Mörgæsapartý

Það var athyglisvert fyrir margra hluta sakir að horfa á frétt um netþjónabú á Vellinum í gær.

Þar voru boðaðar framkvæmdir fyrir um 40 milljarða en inni í því mun vera lagning nýs sæstrengs, virkjanir í Þjórsá og fjárfestingar í netþjónabúinu sjálfu, væntanlega.

Ekki kom fram hvað mikla orku netþjónabúið þarf en algeng orkuþörf þeirra er um 50-100 MW. Það er því óþarfi að virkja Þjórsá til að stinga netþjónabúinu í samband. Ekki kom fram í fréttinni hver sagði að orkan þyrfti að koma úr Þjórsá - var það Friðrik Sophusson forstjóri Landsvirkjunar? Á hann ekki enn eftir að semja við landeigendur sem ekki vilja semja við hann?

Bæjarstjórinn í Reykjanesbæ sækir það fast að koma upp álveri í Helguvík. Hann er búinn að fara í gegnum umhverfismat með sjálft álverið en á eftir að afla orkunnar og fá leyfi fyrir raflínulögnum. Það er alls kostar óvíst að sú orka fáist því Suðurlindir halda fast um sína orku og mikil andstaða er við svokallaða Bitruvirkjun.

Hitaveita Suðurnesja getur tryggt orku sem nemur 50-100 MW og á von um annað eins ef leyfi fæst til stækkunar í Reykjanesvirkjun og Svartsengi. Væri ekki nær að sleppa línulögnum eftir endilöngum Reykjanesskaganum, sleppa álverinu sem flest mælir á móti og stinga einfaldlega þessum MW Hitaveitu Suðurnesja í samband við þetta ágæta netþjónabú?

Áður en orð forstjóra LV? eru gripin á lofti um nauðsyn þess að virkja í Þjórsá til að bloggarar heimsins geti googlað að vild væri ekki úr vegi að rifja upp að ná mætti orku sem nemur heilli stórri virkjun með því að bæta flutningskerfi raforkunnar.

Þetta eru nokkrar spurningar og vangaveltur sem verðlaunablaðamaðurinn Kristján Már Unnarsson hefði getað nýtt sér til að gera athyglisverða frétt dýpri og meira spennandi.

Það sem vakti hins vegar mesta athygli mína við fréttina var fólkið sem bar fyrir augu. Af þeim ca 30 manns sem þarna bar fyrir augu sá ég enga konu - fyrr en ég skoðaði fréttina í þriðja skipti, þá sá ég eina! Bara karlar á jakkafötum. Hvílíkt mörgæsapartý!

Ég held að það væri ekki galið að fá fleiri konur í lykilstöður í orkugeiranum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Ég hjó einmitt eftir því sama þegar ég horfði á þessa frétt.  Ég vissi ekki að búið væri að út gefa virkjunarleifi í neðri þjórsá... en er þetta ekki bara sjálftektarflokkurinn í hnotskurn ?

Óskar Þorkelsson, 27.2.2008 kl. 21:32

2 Smámynd: Sævar Helgason

Í fréttum í gær kom fram að fyrrihluti gagnaversins þarf 24 MW orku oog síðarihluti 25 MW. Fjárfestingin er um 20 milljarðar á 5 árum og bein og óbein efnahagsleg áhrif innanlands verði um 40 milljarðar isl.kr.  100 manna starfslið og þá væntanlega 200-300 manna afleidd störf...það hleypur á snærið hjá Suðurnesjamönnum.

Landsvirkjun útvegar orkuna.

Sævar Helgason, 27.2.2008 kl. 21:34

3 Smámynd: Pálmi Gunnarsson

Það hlýtur að vera búið að gefa út virkjunarleyfi því Soffi segist vera að taka til í smíðakassanum. Svo vill Kristján ekki bakka við Bakka. Það jafnvel þó hægt væri að koma upp fjölmennum vinnustað eins og netþjónabúi sem mengar víst ekki meira en sem nemur prumpi þeirra sem vinna á slíkum stað. Stjórmálamenn virðast flestallir hafa kýrheila því það er svo dæmalaust furðulegt sem kemur frá þeim. Þegar kemur að landsbyggðamálum og " landsbyggðavandanum"  þá verður seint sagt að þeir lifi í lausnunum, heldur eru heil byggðalögin töluð niður í flórinn til þess eins að bjóða uppá það sem lausn að flytja í næsta flór.

Pálmi Gunnarsson, 27.2.2008 kl. 21:45

4 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Eins og talað út úr mínu hjarta... eða heila. Einmitt það sem ég var að hugsa eftir þessar fréttir. Sama dag var grein eftir konu á Suðurnesjum sem kvartaði sáran undan atvinnuleysi á svæðinu og álver í Helguvík væri það EINA sem gæti bjargað þeim þarna suðurfrá.

Ég styð tillögu þína um fleiri konur í orkumálin, ekki veitir af.

Lára Hanna Einarsdóttir, 27.2.2008 kl. 21:53

5 Smámynd: Pálmi Gunnarsson

Þrymur - ætli hvert bú skapi ekki svona 100 - 150 hálaunastörf fer trúlega eftir stærð.  Ég veit fyrir víst að fyrir nokkrum árum var hugmynd á borðinu um mörg slík bú vítt og breytt um landið enda nægur markaður fyrir slíkt.  Inní þeirri hugmynd voru fleiri hundruð hálaunastörf.  Eitt þeirra búa var örugglega teiknað oní jörðin við Húsavík og ég veit með vissu að Kristján Júll fékk þessa hugmynd inná borð hjá sér. Þá stoppaði hugmyndin á flutningsmálum trúi ég og svo var þetta kannske of frumlegt og bratt fyrir álskallana.   

Pálmi Gunnarsson, 27.2.2008 kl. 23:56

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég er sammála um að það þarf fleiri konur í frontið.  En það er ekki algilt, er ekki Rannveig Rist málsmetandi kona ekki vílar hún fyrir sér virkjanir til að stækka álverin. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.2.2008 kl. 12:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband