
Nýtt lýðveldi - skrifa undir áskorun HÉR
Hólmfríður Bjarnadóttir, 19.2.2009 kl. 14:52
Til að koma þessu öllu af stað þurfum við fjármagn frá útlöndum. Ég er úrkula vonar að það takist, slíkt er orðspor okkar í dag. Ég held hreinlega að enginn muni vilja lána okkur um ókomin ár. Við eigum eftir sjá óhugnanlegan landflótta þegar atvinnuleysið verður komið í 20 % í vor. Þetta er ósköp mikil bölsýni en því miður held ég að þetta sé veruleikinn sem blasir við okkur öllum.
Finnur Bárðarson, 19.2.2009 kl. 18:12
Rétt Finnur. Ástandið er mjög slæmt og vafasamar aðgerðir stjórnvalda s.s. neyðarlögin hafa skaðað orðspor okkar erlendis. Fyrirtæki eru að lenda í því að jafnvel norskir aðilar treysta því ekki að umsamdar upphæðir eða vörur berist þeim þótt allt sé með ríkisábyrgð. Það er hins vegar ekki um neitt annað að ræða en að laga þetta.
Hólmfríður. Hátækni- og þekkingariðnaður nær yfir mjög vítt svið. Venjulega skilgreiningin á hátæknifyrirtæki er það fyrirtæki sem notar meira en 4% af veltu sinni í rannsóknir og þróun. Við erum að tala um fyrirtæki sem framleiðir tölvuleiki eins og CCP, önnur sem þróa lyf úr sérstakri tegund af byggi, enn önnur sem framleiða tæki til að greina svefntruflanir í börnum eða þróa nýjar og byltingarkenndar aðferðir til að veiða fisk. Upptalningin er löng og hugmyndir fólks margar. Þessar hugmyndir þarf að virkja og passa upp á að þessir verðmætu hugar verði áfram í landinu og hjálpi okkur að byggja það upp.
Dofri Hermannsson, 19.2.2009 kl. 23:26
Margir álverssinnar gera grín að "eitthvað annað". Hverjum hefði dottið í hug fyrir nokkrum árum að Íslendingar yrðu stórtækir í útflutningi á tölvuleikjum og stoðtækjum?
Sigurður Haukur Gíslason, 20.2.2009 kl. 00:32
Auðvitað fagna allir hugsandi menn þekkingarfyrirtækjum og þekkingarstóriðja er auðvitað eitthvað sem stefna ber að.
Ég er hins vegar sammála Gunnari G. að orkufrekur iðnaður, þekkingarstóriðja, ferðaþjónusta, hvalveiðar og fiskveiðar geta mjög vel starfað saman í sátt og samlyndi hér á landi. Ég held satt best að segja að ekki veiti af öllum þeim störfum og öllum þeim gjaldeyri, sem hægt er að afla hér á landi.
Hér stefnir í 15-20% og stórfellda fólksflutninga úr landi og þá þýðir lítið fyrir okkur að hlusta á raddir sem eru andsnúnar stóriðju eða hvalveiðum. Sömu gagnrýnisraddir erlendis hafa nú þegar byrjað að gagnrýna hefðbundnar fiskveiðar, telja að friða beri fiskinn í sjónum og hvað gerum við þá Dofri? Sendum við sjómennina og fiskvinnslufólkið allt í að búa til tölvuleiki?
Reyndu að vera raunsær!
Guðbjörn Guðbjörnsson, 20.2.2009 kl. 07:01
Ég er raunsær, kæri bloggvin Guðbjörn.
Ég mæli með því að þú googlir nokkur af þessum fyrirtækjum til að sjá hvað er hægt að gera ef stjórnvöld skapa skilyrði fyrir fólk að hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd í stað þess að stjórnvöld reyni með handafli að búa til einn stóran vinnustað til að allir fái vinnu þar.
AGR, Betware, Calidris, Fjölblendir, Hafmynd, ICEconsult, Hugur AX, Marorka, Naust Marine, ORF líftækni, Outcome hugbúnaður ehf, GoPro, Stiki ehf, Stjörnuoddi, TrackWell Software hf, Vaki.
Mitt raunsæi segir mér að þeir sem auðveldast eiga með að fara af landinu er ungt menntað fólk, barnlaust eða með ung börn. Ég held að það væri auðveldara að halda í þetta fólk ef við mörkuðum okkur stefnu um uppbyggingu atvinnulífs sem byggir á fjölbreytni, þekkingu og getur stuðlað að betri ímynd landsins.
Við ættum t.d. að beita þessari hugmyndafræði á fiskveiðarnar. Setja okkur það markmið að vera til algerrar fyrirmyndar í umgengni okkar við hafið og lífríki þess. Fá alþjóðlegar viðurkenningar fyrir að vernda fiskistofnana okkar, fyrir að toga ekki á viðkvæmri grunnslóð, leggja aukna áherslu á handfæra- og línuveiðar sem umhverfisvænan veiðimáta sem skilar hágæða vöru o.s.frv.
Heldur þú að það sé ennþá raunsætt að bíða eftir álstörfum í Helguvík? Ég held ekki. Þar hefur gríðarlegri orku verið sóað til einskis en góðu fréttirnar eru að það er hægt að byrja strax í dag að marka nýja stefnu. Möguleikarnir eru fjölmargir en það þarf að vinna í þeim af sama kappi og unnið hefur verið að Helguvík. Nú verður alla vega til næg orka fyrir margt annað.
Dofri Hermannsson, 20.2.2009 kl. 10:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.