Vandræðalegt

Hér er "gengið hreint til verks" og Gulla sópað undir teppið!

Sjálfstæðisflokkurinn endurprentaði bæklinginn sinn og skipti Guðlaugi Þór út fyrir Kristján Þór á forsíðunni. Ástæðulaust að minna um of á "styrkina" sem FLokkurinn krafðist af þeim fyrirtækjum sem fengu að fjárfesta í orkuauðlindum landsmanna.

Nýja útgáfan er til vinstri en sú upprunalega til hægri.

hvar-er-gulli-baeklingur-xd

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haukur Gíslason

Þetta er "þeirra" leið.

Sigurður Haukur Gíslason, 21.4.2009 kl. 00:33

2 Smámynd: Alma Jenny Guðmundsdóttir

Almáttugur Guð - þeir eiga bágt!

Alma Jenny Guðmundsdóttir, 21.4.2009 kl. 01:49

3 identicon

Hæ Samfylking!!!! Rússsneskir komúnistar gerðu þetta með góðum árangri hér í denn, reyndar finnst mér i Kristján laglegri maður þ.e. sölulegri

halldór (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 07:11

4 identicon

Þetta með styrkina, sem ekki má tala um. Hverjum skuldar Samf. 100 miljónir. Hvað skuldar Samf. 365 miðlum mikið í auglýsingar? Hver átti Iðu húsið í Lækjargötu sem Samf. notaðií kosningunum 2007? Frambjóðundur Samf fóru sjálfir í betliferð í fyrirtæki. Sigmundur ekur um á bíl frá 365 miðlum í kosningabaráttunni og 365 borga bensínið. En þetta má ekki ræða, eru sumir flokkar eitthvað innundir hjá sumum?

Haukur gunnarsson (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 08:09

5 identicon

Sæll Haukur

Samfylkingin er búin að birta meiri og ítarlegri upplýsingar um sín styrkjamál en aðrir og er eini flokkurinn sem hefur sagt afdráttarlaust að birta eigi styrki til aðildarfélaga, kjördæmisráða og fulltrúaráða.

Sé að þú ert með skuldalínuna sem verið er að keyra í kjaftasögunum til að breiða yfir ofurstyrki félaga Jóns Ásgeirs og Hannesar Smárasonar til Sjálfstæðisflokksins. Þessar skuldir eru í lok árs 2007 þegar Ríkisendurskoðun fer yfir samstæðureikninga stjórnmálaflokkanna og endurgreiðslur þeirra verða því líka yfirfarnar af sama aðila. Þær geta því ekkert horfið eða verið afskrifaðar án þess að það birtist sem styrkur á næsta yfirliti. Því miður kæri Haukur, engin fisklykt undan þessum steini.

Ég er sammála Jóhönnu um að nú eigi að setja allt upp á borðið og birta almenningi með sambærilegum hætti. Líka aðildarfélög og kjördæmisráð. Nú er t.d. komið fram að Atlantsolía styrkti fulltrúaráð Samfylkingarinnar í Reykjavík um 2 milljónir kr. Aðrir styrkir til þess munu verða opinberir um leið og yfirlit styrkja til allra aðildarfélaga og ráð flokksins verða birtir. Styrkti Atlantsolía bara Samfylkinguna í Reykjavík? Enginn hinna flokkanna hefur sagt neitt um sín aðildarfélög og ráð eða framboð svo við vitum það einfaldlega ekki. Krafan á að vera allt upp á borðið.

Smá punktur í lokin: Samfylkingin notaði ekki Iðuhúsið í Lækjargötu í kosningunum 2007. Þá leigði Samfylkingin í Landsímahúsinu við Austurvöll. Veit ekki hver átti það þá.

Undanfarnar kosningar hefur óháður aðili haldið utan um birtingarkostnað framboða. Þau fá öll sömu afslætti og kjör enda er pantað og gengið frá greiðslum í gegnum birtingarhús/auglýsingastofur.   Niðurfellingar reikninga myndu bókfærast sem styrkir og kæmu fram sem slíkar.

En þú lætur væntanlega staðreyndir ekkert eyðileggja fyrir þér góða sögu eða hvað?

Arnar (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 09:51

6 identicon

Svo má nátturulega ekki gleyma "ekki"styrkjum sem runnu til samfylkingarinnar eins og t.d skitnar 2 milljónir frá Atlantsolíu sem töldust sem "ekki"styrkir afþví að réttafólkið tók ekki á móti þeim, hversu margar milljónir ætli samfylkingin hafi þegið sem "ekki"styrki undanfarin ár, það yrði líklega mjög fróðlegt að vita það!!!

Svo lýsi ég eftir fyrrverandi ráðherra Samfylkingarinar, þessi sem sagði af sér, þessi sem sagði ekki af sér af því að hann hefði verið sofandi á meðan hann gengdi ráðherraembætti og klúðraði öllu sem hann kom nálægt, þessi sem sagði af sér afþví að hann fór fýlu en snerist svo hugur og leiðir nú samfylkinguna í suðurkjördæmi, hvar er Björgvin G í dag???

Haukur (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 10:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband