Framtíðarsýn

Íslensk stjórnvöld skortir tilfinnanlega framtíðarsýn fyrir hönd lands og þjóðar. Hrein óspillt náttúra, barnvænt samfélag þar sem jöfnuður ríkir og tækifæri til menntunar eru fyrsta flokks eru jákvæðustu þættir í ímynd Íslands.

Ríkisstjórn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafa markvisst veikt þessa styrkleika Íslands með auknum ófjöfnuði, stóriðjuhernaði gegn landinu og óbilgirni sjávarútvegsráðherra á alþjóðavettvangi. Það mun verða okkur dýrt ef við snúum ekki við blaðinu.

Með heimsvæðingunni eru mörk þjóðríkja að verða óskýr en svarið við henni er Nýja svæðastefnan (New Regionalism) sem er tilhneiging svæða heims til að nýta sér sameiginlega styrkleika sína. Norræn velferð er dæmi um þessa þróun en í umræðu um efnahagsmál í heiminum hefur sérfræðingum orðið tíðrætt um norræna velferðarkerfið og mikilvægi þess fyrir gott efnahagslíf - öfugt við það sem margir hægrimenn hafa boðað.

Við búum í heimi þar sem alþjóðleg stórfyrirtæki geta á einum fundi ákveðið að breyta um heimilisfesti og borga skatta sína og gjöld annað. Á Íslandi höfum við boðið upp á hagstæð gjöld en samkeppnin um lág gjöld er að harðna.

Við búum líka í heimi þar sem hrein og óspillt náttúra verður æ sjaldgæfari. Sú þjóð sem er þekkt fyrir slík verðmæti og að standa vörð um þau hefur ímynd sem er eftirsóknarvert fyrir alþjóðleg fyrirtæki að tengjast.

Náum við Íslendingar að halda og byggja enn frekar upp slíka ímynd verður það mun áhrifaríkari leið til að halda í alþjóðleg stórfyrirtæki en lágir skattar. Náum við einnig að endurreisa samfélag sem leggur áherslu á jöfnuð, menntun og aðbúnað barna eins og best gerist í heiminum verður Ísland einn af ákjósanlegustu stöðum heims fyrir alþjóðleg stórfyrirtæki að bjóða starfsfólki sínu að búa á.

Í áramótaávarpi Forseta Íslands kom fram stórhuga framtíðarsýn um hlutverk Íslands í því risastóra verkefni að vinna gegn áhrifum loftslagsbreytinga. Nú þegar þjóðir heims eru loksins að vakna til vitundar um vandann er hér stórt tækifæri fyrir litla þjóð.

Loftlagsbreytingar eru stærsta ógn við öryggi í heiminum sem við höfum staðið frammi fyrir um langt skeið. Breytingarnar munu hafa í för með sér hamfarir og uppskerubresti sem munu kynda undir átökum og stökkva heilum þjóðum á flótta. Ríkisstjórn sem vill sæti í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna ætti að hugleiða það.

Ríkisstjórn með framtíðarsýn hefði notað tækifærið sem fólst í samningum við bandaríkjamenn til að koma hér á fót alþjóðlegri rannsóknarmiðstöð í loftslagsmálum, líkt og Forseti Íslands gerði að umtalsefni í áramótaávarpi sínu. Slíkt framtak hefði sýnt fram á erindi slíkrar þjóðar í Öryggisráðið.

Við þurfum ríkisstjórn með framtíðarsýn. Ríkisstjórn sem sér að hrein óspillt náttúra, jöfnuður og menntun í fremstu röð eru þau gildi og þeir styrkleikar sem Ísland ætti að byggja framtíð sína á.


mbl.is Forseti Íslands segir mikilvægt að stytta langan vinnudag og bæta aðstöðu foreldra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sorry,  held að þú sérst einn um þá skoðun að samfylkingin hafi framtíðarsýn í umhverfismálum.  Fjöldi þingmanna flokksins er á annarri skoðun en þú og frú ingibjörg.  skrítið en samt satt.  Með öðrum orðum,  samfylkingi er klofin í þessum málaflokki hvað sem þú segir.  

Val (IP-tala skráð) 2.1.2007 kl. 20:13

2 Smámynd: Dofri Hermannsson

Einfaldlega rangt. Þingflokkurinn stendur allur að baki Fagra Íslandi, sem vel að merkja eru einu tillögurnar sem nokkur flokkur á Íslandi hefur sett fram um það hvernig á að taka á málefnum náttúruverndar. Skrýtið en samt satt!

Pólitískir andstæðingar hafa hins vegar reynt eins og þeir geta að kasta rýrð á Fagra Ísland, ekki tillögurnar sjálfar af því það er býsna erfitt, en með tali um klofning sem ekki á við rök að styðjast. Þessum andstæðingum má gróflega skipta í tvennt. Annars vegar íhaldsmenn sem vita að Sjálfstæðisflokkurinn er jafn mikill stóriðjuflokkur og framsókn og harðari í afneitun á loftslagsbreytingar en Bush. Hins vegar Vinstri græna sem óttast að stór hluti fylgis þeirra sé óánægjufylgi sem muni renna heim til Samfylkingarinnar vegna Fagra Íslands. Fyrrnefndi hópurinn á langt í land með að ná samstöðu um nokkra umhverfisstefnu sem heitið getur en síðarnefndi hópurinn var svo upptekinn við mótmælabaráttu að honum datt ekki í hug að það þyrfti að móta tillögur að víðtækri sátt til að ná alvöru árangri. Hann er í þeirri skrýtnu stöðu að vera að svíkja málstað sinn af hræðslu við að tapa einkaleyfinu á að berjast fyrir honum. Hvort ert þú?

Dofri Hermannsson, 3.1.2007 kl. 00:03

3 Smámynd: Dofri Hermannsson

 

Einfaldlega rangt. Þingflokkurinn stendur allur að baki Fagra Íslandi, sem vel að merkja eru einu raunhæfu tillögurnar sem nokkur flokkur á Íslandi hefur sett fram um það hvernig á að taka á málefnum náttúruverndar. Skrýtið en samt satt!

Pólitískir andstæðingar hafa hins vegar reynt eins og þeir geta að kasta rýrð á Fagra Ísland, ekki tillögurnar sjálfar af því það er býsna erfitt, en með tali um klofning sem ekki á við rök að styðjast. Þessum andstæðingum má gróflega skipta í tvennt. Annars vegar íhaldsmenn sem vita að Sjálfstæðisflokkurinn er jafn mikill stóriðjuflokkur og framsókn og harðari í afneitun á loftslagsbreytingar en Bush. Hins vegar Vinstri græna sem óttast að stór hluti fylgis þeirra sé óánægjufylgi sem muni renna heim til Samfylkingarinnar vegna Fagra Íslands. Fyrrnefndi hópurinn á langt í land með að ná samstöðu um nokkra umhverfisstefnu sem heitið getur en síðarnefndi hópurinn var svo upptekinn við mótmælabaráttu að honum datt ekki í hug að það þyrfti að móta tillögur að víðtækri sátt til að ná alvöru árangri. Hann er í þeirri skrýtnu stöðu að svíkja málstað sinn af hræðslu við að tapa einkaleyfinu á að berjast fyrir honum. Hvort ert þú, Val?

Dofri Hermannsson, 3.1.2007 kl. 00:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband