"...eins öruggt og að sólin kemur upp á morgnana..."

"...og ég get treyst því að það er eins öruggt og að sólin kemur upp á morgnana að ég fæ launin mín borguð næstu mánaðarmót..."

Eitthvað á þessa leið orðaði hann það einn bloggvinur minn sem ég hitti yfir kaffibolla til að ræða stækkun álversins í Straumsvík. Sama hvernig veröldin veltir sér og snýst, ef maður vinnur hjá álveri þarf maður engu að kvíða. Um að gera að setja þau sem víðast.

Hvernig verður staðan ef það þarf að loka álverinu fyrir austan eftir einhver ár? Hvernig standa samfélög sem byggja um of á einu fyrirtæki, einni atvinnugrein. Hvernig er samkeppnishæfni vinnuafls í samfélagi sem tekur eina álverksmiðju fram yfir fjölbreytta flóru smærri fyrirtækja af því það er minna vesen og krefst minni menntunar?


mbl.is Tap á rekstri Alcoa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Dofri. Þetta er ein aðalástæða þess að skoða þarf álver á rökrænan hátt en ekki tilfinningalegan. Þú skalt ekki annan guð hafa, var skrifað, heldur ekki álguð. Það sama á um aðrar ákvarðanir sem við þurfum að taka. Eigum við að ganga í ESB, þá þarf að meta kosti og galla, setja samningsmarkmið ef ganga á til samninga, og síðan hafa leið B, ef við náum ekki viðunandi samningum. Hræðslan við að nota heilann er ótrúlega algeng hérlendis.

Sigurður Þorsteinsson, 12.1.2009 kl. 23:37

2 Smámynd: Dofri Hermannsson

Sammála. Er að lesa nokkuð spennadi bók eftir Al Gore sem heitir The Assault on Reason en þar er einmitt útskýrt hvernig á því stendur að óttinn og trúin er skynsemi og rökhyggju yfirsterkari. Áhugavert.

Það þarf nokkurt hugrekki til að takast á við það óþekkta en þeim sem það gera (gildir líka um samfélög) gengur ævinlega betur að takast á við breytingar en hinum.

Dofri Hermannsson, 13.1.2009 kl. 00:13

3 Smámynd: Dofri Hermannsson

Langar að bæta við að bók Al Gore sem gengur út á að skýra hvernig pólitíkin hefur leiðst inn á þá braut að hræða kjósendur fremur en að höfða til skynsemi og rökhyggju. Þarna spila ótti og trú sterkt saman.

Hins vegar má segja að sigur Obama í forsetakosningunum sé sönnun þess að það er líka hægt að höfða með sterkum og áhrifaríkum hætti til bjartsýni og vonar, ekki síður en ótta. Kannski við ættum að fara að spá í það hér heima?

Dofri Hermannsson, 13.1.2009 kl. 00:17

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég hélt að gerðar væru einhverjar kröfur til stjórnmálamanna í Samfylkingunni. Kröfur um að þeir séu sæmilega upplýstir. Og þú Dofri, sem hefur sérstakan áhuga á að vera á móti álverum, ættir að vita betur, ættir í raun að vita allt sem hægt er að vita um álfyrirtækin.  

Það er útilokað að álverinu á Reyðarfirði verði lokað á næstu árum. Nema þú gerir ráð fyrir að Alcoa verði í heild sinni gjaldþrota. Finnst þér það líklegt? Finnst þér líklegt að nýjasta og tæknilegasta álverinu, flaggskipinu, verði lokað? Finnst þér líklegt að þetta rúmlega 100 ára gamla álfyrirtæki brjóti bindandi samning sinn til 40 ára við Landsvirkjun, með tilheyrandi skaðabótamáli og álitshnekkjum?

Þú þarft að vinna heimavinnuna betur Dofri.

Gunnar Th. Gunnarsson, 13.1.2009 kl. 00:49

5 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Annars er hann kannski ekki svo skrítinn málflutningur þinn, þegar bullustampurinn Al Gore er mentorinn þinn.

Gunnar Th. Gunnarsson, 13.1.2009 kl. 00:50

6 identicon

Allur iðnaður í heiminum sama hvað hann nefnist getur lent í rekstrarerfiðleikum. Þá er sama hvort það er áliðnaður, bílaiðnaður,fiskiðnaður, fjármálamarkaður eða hvaða nafni sem hann nefnist. Það er eins og það hlakki í þér yfir erfiðleikum í áliðnaði. Nú ganga spekingarnir fram og segja. "Ég sagði ykkur". Sennilega er best að gera ekki neitt þá lendum við ekki í neinum erfiðleikum Dofri. Sem betur fer ertu í miklum minnihlutahópi í þínum flokki. Það er styrkur Samfylkingarinnar. Styrkur Samfylkingarinnar liggur í mönnum eins og Össuri og fleirum honum líkum.  

Egill Jón Kristjánsson (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 03:34

7 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Þessi "eina atvinnugrein" þorpa um land allt var fiskurinn. Mér sýnist þurfa að kippa þeim málum í lag, koma fisknum í hendur heimamanna með góðum leikreglum. Þar til það skeður er álverið á Reyðarfirði ágætt til síns brúks, fólk hefur þar atvinnu og ágæt laun og ýmis fríðindi. Samfélagið nýtur góðs af verksmiðjunni, sem og flóra smærri fyrirtækja. Ég tel reyndar eitt aðalmál landsmanna vera að hlúa að smærri byggðunum, þeirra hvarf væri mikið áfall fyrir íslenska þjóðarsál. Svo hef ég sterkann grun um að fyrirtæki á borð við Alcoa komi prýðilega fram við sitt starfsfólk.

En hvort launaseðlar komi upp með sólinni er allt önnur pæling og svoldið fyndin kannski, óskyldum hlutum blandað saman. Dofri, ég mæli með bókinni The PRIZE eftir Yergin. Hún er á akademískari level en Al Gore bókin og geysilega fræðandi og jafnvel hægt að skilja álverið í stærra samhengi með lestrinum. Þetta snýst svo mikið um orku, miklu meira en heiðargæsir.

En segðu mér nú hvaða flóru smærri fyrirtækja þú ert að ræða um? Hef mikinn áhuga á að vita um hana.

Kv.

Ólafur Þórðarson, 13.1.2009 kl. 04:31

8 identicon

Til hvers ertu að lesa Al Gore Dofri?  Varla til að læra af honum ef þessi tilvitnun er skoðuð.

„Langar að bæta við að bók Al Gore sem gengur út á að skýra hvernig pólitíkin hefur leiðst inn á þá braut að hræða kjósendur fremur en að höfða til skynsemi og rökhyggju. Þarna spila ótti og trú sterkt saman.“

Þessi færsla þín Dofri er kennslubókardæmi um það sem hér er sagt að ofan, hvernig pólitíkin  „hefur leiðst inn á þá braut að hræða kjósendur fremur en að höfða til skynsemi og rökhyggju“   

Og hvar er rökhyggja þín Dofri, hér:

„Hvernig standa samfélög sem byggja um of á einu fyrirtæki, einni atvinnugrein.“

Þau samfélög úti á landi sem hér um ræðir eru einmitt að forða sér undan því sem þú ert að vara við; að byggja einvörðungu á einni atvinnugrein, fiskinum.  Þau eru að auðga sitt atvinnulíf og skapa umlieð fleiri afleidd störf í þjónustu sem fylgja munu í kjölfarið. 

Fróðlegt að fá dæmi um það sem þú bendir á, svona svart á hvítu á örfáum orðum í sömu færslunni þótt líklega hafi það ekki verið meiningin. 

En svona eru líka allt of margir pólitíkusar einnig.  Vanmeta skynsemi kjósenda.

Sigurjón Pálsson (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 09:45

9 Smámynd: Sigurður Haukur Gíslason

Gunnar Th segir: "Það er útilokað að álverinu á Reyðarfirði verði lokað á næstu árum. Nema þú gerir ráð fyrir að Alcoa verði í heild sinni gjaldþrota. Finnst þér það líklegt?"

Ég spyr þig Gunnar: Hvernig hefðir þú brugðist við fullyrðingum í ágúst sl. um það að bankarnir ættu eftir að verða gjaldþrota?´

Var það líklegt?

Sigurður Haukur Gíslason, 13.1.2009 kl. 10:05

10 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

 Ég hefði ekki trúað því Sigurður, en Dofri er eiginlega að segja: "Hvernig verður staðan fyrir austan eftir einhver ár, ef ekkert ál verður framleitt í heiminum?" 

Er það raunhæf framtíðarsýn? Framleiðslutækin stöðvast ekki, þó Alcoa yrði í erfiðleikum.

Og það sem ég eiginlega ætlaði að segja var: Nema þú gerir ráð fyrir að áliðnaðurinn verði í heild sinni gjaldþrota. Finnst þér það líklegt?"

Gunnar Th. Gunnarsson, 13.1.2009 kl. 10:35

11 Smámynd: Guðmundur Rafnkell Gíslason

Þetta er skemmtileg umræða.

Ég vil taka fram að við erum með flóru smærri fyrirtækja í Fjarðabyggð, mörg þeirra þjónusta álverið önnur ekki. Það sem Dofri er að tala um er þetta "eitthvað annað" sem hvorki Steingrímur Joð eða aðrir álversandstæðingar hafa getað komið almennilega í orð, hvað þá framkvæmd.

Ég vil minna á að vestfirðingar buðu Náttúruverndarsamtökum íslands, að mig minnir, að koma hugmyndum sínum í framkvæmd á Vestfjörðum sem þeir höfðu fyrir Austurland. Þá var fátt um svör. Kannski var ekki áhugi á að framkvæma "eitthvað annað" fyrir vestan?

Allir! Álver útilokar ekki smærri fyrirtæki heldur ýtir undir vöxt þeirra. Smærri fyrirtæki blómstra síður í deyjandi byggð.

Svona til gamans, þó ekki sé það gamanmál, þá má upplýsa að störfum í sjávarútvegi hefur fækkað um 300 í Fjarðabyggð frá 2002. Þá þarf ekki snilling til að ímynda sér hvernig ástandið væri hér ef hið "ómögulega álver" hefði ekki verið byggt.

Bið að heilsa á kaffihúsin í Reykjavík, þarf að fara að kíkja í kaffi. Sömuleiðis væri gaman ef þið kíktuð austur, það kostar reyndar 2* meira en að fara til Köben en ég veit að þið látið það ekki stoppa ykkur.

Guðmundur Rafnkell Gíslason, 13.1.2009 kl. 10:40

12 identicon

Smá rökhyggja: Alcoa er með ca. 28 álver um heim allan.  Þar á meðal er Fjarðaál það nýjasta, tæknivæddasta, og stefnir í að verða það hagkvæmasta.  Fjarðaál er með 40 ára samning við Landsvirkjun á orkukaupum.  Fjarðaálsverkefnið kostaði ca. 1,6 milljarð $.  Slúðrið segir að m.v. 1500$/tonn reiknaði Alcoa með 1 milljón $ á dag í hagnað, og að greiða þar með að Fjarðaál greiði sig upp á 5-7 árum.  Lækkandi álverð lengir uppgreiðslutíma álversins, en gerir það ekki óhagkvæma framleiðslueiningu (það þarf meiri lækkun til þess - sem mun kála öðrum álverum).

Alcoa á nokkur álver í USA sem eru mjög gömul, og þar með nýta orku sína verr en þau nýrri.  Messina í NY-fylki er dæmi um það, einnig eru nokkur í suðurríkjkunum sem eru ekki hagkvæm lengur.  Messina er álver sem var reyst fyrir seinni heimstyrjöldina.  Þessi eldri álver eru með "lausari" orkusamninga en Fjarðaál.  Þessi álver framleiða ekki "grænan" málm (sem er vinsælli), annað en Fjarðaál.

Út frá þessum staðreyndum má leiða líkur á að Fjarðaál er aftarlega (ef ekki aftast) í röðinni á lokun álvera Alcoa.  Það má með sanni segja að það útiloki ekki lokun Fjarðaáls, en það verður að segjast að Fjarðaáli verður lokað um það leyti sem Alcoa tekur sömu dýfu og bankarnir okkar hér á landi.  Svo er auðvitað spurning hvað verður gert árið 2046, þegar orkusamningar LV og FJA eru lausir.

Það sem ég er að segja í frekar löngu máli hér að lokun Fjarðaáls er ólíkleg, en ekki útilokuð - frekar en bankahrun á Íslandi.  Annað má vissulega segja um Straumsvík (sem er að koma til ára sinna), eða Norðurál (sem er með minni bakhjarl).

Mér þykir nefnilega yfirlýsing eins og "Hvernig verður staðan ef það þarf að loka álverinu fyrir austan eftir einhver ár?" lykta af hræðsluáróðri, sem er einmitt verið að predikera á móti, og því þarf að koma með rök sem styðja svona fullyrðingar.

Með virðingu.

Gunnar G (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 10:53

13 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Guðmundur: "Álver útilokar ekki smærri fyrirtæki heldur ýtir undir vöxt þeirra." Já þetta er einmitt það sem ekki kemur fram hjá Andra-Snæ liðinu.

Ef þorp er eins og fjölskylda, þá er ekkert neikvætt við að elsti bróðirinn fari að þéna mikið og koma með mikið í búið. Það bara ýtir undir hjá öllum hinum.

Hér í Bandaríkjunum er svokallað rust-belt. Víðáttumikil landsvæði þar sem áður voru stórar verksmiðjur og mikil framleiðsla. Nú er þetta í mikilli niðurníðslu og íbúar sakna þeirra tíma þegar þeir fengu almennilega borgað, voru með stabílann launaseðil og voru jafnvel í verkalýðsfélagi. Stóra myndin er að í hagræðingunni sem fór fram eftir Víetnamstríðið var kippt undan undirstöðum mannlífsins. Verksmiðjur fluttar út úr landi eða lokað til að hleypa inn ódýrum vörum erlendis frá. Þetta er flókin mynd og oft margt í henni tekið úr samhengi. En verksmiðjur fluttu erlendis og þeir sem fengu þær njóta góðs af. Þeir sem eftir sitja hafa misst niður lífsgæði svo um munar. Þó svo að í ýmsum tilfellum sé um slæmann aðbúnað að ræða í verksmiðjum 3ja heims landa, þá á það sannarlega ekki við um Reyðarfjörð.

Ólafur Þórðarson, 13.1.2009 kl. 14:01

14 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Nei, það er kannski ekki mjög líklegt að akkúrat álverið á Reyðarfirði lokar í bráð, enda fá þeir orkuna okkar á mjög góðum kjörum, sem við kannski gætum notað betur í annað. Eftirspurn eftir orku fer nefnilega vaxandi í heiminum, það vita jafnvel þau sem eru jákvæðir í garð fleiri álvera hér á landi. það sem ég er frekar hrædd um er að við séum svo rækilega búnir að semja af okkur að þessi stóru heimsfyrirtækin eru með íslenska efnahag algjörlega "í vasanum", því miður.

Úrsúla Jünemann, 13.1.2009 kl. 14:37

15 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Olíverð lækkar í kreppu og þar með er græn orka ekki eins samkeppnishæf. Á meðan þessi efahagslægð í heiminum varir, þá verður ekki um auðugan garð að gresja í sambandi við orkusölu. 

Gunnar Th. Gunnarsson, 13.1.2009 kl. 17:40

16 Smámynd: Soffía Valdimarsdóttir

Því ert þú að blogga um þennan tittlingaskít?

Væri ekki nær að reyna að krafsa yfir skítinn sem formaðurinn þinn hefur ausið land og þjóð undanfarið - eða veistu sem er að það er ekki hægt?

Soffía Valdimarsdóttir, 13.1.2009 kl. 21:28

17 Smámynd: Rauða Ljónið

Sælir Allir saman ég sé að Dorfi er en að bulla um 'Aliðnaði sem gefur þjóðarbúinu un 100 milljarðar á ári í  gjaldeyristekjur á ári hann vill greinlega meira atvinnuleysi og hrun fyrirtækja eins og skrif hans benda til á móti öllu er skapar atvinnu eða þjóðinni tekjur með sérstak hatur til starfsmanna í áliðnaði.

Frá. LME . : 1972 lægð í áliðnaði  tap 1 ár, stórfeldur hagnaður í áliðnaði 1973 til 1981, 8 ár, 1982 lægð í áliðnaði 1 ár,       1983 til 1991 stór-faldur hagnaður, lægð 1992 til 1993,  frá 1993 til 1997 hagnaður  1997 til 1998 lægð. 1999 til 2008 stórfeldur hagnaður.

Og samt lifir áliðnaður þetta af.

Kv. Sigurjón Vigfússon             

Rauða Ljónið, 13.1.2009 kl. 23:13

18 Smámynd: Dofri Hermannsson

Takk fyrir hressilegar umræður.

Tilgangurinn með færslunni var að benda á að ekkert er öruggt þegar kemur að atvinnustarfsemi og þess vegna betra að hafa mörg smærri fyrirtæki en eitt stórt. Vissulega er líklegt að Fjarðaál verði rekið áfram vegna óvenju hagstæðra orkusamninga. Það er þó ekki öruggt frekar en annað og eftir 20-40 ár verður e.t.v. allt annað uppi á teningnum.

Til að búa til 400 störf (og bjarga Austfjörðum) var tekið lán með ríkisábyrgð upp á 120 ma og fyrir þá peninga byggð virkjun sem vægast sagt deildar meiningar eru um hvort mun skila viðunandi hagnaði.

Ég hef áður að ef tilgangurinn er að skapa störf og byggðafestu hefði mátt stofna sjóð (hann hefði ekki þurft að vera svona stór - sjáið bara hvað er verið að gera fyrir 4 ma í Frumtaki) sem hefði fjárfest í sprotafyrirtækjum á landsbyggðinni, bættum fjarskiptum, samgöngum og menntun. Með þessari aðferð hefði mátt styðja við fjölda frumkvöðla um allt land. Þetta var auðvitað ekki gert heldur var allt kapp lagt á eina risastóra lausn sem ég efa ekki að skilar árangri á Reyðarfirði en hefur því miður takmörkuð áhrif á Austfjörðum í heild.

Það er rétt að frá 2002 hefur störfum á Austfjörðum í sjávarútvegi fækkað mikið. Flest hurfu þó störfin þegar ruðningsáhrifa stóriðjuframkvæmdanna fór að gæta.

Það er lúin lumma að benda á að náttúruverndafólk hafi flaskað á að koma með hugmyndir um "eitthvað annað" á Vestfjörðum. Sérstaklega var það lélegt af bæjarstjóranum á Ísafirði að stíga niður á þetta plan.

Átti náttúruverndarfólk að að búa til fyrirtæki fyrir bjargarlausa Vestfirðinga og láta svo bæjarstjórann hafa lyklana? Staðreyndin er sú að ýmsar hugmyndir komu frá náttúruverndarsinnum og öðru fólki sem var áhugasamt um uppbyggingu á Vestfjörðum. Hins vegar voru á sama tíma engir peningar settir í slík nýsköpunarverkefni og fyrrverandi ríkisstjórn svei ítrekað öll loforð um samgöngubætur við fjórðunginn.

Eins og nú er að koma í ljós er gjaldið fyrir hina einu stóru lausn fyrir austan að verða landsmönnum dýrkeypt því hún er ein af þeim örlagaríku ákvörðunum sem keyrðu hér upp falskt gengi og þenslu sem nú hefur endað í hruni efnahagslífsins.

Hún er óheppileg þessi árátta leiðtoga að vilja helst skapa ættflokknum fæðuöryggi með því að veiða mammút í matinn þegar það er bæði einfaldara og hollara að skipta liði, sumir safni hnetum og rótum, aðrir veiði fisk og enn aðrir veiði smádýr og stöku stærri dýr þegar tækifæri býðst.

Dofri Hermannsson, 14.1.2009 kl. 11:26

19 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Nú eru "eftir nokkur ár" orðin að 20-40 árum. Jæja, það er gott að Dofri hefur lengt í hengingarólinni.

Það eru bara þeir sem eru á móti álverinu á Reyðarfirði sem hafa þá skoðun að ekki sé hagnaður af virkjuninni.

Dofri vill stofna sjóð fyrir peninga úr ríkissjóði. Ríkissjóður lagði ekki fé í framkvæmdirnar fyrir Austan, eins og margir vilja halda.

Það hefur engin haldið því fram að a´lverið á Reyðarfirði hafi átt að "bjarga Austfjörðum", nema þeir sem voru á móti framkvæmdinni. Skrítið.

Það eru til heimildir fyrir því að náttúruverndarfólk lofaði 700 störfum ef hætt yrði við Kárahnjúka.

Gunnar Th. Gunnarsson, 14.1.2009 kl. 12:30

20 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Trúin á stokka og steina er ekki ný.Það fólk sem kallar sig  náttúruverndarfólk og umhverfisverndarfólk á svipuðum nótum og þú gerir Dofri er í raun statt á sama stað og frumstæðir indíánar eða ásatrúarmenn til forna, sem trúðu á fjöll og firnindi.Það sama er með frumstætt fólk Afríku það trúir á anda skógarins.Ég legg til að þú fáir þér vinnu í álveri svo þú sért hæfur til að dæma um hvort vinna þar sé alvond og niðurlægjandi eins og þú gefur í skyn.

Sigurgeir Jónsson, 14.1.2009 kl. 21:58

21 Smámynd: Jón Þór Helgason

Sæll Dofri

ég hef nokkrum sinnum komið inná bloggsíðu þína og svarað bloggi þínu, og spyr spurninga. Þú svarar mér ekki þeim spurngum sem ég varpa fyrir þig.

ég held að þú munir ekki hvernig ástandið var á Austurlandi áður en álverið kom þangað, og líklega er þér alveg sama hvernig það var. Það var enginn fjárfesting þar sem að það var enginn framleiðsluaukning á svæðinu. Vinna dróst saman í fiskiðnaði, sem gerist vegna framþróunar. Sú framþróunn er heildini ísl þjóðinni góð, þó vissulega hafi kvótakerfið ekki gert það gagn fyrir þjóðina sem menn bundu vonir til.

Grunnframleiðsla svæðisis var semsagt að dragast saman, laun lækkuðu. Á meðan var fólki að fækka þarna og fólk þorði ekki að fjárfesta, ástand sem við eigum eftir að kynnast næstu árin hér á suðvesturhorninu.  og Dofri minn, það stofnar enginn maður fyrirtæki sem eykur hagvöxt á svæðinu nema að sú framleiðsla sé byggð á auðlindum.   Rafmagn er auðlynd, fiskur er auðlind sem við við erum búnir að nýta vel undanfarna áratugi.  Framleiðsla er grunnur að hagvexti, og síðan framleiðniaukning ári til árs eykur síðan getu þessara fyrirtækja til að grieða hærri laun.  Nýting auðlynda í formi framleiðslu er því grunnur að batnandi lífskjörum.   Við getum byggt upp þjónustuiðnað eins og Bakkabræður lögðu til á fundi um nýsköpun fyrir nokkurm árum.

Þjónustuiðnaður er ferðamannaiðnaður, sem gengur nokkra mánuði á ári en annað hafa þeir á Austurlandi ekki. Ekki lifa margir á því.

Þú lætur eins og það er hægt að stofna fyrirtæki og reka þau bara af þvi að þau eru til. það er greinilegt að þú haldir að bara með að tala um hlutnina þá gerist þeir, eins og umræða þín um kvennastöf í sveitum og um nýsköpun og um umhverfismál.  ég spyr bara; ef þetta er svona einfallt af hverju ertu ekki sjáfur kominn með fyrirtæki til að reka, þú gætir slegið tvær flugur í sama höggi og stofnað fyrirtæki sem gæti verið með kvennastörf í sveitum.....

Ein spurning; hefur þú einhverntíma komið nálægt atvinnureksti? 

kv.

Jón Þór

Jón Þór Helgason, 15.1.2009 kl. 00:26

22 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Dofri, nefndu eitt dæmi um að svokölluð ruðningsáhrif stóriðjunnar hafi eytt starfi hér eystra. Ef þú svarar þessu ekki þá tek ég því svo að þú hafir ekkert svar, heldur sért bara að bulla út í loftið

Gunnar Th. Gunnarsson, 15.1.2009 kl. 02:04

23 Smámynd: Vilberg Helgason

Það er nú svo merkilegt með sprotafyrirtæki á landsbyggðinni. Þ.e. þau sem sem eitthvað er varið í að þau enda alltaf í höndum Reykvíkinga og svo þegar eitthvað fer að halla á móðurfyrirtækið í Reykjavík þá er fyrsti sparnaðurinn alltaf að flytja fyrirtækið suður og sameina það móðurbatteríinu eða öðrum minni fyrirtækjum í sama eignasafni.

Þetta gerðist eftir að Þórarinn V gekk um með ávísanahefti símans á .com ævintýrinu og svo þegar .com hrundi þá sameinaði síminn helling af þessum fyrirtækjum og seldi svo á endanum og fæst eru til í dag.

Það sama er að gerast núna. Núna fara fyrirtækin á landsbyggðinni sem voru svo óheppin að lenda í eignasöfnum fyrirtækja í Reykjavík að hverfa.

Þó ég sé ekki fylgjandi álverum verður það ekki tekið af álverinu á Reyðarfirði að það verður ekki flutt til Reykjavíkur og því munu störfin tolla í heimabyggð en líklega hefðu fínu sprotafyrirtækin endað í borginni. Allavega flest hver

Vilberg Helgason, 15.1.2009 kl. 02:58

24 Smámynd: Dofri Hermannsson

Gunnar. Bara af því þú biður svo kurteislega um svar og kannski líka af því það er eins og þú hafir alls ekki fylgst með nema völdum fréttum frá þessum tíma.

Um mánaðarmótin maí/júní 2005 mátti lesa í blöðum fréttir af uppsögnum samtals 140 starfsmanna í fiskiðnaði í 4 fyrirtækjum, á Bíldudal, Akureyri, Reyðarfirði og Stöðvarfirði.

Bara eitt dæmi. Þau eru mörg fleiri. Ég man að á svipuðum tíma hurfu líka úr landinu um 300 störf í hátækniiðnaði vegna ruðningsáhrifa stóriðjuframkvæmdanna.

Mæli svo með því að lesendur þessarar síðu lesi skýrslur Rannsóknarstofnunar Háskólans á Akureyri um áhrif stóriðjuframkvæmdanna fyrir austan. Það er mjög áhugavert.

Dofri Hermannsson, 15.1.2009 kl. 07:46

25 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Álver eru þau fyrirtækin í heiminum sem einna erfiðast er að flytja á brott eða leggja niður, fyrr en eftir áratuga starfssemi. Það er staðreynd. Sú fullvissa skapar traust sem er nausynlegt til að sprotafyrirtæki eða bara fyrirtæki yifrleitt, lítil eða stór, sjái sér fært að vera í byggðarlaginu.

Benedikt Halldórsson, 15.1.2009 kl. 10:26

26 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Auðlind hafsins er færanleg ef smá má segja. Einn góðan veðurdag getur fishvinnskan á staðnum lokað en engin veit hvaða dag. Sú auðlynd er því ekki kjölfesta fyrir fólkið og blessuð auðlindin skapar ekkert traust, bara óvissu. Í þessari stöðu er verið að reyna að koma á einskonar kjölfestuálveri í byggðarlaginu.

En ég hef því miður ekki lesið margar skýrslur og alls ekki AL Gore en tel að með brjóstvitinu sé hægt að sjá ýmislegt. 

Álver er bjargið sem byggðarlag getur byggst á. 

Benedikt Halldórsson, 15.1.2009 kl. 10:41

27 Smámynd: Jón Þór Helgason

Dofri, það er tvennt í þessu.

1. Fiskvinnsla hefur færst útá sjó þar sem útgerðir eru orðnar svo skuldsettar. Þær hugsa bara um að hámarka sinn hag en ekki landsins. Það ástæðan fyrir því að þessi fólki var sagt upp. það er ekki hægt að kenna álverinu um það.

2. Árin 2004-2007 voru rosalegar launhækkanir sem voru fyrst og fremst á reykjavíkursvæðinu. Núna er komið í ljós að hagkerfið var byggt á sandi og hvað gerist þá? Laun lækka og störfum fækkar, en það er að gerast núna.  Við þurfum aftur að fara framleiða. Við getum ekki haft 500 akritekta og 900 fasteignasala. Það eru þjónustustörf. Laun við þjónustustörf hækkuðu gríðarlega þar sem að útlánafylleríið hjá bönkunum var svo mikið.  En við það mynduðust enginn verðmæti. Þessi skýsla hjá Haskólanum tók ekkert á þessu

Og það er ekki Álverinu að kenna að 300 átæknistörf töpuðust.  Þau töpuðust þar sem þessi félög kláruðu eigið fé sitt í vörur sem þeir náðu bara ekki að selja. Það var nóg til að peningum en vandamálið var að hugmyndir flestra þessara félaga voru bara ekki nægilega góðar eða ekki var til fjármagn/áhugi fjárfesta til að markaðsetja hugmyndirnar.

Mig langar að vita hvar þú fékkst þessa tölu, 300 störf og það vegna ruðningsáhrifa frá Álveri. Miklu líklegra var að þetta var vegna ruðninsáhrifa frá einkavæðingu Bankana. Þeir tóku alla þá sem gátu eitthvað og yfirborguðu.

ég bið þig kurteislega um svar, sérstaklega þar sem þú svarar mér aldrei. 

kv.

Jón Þór

Jón Þór Helgason, 15.1.2009 kl. 12:22

28 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég þarf ekki að lesa fréttir Dofri til að sjá hvað gerist í atvinnumálum á Reyðarfirði. Þetta með fiskvinnslufyrirtækið á Reyðarfirði, það hafði akkúrat EKKERT með álverið að gera, að Skinney/Þinganes ákvað að flytja fyrirtækið í sína heimabyggð.

Menn hafa talað um þenslu vegna álvers og virkjunarframkvæmda, en staðreyndin er sú að framkvæmdirnar eystra áttu um 15% í þeirri þenslu, þó álversandstæðingar reyni að ljúga öðru að þjóðinni. Ef eitthvert fyrirtæki þarf að leggja upp laupana vegna þess að það getur ekki keppt við álverið í launum, þá er það bara hið besta mál. Íbúar á Mið-Austurlandi hafa ekki áhuga á að viðhalda svæðinu sem láglaunasvæði, eins og það hefur verið alla tíð. Það er sem betur fer að breytast með tilkomu álversins.

Fyrirtæki koma og fara, þannig hefur það alltaf verið og mun alltaf verða. Það þarf að líta á heildarmyndina um áhrif álversins, en það veit ég að þú hefur engan áhuga á að gera því þá hrynur þröngsýnismúrinn sem þú hefur hlaðið í kringum þig. 

Gunnar Th. Gunnarsson, 15.1.2009 kl. 14:02

29 Smámynd: Dofri Hermannsson

Jón Þór. Ég taldi þessi 300 störf í hátækniiðnaði saman sjálfur og get upplýst að þau töpuðust ekki af því fyrirtækin höfðu framleitt eitthvað sem þau gátu ekki selt. Alls ekki. Störfin töpuðust til annarra landa af því gengið skrúfaði kostnað upp úr öllu valdi og minnkaði tekjurnar. Nokkuð sem öll útflutningsfyrirtæki (því hátækniiðnaður er útflutningsgrein eins og sjávarútvegur og ferðaþjónusta) lentu í, m.a. fyrirtæki í fiskvinnslu.

Gunnar. Á þessum tíma var áhrifa af útrás bankanna ekki farið að gæta nema að litlu leyti. Innrás þeirra á íbúðalánamarkað var t.a.m. ekki farin að skrúfa upp íbúðarverð. Ruðningsáhrifa af virkjanaframkvæmdum var hins vegar farið að gæta svo það þýðir nú lítið að berja höfðinu við steininn (múrinn?) og neita þessu. En þú gerir auðvitað það sem þér líkar betur.

Dofri Hermannsson, 15.1.2009 kl. 14:57

30 identicon

Dofri,

ég var að vinna við sum af þessum félögum. ég veit svo sem ekki hvaða fyrirtæki þú varst að tala um. En reglan er að 10% af sprotafyrirtækjum lifa af. Það er eðli sprotafyrirtækja. En eins og áður segi var það ekki álverunum að kenna að tölvufyrirtækinn lentu í vandræðum með að manna sig heldur bönkunum. þeas, eftir 2004

Ef þú ert að tala um fyrirtækinn sem voru starfandi árið 2001 er það bara CCP sem lifði af, Handtölvur og DK (sem ég man eftir). Mér þætti gaman að sjá listann af þessum fyrirtækjum sem þú talar um.  Hvaða fyrirtæki eru þetta? Krónan var fremur veik fram til 2003 lengst af í kringum vísitöluna 127, en endaði í 120.  Þá þótti hún vera í jafnvægi, nálægt raungengi.  Þau sem ég þekkti féllu útaf því að þau voru bara hluti af internetbólunni, áttu ekki sens með síðnar hugmyndur, en önnur náðu bara ekki að safna meira eigin fé.

Og, enn einu sinni, það var heldur ekki ruðninsáhrifum af virkjunum eða álverum að kenna.

kv.

Jón Þór

jonthorh (IP-tala skráð) 15.1.2009 kl. 19:42

31 Smámynd: Dofri Hermannsson

Flaga hraktist úr landi, Marel og Össur fluttu vaxtarsprota sína úr landi og nokkur smærri fyrirtæki sögðu upp fólki á þessum tíma. Á innan við hálfu ári 2005 taldi ég saman um 300 störf sem töpuðust en þá var ruðningsáhrifa stóriðjuframkvæmda farið að gæta verulega.

Dofri Hermannsson, 16.1.2009 kl. 20:36

32 Smámynd: Eiður Ragnarsson

Það er mikil einföldun að kenna stóriðjuframkvæmdum um þetta allt, en hvað með það, það hentar.....

Eiður Ragnarsson, 20.1.2009 kl. 02:39

33 Smámynd: Eiður Ragnarsson

Hérna sést gengisþróun síðustu 10 ára, gengið tekur fyrst alvöru dýfu þegar bankarnir koma inn með sín lán, íbúðaverð hækkar og neysla og innflutningur eykst....

http://www.m5.is/?gluggi=gjaldmidill&gjaldmidill=22&timabil=3650

Eiður Ragnarsson, 20.1.2009 kl. 02:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband