Kvikmyndaiðnaðurinn blómstrar

Þessi frétt var á visir.is

Ísland er mesta kvikmyndaframleiðsluríki veraldar, sé tekið mið af höfðatölu, en Financial Times ritaði grein um þetta á vef sínum í gær.

Þar segir jafnframt að þó Indland framleiði yfir þúsund kvikmyndir á ári þá sé það lítið miðað við rúman milljarð íbúa sem þar búa. Aftur á móti hafi sex kvikmyndir verið framleiddar á Íslandi árið 2003, og í ljósi þess að við erum eingöngu þrjúhundruð þúsund, þá er um 20 kvikmyndir að ræða á milljón íbúa.

Alls voru 64 kvikmyndir framleiddar í Hong Kong sama ár en það gera níu kvikmyndir á hverja milljón. Indónesía situr hinsvegar á botni kvikmyndaframleiðsluríkja því þeir framleiddu 17 kvikmyndir, íbúafjöldinn eru 240 milljónir, því er meðaltalið 0,1 kvikmynd á hverja milljón íbúa.

Þessi gróska er gott dæmi um iðnað sem hefur smátt og smátt verið að vaxa og eflast. Síðustu ár hefur þessi atvinnugrein skilað miklum gjaldeyristekjum inn í landið, skapað fleiri hundruð ársverk í landinu og skilað okkur mikilvægri kynningu á landi og þjóð í útlöndum.

Kvikmyndaiðnaðurinn er dæmi um frjóa og skapandi grein í fjölbreyttu atvinnusamfélagi. Meira svona!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Hver segir að menning skapi ekki verðmæti. Það sem meira er að langflestar þessar myndir er mjög góðar, sem auðvitað er frábært.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 22.2.2009 kl. 14:22

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

hvað koma kvikmyndir menningu við Hólmfríður ?

 en gott framtak og koma svo meira svona..

Óskar Þorkelsson, 22.2.2009 kl. 18:01

3 identicon

Sæll

Eigum við að hætta að niðurgreiða Álver (eins og telur að sé gert, ég hef ekki séð ennþá hvernig það er gert nema óbeint) og fara að niðurgreiða kvikmyndir?  Þú veist að iðnðaðarráðuneytið endurgreiðir 15% af kostnaði við kvikmyndir.

Þannig að þó einhverjir kvikmyndagerðarmenn fái peninga í kassan af kvikmyndagerð, þá fáum við skattgreiðendur reikninginn.  Ekki smá heimskuleg leið til að byggja landið upp aftur. Færri kvikmyndir, það er fínt að hafa nokkrar á ári svona í auglýsingaskyni fyrir landið, en hætta endurgreiðslum frá skattborgununum.

Og Dofri, vinsamlegast finndu betri leið til að fjölga störfum.

jonthorh (IP-tala skráð) 22.2.2009 kl. 23:16

4 identicon

Haha, hvað koma kvikmyndir menningu við, hahahaha. Mig langar að vita hvað Óskar kallar menningu ef kvikmyndir falla ekki í þann flokk. 

Tónlist, myndlist og ritverk held ég að geti orðið framalega í næstu íslensku útrás.

Bjöggi (IP-tala skráð) 22.2.2009 kl. 23:18

5 Smámynd: Óskar Þorkelsson

menning er lifrarpylsa  .. menning er ofmetin.. kvikmyndir eru afþreying .. og ef einhver kallar það menningu þá er sá sami snobbhæna.

Óskar Þorkelsson, 22.2.2009 kl. 23:39

6 identicon

Þú ert bara sjálfur snobbhæna.

Það eru sko ekki allar kvikmyndir afþreying þó sumar séu það. Ætlar þú að segja mér að Börn náttúrunnar hafi verið góð afþryeing.En öllkvikmyndagerð flokkast undir menningu, hvort sem hún er hámenning eða
poppmenningu. Reyndar má flokka stóran hluta af því sem mótar og skapar mannlegt líf til menningar, stór hluti af menningu er ekkert nema af þreying. Hvað eru listir annað en afþreying fyrir þá sem njóta hennar?

Bjöggi (IP-tala skráð) 23.2.2009 kl. 00:15

7 Smámynd: Dofri Hermannsson

Ekki ætla ég að blanda mér inn í hina frjóu umræðu um kvikmyndir vs menningu. Finnst þó sjálfum að það fari oft býsna vel saman.

Hitt sem Jón Þór segir vil ég leiðrétta. Venjan hefur verið að um 20% af kostnaði við kvikmyndir hefur verið innlent fjármagn en restin erlent fjármagn. Mér hefur alltaf verið hulin ráðgáta - sérstaklega í allri þessari umræðu um að við verðum að fá erlenda fjárfestingu í landið - að það skuli ekki vera gert meira af þessu. Það er góður bissness að fá 4 krónur á móti 1!

Dofri Hermannsson, 23.2.2009 kl. 10:26

8 identicon

Sæll

 ég þekki mig ágætlega í þessum geira. Vandamálið er að þetta eru allt styrkir frá fjárfestum og eða sjóðum sem við borgum í beint eða óbeint. ss sjóðir sem tengjast ríkismiðlum norðurlanda og Norðurlandaráði. Síðan eru þetta Evrópusjóðir sem eru menningartendir. Við höfum aðgang að þeim í gegnum Evrópska efnahagssvæðið.

Málið er að þessir styrkir eru eyramerktir að framleiðslan fari fram í því landi þar sem styrkurinn er frá. En þetta er rétt hjá þér að hluti af þessum kostnaði er fjármagnaður erlendis. En því miður eru þetta oft peningar úr einum vasa í annan hér innanlands af því sem er framleitt hér á landi. Opinber framlög eru bísna áberandi. 

Reyndar hafa menn verið duglegir að fyrirframselja myndirnar sínar, það er oft hluti af fjármögnunni. Þá er dreifingarrétturinn seldur á ákv svæði. 

ég minni síðan á að Kaupþing gerði félag í eigu Baltasar Kormaks sem gerði little trip to heven,gjaldþrota núna í vetur. Mig minnir að krafa Kaupþings hafi verið um 350 milljónir.

Enn og aftur, að útlendingar séu svo duglegir að fjárfesta í ísl myndum er algjörlega ofmetið. enda er árangurinn ekkert sérstakur.  Eins og ég sagði áður, ríkið er að borga þetta beint eða óbeint. Sem sagt, þetta er ekki gott til atvinnuuppbyggingar.

kv.

Jón Þór

jonthorh (IP-tala skráð) 24.2.2009 kl. 12:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband