Fær í flestan sjó!

Sjósund3_vefur"Veistu, það borgar sig ekkert að vera að hugsa þetta of mikið" sagði Hlynur félagi minn þegar við hlupum niður rampinn í Nauthólsvíkinni og stungum okkur til sunds í 3° heitan sjóinn. Það var alveg rétt hjá honum. Sjósund er eitt af því fáa sem er betra að gera vanhugsað.

Páll Gestsson í Decode hafði boðað mig á fund hjá hópi sjósyndara sem hafa reglulega verið að synda í sjónum við Nauthólsvíkina sl 5 ár. Tilefnið var að leyfa mér að halda framboðsræðu en hana mátti þó ekki halda nær landi en 50 m. Ekki er ég nú viss um að ég hafi staðið við það.

Hitt veit ég að við þessar ræður stunda menn ekki málþóf, ræðan var afar stutt og vonandi hnitmiðuð. Eftir hæfilega dvöl í hafi gengum við á land, þáðum kaffi hjá Óttarri staðarhaldara og hituðum okkur í pottinum. Það hafði staðið til að hoppa fram af nokkurra metra háum kletti í nágrenninu en menn greindi á um hvort sjór stæði nægilega hátt.

Sjósund2_vefurEftir nokkra dvöl í pottinum voru flestir orðnir værir, aðrir en Páll sem hafði lofað að kjósa mig í 1. sæti í prófkjörinu ef ég myndi stinga mér af klettinum. Það var því ekki undan því vikist að kanna aðstæður sem auðvitað leiddi til þess að öll halarófan ýmist stakk sér eða hoppaði fram af.

Af sérstakri tillitsemi við það ágæta fólk sem kann að hafa meiri áhuga á að leiða lista Samfylkingarinnar í næstu kosningum ákvað ég að stinga mér ekki en láta fæturna fara á undan. Vissulega ekki jafn glæsilegt en maður verður jú að eiga einhverja sigra eftir síðar.

Hér er hlekkur á Facebook albúm um málið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér þykir svona sprikl jaðra við brjálæði.  Einu sinni fór ég um há-sumar í blautbúningi ofan í Breiðafjörð og undi því illa.  Kuldinn var slíkur að ég varð bjargarlaus.  Andaði með óskaplegum hviðum og gat mig hvergi hreyft.  Þetta vakti mikinn aðhlátur þeirra sem horfuð á en ég hafði ætlað mér að "snorkla" en það var gersmlega útilokað.  -Ég dáist af sjó-sundurum.  Þetta fólk er hörku-tól.

teitur atlason (IP-tala skráð) 26.2.2009 kl. 14:27

2 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Flott hjá þér, Dofri, það er aldrei of seint að byrja. Og svo glæsilega stungu næst.

Úrsúla Jünemann, 26.2.2009 kl. 14:39

3 identicon

Listi yfir hluti sem eftir á að gera fyrir prófkjör þannig að eftir verði tekið:

- Kyssa ungabörn

- Leiða eldri borgara yfir gangbraut

- Breiða úr frakkanum yfir drullupoll þannig að þjóðhöfðingi geti stigið yfir þurrum fótum

+ Stinga sér til sunds í köldum sjónum

Carlos Ferrer (IP-tala skráð) 26.2.2009 kl. 16:29

4 Smámynd: hilmar  jónsson

Hef verið að spá í að reyna þetta. Er þetta alger tortúr ?

hilmar jónsson, 26.2.2009 kl. 23:14

5 Smámynd: Dofri Hermannsson

Sæll Hilmar. Þetta lítur út fyrir að vera eitthvað sem bara Auddi og Sveppi myndu gera en þetta lítur út fyrir að vera verra en það er. Fyrstu hálfu mínútuna sýpur maður hveljur og á erfitt með að anda að sér en svo fer þetta að skána strax á annarri mínútu og eftir það er þetta í lagi. Fyrir þá sem vilja gjarna skoða hina hliðina á lífinu er þetta bráðskemmtilegt krydd í tilveruna. Held þú myndir fíla það.

Dofri Hermannsson, 27.2.2009 kl. 11:45

6 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Ég legg til að það verði settur upp 3°C kaldur pottur á Alþingi þar sem þingmenn fá "aðeins" að tala á meðan þeir eru ofan í pottinum :) Fyrir bragðið verða ræðurnar stuttar og hnitmiðaðar. Menn eins og Hjörleifur myndu líklega .... :)

Kjartan Pétur Sigurðsson, 27.2.2009 kl. 14:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband