OECD um stóriðju og stöðugleika

Það er afar ánægjulegt að OECD er Samfylkingunni sammála um að nú þurfi að koma á efnahagslegum stöðugleika og stóriðjuframkvæmdir séu ekki leiðin til þess - þvert á móti þurfi að ná þessum stöðugleika áður en haldið er áfram á slíkri braut.

Á mbl.is segir í fremur lauslegri þýðingu:

Þá ættu stjórnvöld að forðast aðgerðir, sem hafa í för með sér útgjöld á meðan verðbólguþrýstingur er í kerfinu. Best væri ef hugsanlegar nýjar orkuframkvæmdir gætu bæst við í áföngum. OECD segir, að slíkar framkvæmdir megi þó ekki hefjast nema að undangenginni gegnsærri hagkvæmniathugun þar sem m.a. sé hugað að umhverfisáhrifum.

Í skýrslunni sjálfri er reyndar farið talsvert ýtarlegar í þetta en þar segir m.a:

Ný ríkisstjórn hefur lofað að tímasetja slíkar framkvæmdir þannig að þær stuðli að efnahagslegum stöðugleika. Hún hefur líka tilkynnt að engin ný verkefni fari af stað fyrr en heildaráætlun um orkunotkun hefur verið lokið. Það gildir þó ekki um verkefni sem þegar hafa fengið rannsóknaleyfi og önnur leyfi og gildir aðeins um ósnortin svæði.

Almennt séð jákvæð umsögn Skipulagsstofnunar gefur til kynna að eitt verkefni (sem myndi kalla á fjárfestingu sem nemur 10% af þjóðarframleiðslu) geti hafist fljótlega. Eins og framast er unnt, ætti að tímasetja slíkar orkufrekar stórframkvæmdir eftir að búið er að leiðrétta ójafnvægi í efnahagslífinu. Ennfremur, slíkar stórframkvæmdir eru óhjákvæmilega áhættusamar og jafnvel þótt þær virðist hagkvæmar hafa þær í för með sér umtalsverða hættu á auknum ábyrgðum stjórnvalda.

Skortur á gagnsæi gerir ómögulegt að meta hvort nýting auðlinda skilar ásættanlegum arði til almennings fyrir afnot af auðlindunum, umhverfiskostnað og áhættu sem almenningur tekur. Engar stórar fjárfestingar í orkufrekum verkefnum, þar á meðal þau sem nú eru í undirbúningi, ætti að halda áfram með án þess að fram fari gagnsætt og heildstætt kostnaðar-hagkvæmni mat (sem tekur til langtíma- og umhverfisáhrifa).

Hér er m.ö.o. sagt - bíðið með Helguvík og látið fara fram heildstætt gagnsætt mat á því hvort framkvæmdin er jákvæð eða neikvæð fyrir samfélagið. 

Mér finnst þetta býsna skýrt og mælist til þess að metnaðarfullir fjölmiðlamenn taki mið af þessum athugasemdum næst þegar þeir gera fréttir um stóriðjuáform á Íslandi.


mbl.is Brýnast að koma á stöðugleika
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Kíktu á opinbera þýðingu fjármálaráðuneytis: Í skýrslunni segir:

Large-scale aluminium-related investment projects are relevant both from a stabilisation and a longer-term prosperity perspective.   Rétt þýðing væri:Stór fjárfestingaverkefni tengd álframleiðslu hafa áhrif á stöðugleika og hagvöxt til lengri tíma.  Þ.e. verkefnin eru “relevant” þegar lagt er mat á stöðugleika og hagvöxt (og eins og segir síðar hefur alls ekki verið sýnt fram á að þau séu arðbær). Ríkisþýðingin:"Stóriðjuverkefni tengd áli skipta máli, bæði fyrir stöðugleika og velmegun til lengri tíma."  Nú eru verkefnin allt í einu orðin grundvöllur stöðugleika ...  ... sem er eiginlega í mótsögn við framhaldið þar sem nánar er skýrt í hverju áhrifin felast:

"Slík verkefni eru að hluta orsök núverandi ójafnvægis og hætta er á að ný slík verkefni hefjist áður en efnahagsjafnvægi er náð."

 

Það er kannski frétt ef ráðuneytið er tekið að falsa skýrslur!

Þorsteinn Siglaugsson, 29.2.2008 kl. 09:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband