12.5.2008 | 20:28
Vinapólitík
Það er hálf sorglegt að sjá og heyra framgöngu stuðmannsins Jakobs F og borgarstjórans Ólafs F. Nú síðast í þættinu Mannamáli hjá Sigmundi Erni í gær lætur Jakob sér sæma að segja með gagnrýni minnihlutans á ráðningu hans sé Dagur B Eggertsson að sýna í verki þakklæti sitt fyrir stuðning Jakobs í prófkjöri Samfylkingarinnar fyrir borgarstjórnarkosningar 2006.
Þetta sýnir kannski vandann í hnotskurn. Þegar Jakob lýsti yfir stuðningi við Dag var það greinilega með endurgjald í huga. Ekki er annað hægt að lesa úr orðum hans en að það sé eðlilegt að pólitík gangi út á að stjórnmálamenn klóri hver öðrum á bakinu og taki vini sína fram yfir sauðsvartan almúgann.
Það er einmitt það sem gagnrýnin gengur út á. Ekki persónu stuðmannsins eða hæfni hans til starfsins heldur að hann skuli vegna vinskaps við borgarstjóra vera tekinn fram yfir aðra og án þess að annað hæft fólk eigi þess kost að sækja um.
Borgarstjóri segir í sjónvarpi að JFM sé sérstaklega ráðinn til að starfa náið með borgarstjóranum og vera "framhandleggur" borgarstjórans. Jafnframt segir borgarstjóri að hann vonist til að JFM verði í þessu starfi út kjörtímabilið. Eigi JFM að starfa mjög náið með borgarstjóra vekur það spurningar um hvort hér sé verið að ráða í pólitíska stöðu, aðstoðarmann númer 2. Fyrir því er ekki heimild. Ef meiningin var að JFM eigi að vera út kjörtímabilið er skylt að auglýsa starfið.
Þetta gagnrýnir minnihlutinn, m.a. Dagur B Eggertsson í ræðu í borgarstjórn sl. þriðjudag, og tekur sérstaklega fram að þetta mál eigi ekki að snúast um persónur heldur það hvernig við kjörnir fulltrúar förum með valdið.
Flestir um og yfir fertugt muna vel þá tíma þegar enginn fékk spennandi störf hjá borginni nema að vera merktur foringjanum. R listinn, undir stjórn Ingibjargar Sólrúnar jarðaði þá hefð að flokksskírteini skipti meira máli en ferilskráin.
Það er hins vegar auðvelt að glutra þessu siðferði niður.
Í tíð fyrsta meirihluta þessa kjörtímabils voru ýmsar embættisfærslur þáverandi borgarstjóra gagnrýndar því þær þóttu á gráu svæði svo ekki væri meira sagt. Reynt var að smygla heilli þjónustumiðstöð inn í verktakasamning án útboðs og bróðir borgarstjórans fékk lóð hjá höfninni á hlægilegu verði fyrir nýstofnað fyrirtæki sitt - lóð sem hann seldi nokkrum dögum síðar.
Unga kynslóðin í borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins sýndi í haust að henni mislíkar svona vinnubrögð. Þess vegna er vandræðalegt að sjá hana loka augunum fyrir því núna og jafnvel hlaupa í vörn fyrir ófagleg vinnubrögð borgarstjórans.
Gömlu karlarnir hins vegar annað hvort skilja þetta ekki eða er alveg sama. Nema hvort tveggja sé.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
12.5.2008 | 00:21
Þar hafið þið það!
![]() |
Eftirlaunalög Alþingis verða felld úr gildi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
11.5.2008 | 02:05
Ingibjörg Sólrún sér engin rök fyrir eignarnámi
Á visi.is segir er frétt þar sem haft er eftir formanni Samfylkingarinnar, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, að hún sjái engin rök fyrir eignarnámi vegna fyrirhugaðra virkjana í Þjórsá.
Þetta eru mikilvæg orð því Landsvirkjun hefur gengið mjög hart fram í samningum sínum við landeigendur. Haldið hótun um eignarnám yfir höfuðsvörðum manna eins og sverði meðan talað er í blíðum rómi um krónur og aura við fólk sem ekki vill selja.
Orð Ingibjargar nú og Þórunnar Sveinbjarnardóttur í vikunni styrkja landeigendur í baráttu fyrir þeim rétti sínum að selja ekki land sitt. Hvað sem ólund forstjóra Landsvirkjunar líður og sjá má í Morgunblaðinu í gær en af þeim pistli má glöggt ráða hve fráleitt honum finnst að nokkrir einstaklingar geti með lögvörðum eignarrétti komið í veg fyrir að Landsvirkjun komi fram vilja sínum.
Fréttin á visi.is er á þessa leið:
Formaður Samfylkingar segir að ríkir almannahagsmunir verði að vera til staðar ef beita eigi eignarnámi jarða vegna Þjórsárvirkjana og ekki eigi að fara þá leið nema nauðsyn krefji. Enn hafi hún ekki séð rök sem styðji slíkt eignarnám.
Við undirskrift samninga um netþjónabú á Suðurnesjum í febrúar sagði forstjóri Landsvirkjunar að fyrirhugað væri að nota orku úr virkjunum neðri hluta þjórsár fyrir netþjónabúið. Landeigendur austan þjórsár á svæði fyrirhugaðrar urriðafossvirkjunar hafa lýst andstöðu við virkjunina og ætla ekki að semja við Landsvirkjun.
Eignarnám jarða er eitt úrræða sem Landsvirkjun getur beitt að uppfylltum skilyrðum og með leyfi iðnaðarráðherra. Umhverfisráðherra leggst harðlega gegn því að að Landsvirkjun verði veitt slíkt leyfi sem óneitanlega setur iðnaðaráðherra í erfiða stöðu.
10.5.2008 | 18:48
Lýst er eftir meirihluta...
...sem á þriðjudaginn var samþykkti að taka áskorun um keppni við Betri helminginn, sameinaðan minnihluta, í átakinu "Hjólað í vinnuna".
Átakið hófst morguninn eftir og sjálfur hjólaði ég, stoltur liðsstjóri Betri helmingsins, ásamt nágranna mínum hér í Grafarvogshreppi, Guðlaugi Þór heilbrigðisráðherra, niður í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn þar sem átakið var formlega sett af stað.
Í Laugardalnum bólaði ekkert á fulltrúum meints meirihluta, með einni heiðarlegri undantekningu í holdtekningu nágranna okkar Guðlaugs, Ragnari Sæ Ragnarssyni, varaborgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins.
Sérstaklega saknaði ég þess að sjá ekki formann borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins, hinn sígræna Gísla Martein Baldursson, sem einnig er formaður sérstaks vinnuhóps sem í sumar á að skila tillögum að því hvernig efla má hjólreiðar í borginni.
Það hefði ekki verið amalegt fyrir formanninn að hitta alla þessa hjólreiðagarpa í Húsdýragarðinum og heyra í því fólki sem er að hjóla út um alla borg og veit hvar skórinn kreppir.
Fyrir utan Ragnar Sæ og borgarstjórann sem hjólaði skamman veg úr hlaði Húsdýragarðsins á gömlu, ryðguðu lánshjóli hefur enginn séð til borgarfulltrúa meirihlutans á hjólum frá því átakið hófst. Ekki nema á hjólum í kringum borgarstjórann en það er ekki verið að keppa í því.
Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir borgarstjórnarmeirihlutans til og frá vinnu á reiðhjóli eru vinsamlegast beðnir að láta undirritaðan vita.
9.5.2008 | 14:06
Farsinn í borgarstjórn
Farsinn í borgarstjórn tekur á sig ýmsar myndir. Helstu viðburði undanfarnar vikur rekur Sigrún Elsa Smáradóttir ágætlega í pistli í Fréttablaðinu í dag.
Fréttablaðið slær jafnframt á létta strengi og hefur úr ummælum borgarstjóra og aðstoðarmanns hans gert nýjan lista yfir helstu boðorð sem almenningur á að halda í heiðri.
Myndin hér að neðan barst mér líka í gærkvöld eftir sjónvarpsviðtöl borgarstjóra. Má segja að hér sé um að ræða hagyrðinga myndmálsins sem reyna að grínast með ástandið.
Maður heyrir þó alltaf í fleirum sem hafa fengið nóg af farsanum og vilja borgarstjórnina einfaldlega burt. Meira að segja alhörðustu sjálfstæðismenn.
Hef reyndar ekki hitt neinn sem viðurkennir að hafa kosið Ólaf F.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
8.5.2008 | 23:52
Baráttan fyrir Ölkelduhálsinum
Á síðasta borgarstjórnarfundi var hæstvirtur borgarstjóri spurður út í afstöðu sína til Bitruvirkjunar. Hann sagðist myndu láta náttúruna njóta fyllsta vafa - og það er gott ef það stenst. Hann virtist hins vegar ekki vera í það góðu sambandi við hægri hönd sína í þessum málum, Ástu Þorleifsdóttur, að hann viti hvað hún lætur frá sér fara um málið. Lái honum hver sem vill.
Ölkelduhálsinn og Bitrusvæðið er ekki svæði til að virkja heldur svæði sem á að endurheimta. Með því á ég við að þegar kemur að því að endurnýja Búrfellslínu 3 sem liggur um svæðið ætti að færa hana, moka borplönum tilraunaholanna í burtu og færa svæðið í upprunalegra horf.
Þarna er, rétt í túnfætinum hjá höfuðborgarbúum, eitt fjölbreyttasta hverasvæði landsins og í þessu eru mikil verðmæti fólgin. Ekki bara í peningum, því ferðamennska og útivist eru sívaxandi atvinnugreinar, heldur líka til að njóta.
Ég hvet áhugasama til að kynna sér síðuna www.hengill.nu en þar er einmitt núna hægt að fá leiðbeiningar um gerð athugasemda við skipulagstillögu sveitarfélagsins Ölfuss sem leggur til að skipulag á þessu svæði verði breytt úr útivistarsvæði í iðnaðarsvæði.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 9.5.2008 kl. 10:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
8.5.2008 | 14:04
Skýr yfirlýsing Þórunnar
Það var gott að fá þessa yfirlýsingu frá Umhverfisráðherra. Andstæðingar Samfylkingarinnar á þingi hafa verið að reyna að klína því á þingflokkinn að hann vinni að umræddum virkjunum í Þjórsá.
Einkum hafa þeir haft hátt um slíkt sem fyrir tæpum tveimur árum töldu Þjórsárvirkjanir afar heppilegan virkjanakost og fyrir tæpu ári sögðust ekki myndu gera það að skilyrði fyrir stjórnarsamstarfi að hætt yrði við Helguvíkurálver. Nefni engin nöfn.
Iðnaðarráðherra hefur nokkrum sinnum verið spurður um afstöðu sína til eignarnáms vegna virkjana í Þjórsá. Hann hefur neitað að svara því af því með svarinu myndi hann að gera sig vanhæfan til að taka ákvörðun ef til þess kæmi. Það vill ráðherrann ekki.
Hitt hefur ekki komið fram í þessari umræðu að Landsvirkjun á ekki vatnsréttindin heldur ríkið. Aðeins Alþingi hefur heimild til að ráðstafa þessum verðmætum og þess vegna eru virkjanir í Þjórsá háðar samþykki Alþingis fyrir framsali vatnsréttindanna til Landsvirkjunar.
![]() |
Ráðherra styður ekki eignarnám |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
8.5.2008 | 11:05
Laglegur foli sá brúni!
Í síðustu færslu kom fram að samgönguyfirvöldum er ekki skylt að leggja hjólreiðastíga meðfram stofnbrautum/þjóðvegum en hins vegar er þeim skylt að leggja reiðvegi meðfram slíkum götum.
Nú hafa Benedikt Erlingsson og Hilmir Snær Guðnason sýnt fram á að það er ekkert því til fyrirstöðu að nota reiðhestinn innanbæjar. Mér finnst því alveg athugandi að fara fram á það við samgönguyfirvöld að þau leggi reiðgötur meðfram öllum stofnbrautum á höfuðborgarsvæðinu.
Þá gætu borgarbúar aftur tekið þarfasta þjóninn í notkun sem samgöngutæki til og frá vinnu. Meðal bílastæði kostar um 3,5 milljónir en hins vegar kostar bás í meðalhesthúsi ekki nema um 1,5 milljónir. Stórfyrirtæki eitt sem ég veit að hyggur á nýbyggingu með 4000 bílastæðum gæti því sparað sér 8 milljarða króna með því að breyta bílastæðunum í bása fyrir reiðhesta.
Hugsið ykkur hvað það gæti orðið gaman að fara á fljúgandi tölti niður góða reiðgötu í Ártúnsbrekkunni á morgnana? Eða taka snarpan skeiðsprett á móts við Laugarnesið? Í stað þess að mjakast áfram hvert í sínum bíl gæti fólk sem á samleið talað saman á leiðinni. "Laglegur hjá þér sá brúni!" eða "Undan hverju er hún þessi hágenga rauðblesótta sem þú varst á í gær?"
Með þessu yrði tíminn sem fer í ferðir til og frá vinnu að skemmtilegasta tíma dagsins. Þeir sem hafa sérstakan áhuga á hestamennsku væru þá búnir að fá dagsskammtinn sinn þegar þeir spretta af í lok vinnudags og gætu því með góðri samvisku eitt kvöldinu í faðmi fjölskyldunnar.
Hestaborgin Reykjavík?!
7.5.2008 | 23:38
Reynslusaga úr Hjólað í vinnuna
7.5.2008 | 13:34
Hvílík mæða!
Eins og hún var nú elskulegt barn að sjá í Parent trap!
Það hefur margt ungmennið farið flatt á fylgdinni við Bakkus. Ekki síst barnastjörnurnar. Vonandi nær Lindsay sér á strik eins og Drew Barrimore gerði eftir skuggalega svallæsku.
Af hverju fer annars háskólanemi í milljón króna minkapels í partý?
![]() |
Lohan varð sér til minnkunar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |