Öryggisráð nr. 1

Þótt við öll látum okkur víst dreyma
um öryggisbót má ei gleyma
að þegar að því er gáð
er öryggisráð
nr. 1 að halda sig heima!


mbl.is Össur: „Við héldum lífi"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sá draumur er stjórninni sterkur
að stefna í Öryggisráðið,
en það er óráð
þegar að því er gáð,
að ólmast í stjórnmálagráðið

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 7.4.2008 kl. 09:50

2 identicon

Gaman að fá svona stökur í morgunsárið.

Já, best að halda sig heima, og ódýrast. 

Því miður er ég ekki hagmælt.

Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 7.4.2008 kl. 11:51

3 Smámynd: Magnús Þór Hafsteinsson

Þau eru mörg pínleg augnablikin hjá Samfylkingunni þessa dagana og ekki að undra að þið reynið að flissa ykkur vandræðalega frá öllu saman.

Getið þið svarað mér í þessum pistli?

Víða flækjast frómir (Össur & co)

Magnús Þór Hafsteinsson, 7.4.2008 kl. 14:28

4 Smámynd: Theódór Norðkvist

Nína og Geiri. 1. erindi 

Ætla að drýgja þá dáð

að álpast í öryggisráð

munu þau megna

með verðbólgna þegna

þangað að komast í bráð?

Theódór Norðkvist, 7.4.2008 kl. 23:12

5 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Hér er fjör, gaman að þessu.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 7.4.2008 kl. 23:18

6 Smámynd: Theódór Norðkvist

Nína og Geiri. 2. erindi

Á Nató-fund þau fóru
í þotu og gerðu sig breið
almestu mistökin vóru
að panta ekki bara aðra leið

Einhver bið verður á 3. erindi. Ritstífla. 

Theódór Norðkvist, 7.4.2008 kl. 23:26

7 Smámynd: Sævar Helgason

Er einhver gúrkutíð í pólitíkinni á síðunni ?

Sævar Helgason, 8.4.2008 kl. 22:38

8 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Tek undir með Sigrúnu Jónu að vera ekki hagmæltur.

Góð vísa er gulli betri, hvort sem er vel orkt ferskeytla, vel samansett limra eða hvað sem er.  

Bestu þakkir!

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 9.4.2008 kl. 10:13

9 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Já, nú er gaman, vísur og allt. Ég kann að njóta...takk f/ mig.

Eva Benjamínsdóttir, 9.4.2008 kl. 18:44

10 Smámynd: Soffía Valdimarsdóttir

Heyr heyr!

Soffía Valdimarsdóttir, 10.4.2008 kl. 14:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband