Gæti skýringin verið sú...

...að sitjandi þingmenn flokksins á landsbyggðinni hafi mun meiri tök á fámennum félögum í sínum kjördæmum en höfuðborgarþingmenn á fjölmennum félögum í Reykjavík og nágrenni?
mbl.is Meiri biðlund á landsbyggðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Helgason

Síðan getur spilað inní-  væntingar um fyrirgreiðslu - að halda í meðan haldið verður.

Hvað veit ég- en hugsa margt.

Sævar Helgason, 24.1.2009 kl. 21:19

2 Smámynd: Jón Ólafur Vilhjálmsson

Það eru bara betri þingmenn á landsbyggðinni og þeir eru ekki alltaf að hugsa um skoðandakannanir

Jón Ólafur Vilhjálmsson, 24.1.2009 kl. 21:20

3 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Nei Dofri, þetta er ekki skýringin þó hún sé nærtæk. Ég tel skýringarnar vera nokkrar Við höfum verið í vægri kreppu árum saman og það er m. a. vegna fiskveiðistefnu stjórnvalda og tilfærslu á kvóta.

Fiskveiðistefnan og gjafakvótinn er stórt mál sem gefa þarf verulegann gaum núna þegar verið er að skoða allt kerfið í landinu. Atvinnumissir hefur ekki verið líkt því eins mikill og hjá ykkur og tekjuskerðing þeirra sem missa vinnu er heldur ekki eins mikil. Launaskriðið hefur ekki breiðst um landið svo neinu nemi. Svo held ég að fólk í dreyfðari byggðum sé aðeins þolinmóðara og þar sem mótmæli hafa ekki verið, eru minni líkur á hita í fólkinu. Ég er örugglega að gleyma einhverju og það er bara þannig, en þetta er það sem fyrst kemur í hugann og mér finnst eiga við á Norðurlandi vestra.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 24.1.2009 kl. 21:29

4 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Ég vil benda þér á að skoða þessa færslu. http://kristinnp.blog.is/blog/kristinnp/entry/781809/

Þarna er á ferðinni einstaklingur sem hefur fylgst mjög vel fiskveiðikefinu og gagnrýnt það mjög. Hann hefur verið með vinnslu og sjálfur tekið þátt í þeirri baráttu sem háð hefur verið. Hann er líka með, að því er virðist vönduð gögn sem hann leggur fram skoðunum sínum til stuðnings. Hann hefur verið litinn hornauga af sínum flokki, Sjálfstæðisflokknum um margra ára skeið, vegna sinnar gagnrýni en heldur þó áfram. Það segir mikið um þann málstað sem hann telur sig vera að verja.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 24.1.2009 kl. 21:36

5 identicon

Þetta hljómar sennilega.  Illa er komið fyrir Samfylkingunni okkar þegar sitjandi þingmenn hugsa meira um launaseðlana sína en hag almennings.  Undanfarna 100 daga hef ég hangið meira og minna á þrjóskunni í stuðningi mínum við Samfylkinuna.

 Eg veit ekki hvar þetta endar.  Við núverandi aðstæður ætla ég ekki að kjósa flokkinn minn.  Ég ætla bara að skila auðu.  Bíða eftir að ISG dragi sig í hlé og betra fólk, fólk eins og þú Dofri, takir við.  

Samfylkingarfólk er að horfa upp á flokkinn sinn fremja Harakiri.  það er grátlegt.

Teitur Atlason (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 21:37

6 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Alltof mikið stress í Reykjavíkurliðinu.  Þessi læti framlengja kreppuna.  Eruð þið virkilega að leggja til að Steingrímur J. taki við stjórninni. Guð hjálpi okkur þá. Þetta framlengir bara kreppuna og skemmir það sem þó er verið að gera. það er ekki öll þjóðin á austurvellinum og ekki heldur á fundinum í Þjóðleikhúsinu.

Þórdís Bára Hannesdóttir, 24.1.2009 kl. 21:41

7 Smámynd: Óskar Þorkelsson

þetta er þreitt innlegg hjá þér Þórdís.. mjög svo.

Óskar Þorkelsson, 24.1.2009 kl. 22:13

8 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Það er merkilegt að sjá þessa miklu óeiningu í Samfylkingunni. Enn merkilegra er að sjá, að enginn virðist vita um hvað menn eru ósammála eða af hverju. Varla er ágreiningur um stjórnarsamstarf í nokkrar vikur í viðbót. Dofri talar um "tök á félagsmönnum". Varla getur hann verið að meina það ?

Mig grunar að úlfúðin stafi af máttlausri stefnu Samfylkingar í efnahagsmálunum, sem birtist í fáránlegri kröfu á hendur Sjálfstæðisflokki um meðreið til Brækjusels (Broek sella). Hvers vegna skoðar Samfylkingin ekki frum-orsakir fjármálkreppunnar ? Er Samfylkingin sátt við peningastefnu landsins, það er að segja hina "torgreindu peningastefnu", sem kórónuð er með Seðlabankanum ?

Hver er lausn Samfylkingar til styrkingar gjaldmiðilsins ? Vill Samfylkingin hanga í dauðvona Krónu, eða á bara að veðja á ESB-aðild og horfa á efnahagsleg Ragnarök á meðan ? Þeir sem standa utan Samfylkingar gapa af undrun yfir ráðaleysinu hjá þessum flokki.

Loftur Altice Þorsteinsson, 24.1.2009 kl. 23:03

9 identicon

Þetta er rétt hjá þér Dofri.  Það eru lítil félög út um allt land sem vakna bara þegar þingmaðurinn þarf á þeim að halda.  Ég þekki það - ég var formaður í einu.

Björgvin Valur (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 23:07

10 Smámynd: Óskar Þorkelsson

það er gaman að sjá að allir fyrir utan samfylkinguna horfa til hennar eftir lausnum.. því ekki koma lausnirnar frá sjálfstektinni.. svo mikið er víst.. góðar stundir Loftur

Óskar Þorkelsson, 24.1.2009 kl. 23:12

11 Smámynd: Héðinn Björnsson

Meirhluti félaga Samfylkingarinnar er í Sveitarfélögunum þremur sem ályktuðu gegn ríkisstjórnarsamstarfinu. Ef stjórn Samfylkingarinnar velur að hundsa vilja meirihluta félagsmanna sinna er hún ekki lýðræðislegur félagsskapur og hefur þá endanlega ákveðið að mála sig út í horn gagnvart nýju Íslandi.

Héðinn Björnsson, 25.1.2009 kl. 00:00

12 identicon

Hvað á meðvirknin að ganga langt ? Ingibjörg var við stjónvölinn á meðan ótal aðilar sögðu að við værum að fara á hausinn. Hún brást við með því að syngja útrásarsönginn í boði verslunarráðs. Hún hafði samráð við Geir og DO en hunsaði Bjðrgvin og samráðherrana. Ekkert samstarf við alþingismennina. Gaf grasrótini löngutöng. Gerir flokkinn að valdaflokkin á mean grasrótin heimtar hugsjónir. Hverær ætlar flokkurinn að sína einhvern dug. Hvenær spörkum við skiptstjóranum sem veður inn í óveðrið án þess að bregðast við ? Á að eyðileggja fylkinguna ?

Magnús Waage (IP-tala skráð) 25.1.2009 kl. 00:22

13 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Jamm, nú er komið hið skelfilega fordæmi framsóknarflokksins sem felst í að grasrótin sparkar spillingarliðinu ofan af sér og setur inn nýtt fólk. Samfó verður að gera slíkt hið sama ella missir hún restina af trúverðugleika sínum og hrynur (ekki svo að skilja að það sé mér neitt á móti skapi).

Haraldur Rafn Ingvason, 25.1.2009 kl. 00:50

14 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Sem betur fer Óskar, eru menn í öllum flokkum að fást við greiningu á efnahagsvandanum. Mönnum gengur eðlilega misvel, að átta sig á orsökum, afleiðingum og leiðum til úrbóta. Sumir hafa greinilega slegið upp "skjaldborg þagnarinnar" og svo eru hinir sem aðhyllast "hróp götunnar". Hvorugt leiðir til farsældar fyrir þjóðina.

Langferðir byrja með einu skrefi og sannarlega er unnið innan Sjálfstæðisflokks, að greiningu og uppgjöri vegna hrunsins. Skilningur fjöldans birtist smátt og smátt. Hvað varðar Samfylkinguna, þá verður engrar gerjunar vart. Hjá ráðherrunum sjáum við "skjaldborg þagnarinnar" og hjá "grasrótinni" sjáum við "hróp götunnar". Vonandi er einhver hugsun í gangi líka hjá Samfylkingunni, en ekki er hún farin að birtast almenningi.

Loftur Altice Þorsteinsson, 25.1.2009 kl. 10:56

15 Smámynd: Óskar Þorkelsson

he he jæja Loftur, þú ert ekkert voðalega heppinn í ummælum sínum því í þessum töluðu orðum hefur einmitt samfylkingaráðherra axlað ábyrgð og sagt af sér.. ekki hef ég trú á slíkri ábyrgðarkennd innan sjálfstekarinnar.

Óskar Þorkelsson, 25.1.2009 kl. 11:01

16 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Þetta eru góðar fréttir Óskar og eigum við ekki að vonast eftir meira góðgæti ? Björgvin G. Sigurðsson farinn, Jón Sigurðsson farinn og Jónas Fr. Jónsson farinn. Ég hef í nokkra mánuði boðað að þetta þyrfti að ske, en meira þarf til.

Peningastefnan sjálf þarf að fara, ekki bara þeir sem hafa framfylgt henni. Ég veit ekki hversu djúpur skilningur þinn er á efnahagsmálum, en þú gætir orðið fróðari af að lesa pistlana mína. Torgreinda peningastefnan (discretionary monetary policy) er undirrót allra okkar efnahags-þrenginga. Burt með Seðlabankann og leik einstaklinga með fjöregg þjóðarinnar.

Loftur Altice Þorsteinsson, 25.1.2009 kl. 11:17

17 Smámynd: Óskar Þorkelsson

þarna urðum við sammála Loftur :)

Óskar Þorkelsson, 25.1.2009 kl. 11:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband