Ég myndi greiða atkvæði með því

Mér hefur alltaf fundist það óréttlátt gagnvart kjósendum að flokkarnir gangi óbundnir til kosninga. Í raun veit enginn hvað hann er að kjósa þegar hann greiðir flokki atkvæði sitt því svo margt veltur á samstarfsflokknum.

Reykvíkingar hafa góða reynslu af því að kjósa flokkabandalag. Með því að ganga bundnir til kosninga náðu félagshyggjuflokkarnir að koma Sjálfstæðiflokknum frá völdum í borginni. Fólki var gefinn skýr valmöguleiki - sérhyggjustjórn eða félagshyggjustjórn.

Þetta á líka að gera í alþingiskosningunum núna í vor - bjóða skýra valkosti.


mbl.is Gæti orðið mesta vinstri sveifla sem sést hefur hér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála! kv gb

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 4.3.2009 kl. 11:00

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

sammála

Óskar Þorkelsson, 4.3.2009 kl. 12:02

3 Smámynd: Sigurður Haukur Gíslason

Sammála.

Sigurður Haukur Gíslason, 4.3.2009 kl. 12:44

4 Smámynd: Finnur Bárðarson

Hvar ætlar Framsókn að stilla sér upp? Voru þeir ekki eitthvað að tala um létta vinstri beygju.

Finnur Bárðarson, 4.3.2009 kl. 14:14

5 Smámynd: G. Valdimar Valdemarsson

Framsókn vill vinstri stjórn en Framsókn vill líka nýta tækifærin sem eru til atvinnuuppbyggingar og gjaldeyrisöflunar.  Kosningarnar í vor snúast um það hvort kjósendur vilji "bara eitthvað annað" stefnu VG og sumra Samfylkingarmanna eða hvort þeir vilji öflugt velferðarkerfi sem byggir á öflugu atvinnulífi.   Kjósendur verða líka að svara því hvort Samfylkingin sem nú hefur staðið að myndun tveggja ríkisstjórna án þess að ræða Evrópumálin séu trúverðugur valkostur í Evrópumálum.  

G. Valdimar Valdemarsson, 4.3.2009 kl. 14:34

6 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Þörf umræða Dofri. Ég finn að þessi krafa um að kjósendur viti um áform einstakar flokka til stjórnarsamstarfs eftir koningar er mun sterkari nú en verið hefur. Við höfum borið traust til stjórnmálamanna, en nú vill fólk skýrar línur.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 4.3.2009 kl. 23:36

7 Smámynd: Þórbergur Torfason

Það er svolítið annar hlutur að kjósa einn lista sem samanstendur af fleiri stjórnmálaflokkum eins og R-listinn var. Hitt er aftur annað mál að það er engum frambjóðanda bannað að lýsa yfir vilja sínum með framtíðina. Flokkarnir hljóta að birta sín helstu stefnumál áður en einstakir frambjóðendur fara að birta sínar ástarjátningar.

Þórbergur Torfason, 5.3.2009 kl. 00:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband