23.6.2009 | 12:32
Kjánahrollur og afdalahroki
Þessi athugasemd hins íslenska embættismanns um að hvalveiðar allt að því styrki hvalaskoðun sem atvinnugrein er í besta falli kjánaleg.
Ferðaþjónusta hefur vaxið í heild á síðustu árum og hvalaskoðun sem er ný grein hefur eðlilega verið í örum vexti líka. Að halda því fram að það sé hvalveiðum að þakka er rétt eins og að segja að ef barni er gefið kaffi og sígó og það heldur áfram að stækka þá sé það kaffi og sígó að þakka.
Hér á Íslandi standa hvalveiðisinnar í hatrömmu stríði við hvalaskoðunarfyrirtækin og gera kröfu um að fá að drepa þau sömu dýr og starfsemi skoðunarfyrirtækjanna grundvallast á. Í þessu stríði hafa hvalveiðimenn nánast haft fullnaðarsigur því hvalaskoðunarfyrirtækin hafa fengið griðasvæði sem er allt of lítið til að það dugi til verndar þeim hópi dýra sem þau nota til að sýna ferðamönnum.
Til að ryðja samkeppnisaðilum sínum örugglega úr vegi í hafa hvalveiðimenn brotið bann við veiðum á þessu svæði. Með því að drepa dýr eins nálægt - og jafnvel inni á - hvalaskoðunarsvæðinu eru hvalveiðikarlar í nostralgíukasti viljandi að eyðileggja þjóðhagslega mikilvæga atvinnustarfsemi til þess hægt sé að bæta enn í frystikistur Kristjáns Loftssonar í Japan.
Hún er furðuleg þessi nauðhyggja sem víða má finna stað á Íslandi, að frekar skuli drepa og éta eins og oft var nauðsynlegt í gamla daga en að nýta með því að vernda og njóta þótt augljóst sé að það færi okkur meira í aðra hönd í dag.
Athugasemd hins íslenska embættismanns lýsir afdalahroka þjóðar með veika sjálfsmynd og útblásið egó. Ég hélt sannast sagna að það væri búið að skipta um spólu.
Hvalaskoðun veltir milljörðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:33 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Varaborgar- fulltrúi og talsmaður borgarstjórnarflokks Samfylkingarinnar í umhverfis- samgöngu- menningar- og ferðamálum. Leggur áherslu á nýsköpun í atvinnumálum og að ná sátt um náttúruvernd og aðra nýtingu.
dofri@reykjavik.is
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 52
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Áhugavert efni
- Umhverfismál Viðskiptablaðsins
- nattura.is
- Stefán Gíslason
- Sól í Straumi
- Náttúruvaktin
- Jökulsár Skagafjarðar
- Landvernd
- Náttúruverndarsamtök Íslands
- Samfylkingin
- Jóhanna Sigurðardóttir
- Össur Skarphéðinsson
- Björgvin G Siguðsson
- Mörður Árnason
- Steinunn Valdís Óskarsdóttir
- Oddný Sturludóttir
- Dagur B Eggertsson
Bloggvinir
- Græna netið
- Trúnó
- Valgerður Halldórsdóttir
- Ingólfur
- Grumpa
- Sól á Suðurnesjum
- Nýkratar
- Björk Vilhelmsdóttir
- Ómar Ragnarsson
- Vefritid
- Kristján Pétursson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Guðmundur Steingrímsson
- Hlynur Hallsson
- Sigurjón M. Egilsson
- Agnar Freyr Helgason
- Lára Stefánsdóttir
- Hreinn Hreinsson
- Davíð
- Sóley Tómasdóttir
- Ugla Egilsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Dagbjört Hákonardóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Bogi Sævarsson
- Guðmundur Magnússon
- Sigmar Guðmundsson
- Jóhann Ágúst Hansen
- Guðfríður Lilja
- Gunnar Björnsson
- sveinn valgeirsson
- Helgi Seljan
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Agný
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Bjarni Harðarson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Alcan dagbókin
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingi Björn Sigurðsson
- Áslaug Sigurjónsdóttir
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Páll Einarsson
- Torfi Frans Ólafsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Femínistinn
- Ibba Sig.
- Kári Harðarson
- Margrét Sverrisdóttir
- Haukur Nikulásson
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Guðfinnur Sveinsson
- Sveinn Arnarsson
- Linda Samsonar Gísladóttir
- Sigurður G. Tómasson
- Anna Pála Sverrisdóttir
- Viðar Eggertsson
- Helga Sveinsdóttir
- Þorsteinn Siglaugsson
- Hlynur Kristjánsson
- Morten Lange
- Anna Karlsdóttir
- Elfur Logadóttir
- Alma Joensen
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Eva Hrönn Jóhannsdóttir
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Magnús Þorlákur Lúðviksson
- Haraldur Haraldsson
- Hjalti Már Björnsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ágúst Hjörtur
- Andrés Jónsson
- Ebenezer Þórarinn Böðvarsson
- Ágúst Dalkvist
- Róbert Björnsson
- Sóley Björk Stefánsdóttir
- Landssamtök hjólreiðamanna
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Kristján L. Möller
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jóhann R Guðmundsson
- Púkinn
- Átakshópur um heilbrigða skynsemi í pólitískri umræðu
- Þorgerður Laufey Diðriksdóttir
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Benedikt Karl Gröndal
- Guðný Lára
- Björn Barkarson
- Sölmundur Karl Pálsson
- Guttormur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Hrannar Baldursson
- Ársæll Níelsson
- Gísli
- Steindór Grétar Jónsson
- valdi
- Sara Dögg
- Bárður Ingi Helgason
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Maron Bergmann Jónasson
- Ólafur Loftsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Baldvin Jónsson
- Tómas Þóroddsson
- Haukur Kristinsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Mafía-- Linda Róberts.
- Sigurður Egill Þorvaldsson
- Blog-andinn Eyvar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Stjórnmál
- íd
- Kolfinna Dofradóttir
- Þórður Steinn Guðmunds
- Ívar Pálsson
- Vér Morðingjar
- Kristján Kristjánsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Vestfirðir
- Heiða Þórðar
- Ólafur Fr Mixa
- Gunnlaugur B Ólafsson
- E.R Gunnlaugs
- Ingimar Ingimarsson
- Ungmennadeild Rauða krossins í Reykjavík (URKÍ-R)
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Gestur Guðjónsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- gudni.is
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli H. Friðgeirsson
- Ævar Rafn Kjartansson
- Bleika Eldingin
- Reynir Antonsson
- Bragi Þór Thoroddsen
- Sunna Dóra Möller
- Guðrún Vala Elísdóttir
- Pálmi Gunnarsson
- Bryndís G Friðgeirsdóttir
- Egill
- María Kristjánsdóttir
- Árni "Gamli" Einarsson
- Óskar Þorkelsson
- Haukur Már Helgason
- Gísli Hjálmar
- Magnús Árni Magnússon
- perla voff voff
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Júlíus Brjánsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Hörður Jónasson
- Birna G
- Sæþór Helgi Jensson
- Toshiki Toma
- Steinunn Camilla
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Sigurður Haukur Gíslason
- Ingvar Jónsson
- Bergur Thorberg
- Bjargandi Íslandi
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bandalag atvinnuleikhópa - SL
- Guðrún Birna le Sage de Fontenay
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Kvenfélagið Garpur
- Fiðrildi
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Stefán Örn Viðarsson
- Soffía Valdimarsdóttir
- Sigurður Kaiser
- Helga skjol
- Steinunn Þórisdóttir
- Eyjólfur Ingvi Bjarnason
- Vilberg Tryggvason
- Alfreð Símonarson
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hlekkur
- Guðjón H Finnbogason
- Sigurður Valur Sigurðsson
- Eva Benjamínsdóttir
- Madda
- Landvernd
- Jónas Jónasson
- Charles Robert Onken
- maddaman
- Hannibal Garcia Lorca
- Gísli Tryggvason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Rósa Harðardóttir
- Ásbjörg Ísabella Magnúsdóttir
- Þorsteinn Briem
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Pétur Sig
- Sólveig Klara Káradóttir
- Vilhjálmur Árnason
- Baldvin Jónsson
- Aprílrós
- ESB
- Sigurður Sigurðsson
- Mál 214
- GRAL - Grindvíska Atvinnuleikhúsið
- Bwahahaha...
- hreinsamviska
- Guðjón Baldursson
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Kristlaug M Sigurðardóttir
- Sigurbjörg Guðleif
- Gunnar Axel Axelsson
- Kjartan Pálmarsson
- Sema Erla Serdar
- Lúðvík Júlíusson
- Sigurður Hrellir
- Steini Thorst
- Landrover
- Vilberg Helgason
- Baldur Kristjánsson
- Magnús Vignir Árnason
- Möguleikhúsið
- Máni Ragnar Svansson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Þórólfur S. Finnsson
- Ása Björg
- Lilja Ingimundardóttir
- Örlygur Hnefill Örlygsson
- Tinna Jónsdóttir
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Stefán Gíslason
- Adolf Dreitill Dropason
- Arnar Guðmundsson
- Bergur Sigurðsson
- Birgir Þórarinsson
- Björn Halldórsson
- brahim
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðrún Jóna Jónsdóttir
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hulda Sigurðardóttir
- Kolla
- Kristján Logason
- Loftslag.is
- Magnús Jónasson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Sigurborg Kristín Hannesdóttir
- Sigurður M Grétarsson
- Sveinbjörn Ragnar Árnason
- Þórarinn Eyfjörð
- Þórður Björn Sigurðsson
Athugasemdir
Með sömu rökum og hvalaskoðunarmenn beittu um að hvalveiðar myndu rústa ferðaiðnaðinum, þá þá ekki nota þau sömu rök, þegar hann bæði eflist og ekki síst hvalaskoðunin, að það séu hvalveiðarnar sem efla bæði ferðaiðnaðinn og hvalaskoðun.
Það er auk þess rétt að geta þess að hvalaskoðunar menn mega fara inn á hvalveiðisvæðin ef þeir kæra sig um eins og hverjir aðrir sjófarandur, það má bara ekki veiða hvali á þeim svæðum sem skoðunarmenn hafa til sinna umráða, þannig að ef þeim finnst svæðið of lítið, þá fara þeir bara úr fyrir það.
Það var með þessa sértöku setningu „... hvalveiðikarlar í nostralgíukasti viljandi að eyðileggja þjóðhagslega mikilvæga atvinnustarfsemi til þess hægt sé að bæta enn í frystikistur Kristjáns Loftssonar í Japan.“ Hvað er að því að nýta og vernda (fiskistofna og hvalastofna) auðlindir þjóðarinnar.
Kristinn Sigurjónsson, 23.6.2009 kl. 12:55
Kristinn. Þú sýnir ekki dauðan hval. Í fullvissu þess eru hvalveiðikarlar í nostalgíukasti að fara inn á svæði hvalaskoðunarfyrirtækja. Þeir vita sem er að það þarf ekki mörg slík skipti til að kippa grundvellinum undan rekstri hvalaskoðunarfyrirtækjanna og þá eru þeir einir eftir.
Dofri Hermannsson, 23.6.2009 kl. 13:13
Það er víst hægt að sýna dauðan hval. Ertu svona barnungur, Dofri?
Gunnar Th. Gunnarsson, 23.6.2009 kl. 14:04
Ísland hætti að veiða hval á sínum tíma af einhverjum ástæðum var það ekki ?
Ragnar (IP-tala skráð) 23.6.2009 kl. 15:40
Jú og ástæðan var hvalveiðibann sem öfgafull umhverfis og dýraverndunar samtök keyrðu í gegn með linnulausum áróðri.
Sagt er að aðal styrktaraðilar samtaka sem berjast gegn hvalveiðum, séu samtök kúabænda (holdanauta) í USA. Hvalkjöt er í samkeppni við nautakjöt
Gunnar Th. Gunnarsson, 23.6.2009 kl. 16:06
Sæll Dorfi.
"Í fullvissu þess eru hvalveiðikarlar í nostalgíukasti að fara inn á svæði hvalaskoðunarfyrirtækja. Þeir vita sem er að það þarf ekki mörg slík skipti til að kippa grundvellinum undan rekstri hvalaskoðunarfyrirtækjanna og þá eru þeir einir eftir."
Hvað ertu að bulla Dorfi minn. Það var nú einn hvalskoðunarbátur sem ellti einn af hvalveiðibátunum í fyrra um allan sjó og langt út fyrir skoðunarsvæðið.
Málið er að hvalveiðimenn hafa marg oft reynt að rétta fram sáttahöndina og eru allir að vilja gerðir í að vinna með hvalaskoðunarfyrirtækjum. En hvað gerist, hvalaskoðunarmenn gera ekkert annað en að sparka sífellt í þá til baka. En það er kannski skiljanlegt þar sem hvalaskoðunar fyrirtækin fá háa styrki frá erlendum friðunarsamtökum fyrir að bögga þá sífellt og vera með áróður gegn hvalveiðum.
Stefán Gunnlaugsson, 23.6.2009 kl. 16:35
Af hverju væri ekki hægt að leyfa ferðamönnum að sjá bæði hvalveiðar og vinnslu hvalkjöts. Ef þeir hafa ekki áhuga á því, þá fara þeir bara með hvalaskoðunarfyrirtæki sem sleppir því. Ég hef heyrt að aðalsmásalan á hvalkjöti gerist í kringum hvalaskoðunarbátana við höfnina. Þessar fullyrðingar hvalaskoðunarmanna eru ekkert annað en staðlausir stafi, og fréttamenn ættu að sjá sóma sinn í því að vera ekki að elta þessa vitleysu í þeim. Þeir geta eins gert eins og Indverjar og farið að tilbiðja kýr.
Kristinn Sigurjónsson, 23.6.2009 kl. 16:39
...auka áhorfið með þessu : flýta sér að sjá hvalinn áður en Kristján Loftsson drepur þann síðasta ! útlendingarnir mundu flykkjast í hvalaskoðun og svo væri hægt að sýna þeim nýdrepna hrefnu eða langreið til að kóróna daginn.. hvalasteik með lunda í forrétt..
Óskar Þorkelsson, 23.6.2009 kl. 16:42
".....flýta sér að sjá hvalinn áður en Kristján Loftsson drepur þann síðasta "!
Dæmigert bull úr þessari átt.
Gunnar Th. Gunnarsson, 23.6.2009 kl. 16:48
enda hefur þú ekki húmor frekar en kræklingur Gunnar ;)
Óskar Þorkelsson, 23.6.2009 kl. 17:45
kannski gerum við Íslendingar of mikið af því að tilbiðja sjálfum okkur.
Ragnar (IP-tala skráð) 23.6.2009 kl. 20:59
Dofri.
Fyrst og fremst verðum við að gera okkur grein fyrir viðhorfi ferðamannanna sjálfra. Ég hitti fjölda ferðamanna á hverjum degi og fer oft með fólk niður að höfn og sýni þeim hvar hvalveiðiskipin liggja öðru megin við kajan og hvalaskoðunarbátarnir hinu megin. Og ég fæ spurningar. Þær eru t.d: Hvar er hægt að fá hvalkjöt? Hvernig er það matreitt? Hvernig er hvalkjöt á bragðið? Hvað þarf að fara langt út til að veiða? Nánast aldrei heyri ég neitt neikvætt um hvalveiðar. Þessi neikvæðni virðist vera eitthavð sem hefur síast út í gegn um blaðamannafundi "náttúruverndarsamtaka". Neikvæðnin er ekki meðal almennings.
Við höfum eina vannýtta auðlind. Það er okkar matarmenning. Að kynna fyrir ferðamönnum þann mat sem hefur þróast hér á landi vegna aðstæðna sem eru t.d. framboð á mat, mismunandi milli landshluta, verkunaraðferðir, geymsluaðferðir og matreiðsla. Þar á meðal eru hvalveiðar og matseld á hval. Þú mátt kalla það afdalahroka að vilja halda þessu við, en þú um það, það lýsir þinni takmörkuðu þekkingu og skorti á víðsýni.
En ég fæ stundum kjánahroll þegar ég sé þessa pistla þína sem lýsa langar leiðir af 101 slum hroka.
Megi allir vættir hjálpa Samfylkingunni ef þú ert talsmaður hennar í ferðamálum.
Steinar Frímannsson
Steinar Frímannsson (IP-tala skráð) 23.6.2009 kl. 21:10
Ég bið bara eftir því að þessir hvalfriðunarmenn breytist í þorskfriðunarmenn, á því er bitamunur en ekki fjár.
Sigurður Þórðarson, 23.6.2009 kl. 23:06
Dofri, nú veit ég ekki hvort þú ert mest fyrir pylsur og hamborgara jafnvel þó svo sé, mæli ég með því að þú leggir leið þína niður á Sægreia til að sjá fólk borða hollustufæði s.s. hvalsteik. Alltaf þega hvalaskoðunarbátarnir koma í land fyllist allt af túristum sem panta hvalkjöt.
Þetta er nauðsynlegt fyrir þig að vita ef þú villt tolla í tískunni.
Sigurður Þórðarson, 23.6.2009 kl. 23:13
Dofri minn. þú hljómar ungur og óreyndur í þessum harða heimi. Eins dauði er annars líf. Heldur vil ég fórna hvölunum en fólkinu.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 23.6.2009 kl. 23:22
Hverskonar búning eru þið að reyna að setja þennan málaflokk í ? „heldur vil ég fórna hvölunum en fólkinu“ ? Þið hljómið eins og móðirsjúka ameríkana „it's either us or them!“ við höfum getað lifað án hvalveiða í 2 áratugi. Næst farið þið að kenna hvalina um kreppuna „sko, ef við hefðum einbeitt okkur á að veiða hvali og veidd þau síðust 20 ár, þá værum við betur stödd“ erum við svo vanþróuð og ílla stödd að hvalveiðar eru það eina sem geta bjargað Ísland ? Svei, það er gott að við náum ekki hálfa milljón á þessu skeri.
Ragnar (IP-tala skráð) 23.6.2009 kl. 23:32
Það er leiðinlegt að þurfa að segja það berum orðum en um helmingur þeirra sem setja inn athugasemdir við þessa færslu virðast ekki skilja eftirfarandi staðreynd:
Ef hvalveiðimenn drepa þau dýr sem eru staðbundin á Faxaflóa og hvalaskoðunarfyrirtækin byggja viðskipti sín á þá leggst hvalaskoðun á svæðinu af!
Ef það gerist missir fjöldi manns vinnuna og borgin hluta af aðdráttarafli sínu því sá fjöldi ferðamanna sem hefur verið að nýta sér þessar skoðunarferðir skiptir tugum þúsunda á ári bara hér á Faxaflóa.
Hvalaskoðun á líklega inni mikinn vöxt ef miða má við innihald ofangreindrar fréttar. Heimskan að eyðileggja greinina með því að veiða úr stofninum á Faxaflóa er því tvöföld - eyðileggur bæði það sem hefur áunnist nú þegar og það sem líklegt er að muni bætast við á næstu árum.
Þetta hefur ekkert með mataræði mitt að gera - það kemur því ekkert við. Persónulega finnst mér hvalkjöt allt í lagi á grillið. Svipað og hrossakjöt. Mér finnst súrt rengi alveg afbragð. Það kemur málinu heldur ekkert við.
Svo lengi sem ekki er verið að drepa hvali sem eru á válista er mér alveg sama þótt fólk borði hvalkjöt. Set mig ekki upp á móti því frekar en rottu- snigla- og hundaáti. Er bara slétt sama.
Það sem mér er ekki sama um er þegar miklu hagsmunum í útflutningi, ferðaþjónustu og öðrum greinum er stefnt í voða af því gamlir karlar eins og Kristján Lofts og Hrefnu Konni halda að það sé ekki hægt að búa á Íslandi nema drepa hval - og gildir þá einu hvort einhver kaupir hann eða ekki.
Það er einfaldlega vondur bissness og við höfum ekki efni á að eyðileggja góða atvinnustarfsemi. Punktur.
Dofri Hermannsson, 24.6.2009 kl. 01:15
Þú virðist ekki átta þig á því Dofri, að hvalir eru flökkudýr. Þó drepin séu þau 10 dýr sem sáust í Faxaflóa í gær, þá þýðir það ekki að hvölum hafi verið útrýmt úr Faxaflóa.
Langreiður og hrefna eru ekki á válista íslenskra vísindamanna. Ég treysti þeim betur en aðkeyptum vísindamönnum sem notaðir eru af öfgasamtökum sem þrífast á því að fólk trúi bullinu úr þeim.
Gunnar Th. Gunnarsson, 24.6.2009 kl. 02:27
Hvað segir þú um það Dofir, að hvalir eru taldir éta um 2,5-3,0 mió. tonna af fiski á Íslandsmiðum árlega? Þetta er kallað afrán hvala?
Verður næsta vitleysan að friða þorsk, ýsu og loðnu sem hvalir éta svo að maturinn frá hvölunum verði ekki veiddur frá þeim?
Þeir sem eru mest á móti hvalveiðum eru mest megnis fordekruð borgarbörn sem vita varla hvað hvalir eru né hvernig þeir lifa.
Haraldur Þ. Þorkelsson (IP-tala skráð) 24.6.2009 kl. 09:26
Dofri, þú mátt hafa hvaða undarlegu skoðun sem þú kýst. En meðan þú ert í pólitík er óheppilegt að halda því fram opinberlega að þú fáir kjánahroll yfir viðteknum skoðunum almennings í þessu landi. Okkur hinum finnst þú skrítinn en ekki heimskur.
En að öðru. Ert þú að túlka sjónarmið allrar Samfylkingarinnar eða eru þetta sjónarmið Samfylkingarinnar í borgarstjórn Reykjavíkur? Þetta er mikilvægt að vita af því að þú ert talsmaður borgarstjórnarflokksins í umhverfismálum
Sigurður Þórðarson, 24.6.2009 kl. 09:37
Mér fyndist Dofri ætti að skrifa um eitthvað annað en atvinnumál hann hefur ekki skilning á slíku frekar en Samfylkingarfólk yfirleitt. Auglýsi eftir Samfylkingarfólki sem hefur vit á atvinnurekstri,ég veit að það er til í VG.
Ragnar Gunnlaugsson, 24.6.2009 kl. 12:19
Sæll Dorfi.
"Ef hvalveiðimenn drepa þau dýr sem eru staðbundin á Faxaflóa og hvalaskoðunarfyrirtækin byggja viðskipti sín á þá leggst hvalaskoðun á svæðinu af!"
Þessi setning sýnir það að þú hefur ekki græna glóru um hvað þú ert að tala. Þess vegna mæli ég með að þú tjáir þig framvegis um þau málefni sem þú hefur þekkingu á eða aflir þér þekkingar áður en þú bullar eitthvað upp í loftið.
Bara í faxaflóa eru mörg þúsund hrefnur yfir hásumarið, og þar að auki eins og Gunnar bendir á þá eru þetta flökku dýr sem synda þangað sem eitthvað er að éta. Tildæmis var hægt að stunda hrefnuveiðar á nákvæmlega sama svæðinu, dag eftir dag og viku eftir viku ef nóg var æti.
En það er grátlegt ef stjórnmálamenn landsins sem eiga að taka ákvarðanir, vita ekki betur um málefnin sem þeir þurfa hugsanlega að taka ákvarðannir um.
Stefán Gunnlaugsson, 24.6.2009 kl. 13:00
Gunnar. Rannsóknir sem Hafró hefur unnið að í samvinnu við Eldingu bendir til þess að þau dýr sem hvalaskoðunarfyrirtækin eru að sýna ferðamönnum séu þau sömu túr eftir túr, mánuð eftir mánuð og jafnvel ár eftir ár. Þetta er ekkert óvenjulegt fyrir flökkudýr, farfuglar koma ævinlega í sömu firðina og laxar í sömu árnar.
Haraldur. Hvalir éta bæði svif og fisk, misjafnt eftir tegundum, en þetta hafa þeir alltaf gert. Ef þú ætlar að hafa áhrif á stofnstærð þorsks með því að veiða hval dugar þér hins vegar ekki að veiða minna en svona 20 þúsund hrefnur. 40 þúsund hrefnur éta nefnilega ekki verulega mikið meira en 39.800 hrefnur. Þessi lógík er því hundalókík af einföldustu sort.
Sigurður. Það er nú svo undarlegt að í sama orðinu og gerðar eru þær kröfur til stjórnmálamanna að þeir tali skýrt og út frá sannfæringu sinni er þess jafnframt krafist af þeim að þeir segi ekkert ef þeir hafa umdeilanlegar skoðanir.
Ég ætla að halda mig við fyrri kostinn. Á þessari síðu tjái ég mig fyrst og fremst sem ég sjálfur en get upplýst þig um það að borgarstjórnarflokki Samfylkingarinnar finnst hart sótt að hvalaskoðun sem er gríðarlega mikilvæg starfsemi fyrir ferðaþjónustuna í borginni. Það er því engin prívatskoðun mín, hvað þá trúaratriði. Hér er einfaldlega um blákalt hagsmunamat að ræða.
Það er áhugavert að fylgjast með Ragnari fella dóma um vit manna á atvinnumálum þegar hann sjálfur virðist ekki gera sér neina grein fyrir því hvað hvalaskoðun er að gera fyrir atvinnulífið á svæðinu.
Hvað kjánahrollinn varðar þá vísar fyrirsögnin til fréttarinnar þar sem fram kemur að fulltrúi Íslands á erlendum vettvangi reyndi að telja heiminum trú um að hvalveiðar styrki hvalaskoðun. Þegar ég les um að svona kjánaleg fullyrðing hafi verið sett fram í nafni þjóðarinnar fæ ég imbahroll niður eftir bakinu. Sigurður fullyrðir að þetta sé viðtekin skoðun á meðal þjóðarinnar en ég leyfi mér að hafa meiri trú á þjóðinni en það.
Dofri Hermannsson, 24.6.2009 kl. 16:55
Sæll Dofri, ég er sammála þér í því að það sé alls ekki aðfinnsluvert að stjórnmálamenn segi sinn hug og síst af öllu myndi ég hvetja þig til að hætta því. Ég hef oft veitt málflutningi þínum athygli og við erum mun oftar sammála þó við séum það ekki í þessu hvalamáli. Hitt er annað mál að menn gera málflutning sinn ekki sannverðugri þó þeir tali niður til þeirra sem eru á öndverðu meiði.
Ég vona að við séum algjörlega sammála um að við þurfum að leggja mun meira upp úr umhverfis- og náttúruvernd í sem víðustum skilningi. Fyrirsjáalega mun mengun ógna sjávarspendýrum meir í auknum mæli. Við gætum gert okkar til að sporna við því með því að hafa virkara eftirlit með losun úrgangs í okkar lögsögu. Við gætum líka átt nánari samvinnu við nágrannaþjóðir okkar í þessum efnum. Þetta þarf alls ekki að kosta mikla peninga heldur er þetta aðallega spurning um skipulagningu. (skrá niður hvert eiturúrgangur fer) þetta er gert hjá mörgum öðrum þjóðum en fáir eiga jafn mikið undir þessu og við. Hafnirnar gætu vel lagt þessu lið eins og gert er annarsstaðar og þetta væri verðugt verkefni t.d. fyrir Faxaflóahafnir.
Sigurður Þórðarson, 24.6.2009 kl. 18:54
Þú sem varaborgarfulltrúi Dofri og talsmaður borgarstjórnarflokks Samfylkingarinnar í í umhverfis- samgöngu- menningar- og ferðamálum, hlýtur að geta frætt okkur um hvað hvalaskoðun er að skila miklu til borgarinnar. Vildurðu vera svo vænn að upplýsa okkur um það?
Gunnar Th. Gunnarsson, 25.6.2009 kl. 01:55
býrð þú ekki á Reyðarfirði Gunnar Th ? hvurn fjandann varðar þig um málefni reykjavíkur ?
Óskar Þorkelsson, 25.6.2009 kl. 12:08
Fáir Íslendingar eru meiri Reykvíkingar en ég. Reykjavík er borgin sem mig ól og allt mitt fólk í báðar ættir frá því fyrir daga Innréttinganna. En það skiptir svo sem ekki máli í þessu sambandi, ég er bara að forvitnast um þetta sem Íslendingur. Við erum jú ein þjóð í einu landi.
Áttu Austfirðingar að hvarta yfir því að latte-lepjandi listaspýrur úr Reykjavík væru að skipta sér af framkvæmdunum fyrir austan? (Reyndar kvörtuðu sumir )
Gunnar Th. Gunnarsson, 25.6.2009 kl. 12:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.