Hvílíkt áfall! Verðum við þá að byggja upp fjölbreytt atvinnulíf eins og aðrar þjóðir?

Það er vonum seinna að söfnuður íslensku álkirkjunnar uppgötvi hvað guðspjall þeirra er götótt og grunnhyggið. Sú staðreynd að um 80% af allri raforku er bundið í samningum um að bræða ál jaðrar við landráð.

Samt predika postularnir um nauðsyn þess að ráðast í byggingu 360 þúsund tonna álvers í Helguvík sem varla er nokkur von til þess að sé hægt að finna orku í og gerir út af við allar áætlanir annarra fyrirtækja um raforkukaup fyrir sinn rekstur.

Ætli þeir þagni nú sem hæst hafa látið um nauðsyn þess að skapa fleiri álstörf - þrátt fyrir að við blasi sú staðreynd að 99% allra starfa í landinu eru við "eitthvað annað"?

Ætli við getum núna fengið frið til að byggja upp fjölbreytt atvinnulíf, byggt á fjölbreyttri þekkingu og hugviti margra ólíkra einstaklinga og fyrirtækja? Vonandi.


mbl.is Getum ekki treyst á álið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Ef kreppan dregur úr ál - væðingu á Íslandi þá hefur hún ekki bara slæm áhrif. Því ber að fagna að þjóðin setur stefnu á aðra atvinnuvegi.

Úrsúla Jünemann, 12.12.2008 kl. 13:56

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Góður Dofri

Óskar Þorkelsson, 12.12.2008 kl. 17:03

3 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Var að horfa á þátt áðan um hrikalega fátækt í Nígeríu. Það er því miður þannig komið fyrir því landi að þrátt fyrir allan olíugróðann sem þar er að finna, að þá sveltur stór hluti þjóðarinnar. Eitthvað virðist þessum þjóðum annars ganga illa að gera almennilega samninga við þessi alþjóðlegu stórfyrirtæki um eðlilega skiptingu á gróðanum.

Ætli sé núna svipað komið fyrir okkur Íslendingum í dag?

Fróðleg væri að kanna hvaða áhrif bygging Kárahnjúkavirkjunar og álversins á Reyðarfirði gæti hafa haft mikil áhrif á bankahrunið?

1) Hvað lögðu íslensku bankarnir mikið undir og hvað lánuðu þeir mikið í þessar framkvæmd?

2) Núna er verið að greiða á fullu af RISALÁNUM sem tengjast framkvæmdinni og vitað er að raforkuverðið tengist beint verði á áli hverju sinni. Fróðlegt væri að vita hversu mikið tapið er í raun núna ofan á allt annað sem dunið hefur á landsmenn?

3) Hvað ætli kostnaðurinn sé mikill útaf þeirri staðreynd að verkfræðistofur, arkitektar, verktakar, vörubíla- og stórvélaeigendur eru búnir að fjárfesta alveg gríðarlega út af þessari framkvæmd og svo einn daginn er allt stopp!

Hér má örugglega bæta við fleiri spurningum, en líklega er jöfn og vaxandi lukka það sem fer best með land og þjóð og allar öfgar hverju nafni sem að þær nefnast ekki til góðs þegar upp er staðið!

Kjartan Pétur Sigurðsson, 12.12.2008 kl. 19:02

4 identicon

Tek undir með KPS, það þyrfti einhver ábygrur fjölmiðill að kafa vel ofan í þetta.

Mér skilst að það sé brostinn á fólksflótti frá Austurlandi. Það átti nú aldeilis að koma í veg fyrir það með byggingu álvers og risavirkjunar. Mýgrútur af nýbyggðum húsum stendur mannslaus með Til sölu - miðum í gluggum. 

Vonandi er úti um þetta rugl þarna í Helguvík.

Ellert Grétarsson (IP-tala skráð) 12.12.2008 kl. 21:21

5 Smámynd: Ásgeir Jóhann Bragason

Orkuauðlindirnar eru ein af okkar mestu verðmætum og jafnvel næsti útflutningur,ég er nú ekki feministi en ekki sama um landið ,það verður virkjað áfram ætli það verði ekki í skagafirði næst,en það mætti nú hækka orkuverðið til álsins. 

Ásgeir Jóhann Bragason, 12.12.2008 kl. 23:55

6 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það er líka eitt sem ekki er mikið haldið á lofti.  Skuldir Landsvirkjunnar.  Vil ekki nefna ákveðna tölu núna, en eftir því sem eg hef reynt að kynna mér - þá finnst þær miklar.  Svo þegar öll eggin eru í sömu körfunni.  Raforkuverð tengist álverði.  Eg hef áhyggjur af þessu. 

Ómar Bjarki Kristjánsson, 13.12.2008 kl. 01:27

7 identicon

Það var talið um þetta leyti fyrir ári, að sársaukamörk Landsvirkjunar vegna sölu á áli til Reyðarfjarðarversins væru við 1.700 USD pr. tonn af áli. Við 1.550 USD væri tapið tilfinnanlegt. Svo þegar álverð er komið niður fyrir 1.300 USD pr. tonn eins og það er í dag, þá er talið að lágmarkstap LV sé 1 milljarður ISK á mánuði hverjum. Hvað þá ef það lækkar enn frekar, sem flestir spá, jafnvel að það fari niður fyrir 1.000 USD pr. tn. Eigið fé Landsvirkjunar er búið, það er orðið neikvætt. Tæknilega séð er það gjaldþrota en talið rekstrarhæft miðað við framtíðar tekjugrunn meðan álverð fer ekki niður fyrir 1.200 USD pr. tonn, vegna samninga þess við Straumsvíkur- og Grundartangaverin. Þau munu hinsvegar hafa endurskoðunar- og uppsagnarákvæði í sínum samningum ef álverð fer niður fyrir tiltekið "gólf" á heimsmarkaði. - Einu sinni var íslenskt efnahagslíf of háð fiski og fiskverði. Nú er það nær eingöngu háð álverði og það á að gera það enn háðara því. Verðhrun er líka byrjað á fiski á alþjóðlegum mörkuðum og svo bætist við að ALLIR stofnar nytjafiska við Ísland virðast sýktir af þessu sníkjudýri, sem varð fyrst vart í skarkola, síðar í síldinni eins og frægt er orðið, en það er reynt að þegja í hel að ýsa og þorskur eru að smitast og það smit fer eins og logi yfir akur. Það er hinsvegar ekki mjög áberandi, því afli strandveiðiflotans er í lágmarki á þessum árstíma og þess gætir því lítið enn. Smitið hefur ekki enn borist á veiðislóð togaranna. Nei, gott fólk, framtíðin er örugglega ekki hér á Íslandi fyrir ungt fólk.

Ellismellur (IP-tala skráð) 13.12.2008 kl. 08:11

8 Smámynd: Tryggvi L. Skjaldarson

Hún minnkar lítið ást þín á að hatast út í áliðnaðinn á Íslandi. Breytir engu þótt álverin skapi verðmæti í milljarðavís á ári hverju fyrir þjóðarbúið, mörg góð störf og enn fleiri afleidd störf.

80% af orkunni sem framleidd er á Íslandi og fer til stóriðjunnar væri ekki til staðar ef áliðnaðurinn hefði ekki komið til. 

Auðvitað er erfitt að finna meiri raforku fyrir öflugri áliðnað ef útgangspunkturinn er að það megi ekki nýta kraftinn sem býr í vatninu, sem flæðir fram af hálendinu á leið sinni til sjávar eða hvergi megi bora til að nýta jarðvarma til raforkuframleiðslu.

Þú segir:"Ætli við getum núna fengið frið til að byggja upp fjölbreytt atvinnulíf, byggt á fjölbreyttri þekkingu og hugviti margra ólíkra einstaklinga og fyrirtækja? Vonandi."

Þú lætur eins að áliðnaðurinn hafi staðið í vegi fyrir annari uppbyggingu sem er furðulegur málflutningur.  Áliðnaðurinn styður við aðra uppbyggingu.  Það er svo augljóst að það á ekki að þurfa að eyða á það orðum. 

Tryggvi L. Skjaldarson, 13.12.2008 kl. 10:54

9 Smámynd: Víðir Benediktsson

Hvernig væri þá að einhenda  sér í það að byggja upp fjölbreyttara atvinnulíf? Bara "eitthvað annað" er ekki alveg að virka.

Víðir Benediktsson, 13.12.2008 kl. 17:31

10 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Hún minnkar lítið ást þín á að hatast út í áliðnaðinn á Íslandi. Breytir engu þótt álverin skapi verðmæti í milljarðavís á ári hverju fyrir þjóðarbúið, mörg góð störf og enn fleiri afleidd störf.

Tryggvi.. hvaða störf nákvæmlega ertu að tala um ?

Finnst þér réttlætanlegt að virkja helstu fallvötn landins fyrir nokkra tugi starfa ?

Það eru til aðrar lausnir sem skapa margfalt fleiri störf en þa ðer bara ekki hlustað.. sennilega vegna þess að í þeim störfum er lítið um mútur til stjórnarmanna Landsvirkjunnar og ríkisstjórnar..

Óskar Þorkelsson, 13.12.2008 kl. 17:36

11 identicon

Vil taka undir það sem Tryggvi L. segir hér að ofan.

Það má stundum sjá í umræðunni að fólk standi í þeirri trú að uppbygging í stóriðju einhvernveginn sogi fjármagn til sín sem að öðrum kosti hefði farið í uppbyggingu lítilla, sætra og umhverfisvænna hátæknifyrirtækja.

Uppbyggingin í stóriðjunni er algerlega fjármögnuð af útlendingum í gegnum lán annarsvegar (Landsvirkjun) og eigið fé hinsvegar (Alcoa). Þetta leiðir til þess að íslendingar sjálfir geta notað sitt eigið fé í hvað sem þeir vilja, t.d. fjárfest í annarri atvinnuuppbyggingu.

Öll útflutningsfyrirtækin sem menn hampa núna sem valkost við stóriðju hafa einmitt verið byggð upp að mestu leiti á síðustu 5 árum eða á sama tíma og uppbyggingin hefur átt sér stað fyrir austan.

Þetta er ekki tilviljun....

Magnús Birgisson (IP-tala skráð) 22.12.2008 kl. 12:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband