10.5.2009 | 23:54
Dugmikið fólk - krefjandi verkefni
Það er gríðarlega krefjandi verkefni framundan. Að rétta við halla á fjárlögum mun krefjast samstillts átaks stjórnvalda, launafólks og atvinnurekenda. Að endurreisa bankana, endurreisa atvinnulífið, semja við erlenda lánardrottna, að endurreisa traust viðskiptalanda okkar á landinu - að endurreisa traust almennings á stjórnmálum og stjórnmálamönnum. Þetta er ekki lítið verkefni - og þó aðeins fátt eitt nefnt.
Engum treysti ég betur til að stjórna þessu verkefni en Jóhönnu Sigurðardóttur. Hún hefur dugnaðinn, trúmennskuna og mannúðina sem til þarf til að stjórna þessu óvenjulega erfiða verkefni.
Ég fagna líka Katrínu Júlíusdóttur sem nýjum iðnaðarráðherra. Sem þingmaður í aðdraganda kosninga 2007 sýndi hún hátækni- þekkingar- og sköpunariðnaði bæði mikinn áhuga og hafði á þörfum þessara greina góðan skilning. Sem formaður iðnaðarnefndar Alþingis hefur hún haldið áfram á sömu braut. Sprotafyrirtæki í þessum greinum vænta eflaust mikils af nýjum iðnaðarráðherra. Ég veit að verkefnisstjóri Hátækni- og sprotavettvangs gerir það.
Ný ríkisstjórn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.5.2009 | 08:36
Upp úr skotgröfunum
Ég hef lengi haldið því fram að ESB málin þyrfti að hefja upp úr skotgröfum flokkapólitíkur. Þeir flokkar sem nú eru að mynda ríkisstjórn hafi áttað sig á þessu og ætla að leggja málið fyrir kjörna fulltrúa þjóðarinnar á Alþingi.
Vonandi munu aðrir flokkar veita þingmönnum sínum fullt frelsi til að greiða atkvæði sannfæringu sinni samkvæmt. Spennandi verður að sjá hvernig formaður Sjálfstæðisflokks mun greiða atkvæði.
ESB-málið til Alþingis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.4.2009 | 18:19
Takk
Vil þakka öllum lesendum þessarar síðu og þeim sem hafa lagt á sig að skrifa athugsemdir við færslur fyrir skemmtilegar vikur í aðdraganda kosninganna.
Þetta hafa verið áhugaverðar vikur og ekki síst þessir síðustu dagar. Fólk hefur streymt inn á kosningaskrifstofur Samfylkingarinnar til að kryfja málin til mergjar og fá svör við ýmsum spurningum.
Það er áberandi fyrir þessar kosningar að fólk hefur almennt sett sig mjög vel inn í helstu mál og er tilbúið að bregða út af vana sínum ef málefnaleg ástæða er til. Það bæði krefjandi og skemmtilegt fyrir stjórnmálamenn því það er aðeins þegar almenningur er vel upplýstur sem lýðræðið gengur almennilega upp.
Gleðilegan kjördag!
Kjörsókn áfram góð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.4.2009 | 10:28
Eins gott!
Bjarni Ben kaus fyrstur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.4.2009 | 22:16
Ummæli kvöldsins
Án vafa voru ummæli kvöldsins þessi orð Jóhönnu Sigurðar til Bjarna Benediktssonar: "Ég hef verið með ykkur í ríkisstjórn. Ég veit hvernig þið hugsið!"
Það var reyndar líka áhugavert að forystumaður Borgarahreyfingarinnar telur opinbera starfsmenn vera svo lata að með því að herða á þeim tökin megi hagræða um marga milljarða.
Ekkert samkomulag um ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.4.2009 | 18:24
Tveir kostir
24.4.2009 | 09:15
Tveir valkostir
Það er ljóst af könnunum að meirihluti kjósenda hefur ákveðið að hafna Sjálfstæðisflokknum og treysta stjórn Samfykingar og Vinstri græna til að byggja landið upp að nýju eftir hrunið. Þessir flokkar hafa á síðustu 80 dögum sýnt það með afgerandi hætti að þeim er full alvara með að byggja atvinnulífið upp að nýju, standa vörð um velferðarþjónustuna og að gera upp við fortíðina.
Flokkarnir hafa þó ólíkar áherslur í einu veigamiklu máli - afstöðu til Evrópusambandsins. Því miður hefur þetta mikilvæga mál orðið fórnarlamb skotgrafahernaðar þeirra sem hafa beina hagsmuni af því að málinu sé stöðugt skotið á frest. Af þeim sökum stöndum við núna uppi með gjaldmiðilskreppu ofan í alþjóðlega efnahagskreppu.
Með vali sínu á morgun munu kjósendur að senda þessum flokkum mikilvæg skilaboð um það hver á að leiða ríkisstjórn þessara flokka og hvert sú ríkisstjórn á að stefna í Evrópumálum. Á morgun ræðst hvort þjóðin hefur valið:
- Tafarlausar aðildarviðræður við ESB
Evru sem framtíðargjaldmiðil þjóðarinnar
Jóhönnu Sigurðardóttur sem forsætisráðherra - Óbreitt ástand í Evrópumálum
Verðtryggða íslenska krónu áfram
Steingrím J Sigfússon sem forsætisráðherra
Skilaboðin frá fyrirtækjum í landinu eru skýr - þau stefna í þrot ef ekki verður hægt að koma á jafnvægi í gjaldeyrismálum, aflétta höftum og lækka vexti. Við verðum að snúa þeirri þróun við.
Stjórnin heldur enn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.4.2009 | 14:38
Skjallborg um Helguvík
Það er undarlegt að menn skuli endalaust nenna að tala upp væntingar á bak við jafn vonlausa og óskynsamlega framkvæmd og álver í Helguvík. Jafnvel þótt öllum sé ljóst að:
- litlar sem engar líkur eru á að af framkvæmdum verði
- Samningar um orkusölu til sýndarálvers í Helguvík muni koma í veg fyrir samninga við aðra grænni og verðmætari stóriðju
- atvinnuleysi á Suðurnesjum sé mest á meðal kvenna sem ekki eru að fara að vinna í álveri þótt það myndi rísa
Þegar bankarnir hrundu sáu menn að útrásarvíkingarnir höfðu haldið spilaborg sinni við með því að spila upp væntingar og framtíðarvirði fyrirtækja sinna, skuldsetja þau í botn og halda þannig áfram. Þegar í ljós kemur að ekkert verður af álveri í Helguvík gæti komið í ljós að Reykjanesbær er undir sömu sök seldur.
Ætla að slá skjaldborg um álversframkvæmdir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
22.4.2009 | 14:11
Jafn mikilvægt og Sjálfstæðisflokkurinn
Nú er um 80% orkunnar bundið í samningum um ál. Öll egg í sömu körfu. Helguvíkurálver þarf 625 MW af orku sem er meira en öll virkjanleg orka sem sátt er um á SV horninu. Ekkert verður eftir fyrir annan iðnað sem skapar mun fleiri störf og meiri virðisauka á hvert MW en álver.
Með því að veðja á Helguvíkurálver (sem er afar ólíklegt að nokkur sé að fara að fjárfesta í á næstu árum) er verið að fresta/aflýsa uppbyggingu á sólarkísiliðju og öðrum grænum stóriðnaði.
Með því að kjósa Sjálfstæðisflokkinn er verið að fresta/aflýsa nauðsynlegum breytingum á viðskiptaumhverfi okkar s.s. inngöngu í ESB og upptöku evru.
Álið er jafn mikilvægt/gagnlegt fyrir framtíð landsins og Sjálfstæðisflokkurinn.
Álið leysir vandann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.4.2009 | 12:29
Hvött til að strika Árna Johnsen út?
Nú keppast allir flokkar við að hringja í ungt fólk sem er að kjósa í fyrsta sinn.
Þær heyrist að sjálfstæðismenn í suðurkjördæmi beiti því bragði að hvetja ungmenni sem ætla að kjósa eitthvað annað en FLokkinn til að strika Árna Johnsen út um leið.
Þar með væri sá seðill ógildur. Ljótt ef satt er. Varla að maður trúi þessu upp á þá.
Fleiri munu skila auðu og strika yfir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |