Búið að blóðmjólka æseif

Nú er stjórnarandstaðan búin að blóðmjólka æseif. Orð eins og "svik" og "landráð" hafa misst merkingu sína. Fólk er farið að átta sig á heildarmyndinni og fjörið er búið í bili.

Eftir að hafa sökkt skútunni með því að gefa vinum sínum eigur þjóðarinnar og leggja niður "eftirlitsiðnaðinn" í landinu standa helmingaskiptaflokkarnir uppi á skeri og hreyta ónotum í þá sem eru að reyna bjarga þjóðinni á þurrt.

Fyrst átti ekki að borga neitt en það reyndist galið, svo voru vextirnir taldir of háir en reyndust svo mun lægri en skuldatryggingarálag ríkisins gaf tilefni til. Svona hefur hver upphrópunin eftir aðra verið könnuð og fæstar hafa þær staðist skoðun.

Aldrei hefur stjórnarandstaðan lagt til neina lausn á málinu. Enda ekki tilgangurinn því það býður upp á gagnrýni sem er óþægileg. Það átti bara að kreista eins mikla óánægju út úr málinu og hægt væri. Og nú er mjólkin orðin blóðlituð.

Guðbjartur formaður fjárlaganefndar ætti að fá orðu fyrir þolinmæði.


mbl.is Samkomulag að nást
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

-Nákvæmlega! 

Teitur Atlason (IP-tala skráð) 15.8.2009 kl. 06:25

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Ég mæli með orðuveitingunni, þvílíkt úthald. Embætti þingforseta í málþófi Íhaldsins fyrir kosningar, hefur verið æfing fyrir þessa þolraun hans. Nú eru fáir kostir í stöðunni fyrir þessa flokka, þegar fer að falla að eins og ætíð gerist, þá verður vistin á skerinu nöturlegri með hverjum deginum sem líður.

Það var beinlínis grátbroslegt að hlusta á "silfurskeiðadrengina" sem titlaðir er formenn klíkuflokkana, blása sig út í sjónvarpinu í fyrrakvöld og tala eins og hrunið kæmi þeim ekki við og þeirra hópar hefðu þar hvergi komið nærri.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 15.8.2009 kl. 09:28

3 identicon

Sæll.

Aldrei vill Samfylkingin kannast við fortíð sína. Samfylking átti bankamálaráðherra og samt ætlar þú að kenna Sjöllum og Framsókn um Icesave? Samfylkingin fékk tækifæri til að gera eitthvað eftir viðvaranir en gerði það ekki þó þú viljir auðvitað aldrei viðurkenna það. Vandinn sem við og fleiri lönd erum í er kerfislægur og því þarf kerfisbreytingar líkt og menn eru nú að vinna í í USA. Hvað gerir Samfylkingin nú í málinu? Ekkert!! Hvers vegna? Hún skilur ekki vandann nú frekar en fyrr heldur hugsar bara um að komast inn í EB þar sem smjör drýpur af hverju strái.

Samfylkingin skilur ekki vandann heldur lætur eins og allt lagist þegar við komumst í EB. EB er engin paradís þó Samfylkingarfólk dreymi blauta drauma um það miðstýrða apparat. Veit Samfylkingarfólk ekki hvað er að gerast á Spáni, Írlandi eða Lettlands svo fáein dæmi séu tekin. Þessi lönd eru í EB en með allt á hælunum. Þið lofuðuð sterkari krónu með EB umsókn en það gekk ekki eftir. Getur ekki verið að Sf skorti heilbrigða sjálfsgagnrýni? Veit Sf að stjórnarskrárdómstóll Þýskalands hefur úrskurðað að Evrópuþingið sé andlýðræðisleg samkunda. Er EB lýðræðislegt? Í reynd ekki þar sem ekki er tekið mark á vilja íbúa heldur kosið þar til framkvæmdastjórnin fær það sem hún vill með því að hræða kjósendur. Kallast það að fara eftir vilja kjósenda? Dæmi hver fyrir sig!! Veit samfylkingin ekki að um 2/3 hlutar Breta vilja losa um tengslin við EB? Svipuð staða er uppi í öðrum löndum eins og t.d. Austurríki. 16% Breta vilja slíta sig að öllu leyti frá EB.

Samfylkingin stakk álit frá breskri lögfræðistofu undir stól. Samfylkingunni finnst allt í lagi að gefa skít í framtíð þjóðarinnar og sökkva okkur í skuldafen. Það verður athyglisvert eftir nokkur ár að sjá hvernig þið kennið öðrum um eigið klúður. Þið í Sf áttið ykkur vonandi á að borga þarf lán til baka með vöxtum. Er það ekki annars?

Ekki hafa allir í stjórnarandstöðunni sagt að ekkert ætti að borga, flestir átta sig á að við berum nokkra ábyrgð en við eigum ekki einir að bera ábyrgð á EB klúðri. FME Bretlands og Hollands bera líka ábyrgð. Upphaflega var lagt upp með að taka tillit til greiðslugetu landsins en Icesave samninganefnd ykkar og Vg klúðraði því. Viltu kannski kenna öðrum um það? Nú vilja Vg og Sf ekki hlusta á ráð reyndra erlendra sérfræðinga. Sf verður að átta sig á því að hún er fulltrúi Íslendinga en ekki EB.

Hefur stjórnarandstaðan aldrei lagt til neina lausn í Icesave? Hvernig færðu það út? Það er einmitt öfugt, Sf vill bara borga í stað þess að gæta hagsmuna Íslendinga. Kann enginn í Sf stærðfræði? Ábyrgir menn sjá að við stöndum ekki með góðu móti undir Icesave og hafa því verið að pressa á fyrirvara eða að samið verði upp á nýtt. Eru þetta ekki tillögur? Samfylking vill bara borga og finnst allt í lagi að við verðum hrikalega skuldsett þó sú aðferð hafi reynst vinum Sf (útrásarvíkingunum) illa. Hvaða formaður mærði Jón Ásgeir í Borgarnesi? Þið stökkvið ekki frá ykkar fortíð þó þið viljið það.

Ef "eftirlitsiðnaðurinn" var lagður niður eins og þú vilt meina var verk Sf því þið voruð yfir FME. Viltu kannski kenna öðrum um það? Sf hafði rúmt ár til að gera eitthvað en gerði ekki neitt. Þessi orð þín endurspegla líka vanþekkingu á þessum málaflokki, hann er snúinn og langan tíma getur tekið að klára þessi mál.

Hvernig væri nú að Sf áttaði sig á því að hún á að vinna fyrir Íslendinga og hætti að kenna öðrum um eigið klúður. Er ekki betra að reyna að vinna að lausn þessara snúnu mála saman í stað þess að vera í skítkasti?

Jon (IP-tala skráð) 15.8.2009 kl. 09:38

4 identicon

Það er frekar klaufarlegt að semja um icesave á meðan almeningsálitið er að snúast í Bretlandi.  Málið er að svona hlutir sita fastir í þjóðum í langan tíma.  Það kemur tími þar sem Bretar þurfa á öðrum að halda, og þá vita þjóðir sem eru minni en þeir við hverju er að búast ef illa fer.

 Dofri, ég veit að þú ert upptekinn á hjólnu þínu, reyna að finna kvennastöf í sveitum, velta fyrir þér hvort eigi að vera útsýnisskífa á skemmdum vatnsdúnki í Grafarvoginum þannig að ég verð aðeins að upplýsa þig.

 Stjórnarandstaðan er búinn að benda á veikleika á samnignum, og það hafa komið hingað lögfræðingur sem er sérfræingur í skuldum þjóða, það hafa komið fram skjöl sem sýna fram á að stjórnin hefur falið upplýsingar og samninganefninn sýnt að samninganefndinn hefur samið af sér. Fullt af atriðum eru þannig að ekki er hægt að fallast á samnigana. villtu að ég telji þá upp?

Ef þú hefur lesið lögfræði hluta af þessu þá er hvergi minnst á ríkisábyrgð á innistæðutryggingum.  Þetta er verið að þvinga okkur til að taka á okkur. Eins er að Bresk stjórnvöld gáfu út að þeir ætluðu að hækka innistæðutryggingarnar um helming og við sem þjóð þurfum að borga það.

Stjórnaranstaðan hefur vilja fara lögfræðileiðina, sérstaklega vegna beiting hriðjuverkalagana.  í vetur var maður sem talin var háttsettur í Al-qaíta sýknaður af því bretarnir beittu hriðjuverkalögum á hann.  Og heil þjóð lenti í þessu og ekkert var gert!!!

En undanlátsemi samfylkingarinnar við Beta er vegna ESB.  ESB aðild íslands myndi gera það að verkum að menn eins og Össur og fleyrri samflokksmenn myndu vera komnir með laun hjá ESB.  Meðalstjórnandi hjá ESB er með ca 100 milljónir á ári an skatta! 

Því er eðlilegt að menn eins og Össur, Helgi Hjörvar formanni fjárlaga og SKATTANENDAR(sem fékk dóm fyrir það fyrir nokkrum árum að kveikja í bókhaldinu í fyrirtækinu sem hann átti með Hrannari Arnarssyni aðstoðamanni forstætisráðherra), Björgvin Sigurðsson, Árni Páll Árnason og fleyrri og fleyrri vilji ganga í ESB. 

 Ef við göngum ekki í ESB  þá þarf þetta lið að fara að vinna eftir að pólítískum ferli þerra líkur.  Laun um 300 þús krónur á mán hjá flestum af þessu fólki miðað við menntun (ekki árni)

Þetta fólk er hluti af sjálftökufólki fjórflokkana sem á ekki langa framtíð fyrir sér. Þetta fólk þrífst ekki ef á að skera niður harkalega. 

 Og þolinmæði Guðbjarts, hún er ekki til. Hann var neyddur til að sita fundina. Honum eins og öðrum samfylkingarmönnum er sama um þjóðina. Hann vildi samþykkja strax það sem þessi glataða samningsnefnd kom fram með.

kv.

Jón Þór

jonthorh (IP-tala skráð) 15.8.2009 kl. 09:45

5 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Þú skilur ekki hvað verið er að gera Dofri.

Allir einhliða fyrirvarar á þessum samningi fella hann.

Sáttin sem nú er að nást snýst um að sjórnin falli ekki þó samnigurinn sé felldur með fyrirvörum.

Guðmundur Jónsson, 15.8.2009 kl. 12:02

6 identicon

Nýtt uppbyggingartækifæri

Er ekki kominn tími á að snúa vörn í sókn! og hætta að eyða orkunni í neikvæða umræðu.

Við erum hópur af tæknifrumkvöðlum sem vantar ekki nema andvirði meðal jeppa í að klára nýtt og spennandi vaxtartækifæri, sem gæti skapað hundruð starfa á Íslandi í framtíðinni. Við leitum að aðilum sem vilja snúa eignum t.d. jeppa eða fasteign, yfir í hlutafé í spennandi tæknifyrirtæki. Við munum nota tengslanetið okkar til að hjálpa við að koma eigninni í sölu. Þeir sem hafa áhuga sendi tölvupóst til: uppbygging@hotmail.com

Uppbygging (IP-tala skráð) 15.8.2009 kl. 15:32

7 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Dofri, ef hluti þingliðs VG hefði ekki staðið í vegi fyrir samþykkt á þessum samningi, þá hefði Samfylkingin náð að fá hann samþykktan óbreyttan og án fyrirvara. Er það eitthvað sem þér finnst tilefni til þess að standa upp á steini og gaspra um?

Sigurður Þorsteinsson, 15.8.2009 kl. 20:11

8 Smámynd: Ísleifur Gíslason

Mér sýnist Sjálfstæðisflokkurinn og Borgarahreyfingin ætli að gera sig samsek um þessi landráð.

Ísleifur Gíslason, 15.8.2009 kl. 22:06

9 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Það er vissulega súrt að horfa á félagshyggjuflokkana taka til eftir spungið hagkerfi og glannalega frjálshyggjutilraun Íhalds og Framsóknar. Hvað munuð þið segja eftir 2 til 4 ár þegar árangur tiltektarinnar fer að koma í ljós. Þegar búið verður að laga stjórnarskrána að nútímanum. Við komin inn í ESB, búið að afnema verðtrygginguna, við komin með stöðugan gjaldmiðil. harðbýlisstyrkir farnir að skila raunverulegri uppbyggingu út um allt land. Búið að taka til í stjórnkefinu, fjármál heimilanna á uppleið o.s.frv.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 17.8.2009 kl. 02:33

10 identicon

Hver er þín skoðun á sölu OR á hlut sínum til HS-orku?

Sólveig (IP-tala skráð) 19.8.2009 kl. 12:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband