Bílaplanið við Egilshöll lagað

Til mikillar ánægju fyrir undirritaðann og aðra Grafarvogsbúa verður planið við Egilshöll loksins klárað en það hefur verið eitt samfellt polla og holusvæði frá upphafi með tilheyrandi slysahættu.

Á fundi í Umhverfis- og samgönguráði fyrir skemmstu lagði síðuskrifari fram fyrirspurn um stöðuna á þessu máli og hvatti eindregið til að ekki yrði gengið frá frekari samningum öðru vísi en að gengið yrði frá planinu á sómasamlegan hátt.

Samkvæmt samningi við eigendur áttu þeir að klára frágang á planinu fyrir mörgum árum. Sú staðreynd að ekki var staðið við það var í raun nægjanlegt tilefni til að halda eftir greiðslum eða rifta samningnum.

Það er gott að það er búið að lenda þessu máli.


mbl.is Fjölnir í Egilshöllina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála. Þetta eru mjög góðar fréttir fyrir okkur aðdáendur (og stundum notendur) Heilsuakademíunnar í Egilshöll. Planið ætti að setja í algjöran forgang!

María Ágústsdóttir (IP-tala skráð) 2.7.2009 kl. 22:15

2 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

uppbygging sem þessa vil ég sjá víðar og slá frekar af við Alþýðuhöllina (Tónlistarhús)

íþróttir eru fyrir alla

Jón Snæbjörnsson, 3.7.2009 kl. 10:34

3 Smámynd: Morten Lange

Hvernig verði lagað með tilliti til öryggistilfinningu og  greiðfærni gangandi ( og hægfara /óvana hjólreiðamanna )  ?

Verður hægt að læsa stell reiðhjóla eins og við bogana græna sem Reykjavíkurborg hefur sett upp á útvöldum stöðum eða verða bara gjarðabanastatíf ?

Hmm... Eitt enn á meðan ég man : Er eitthvað að frétta af hjólreiðanefnd Reykjavíkuborgar.  Það er ekki einu sinni verið að halda hagsmunasamtök hjólreiðamanna upplýsta um hvort sé fundað eður ei.

Fyrirgefið að ég skyldi vera svona glaðbeittur :-) 

Morten Lange, 3.7.2009 kl. 10:37

4 Smámynd: Aprílrós

kominn tími líka alveg ;)

Aprílrós, 3.7.2009 kl. 10:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband