Forgangsmál nr. 1

Það er undarlegt að stjórnvöld skuli ekki hafa gefið þessu máli meiri gaum. Við sjáum fram á gjaldþrot óheyrilegs fjölda fyrirtækja og heimila á næstu mánuðum og stærsta einstaka ástæðan er óstöðugur gjaldmiðill. Krónan er sögð á floti en allir vita að gengið á henni er kolrangt. Hér heima kostar evran 180 kr. en úti í heimi kostar hún tæpar 300 kr.

Fyrirtæki geta ekki fjármagnað sig af því vextirnir eru svo háir - allt til að auka trúverðugleika á krónuna. Af því leiðir að fjöldi fyrirtækja mun þurfa að hætta rekstri, jafnvel skuldlaus fyrirtæki, fólk missir vinnuna, launin og ríkið tekjur.

Með því að taka upp evru einhliða myndum við ekki leysa allan vanda - en við myndum leysa gríðarlega mikinn vanda á skömmum tíma. Nógu skömmum tíma til að bjarga mörgum fyrirtækjum og heimilum frá gjaldþroti. Við myndum ekki þurfa að taka 5 ma bandaríkjadala að láni til að nota sem gullfót undir krónuna (sem guð forði okkur frá því að verði notaðir).

Gros er enginn maður út í bæ. Hann hefur gengt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir ESB og leiðtoga stórra bandalagsríkja. Hann skipti út gjaldmiðlinum í Svartfjallalandi. Eins og hann segir réttilega þá er hægt að spyrja ESB 1000 sinnum hvort við megum taka upp evruna og svarið verður alltaf það sama. Nei.

Mín skoðun er hins vegar sú að Daniel Gros sé í eigin persónu óformleg skilaboð frá ESB til okkar að láta til skarar skríða. Ef fólk spáir í það, maðurinn hlýtur að hafa margt annað að gera en að skrifa greinar í Fréttablaðið eða láta taka viðtal við sig í Mogganum. Með fullri virðingu fyrir þessum blöðum.

Vitað er að í stjórn IMF er einhliða upptaka evru litin jákvæðum augum þótt sú stofnun geti auðvitað ekki lagt það til opinberlega.

Hvað kemur í veg fyrir að stjórnvöld skoði þennan möguleika í fullri alvöru? Ég get ekki séð að neitt annað mál sé mikilvægara í augnarblikinu.


mbl.is Taki upp evruna einhliða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Það sem kemur í veg fyrir að þetta sé svona æðislegt eins og þessi herramaður vill vera láta, er að EVRA án seðlabanka er vonlaus stað sem þýddi að hagvöxtur á íslandi verður í evruhagkerfinu en ekki á íslandi. Með öðrum orðum þá erum við í vondum málum ef við næðum svo ekki að semja um aðild að EU eftir einhliða upptöku evru. Það er því í raun afleikur í samningaviðræðum við EU að taka upp evru einhliða og í raun bara bull að hugsa um þetta fyrr en búið er að semja um aðild.  Þegar EU svarar Nei við því að EVRA sé tekin upp án aðildar Þíðir það bara að EU bakkar ekki upp seðlabanka utan sambandsins sem þýðir þá að allir sem taka upp evru einhliða tapa á því.

Guðmundur Jónsson, 14.12.2008 kl. 11:33

2 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Íslenski seðlabankinn getur gefið út ísenskar krónur eins og þurfa þykir, Þetta  er nauðslegt til dæmis til þess að hagkerfið geti stækkað (hagvöxtur). þannig bakkar seðlabanki íslands íslenska hagkerfið upp á meðan það er í íslenskum krónum.

Guðmundur Jónsson, 14.12.2008 kl. 14:27

3 identicon

Guðmundur ætti að kynna sér betur málið áður. Hvet hann til að skoða skjöl á http://www.evropunefnd.is/gjaldmidill/docs/

Edda Rós Karlsdóttir kom fram í Markaðnum og sagði að ekki væri hægt að reka bankakerfi á íslandi með evru. Edda er nú starfsmaður í bankakerfi án gjaldmiðils. Edda var hagfræðingur banka með sveiflukenndan og áhættusaman gjaldmiðil.

Hvenær er þá hægt að reka bankakerfi? Kannski að Edda sé vandamálið?

Sveinn (IP-tala skráð) 14.12.2008 kl. 19:18

4 identicon

Þetta er mjög athyglisverð grein hjá þér Dofri og þessi Daniel Gros er enginn smákall og svona einhliða gjaldmiðilsskipti hafa verið gerð meðal annarera ríkja til mikilla hagsbóta fyrir þau.

Ekki bara í einhliða skiptum í evru heldur einnig einhliða skipta yfir í US dollar, ekki gleyma því.

Það er mjög mikilvægt að þú pressir nú á stjórnvöld að skoða þessar leiðir af fullri alvöru.

Ég held hinnsvegar að aðal vandamálið við það að þau vilji skoða US dollar eða þessa leið af einhverri alvöru séu hreintrúa ESB trúboðið úr þínum eigin flokki sem af hreinum trúarástæðum berst gegn öllum skinsamlegum leiðum hvort sem það er að styrkja krónuna eða taka upp aðra gjaldmiðla einhliða.

Hjá þeim kemur ekkert annað til greina en hin púrítanska ESB leið og það er að sækja um ESB aðild STRAX og sama hvað það kostar.

Allur þeira áróður og öll þeirra stjórnmál snúast um þetta í dag. Það er því von að á meðan sé allt annað sem meira og minna gleymist eða sé með endemum fyrir þjóðina, hjá svona stjórnmálamönnum sem hafa á örskömmum tíma breytt sér í öfgatrúboð.

Öllum öðrum tillögum og eða skoðunum er því hjá þessum trúboðshóp umsvifalaust hent útaf borðunum og eða reynt að gera það mjög tortryggilegt í alla staði.  

Sem sagt túlkað sem stórhættuleg villutrú eða víxlspor hinnar einu sönnu ESB- trúar !

Hjá þeim helgar tilgangurinn einn meðalið !  Því miður.

Þú ert sem betur fer, ein örfárra undantekninga þessarar þröngsýnu öfgastefnu sem hér tröllríður öllu samfélaginu án nokkurrar skynsemi !

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 15.12.2008 kl. 09:05

5 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Gunnlaugur Ingvarsson !  Mér finnst eins og þú sér að tala til mín þegar þú talar um " túlkað sem stórhættuleg villutrú eða víxlspor hinnar einu sönnu ESB- trúar !"  ég er hinsvegar ekki EU sinni en ég skil hagkerfi okkar heims ágætlega og er því að reyna að koma því að evra án EU er fáránlegur kostur til framtíðar, einfaldlega vegna þess að EU hefur þá yfirlýsu stefnu að bakka ekki upp seðlabanka utan EU. Það er hinsvegar hægt að taka upp dollar án samninga við BNA því BNA hafa þá yfirlýstu stefnu að gera samninga við þá sem óska þess. Það er menn að tjá sig um þessi mál sem skilja ekki að hagkerfi án seðlabanka getur ekki stækkað (nema með jákvæðum viðskiptahalla við móðurhagkerfið) og er í raun múlbundið hagkerfinu sem hýsir myntina. Sem dæmi má nefna að ef EU langaði til að kaupa ísland kostaði það bandalagið ekkert annað en blekið og pappírinn í evrurnar.

Guðmundur Jónsson, 15.12.2008 kl. 10:29

6 identicon

Sæll Guðmundur.

Nei alls ekki vera að taka þetta til þín, það var alls ekkert trúboð í gangi hjá þér sýnist mér, þó svo að þér lítist ekki á þessa tillögu hans Dofra.

Ég var nú bara að hrósa Dofra fyrir hugmyndaauðgina og líka kjarkinn að þora að setja fram svona tillögu þvert á flokkslínuna hjá sínum eigin flokki og sjálfu ESB trúboðinu.

En þrátt fyrir það sem þú segir hér Guðmundur þá hefði ég viljað að þetta yrði vandlega skoðað alveg fordómalaust, það getur vel verið að þín rök og ýmis önnur leiði til þess að þetta yrði ekki talið fýsilegt.

Eins þyrfti að skoða mjög vandlega upptöku USD og eða Norsku krónunnar.

En ég þykist nú vita að Dofri vinur minn verður nú ekki svo kjarkaður að þora að bjóða ESB trúboðinu uppá þvílíkt guðlast sem það væri í þeirra augum.  Þú yrðir bannfærður Dofri minn.

Því segi ég það þessu blinda ESB trúboði er alls ekki treystandi til þess að leita bestu lausna fyrir íslensku þjóðina.

Hjá þeim kemur ekkert annað en þetta eina ESB trúboð til greina og hjá þeim helgar tilgangurinn  tilgangurinn einn meðalið ! 

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 15.12.2008 kl. 12:59

7 Smámynd: Ingólfur

Málið er að ESB sinnar vilja notfæra sér mómentið sem er fyrir nýjum gjaldmiðli til þess að koma okkur inn í Sambandið.

Því verða aðrir að vera duglegir að benda á að við þurfum nothæfan strax!.

Upptaka nothæfs gjaldmiðils þarf ekkert að koma í veg fyrir aðild.

ESB sinnar þurfa ekkert að hræðast það nema það að þjóðin fær að taka afstöðu til aðildar á fleiri sviðum en bara þörfina fyrir gjaldmiðil.

Ingólfur, 15.12.2008 kl. 17:09

8 Smámynd: Sigrún Aðalsteinsdóttir

Ég vil krónuna burt.  Hún hefur alltaf verið til vandræða og hvergi hægt að nýta hana nema á köldum klaka. 

Ef við göngum í ESB segja þeir að við glötum réttinum yfir fiskimiðum okkar, en hvað fáum við í staðinn?  Hvað fengu öll þessi lönd sem eru í ESB við inngöngu í samtökin?  Og hverju töpuðu þau?  Enginn hefur sagt okkur frá því í skýrum orðum.  ESB löndin virðast bara nokkuð sátt við sitt val, ef ég miða við stöðu Íslands eins og hún er í dag.

Sigrún Aðalsteinsdóttir, 18.12.2008 kl. 00:11

9 Smámynd: corvus corax

Það verður að kjósa nýja ríkisstjórn áður en eitthvað vitrænt verður hægt að gera. Samfylkingin mun aldrei gera neitt af viti með Sollu svikara sem formann og enn síður mun sjálfstæðisflokkurinn aðhafast eitthvað vitrænt á meðan Dabbi drulluhali hefur þar enn öll völd gegnum strengjabrúðurnar Geira gungu, Árna aumingja hrossalækni og Björn skoffín Bjarnason.

corvus corax, 18.12.2008 kl. 00:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband