Hnyttinn Mörður!

Mörður Árnason meðframbjóðandi minn í prófkjöri Samfylkingarinnar hefur gjarna farið ótroðnar slóðir í prófkjörum sínum. Síðast gaf hann t.d. út litla ljóðabók í stað hefðbundinna bæklinga.

Þessa dagana berast flokksfélögum okkar Marðar kynstrin öll af tölvupósti þar sem frabjóðendur eru að minna á sjálfa sig og fyrir hvað þeir standa. Sumir eru pirraðir en ég verð að segja alveg frá hjartanu að ég vorkenni fólki sem hefur skráð sig í flokk til að hafa áhrif á samfélagið ekki neitt að fá nokkur tölvubréf. Ýmsir hafa fórnað meiru fyrir lýðræðið.

Mörður fer hins vegar býsna snjalla leið í þessum efnum. Sendir aðeins örstutt skilaboð þar sem hann varpar upp þeirri spurningu hvort það ætti einfaldlega að auglýsa eftir starfsfólki í þingmannsstarfið eins og önnur störf og hvort auglýsingin ætti þá kannski að vera svona:

http://www.birtingaholt.is/mordur/ 

Góða skemmtun. Megi lýðræðið lifa og dafna!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, Mörður kann að koma fyrir sig orðum og vekja upp myndir í hugum manna. Verulega smekklegt hjá honum, og það á gamaldags einstefnumiðlunarvef (ekkert "fancy" athugasemdarugl þar!). Það má bæta við að ekkert tré lét lífið við gerð þeirra auglýsinga. Vænn og grænn maður.

Carlos Ferrer (IP-tala skráð) 11.3.2009 kl. 16:04

2 Smámynd: Finnur Bárðarson

Skemmtileg tilbreyting frá auglýsingum með miðaldra körlum í jakkafötum, þungir á brún.

Finnur Bárðarson, 11.3.2009 kl. 17:10

3 Smámynd: Guðrún Katrín Árnadóttir

Ó neitanlega frumleg og skemmtileg  auglýsing. Gangi ykkur báðum vel. Lifi lýðræðið

Guðrún Katrín Árnadóttir, 11.3.2009 kl. 21:06

4 identicon

Báðir góðir!

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 12.3.2009 kl. 11:52

5 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Tek undir síðustu ræðumönnum. Þið Mörður náið meiri og betri árangri en þeir sem ausa út fé til að auglýsa einhverja eiginleika og kosti sem fáir skilja. Hvaðan þeim kemur það mikla fé vilja þessir peningaausarar ekki upplýsa enda margt óhreint í pokahornum allt of margra.

Gangi ykkur félögum vel! Þið eruð báðir góðir og gegnir baráttumenn fyrir virku og betra lýðræði og mannréttindum.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 13.3.2009 kl. 10:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband