Hagsmunir almennings virðast gleymast

Undanfarið hefur umræðan bara snúist um tvennt - spillingu og tilfinningalíf sjálfstæðismanna.

Þetta eru vissulega mikilvægir punktar, spilling og baktjaldamakk eins og hefur viðgengist í REI er ólíðandi. Fólk ætti líka að hafa samúð með tilfinningalífi sjálfstæðismanna í borginni sem núna eru allt í einu orðnir miklir talsmenn samræðustjórnmála.

Aðal málið er hins vegar hagsmunir almennings. Ef REI verður selt núna strax er búið að selja Hitaveitu Suðurnesja í hendur einkaaðila, dreifikerfi, orkuver og auðlindir. Er það réttlætanlegt til þess eins að lægja öldur innan borgarstjórnarflokks sjálfstæðismanna?

Ef REI verður selt núna er mjög líklega verið að hlunnfara almenning í borginni um tugi milljarða og afhenda þá einkaaðilum. Er það réttlætanlegt til að bjarga meirihlutanum úr sálarkreppu?

Af hverju má ekki bara hreinsa upp skítinn, þ.m.t. kaupréttarsamninga, kaup Bjarna Ármannssonar o.fl., skipa faglega stjórn sem starfar fyrir opnum tjöldum og selja svo hlut borgarinnar í fyrirtækinu þegar það fer á markað eftir 3 ár?

Hvaða hagsmuni er brýnna að vernda en hagsmuni almennings?


mbl.is Minnihlutinn í borgarstjórn biður um aukafund vegna REI
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband