Spurningar sem er ósvarað

Hvernig það gat gerst að lykilstjórnendur væru svo skuldsettir fyrir hlutabréfum í bankanum að þau máttu ekki falla án þess að við þeim blasti gjaldþrot?

Hvað varð til þess að stjórnendurnir mátu það svo að ef þeir fengju ekki sérmeðferð þá yrðu þeir að selja til að bjarga sér frá gjaldþroti?

Eiga ekki innherjareglur við um þessa stjórnendur og hefðu þeir yfir höfuð mátt selja bréf sín í bankanum vitandi það sem þeir vissu?

Það gengur ekki upp að stilla þessu upp sem vali á milli tveggja vondra kosta. Mennirnir höfðu komið sér og bankanum í þessa stöðu sjálfir.


mbl.is Ekki hægt að taka aðra ákvörðun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Sannarlega sammála þér - Þessi röksemd gengur bara engan veginn upp

Anna Karlsdóttir, 5.11.2008 kl. 22:06

2 identicon

Maður fær ekki lánað fyrir happdrættismiða og neitar svo að borga lánið því það var enginn vinningur á helvítis miðann ussss

helber helvítis þjófnaður og ekkert annað 

Guðmundur (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 22:26

3 Smámynd: Kári Magnússon

Akkúrat það sem ég var að spá í og ætlaði að skrifa færslu þegar ég sá þessa.

"Hvernig það gat gerst að lykilstjórnendur væru svo skuldsettir fyrir hlutabréfum í bankanum að þau máttu ekki falla án þess að við þeim blasti gjaldþrot?" er spurningin

Kári Magnússon, 5.11.2008 kl. 22:39

4 identicon

Það verður að teljast afar ótrúverðugt að þessir spekingar hafi talið stöðu bankans mjög!! góða þegar þessi ágæti fundur fór fram eins og Gunnar heldur fram. Ég vil mynna fólk á það að þó nokkrir erlendir hagfræðingar hafa í allt að 2.5-3 ár ítrekað reynt að útskýra fyrir daufum eyrum íslandsmannsins, að íslendingar væru komnir í alvarlega klípu sem gætu í versta falli leitt til "þjóðargjaldþrots". Lít á það sem móðgun við vitsmuni íslensku þjóðarinnar að halda því fram að þeir sem sátu fundinn hafið ekki verið farnir að velta því fyrir sér að allt gæti farið a versta veg. Í viðtalinu við Gunnar Páll Pálsson var svo að skilja að hann í samráði við hina spekingana "vissu" að bankinn myndi aldrei lækka neitt að ráði og þess vegna vildu þeir ekki skapa óþarfa hræðslu í samfélaginu. Hvers vegna var verið að eyða tíma í að ræða þessi mál á þessum fundi þar sem það hvarflaði ekki einu sinni að mönnum að bankinn gæti verið í hættu. Hvernig getur Gunnar haldið því fram að hlutabréfin ættu ekki að getað lækkað meira en 10-20 %. Hvernig getur Gunnar vitað það sem enginn veit,en ég held að það sé almennt talið nánast vonlaust að spá í hlutabréfaverð yfir skemmri tíma (ekki gleyma því að einkenni kreppu er að hún kemur venjulega á nokkrum dögum). Þetta getur í besta falli Gunnar sjálfur og spekingarnir vinir hans notað sem réttlætingu þegar þeir sitja á bak við lás og slá. Ekki gleyma því að þú viðurkenndir þá ófyrirgefanlegu synd í heimi viðskipta að hafa brotið vits vitandi á hluthöfum bankans en væntanlega mun sagan afhjúpa þá staðreynd að ástæðan fyrir þessum gjörning var sú að þið voruð orðnir "skíthræddir" um hag bankans.

Að lokum vil ég benda þessum spekingum stjórninni sem í gegnum Gunnar hafa viðurkennt að hafa brotið á hluthöfum bankans að margir hluthafar eru gríðarlega áhrifamiklir í íslensku samfélagi og kaupa ekki þessu barnalegu rök frekar en aðrir landsmenn.

Ingi Þór Ólafsson (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 00:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband