Villandi samanburður

Miðað við þann illa grun sem ofurstyrkir tiltekinna fyrirtækja til Sjálfstæðisflokks hefur vakið er þetta auðvitað smáatriði.

Það er þó athyglisvert að Sjálfstæðisflokkur birtir aðeins upplýsingar um styrki yfir 1 milljón króna á meðan Samfylking birtir alla styrki yfir hálfri milljón og Framsókn birta yfirlit um alla styrki að upphæð 1 milljón eða meira.

Til að bera þetta saman væri gott að hafa a.m.k. yfirlit yfir styrki til Sjálfstæðisflokksins að upphæð 1 milljón eða meira.


mbl.is Fengu meiri styrki árið 2006
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Helgason

SjálfstæðisFLokkur segist ætla að endurgeiða þessar 55 milljónir frá FL group og Landabankanum... Hver fylgist með að svo verði ? Og hvenær er áætlað að endurgreiða ?    T.d er Björgólfur ekki ennþá búinn að greiða fyrir Landsbankann sem honum var þó að mestu gefinn... 

Sævar Helgason, 12.4.2009 kl. 21:32

2 Smámynd: Rauða Ljónið

Alls safnaði flokkurinn 45 milljónum króna árið 2006

Sumir meiga sukka aðrir ekki, sumir meiga segja ósatt aðrir ekki.

Allir eru þeir að sukka.

Frjáls framlög og styrkir til Samfylkingarinnar:

2001: 6.009.592

2002: 2.368.392

2003: 1.672.386

2004: 3.327.140

2005: 9.144.641

2006: 44.998.898

2007: 10.756.715 rétta tal er hér 38.725.421 http://www.rikisendurskodun.is/files/skyrslur_2009/samfylkingin.pdf

Þeir gefa þessa upp Sjá ársreikninga Samfylkingarinnar:

Munurinn er. Ef ég legg saman Framlög einstaklinga og Framlög lögaðila á blaðsíðu 3, þá fæ ég út 38.725.421 . ekki 10.756.715

Hver segir satt eru það þeir sem vinna fyrir flokkinn ?

Ekki eftir þessu að dæma kanski er það RES.

Samfylkinginn er í djúpum skít,

skarni upp að eyrum.

Hvar er þessi heildar hít

falinn fyrir augum.

Spilling mikla stóra sé

sem fyrir sjónum falið.

Allt er komið í stóra steik,

samviskan er töpuð, týnd enda ónotuð.

Rauða Ljónið, 12.4.2009 kl. 21:32

3 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Aðeins styrki ofan við 2 milljónir

Kristbjörn Árnason, 12.4.2009 kl. 23:23

4 identicon

Sælt veri fólkið. Hvernig væri að fara að hætta að lepja hver á eftir öðrum allar fréttir síðustu dag, en snúa sér að því að fræða okkur á því hvað Samf. og VG ætla að gera til bjargar okkur venjulega fólkinu í landinu núna STRAX því mörg orð hafa verið sögð en ekkert um raunveruleg úrræði. Það hefur ekkert upp á sig að blaðra farið að koma einhverju í verk.

Þorleifur H. Óskarsson (IP-tala skráð) 13.4.2009 kl. 11:10

5 identicon

Hvar eru styrkir skráðir sem veittir eru einstökum félögum (Alþýðuflokksfélaginu t.d.) en ekki beint til Samfylkingarinnar??

En ljóst er að banna á alla styrki sem geta leitt af sér mútur eða spillingu, jafnvel þótt það sé aðeins hugsanlegt. Það á við banna alla styrki til stjórnmálamann og flokka jú samkvæmt umræðunni þá getur falist þar spilling. (að fela sig bak við upphæðir þýðir bara að menn fara á bak við það) banna alfarið. 

Svo á einnig við um fjölmiðla og blaðamenn - ef við ætlumst til að geta treyst á hlutleysi þá er ljóst að banna þarf að minnsta kosti alla styrki - kostun - auglýsingar á allt sem heitir áskriftarsjónvarp og aðskilja þannig eignarhald á fjölmiðlum að enginn megi eiga meir en 2-3 % í fjölmiðli svo ljóst sé að viðkomandi geti ekki haft áhrif. 

Ef menn eru heiðarlegir við sjálfa sig og aðra þá er nauðsynlegt að hafa skýrar reglur og gegnsæi.

Svo ef menn eru að tala um jafnan rétt þegna þessa lands þá verða menn að snúa sér að atkvæðisrétti - hann á líka að vera jafn.

Guðmundur (IP-tala skráð) 13.4.2009 kl. 15:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband