Sóknarfæri - grunnur að öflugu atvinnulífi

Það var sannarlega upplífgandi að lesa fylgiblað Moggans í dag - Sóknarfæri. Í blaðinu er fjöldi viðtala og umfjöllun um ný og gömul fyrirtæki sem eru að þróa nýja og spennandi hluti.

Í ávarpi bendir iðnaðarráðherra - sem hefur eins og frægt er orðið einlægan sprotavilja - á að þótt aðeins 5 af mörgum efnilegum sprotafyrirtækjum nái að þroskast eins og Marel, Össur og CCP hafa gert myndu þau geta skapað störf fyrir 10.000 manns!

Það er ekki síður gaman að sjá hvað öll þessi fyrirtæki eru ólík. Hvað fjölbreytnin er mikil. Mörg undanfarin ár hefur nánast öll umræða um atvinnumál snúist um nokkrar verksmiðjur sem samtals skapa aðeins um 1% starfa í landinu. Hin 99% fengu litla athygli fyrr en síðustu 2 ár.

Við verðum að efla allar þær greinar sem skapa mikil verðmæti í landinu, innlenda framleiðslu, tækni- og þekkingargreinar, hönnun, kvikmyndir og aðrar skapandi greinar, fullvinnslu sjávarfangs og ferðaþjónustu sem er ein helst útflutningsgrein landsins.

Síðast en ekki síst eigum við að setja markið á að innan 5 ára verði annar hver bíll knúinn innlendum orkugjöfum. Og við eigum að fá erlendar stórþjóðir, sem nú keppast við að skapa nýjar grænar lausnir í orkumálum, til að taka þátt í þessari vinnu með okkur. Það myndi skapa mörg góð störf, afla gjaldeyris, auka þekkingu okkar á þessu sviði og efla ímynd landsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skeleggur og skemmtilegur að vanda hr. Dofri. 

Og svo fullur af göfugum markmiðum. 

Gunnar Sigurðsson (IP-tala skráð) 27.2.2009 kl. 13:26

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Framtíð þjóðarinnar er björt ef okkur tekst að byggja hér upp réttlátt samfélag. Þar sem mannréttindi, lýðræði og jöfnuður verða kjölfestan. Við félagshyggjufólk verðum að gefa kjósendum skýr skilaboð fyrir komandi kosningar. Að hverju við stefnum, hvernig þjóðfélag við viljum skapa og MEÐ HVERJUM.

Var á fundi í gærkvöldi með nokkrum frambjóðendum Samfylkingarinnar í NV kjördæmi. Stóra spurningin það var þessi.

GENGUR FLOKKURINN ÓBUNDINN TIL KOSNINGA - VERÐUR HOPPAÐ UPPÍ TIL ÍHALDSINS EFTIR KOSNINGAR ???

Hólmfríður Bjarnadóttir, 27.2.2009 kl. 13:46

3 Smámynd: Sigurður Haukur Gíslason

"Síðast en ekki síst eigum við að setja markið á að innan 5 ára verði annar hver bíll knúinn innlendum orkugjöfum"

Þú ert væntanlega að tala um að annar hver bíll sem við flytjum INN verði knúinn innlendum orkugjöfum? Eða ertu að tala um að flytja inn í landið á næstum fimm árum u.þ.b. 150 þúsund slíka bíla?

Sigurður Haukur Gíslason, 27.2.2009 kl. 17:34

4 identicon

Var á fundinum í NV kjördæmi.

 Mikill vandi á höndum hjá okkur.

 Fáum örugglega feikna fylgi í apríl-kosningunum.

 Evrópusambandsaðild okkar STÆRSTA KRAFA.

 V-grænir HART Á MÓTI.

 Hr. Dofri - hvað gerum við í þessu ??

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 27.2.2009 kl. 20:47

5 Smámynd: Dofri Hermannsson

Endurnýjunarhraði bíla er um 10 ár. Erum að brenna gríðarlegu magni af metani, tilraunir með lífeldsneyti lofa góðu og ef ákveðið yrði að fara í sérstakt átak í að fjölga rafbílum mætti flytja út eitthvað af hefðbundnum bílum á móti.

Dofri Hermannsson, 27.2.2009 kl. 22:46

6 identicon

Sæll Dofri,

Ég vona að þú getir hjálpað mér...ég er að leita að henni Eydísi, en við vorum bekkjarsystur í Breiðholtsskóla á sínum tíma.  Nú eru endurfundir (reunion) í uppsiglingu og hún finnst hvergi stelpan.  Viltu vera svo vænn að senda mér tölvupóst á netfangið gudrun.arna@internet.is og láta mig vita af henni.  Nú eða segja henni frá þessu.  Það er hópur á Facebook helgaður þessu sem og vefsíða hjá bloggar.is.

Með fyrirfram þökkum,

Guðrún Arna 

Guðrún Arna Möller (IP-tala skráð) 1.3.2009 kl. 11:29

7 Smámynd: Indriði H. Indriðason

Ég vil vekja athygli á vefsíðu, www.profkjor.politicaldata.org, sem er nýstofnsett. Tilgangur vefsíðunnar er að skapa vettvang þar sem kjósendur geta nálgast upplýsingar um frambjóðendur og stefnumál þeirra auk annarra upplýsinga tengdum prófkjörunum/forvölunum. Vefsíðan er opin frambjóðendum allra flokka í öllum kjördæmum en það er undir frambjóðendunum sjálfum komið að færa inn upplýsingar um sig og stefnumál sín. Ef frambjóðendur kjósa eru færslur af þeirra eigin bloggum birtar sjálfkrafa á vefsíðunni. Það gefur t.d. kjósendum möguleika á að skoða bloggfærslur allra frambjóðenda flokksins í tilteknu kjördæmi – og jafnvel takmarkað við tiltekið sæti á listanum – á einum stað. Það er von okkar að vefsíðan efli pólitíska umræðu og gefi kjósendum aukið færi á að taka málefnalega afstöðu.

Frambjóðendur geta skráð sig hér: http://www.profkjor.politicaldata.org/wp-login.php?action=register

Indriði H. Indriðason, 3.3.2009 kl. 01:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband