Merkileg myndskreyting

Í fréttinni segir ekkert um ál en að verðmæti sjávarafurða og kísiljárns sé meira í mars en í febrúar. Myndskreytingin er því merkileg og væri gaman að heyra í Guðmundi Oddi um þetta en hann er eins og flestir vita með fróðustu mönnum um notkun myndmáls og tákna.

Staðreyndin er sú að fyrir hverja milljón sem fæst fyrir útflutning á áli þarf að flytja inn hráefni fyrir hátt í sömu upphæð. Ef maður fær lán til að kaupa efni í hús, byggir svo húsið og selur það þá fær maður auðvitað ekki nema hluta af söluandvirðinu í laun.

Sá virðisauki sem verður eftir í landinu af álframleiðslu er fyrst og fremst sala á raforku og laun til þeirra sem starfa a) við raforkuframleiðsluna og b) við álbræðsluna. Hvað raforkuframleiðsluna varðar er það einnig þekkt staðreynd að starfsemin er gríðarlega skuldsett og að nánast allur hagnaður fer í fjármagnskostnað og afborganir.

Það er líka alvarlegt umhugsunarefni að við skulum ekki dreifa áhættunni af raforkusölu meira og að við skulum ekki kappkosta að selja hana til þeirrar starfsemi sem skapar flest störf og mestan virðisauka í landinu.

Nú þurfum við Íslendingar að auka verðmætaksöpun í landinu. Þá er í besta falli villandi að horfa bara á útflutningstölur. Það er tvennt ólíkt laun eða lán.


mbl.is Vöruskiptin hagstæð um 8,3 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rauða Ljónið

Sæll, 80 milljarðar verð eftir í landinu frá áliðnaði sjá Hagstofu.

,,Staðreyndin er sú að fyrir hverja milljón sem fæst fyrir útflutning á áli þarf að flytja inn hráefni fyrir hátt í sömu upphæð. "

Þetta er ósatt, Dofri

Rauða Ljónið, 2.4.2009 kl. 14:29

2 Smámynd: Héðinn Björnsson

Til að sjá hvað stendur eftir hjá þjóðarbúinu verður að taka lánin með í reikninginn ekki bara inn- og útfluttning.

Héðinn Björnsson, 2.4.2009 kl. 15:22

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Munurinn á álinu og fiskinum er til dæmis sá, að fiskurinn fæst beint upp úr sjó í okkar eigin auðlindalögsögu en hráefnin fyrir álframleiðsluna þarf að flytja hálfa leið í kringum hnöttinn og borga fyrir.

Ómar Ragnarsson, 2.4.2009 kl. 19:40

4 identicon

Laun til starfsfólks í áliðnaði á liðnu ári, námu " aðeins" 31,7 milljörðum króna.

 Þúsundir hafa lifibrauð af stóriðju.

 Mörg þúsund fjölskyldur lifa góðu lífi, vegna hárra tekna af áliðnaði og kísilkúr.

 Það er einkar eðlilegt - eða hitt þó heldur - að heill stjórnmálaflokkur, skuli berjast blóðugri baráttu til að knésetja lifibrauð þúsundanna !

 Og kalla sig í þokkabót " flokk alþýðunnar" !!

Á sama tíma eru 17683 án atvinnu !

 Vinstri-grænir ættu ekki að vera til sem stjórnmálaflokkur !

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 2.4.2009 kl. 22:35

5 identicon

Gat nú verið að álsöfnuðurinn ræki upp ramakvein þegar sannleikurinn er sagður um hvað útkoman er í raun fyrir þjóðina af álframleiðslunni. Í fyrsta lagi, eins og Dofri bendir réttilega á, er álverðið og rafmagnsverðið tengt. Það eru þrjú fyrirtæki, sem í raun ráða álverði á heimsmarkaði. Þau ráða yfir öllu framleiðslu- og vinnsluferlinu. Samningar um orku eru yfirleitt, ef þau ráða ekki yfir þeim þætti líka, tengdur "heimsmarkaðsverði" á áli. Reyðarfjarðarverksmiðjan t.d. er það stór, að hún skiptir máli í heimsframleiðslunni. Þá lækkar áleinokunarrisinn "heimsmarkaðsverðið" þegar hún er komin í gang, til að fá lækkun á rafmagnsverðinu. Af þessum sökum er hin ofurskuldsetta Kárahnjúkavirkjun rekin með gígantísku tapi núna. Við erum búin að ráðstafa öllum okkar hagkvæmustu virkjunarkostum nú þegar til álframleiðslu og menn vilja auka við áhættuna? Hefur engin heyrt talað um að hafa öll eggin í sömu körfunni? Þess utan skaffar hvert megawatt af raforku ekkert sérstaklega mikinn nettóarð í gegn um vinnulaun í landinu þegar það fer í álframleiðslu. Má segja að flest annar sé arðbærara.

Randall (IP-tala skráð) 3.4.2009 kl. 04:39

6 Smámynd: Héðinn Björnsson

Það þarf líka að flytja inn olíu á bátana til að veiða fiskinn svo alveg ólíkt er það nú ekki.

Héðinn Björnsson, 6.4.2009 kl. 12:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband