Hefur landafræðin breyst?

Einar gekk langt í pólitískum vinsældakaupum á kostnað annarra. Hann gaf út hvalveiðikvóta á leiðinni út úr ráðuneytinu til að gleðja ákveðinn hóp fyrir vestan og á Skaganum og hann gaf út 30 þúsund tonna þorskkvóta umfram það sem vísindamenn Hafró töldu skynsamlegt.

Hvort tveggja hefur skaðað viðskiptahagsmuni Íslands í ferðaþjónustu og útflutningi á fiski. Fiskkaupendur úti í heimi eru farnir að spyrja sig alvarlegra spurninga um hvað hin séríslenska vottun "Iceland Responsible Fisheries" táknar í raun.

Það er á Einari að skilja að landafræðin í kjördæminu hafi breyst frá því fyrir tveimur árum. Mig minnir endilega að Snæfellsnesið hafi verið þarna 2007 líka.


mbl.is „Mun að sjálfsögðu taka þetta sæti“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þú vitnar í vísindamenn Hafró. Sást þú Kastljósþáttinn um fiskveiðar Færeyinga? Ég held að það hafir þú ekki gert því þá hefðir þú varla látið frá þér fara tilvitnun í ráðgjöf þeirrar stofnunar. Ég missti sjálfur af þessum þætti en horfði á hann í gær á blogginu hans Sigurðar Þórðarsonar.

En fyrst ég er byrjaður að ræða þetta þá vakna hjá mér spurningar:

1. Hvernig stendur á að engin umræða hefur vaknað hjá fiskimannaþjóðinni Íslendingum vegna þessa þáttar?

2. Hvernig stendur á að landsfundur VG skilar auðu í þessu máli?

3. Mun landsfundur Samfylkingarinnar líka skila auðu í þessu máli?

Jón Kristjánsson fiskifræðingur okkar var rekinn frá Hafró. Hann fór þá að vinna fyrir Færeyinga. Lokaorðin í þessum þætti um fiskveiðar færeyinga voru þessi:

Það sem Jón Kristjánsson sagði við okkur árið 2000 reyndist allt saman rétt, 100% rétt.

En líklega eigum við ekki að ræða svona viðkvæm mál.

Árni Gunnarsson, 23.3.2009 kl. 09:52

2 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Færeyingar eru líka búnir að reka Jón Kristjánnsson fyrir nokkru síðan.Og ég hef ekki heyrt að þeir ætli að ráða hann aftur.Og Færeyingar styðja hvalveiðar Íslendinga.Og mun ekki Dofri að sjálfsögðu taka sitt 11. sæti þótt hann bæði um 3-4Og mér sýnist að Grafarvogurinn sé enn á sínum stað.

Sigurgeir Jónsson, 23.3.2009 kl. 11:01

3 Smámynd: Jón Kristjánsson

Sigurgeir, þetta er hrein lygi og er dæmi um eineltið sem við, sem eru ekki sammála Hafró, erum beittir. Ég var aldrei ráðinn til Færeyja heldur kallaður til sem ráðgjafi, fyrst fyrir sjávarútvegsráðherra síðan fyrir útgerðarmenn og sjómenn, svo og fiskveiðinefnd þingsins. 2007 fengu þeir Menakhem Ben-Yami frá Ísrael til  ráðgjafar og mats á fiskveiðikerfinu og hann sagði það sama og ég hafði sagt, notaði m.a.s. gögn frá mér til að styðja sitt mál. Eftir að Græningjar með Hogna Höydal í fararbroddi komust í stjórn jókst þrýstingur á friðunaraðgerðir og stjórnin sprakk á því í fyrra. Hætt var við að draga úr veiðum svo það er aldrei að vita nema þeir kalli á mig aftur til að stilla komápásinn? Nei rekinn var ég ekki, enda aldrei ráðinn. 

Jón Kristjánsson, 23.3.2009 kl. 13:34

4 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Einar skildi eftir sig í ráðuneytinu mikil vandræði með þessum heimildum um hvalveiðar. Sumir vilja líkja þessari aðferð við að skilja eftir sig tímasprengju þar eð ekki er ljóst hvenær hún virkar. En eitt er víst: hagsmunir okkar við að selja fisk getur verið stefnt í lavarlegan voða vegna þessara hvalveiðiheimilda.

Einar sýndi af sér vont fordæmi. Sumir vilja jafnvel líkja því við óþokkabragð.

Annars virðast hvalveiðihagsmunir vera mjög miklir. Það sýnir t.d. tengsl Hans Elefsen hvalveiðiforstjóra við Hannes Hafstein. Sá fyrrnefndi seldi Ráðherrabústaðinn fyrir krónu. Hann var margfalt meira virði því Hannes seldi Landssjóði, þ.e. ríkinu húsið 3 árum síðar. Söluverðið var 52.400 krónur! Senilega hefur engin króna ávaxtast jafn vel og þessi króna ráðherrans.

Hannes hafði aldrei neitt við hvalveiðar útlendinga við Íslandsstrendur að athuga, hvorki sem sýslumaður vestur á Ísafirði né síðar sem ráðherra. Voru þetta mútur?  Alla vega var salan eða eigum við fremur að segja gjöfin mjög vegleg.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 24.3.2009 kl. 11:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband