Áhugavert

Ánægja með störf ráðherra er fallvalt fyrirbæri. Stundum eru ráðherrar afar óvinsælir fyrir að gera eitthvað sem þó getur verið mjög nauðsynlegt að gera. Og stundum mjög vinsælir fyrir að gera eitthvað sem svo engu skilar. Þá getur allt fengið öfug formerki.

Jóhanna trónir á toppnum sem fyrr. Vinsældir hennar hljóta að vera Íslandsmet. Þorgerður Katrín er næst vinsælust þótt miklu muni. Hún er hrein og bein í svörum og var kannski eini stjórnmálamaðurinn á borgarafundinum í Háskólabíói sem sýndi dálitla auðmýkt. Það er talsverð eftirspurn eftir slíkum eiginleikum í stjórnmálamönnum þessa dagana. Og kannski alltaf.

Og ánægja með Björgvin vex á sama tíma og forseti ASÍ heimtar afsögn hans. When the going gets tough...


mbl.is Aukin ánægja með störf ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þær eru margar skrítnar mótsagnirnar....

Ráðherra ræður vinkonu sína í sérsniðið sendiherradjobb, æviráðningu með feitum eftirlaun og öllum pakkanum = fylgið vex.

Ráðherra skuldar 500 milljónir í bankanum, stofnar einkahlutafélag og færir skuldina í, vinirnir í bankanum fella niður persónulega ábyrgð = fylgið vex. *

Forsætisráðherra sem er flestum öðrum sekari = fylgið vex.

Viðskiptaráðherra leyfir (bannar ekki) opnun útibúa í Hollandi vitandi að stórhætta stafar af samskonar útibúum í Bretlandi = fylgið vex.

Hvaða fólk tekur þátt í skoðanakönnunum? Varla sama fólkið og mótmælir SPILLINGU á laugardögum.

*ég set samasemmerki milli ráðherra og maka.

sigurvin (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 23:48

2 identicon

Björgvin G. tekur framförum með sama hætti og nemi í iðngrein byrjar sem handlangari og lærir smátt og smátt "réttu" orðtökin (sem hann botnar ekki alveg í) og að gera hlutina eftir bókinni.

Þorgerður Katrín hefur tileinkað sér þann stíl að brosa og tala í almennum frösum og virðist komast upp með það hjá fjölmiðlungum. Við hlógum að öðrum stjórnmálamanni í öðru landi sem komst ótrúlega langt áfram á þvi sama - Sarah Palin.

Það hrein háðung hvernig er komið fyrir íslenskri þjóð.

Þráinn Kristinsson (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 10:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband