Það er bleikur fíll í stofunni

Það stendur risastór bleikur fíll í stofunni og enginn þykist sjá hann.

Við hrunið fauk yfir 80% af hlutabréfum í Kauphöllinni út í buskann og þeir sem áttu þær eignir (eða höfðu lánað fólki geng veði í hlutabréfunum) einfaldlega töpuðu þessum eignum. Þetta verðmætatap er búið að færa til bókar.

Önnur afleiðing af hruninu var sú að fasteignaverð snarféll. Verðmæti fasteigna, sem var talað upp úr öllu valdi í gróðærinu, reynist nú vera 30-50% minna en fyrir hrun. Þetta verðmætatap virðist hins vegar ekki mega tala um - það er hinn bleiki fíll.

Ástæðurnar gætu verið:

  1. Alþingi skammast sín fyrir að hafa samþykkt lög sem ábyrgðust sparnað á bók upp í topp, langt umfram lagaskyldu, á sama tíma og fasteignaeigendur voru skildir eftir úti í frostinu.
  2. Bankar og lífeyrissjóðir sem lánuðu með glöðu geði til íbúðakaupa á fölskum forsendum gróðæris neita að horfast í augu við þá staðreynd að verðmæti fasteignanna hefur fallið.

Planið er augljóst, ábyrgðin á hruninu á öll að lenda á húsnæðisskuldurum. Bankar og lífeyrissjóðir ætla ekki að taka á sig nokkra skerðingu fyrr en það er búið að kreista hvern einasta blóðdropa úr húsnæðisskuldurum.

Þetta mun koma sérstaklega illa við ungt fjölskyldufólk sem ekki átti annarra kosta völ en að kaupa sér húsnæði - ekki var til traustur leigumarkaður!

Ef við ætlum að byggja hér upp að nýju þurfum við að skipta tjóninu með einhverju móti á milli skuldara og lánveitenda. Það gengur ekki upp að bara það fólk sem neyddist til að taka húsnæðislán á vondum tíma þurfi að sitja uppi með alla áhættuna af gróðærinu og allan skaðann af kreppunni. Bankar og lífeyrissjóðir geta ekki komist upp með það.

Út með fílinn!


mbl.is 14 þúsund heimili eiga bara skuldir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: SVR

Ekki hefur neitt verdhrun a husnaedi att ser stad herna a Islandi, alla vega ekki samkvaemt rikismati og fasteignagjoldum.

Nakvaemlega thad sama og var i november 2008, og jafnvel thad sama og var 2007.

Thannig ad hvad er malid.

SVR, 11.3.2009 kl. 01:56

2 Smámynd: Sigurveig Eysteins

Ekki veit ég hvað þessi SVR er að tala um en það veit ég að þó að fasteignaverð haldi, þá er verðbólgan að eiða upp því sem ég á í íbúðinni minni, og það gerist þannig (til að fræða SVR) afborgannir af lánum hækka og hækka og höfuðstóll lánsins stækkar og stækkar, og bankinn græðir og græðir því í raun er verðbólgan ekki nema 6% núna (Hagstofan), en bankinn rukkar mig eins og að það sé 17% verðbólga (Seðlabankinn) maður spyr sig hverjir eru það sem ráða hér á Íslandi. Bankarnir, Hagstofan, Seðlabankinn, Þingið eða Ríkisstjórnin ????????????

Ef Bankarnir segja að þeir fari á hausinn ef verðtrygging verði tekin út, jammmmar þá bara Ríkisstjórnin og tekur það gilt, hvað með okkur fólkið í landinu ????? Við erum að fara á hausinn og það er í lagi.........

Sigurveig Eysteins, 11.3.2009 kl. 02:29

3 identicon

Hefði þá ekki átt að hjálpa þeim þúsundum sem lentu í verðbólgubálinu 1977-1983 með eignir sínar ? Sumir allavega misstu frá sér, vegna brjálaðislegrar hækkunar milli mánaða á lánum allt sem þeir höfðu fjárfest. þar var 30-50 % hækkun á lánum ekkert óalgengt milli mánaða.

Ég er nú svo einfaldur í hugsun. Ef þú tekur lán til að kaupa, eða framkvæma eitthvað, þá ert þú ábyrgur. Sama hverjum er svo að kenna ef illa fer. Fólk getur bara ekki ætlast til að allt sé alltaf gott.

Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 11.3.2009 kl. 07:58

4 identicon

Birgir, þá ætti það sama að gilda um þá sem áttu innistæður hjá bönkunum. Fyrirtæki, sveitarfélög, lífeyrissjóðir hefðu átt að tapa alla sínar innistæður. Almenningur átti hámark að fá um 20þús EUR tilbaka eða um 3 millur eftir því hvaða gengi á EUR þú vilt nota.

Áttu þessir aðilar ekki alveg eins vita að innstæður þeirra gætu glatast. Þegar fé er lagti inn til ávöxtunar þá er eðlilegt að huga að því hver áhættan sé. Það virðist voða notalegt að horfa framhjá því að skattgreiðendur eru að borga innistæður "velstæðra" íslendinga, þá sem mest hafa. Ríkisstjórnin gaf þeim peninganna til baka á silfurfati en gera ekkert fyrir þá sem skulda.

Auðvitað fóru margir illa út úr verðbólgubálinu 1977-83 en ég sé ekki afhverju það þurfi að endurtaka sig í dag.

Ef auðvaldið "endurreista" fer ekki að gera eitthvað fyrir þá sem skulda þá efast ég um að það verða margir eftir til að standa undir skuldir þjóðarinnar. Þegar það gerist þá fer verulega að halla undan fæti hjá auðvaldinu og þegar þeir byrja að gráta undan stöðu sinni þá verða fáir eftir til að hlusta enda fluttir af landi brott...

tjorvi (IP-tala skráð) 11.3.2009 kl. 08:35

5 Smámynd: Héðinn Björnsson

Bendi á að falin lækkun húsnæðisverðs vegna makaskiftasamninga veldur því að vísitala neysluverðs er 5-7% of há.

Héðinn Björnsson, 11.3.2009 kl. 09:17

6 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Sammála þér Dofri. Það gengur ekki að skuldir séu afskrifaðar að hluta allstaðar nema hjá heimilum. Lántaka hlýtur að vera gagnkvæmur samningur og þegar verðtryggingin er ekkert að mæla þennslu heldur gengisfall eru forsendur brostnar. Það urðu hamfarir hérna þó þær séu fjármálalegs eðlis, langt út fyrir allar eðlilegar forsendur og skuldarar höfðu engin tækifæri til að gera ráð fyrir þessum möguleika í áætlunum sínum. Allt umfram eðlilega sveiflu hlýtur að þurfa að dreifast á ábyrgð lántakenda og lánveitendur, forsendur samninga eru brostnar. Ennfremur gefst hér tækifæri til að breyta gjaldþrotalögum og ábyrgðarlögum. Það hlýtur að vera í hæsta máta óeðlilegt að ef lánveitandi samþykkir lán og tekur veð þá eigi hann heimtingu á eignum umfram það. Ef bankakerfið getur aðeins gengið að veðsettri eign myndi það eitt og sér hindra svona útlánaþennslu eins og hér varð því þeir myndu lækka hámarksveðhlutfall snarlega og hætta að lána fólki sem þeir vita að ræður varla við afborganirnar í sléttu og felldu hagkerfi. Þeir myndu bera meiri ábyrgð á eigin ákvörðunum og áhættu.

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 11.3.2009 kl. 10:15

7 Smámynd: Sigurveig Eysteins

Um hvað eru þið að tala tjörvi og Birgir ?????  það var verðbólga á þessum árum (1974 til 1984) ennnnn... það var EKKI VERÐTRYGGING svo ég skil ekki hvert þið eruð að fara ???? fólk borgaði ekki lánin til baka, þau voru búin að gufa upp áður en það gerðist, foreldrar mínir fengu t.d. heilt einbýlishús gefins með þessum hætti, og síðan var þetta sama fólk að selja þessar eignir síðurtu 5-6 árin fyrir tugir milljóna. Aftur á móti ef fólk var svo vitlaust að eiga peninga í banka þá gufuðu þeir upp, enda var verðbólgan um 100% á tímabili. Fólk er ekki almennt að tala um að afskrifa skuldir, aðeins að bankar standi við sínar skuldbindingar, forsendur sem voru þegar lánið var tekið eru komnar út fyrir allt siðferði í viðskiptum, það er það sem fólk var (er) að kvarta yfir.

Sigurveig Eysteins, 11.3.2009 kl. 15:11

8 identicon

Sigurveig, verðtryggingin kom á 1979. Þeir sem fengu lán eftir 1979 voru ekki eins heppnir og foreldrarnir þínir.

tjorvi (IP-tala skráð) 11.3.2009 kl. 16:18

9 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Sigurveig, ég var að kaupa íbúð 1982-1983 og verðtryggingin var nýkomin á þá. Mest fór verðbólgan í 110% en reyndar aðeins á einhverja mánaðar basis. Bara svo rétt sé rétt. En ég stend við fyrri orð hér að ofan að þetta ætti að vera réttlætismál að lánveitandi og lántakandi séu báðir með ábyrgð sem og ríkisstjórn þegar svona áföll skella á. Þegar verið er að tala um að aðrir borgi fyrir skuldara þá lendir þetta enn frekar á almenningi ef fólk fer að verða gjaldþrota í hrönnum og/eða flýja land. Þá bætist félagsmálakostnaðurinn við. Það getur meira en borgað sig að við finnum sanngjarna lausn þannig að allir ráði við skuldbindingar sínar á réttlátan hátt.

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 11.3.2009 kl. 16:19

10 Smámynd: Héðinn Björnsson

Ef við ætlum ekki að missa landið í fjöldaatvinnuleysi þurfum við að keyra upp verðbólguna þar sem það er eina leiðin til að fjármagna þann halla sem verður á ríkissjóði á komandi árum (ef á að spara sig út úr því þarf væntanlega að reka 25-35 þúsund ríkisstarfsmenn sem mun ekki gerast án byltingar). Ef það á að verða mögulegt þarf að aftengja verðtrygginguna og koma erlendum húsnæðislánum heim. Á þennan hátt er hægt að hefla niður lánin án þess að það þurfi að semja við 40-50 þúsund heimili hvert fyrir sig. 

Héðinn Björnsson, 12.3.2009 kl. 09:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband