Ríki í ríkinu

Á vísi.is má sjá þessa frétt:

Landvirkjun og Flóamenn ræða áfram saman

Fulltrúar sveitarstjórnar Flóahrepps og Landsvirkjunar hyggjast halda áfram viðræðum um Urriðafossvirkjun en þeir hittust á fundi í morgun til þess að ræða þá ákvörðun sveitarstjórnarinnar að taka virkjunina út úr drögum að aðalskipulagi.

Virkjunin er sú stærsta af þremur virkjunum sem Landsvirkjun áformar í neðri hluta Þjórsár en sveitarstjórnin ákvað að taka hana út úr drögum að aðalskipulagi þar sem ekki væri nægilegur ávinningur af slíkri virkjun fyrir hreppinn auk þess sem mikill skaði yrði á umhverfinu vegna þess.

Fram kemur í tilkynningu frá Landsvirkjun í dag að fulltrúar sveitarstjórnarinnar og fyrirtækisins hafi sammælst um að ræða áfram saman og verður meðal annars rætt um samgöngur og ferðaþjónustu á svæðinu, vatnsvernd, lífríki Þjórsár, landnotkun í nágrenni virkjunarinnar og mögulegar mótvægisaðgerðir.

Sveitarstjórn mun halda íbúafund þann 25. júní þar sem tillögur að aðalskipulagi verða kynntar með og án Urriðafossvirkjunar. Í framhaldi af því er gert ráð fyrir formlegu auglýsingar- og kynningarferli í samræmi við skipulagslög.

Landsvirkjunin segir í tilkynningu sinni að það sé von beggja aðila að sameiginleg niðurstaða fáist sem fyrst um nauðsynlegar mótvægisaðgerðir og önnur samskipti vegna virkjunarinnar.

Þetta er athyglisvert. Á mannamáli þýðir þetta að núna ætlar ríkisstofnunin Landsvirkjun að bjóðast til að leggja þá tengivegi innan sveitarinnar sem íbúar eru orðnir þreyttir á að bíða eftir að samgönguyfirvöld leggi. Það verður spennandi að sjá hvað kemur út úr þessum hrossakaupum.

Einnig áhugavert að velta fyrir sér því valdi sem Landsvirkjun hefur til svona hrossakaupa. Skammt er að minnast þess þegar Landsvirkjun reiddi fram tugi milljóna til að klára að gera upp Þjóðminjasafnið sem menntamálaráðuneytið hafið ekki haft efni á árum saman.

Það er ærin ástæða til að velta fyrir sér valdi þessarar stofnunar sem hagar sér eins og ríki í ríkinu.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Flott blogg.

María Kristjánsdóttir, 16.6.2007 kl. 00:46

2 Smámynd: Valgerður Halldórsdóttir

Já, þetta er alveg ótrúlegur farsi!

Valgerður Halldórsdóttir, 18.6.2007 kl. 19:23

3 Smámynd: Óðinn Þórisson

Dofri hvað er þetta með sf og ragga bjarna ?

Óðinn Þórisson, 19.6.2007 kl. 11:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband