Jafn mikilvægt og Sjálfstæðisflokkurinn

Nú er um 80% orkunnar bundið í samningum um ál. Öll egg í sömu körfu. Helguvíkurálver þarf 625 MW af orku sem er meira en öll virkjanleg orka sem sátt er um á SV horninu. Ekkert verður eftir fyrir annan iðnað sem skapar mun fleiri störf og meiri virðisauka á hvert MW en álver.

Með því að veðja á Helguvíkurálver (sem er afar ólíklegt að nokkur sé að fara að fjárfesta í á næstu árum) er verið að fresta/aflýsa uppbyggingu á sólarkísiliðju og öðrum grænum stóriðnaði.

Með því að kjósa Sjálfstæðisflokkinn er verið að fresta/aflýsa nauðsynlegum breytingum á viðskiptaumhverfi okkar s.s. inngöngu í ESB og upptöku evru.

Álið er jafn mikilvægt/gagnlegt fyrir framtíð landsins og Sjálfstæðisflokkurinn.


mbl.is Álið leysir vandann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Fyrir 40 árum voru öll eggin í sömu körfunni þá komu 80% útflutnigstekna okkar íslendinga frá sjávarútvegi. Í dag eru þetta í tveimur meigin körfum, raforkusölu  og sjávarútvegi með milli 30 og 40% hlut hvor um sig.

Guðmundur Jónsson, 22.4.2009 kl. 17:50

2 Smámynd: Marteinn Unnar Heiðarsson

Afhverju einblína menn alltaf á evru?? er sambó kannski búin að lofa uppí ermina á sér með múturpeningum frá ESB einsog þeir eru þekktir fyrir að nota til að nauðga þjóðum inní ESB.Við búum á besta stað í heimi og ég vill ekki að einhver Brussel ketlingur segi mér í framtíðinni um það hvenær ég megi fara á klósettið af því að hann bjó til reglu um það!! nei takk.Það eru miklir möguleikar að opnast fyrir okkur kannski í olíu og kannski líka þegar siglingaleiðin norðurfyrir Grænland opnast og ekki vill ég að einhverjir spilltir ánskotar í Brussel hirði það af okkur.Það virðist vera voða viðkvæmt að ræða um aðra möguleika tildæmis að ath með Dollar sem væri mun heppilegra fyrir okkur einsog er og tæki ekki eins langan tíma að koma í gagnið og evru.Er ekki aðalmálið í dag að koma stöðugleika á okkar gjaldmiðil svo að við getum haldið áfram?og ég held að það gerist ekki í sambandi með ESB þar sem allt er á niðurleið og hver hugsar um sjálfansig..

Marteinn Unnar Heiðarsson, 22.4.2009 kl. 22:38

3 Smámynd: Andrés Kristjánsson

Sæll Guðmundur:

Útfluttningur á áli frá Íslandi gæti slagað þetta 75% upp í úfluttningstekjur af sjávarafurðum. Við ættum ekki að tala um álútfluttning sem tekjur okkar Íslendinga því álfyrirtækin eru erlend. Við getum talað um að virðisaukinn séu tekjurnar okkar (það er raforkusala, laun og skattar. svo eitthvað sé nefnt. Menn tala um að á milli 30 - 40% af því verði eftir í landinu en þá erum við enn bara að tala brúttó því greiða þarf fyrir fjárfestingarnar (virkjanirnar). Þannig að ekki stendur mikið eftir. Reyndar vill ég benda á að fyrri ríkisstjórnir hafa aldrei tekið áliðnaðinn út og því makalaust að heyra menn ræða um mikilvægi þess. Ég held að eina úttektin var gerð af hálfu Rio Tinto um eigið ágæti

Hefðum við bara verið að tala um raforkusölu þá hefði hún verið neikvæð um tugi milljarða. Miðað við ársuppgjör LV.

Reyndar tókst sjálfstæðis og framsóknarmönnum að veðsetja sjávarútveginn í topp með erlendum lánum þannig að hann er líka spennitreyju.

Sæll Dofri:

Gaman að einhver úr gömlu stjórnarflokkunum reynir að tala málefnanlega um virkjanamál, enda mönnum lægt að lýsa álvæðingunni sem lausn alvarlegra mála. Ég hinsvegar er líka skeptískur á ESB vegna auðlindamála. Þrátt fyrir að þeim hafi verið stýrt af ótrúlegri vanhæfni á undanförnum árum að þá er ekki allt tapað. Er ég hræddur um að við meigum okkur lítils í bandalagi stórra þjóða. En ég held að umræðan verði samt að eiga sér stað og vera vönduð, því næst færð síðan til þjóðarinnar. Með Óðagoti erum við að gera engu betri hluti en að halda umræðunni alveg frá.

kveðja

Andrés Kristjánsson, 23.4.2009 kl. 08:02

4 Smámynd: Þorsteinn Sverrisson

Er ekki bara staðreyndin sú að við fáum besta verðið fyrir rafmagnið hjá álfyrirtækjum. Hef ekki trú á því að það væri verið að selja þeim þetta ef aðrir byðu betur!!! Þetta eru líka allt samningar sem renna út og þá er hægt að leita að nýjum viðskiptatækifærum.

Þorsteinn Sverrisson, 23.4.2009 kl. 10:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband