Ummæli kvöldsins

Án vafa voru ummæli kvöldsins þessi orð Jóhönnu Sigurðar til Bjarna Benediktssonar: "Ég hef verið með ykkur í ríkisstjórn. Ég veit hvernig þið hugsið!"

Það var reyndar líka áhugavert að forystumaður Borgarahreyfingarinnar telur opinbera starfsmenn vera svo lata að með því að herða á þeim tökin megi hagræða um marga milljarða.


mbl.is Ekkert samkomulag um ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét Sigurðardóttir

Ætli hann hafi verið að tala um starfsmenn Seðlabankans? Eða FME?

Samfylkingarfólk vill greinilega ekki sannleikann eða heiðarleika undir neinum kringumstæðum! Bara yfirborðsmennsku og yfirbreiðslur.

Margrét Sigurðardóttir, 24.4.2009 kl. 23:14

2 identicon

mér fannst það reyndar vera orð Bjarna um Jóhönnu... varðandi það að Jóhanna hafi aldrei verið fær um að taka ákvarðanir um niðurskurð í sínu ráðuneyti og væri því ekki trúverðug í það verkefni.

Frelsisson (IP-tala skráð) 24.4.2009 kl. 23:21

3 identicon

Sem Jóhanna svaraði alveg prýðilega takk.

Einar (IP-tala skráð) 24.4.2009 kl. 23:33

4 identicon

@Margrét

Ég ætlaði að tjá mig um þetta lýðskrum í Dofra, þess gerðist ekki þörf Margrét þú hittir naglann á höfuðið.

Viðar Ingvason (IP-tala skráð) 25.4.2009 kl. 03:17

5 Smámynd: Marteinn Unnar Heiðarsson

Samfylkingin kærð fyrir landráð.

Samfylkingin var kærð fyrr í dag fyrir landráð.  Einhverra hluta vegna hefur þetta hvergi birst í nokkrum fjölmiðli.

Lesið kæruna hér.

Marteinn Unnar Heiðarsson, 25.4.2009 kl. 06:17

6 Smámynd: Jóhann Ólafsson

Já Dofri. Þetta voru ein furðu ummæli Jóhönnu af mörgum. Það hlýtur að vera Samfylkingarmönnum áhyggjuefni að í þeim fáu sjónvarpsþáttum sem Jóhanna hefur þorað að koma fram í er hún afspyrnuléleg, talar í klisjum og svarar aldrei beint spurningum fréttamanna. Ég veit að margt samfylkingarfólk varð fyrir vonbrigðum með hana í gær. Einu samfylkingarmennirnir sem eitthvað geta tjáð sig eru Árni Páll og Helgi Hjörvar.

Jóhann Ólafsson, 25.4.2009 kl. 10:13

7 Smámynd: Jóhann Ólafsson

Já þetta með Þó Saari. Hann vann einu sinni hjá Lánasýslu ríkisins og hann er líklega um sjálfan sig. Flott að fá svona mann á þing !

Jóhann Ólafsson, 25.4.2009 kl. 10:15

8 Smámynd: Dofri Hermannsson

Því var svo sem ekki við að búast að höfundar athugasemda hér yrðu sammála á síðustu klukkustundunum fyrir kosningar. Þakka lesendum síðunnar fyrir fjölmörg innlit og höfundum athugasemda fyrir fjölbreytt og málefnaleg skoðanaskipti. Gleðilegan kjördag!

Dofri Hermannsson, 25.4.2009 kl. 10:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband