ÓMAR, NÚ ÞARFTU AÐEINS AÐ SKAMMAST ÞÍN!

Í þessum nýjasta pistli þínum segirðu hreinlega ósatt. Ég veit það hlýtur að vera óvart en ég er mjög óhress með það af því ég var búinn að útskýra vendilega fyrir þér þennan misskilning þinn og af því að þú hefur talað eins og samherji í náttúruverndinni - hingað til. Ég vona að miðju/hægri framboðsdraumarnir séu ekki að breyta því og skal góðfúslega skýra þetta út aftur.

Ingibjörg Sólrún hefur aldrei sagt að í framtíðinni eigi sveitarfélögin að ráða hvort þau skipuleggja hjá sér virkjanir eða ekki. Af hverju heldurðu að í Fagra Íslandi sé talað um að láta Rammaáætlun um náttúruvernd verða grundvallarplagg fyrir landsskipulag sem verði ráðandi við gerð aðalskipulags sveitarfélaga?

Það er til að breyta því ástandi sem nú er og við erum sammála um að gangi ekki upp. Þetta var ég búinn að útskýra fyrir þér en samt heldurðu áfram að fara með rangt mál. Það er ljóður á þínu annars ágæta ráði.

Eins og Guðmundur Steingrímsson rekur ágætlega hér í athugasemdum við pistli þínum þá er það vegna Samfylkingarinnar að nú er verið að kjósa um stækkun í Hafnarfirði. Það sama er uppi á teningnum í Skagafirði en þar vakti fyrir Samfylkingunni að fá loksins umræðu um málið, virkjanir hafa hreint ekkert verið settar á skipulag þar (nema Skatastaðavirkjun af fyrri meirihluta) og engar líkur á að það verði gert.

Það eina sem Ingibjörg Sólrún sagði varðandi þær ákvarðanir sem sveitastjórnir á þessum stöðum standa núna frammi fyrir var að hún mun ekki beita flokksvaldi Samfylkingarinnar til að knýja fram niðurstöðu í málinu. Hún mun leyfa lýðræðinu að hafa sinn gang.

HINS VEGAR ER ALVEG Á HREINU AÐ EITT MEGIN MARKMIÐIÐ MEÐ FAGRA ÍSLANDI ER AÐ BREYTA SKIPULAGSLÖGUNUM TIL AÐ KOMA Í VEG FYRIR AÐ ÞESSI STAÐA KOMI AFTUR UPP. ÞAÐ Á AÐ RANNSAKA ALLT LANDIÐ, META VERÐMÆT NÁTTÚRUSVÆÐI, TRYGGJA VERNDUN ÞEIRRA OG LÁTA ÞÁ NIÐURSTÖÐU VERÐA GRUNN AÐ FREKARA SKIPULAGI Á LANDSVÍSU.

Þetta var ég búinn að útskýra vel og vendilega fyrir þér og skil þess vegna ekki af hverju þú velur að ráðast að Samfylkingunni með ósannindum. Það er ekki þinn stíll. Ég vonast til þess að þú leiðréttir þetta sem ég hlýt að afgreiða sem meiri háttar misskilning.

Með vinsemd,
Dofri Hermannsson.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Rólegur með caps-lockið ... virkar doldið despó.

Ágústa R. (IP-tala skráð) 29.1.2007 kl. 23:40

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Heill og sæll. Mér þykir leitt og bið ykkur afsökunar ef ég hef verið of harðhentur við ykkur, ágæta samherja í umhverfismálum í Samfylkingunni, og fagna því ef þið eru ákveðnir í því að gera nauðsynlegar lagabreytingar strax eftir kosningar ef þið fáið til þess aðstöðu.

En nú vil ég samt brýna ykkur í tveimur atriðum:

1. Að gefast ekki upp á Norðurlandi. Það má lesa úr ummælum Ingibjargar Sólrúnar um að staldra við á suðvesturhorninu. Hvað um Norðurland? Má þá túlka ummæli hennar um að ekki sé hægt að snúa til baka í Skagafirði sem uppgjöf?

Þetta er stórmál. Fyrir liggja yfirlýsingar frá öllum álrisunum um að minnst 5-600 þúsund tonna álver þurfi í framtíðinni til þess að þau séu arðbær. Og Alcan er búið að gefa það út hvað gerist ef ekki sé gengið að því,  - þá verði álverið bar lagt niður. 5-600 þúsund tonna álver á Húsavík þýðir að óbreyttri tækni að bæði skagfirsku árnar og Skjálfandafljót verða tekin.

2. Að beita ykkur fyrir því að svipuð ákvæði um virkjanir og eru í stjórnarskrá Finnlands verði tekin upp hér á landi. Þessi ákvæði komu í veg fyrir stórvirkjanir í Norður-Finnlandi þegar menn þar fylltust örvæntingu eftir hrun Sovétríkjanna þegar óheyrilegt atvinnuleysi skók finnskt þjóðfélag.

Í staðinn gerðist finnska efnahagsundrið: Á grundvelli aðildar að ESB leystu finnar úr læðingi öfl mannauðsins og menntunarinnar í hátækniiðnaði og útrás. Tákn fyrir þetta er Nókía. Þetta þurfum við að gera hér.

Með bestu kveðjum.

Ómar.   

Ómar Ragnarsson, 30.1.2007 kl. 02:37

3 identicon

Sæll Ómar. Það er gott að þessi misskilningur er úr sögunni. Það stendur ekki til að gefa neitt eftir varðandi Skjálfandafljót, Jökulsá á Fjöllum og Jökulárnar í Skagafirði og af því má vænta frétta á næstunni.

Væri nokkuð ógurlega frekt af mér, svona í ljósi þess að Samfylkingin er miðju- og vinstriflokkur og að þú vilt fjölga grænum atkvæðum, að þú beitir þér meira til hægri en á miðjunni?

Svona í alvöru talað þá þarf Sjálfstæðisflokkurinn að sanna eða afsanna áhuga sinn á þessum málum. Það er landsfundur hjá þeim í apríl. Ef þeir verða ekki búnir að setja saman tillögur og stefnu á borð við Fagra Ísland þá, hvað eigum við þá að halda? Það er ekki nóg að Illugi og Guðlaugur Þór segi að þeir séu grænir - hvað ætlar flokkurinn að gera, hvernig sjá sjálfstæðismenn þetta fyrir sér í framtíðinni.

Þarna á að krefjast svara.

Kv. Dofri.

Dofri Hermannsson (IP-tala skráð) 30.1.2007 kl. 08:33

4 identicon

SÆLL DOFRI

ÉG HELD AÐ ÞÚ ÞURFIR AÐ SKAMMAST ÞÍN LÍKA. Iðnaðarráðuneytið lét framkvæma ítarlega skoðunarkönnun á Norðurlandi um viðhorf íbúa þar til annars vegar álvera á 3 stöðum og svo hinsvegar virkjana tengdum þeim + þróun á þeim viðhorfum. Þar kom m.a. fram að 50,9% íbúa í Skagafirði eru á móti vatnsaflsvirkjun þar. Reyndar voru 59,3% Þingeyinga á móti virkjun Skjálfandafljóts og jarðvarma í Þingeyjarsýslu en það er að mörgu leyti gölluð spurning þar sem mikil andstaða er gegn virkjun Skjálfandafljóts en jákvæðara viðhorf er til jarðvarmavirkjana.

Ég fæ því ekki séð að það sé Samfylkingin sem leiði þessa umræðu fyrir norðan. Ef svo er þá dreg ég mín upphafsummæli til baka. Ekki að það skipti máli hver hefur umræðuna þá virðist það samt vera mikið kappsmál hjá stjórnmálamönnum að "EIGNA" sér umræðuna.

Punktur minn með þessu innleggi er að benda á að Samfylkingin er ekkert sérlega trúverðugur flokkur í þessum málum þó hann hafi skipt um skoðun. Er afstaða samfylkingarinnar í Hafnafirði ljós varðandi stækkun álvers þar? stamandi bæjarstjórinn gat amk komið því til skila síðast þegar hann tjáði sig um málið. Það efast líklega enginn um að Ómar Ragnarsson þekkir náttúru landsins hvað best af öllum Íslendingum og fólk staldrar við orð hans. Það er öllum sama um hvað Guðmundur Steingrímsson segir um náttúruna og verndun hennar, það tengir hann enginn við náttúrvernd þó hann sé örugglega fínn náungi.

Hákon Hrafn (IP-tala skráð) 30.1.2007 kl. 12:09

5 identicon

Sæll Hákon Hrafn. Samfylkingin er ekki að eigna sér umræðuna í Skagafirði. Umræðan hefur hins vegar lent í fangi Samfylkingarinnar af því ákveðið var að setja þessi mál á dagskrá þar með þeim hætti sem allir vita. Það er ekki trygg ávísun á vinsældir að setja mál á dagskrá og því tek ég ofan fyrir Samfylkingunni í Skagafirði sem hvatti til opinnar umræðu um þetta mál sem er í Skagafirði, eins og víðast hvar, þverpólitískt mál. Þegar svo háttar er best að hvetja til opinnar lýðræðislegrar umræðu rétt eins og nú er gert í Hafnarfirði. Þar hefur að vandlega athuguðu máli verið ákveðið að gefa ekki "flokkslínu" - í Hafnarfirði er Samfylkingin með 56% fylgi og það væri því ábyrgðarhluti að gefa út "línuna" í því þverpólitíska máli. Um annað sem þú hefur fram að færa ætla ég ekki að tjá mig, nema að segja að þú ert örugglega ágætis náungi líka. Kv. Dofri.

Dofri (IP-tala skráð) 30.1.2007 kl. 13:49

6 Smámynd: Kristján Pétursson

Dofri þú hefur skýrt vel stefnu Samfylkingarinnar Fagra Ísland um rammaáætlun ,sem verði ráðandi um náttúruvernd Íslands, sem heildar landsskipulag ,er tekur að sjálfsögðu einnig til sveitafélaganna.Stefan er skýr og afdráttarlaus og á að vera öllum meðalgreindum mönnum auðskilin.

Kristján Pétursson, 30.1.2007 kl. 14:55

7 identicon

Ég benti á það í grein í Lesbók Morgunblaðsins í haust að leið Samfylkingarinnar tæki það besta úr báðum áttum í umhverfismálum. Þannig erum við t.d. afar hlynnt því að beita hagrænum hvötum til að draga úr mengun og teljum mengunarbótaregluna sem gerir ráð fyrir því að sá borgi sem mengi vera lykilatriði í því að ná tökum á umhverfismálunum.

Við teljum hins vegar að ekki ætti að veita eignarrétt á auðlindum. Það ætti frekar að selja mönnum nýtingarrétt þar sem það er talið hæfa en til það langs tíma að þeir sem nýta viðkomandi auðlind sjái sér hag í að ganga um hana sem sína eigin. Hvet áhugasama til að lesa greinina.

Dofri Hermannsson (IP-tala skráð) 30.1.2007 kl. 16:17

8 identicon

Hefur Samfylkingin áhuga á lýðræði ? Ein grunn hugmynd lýðræðissinna er að ákvarðanir séu teknar sem nærst því fólki sem málið varðar. Ef við aðhyllumst lýðræði, þá viljum við að ákvarðanir um virkjanir séu teknar af heimamönnum á hverjum stað. Þetta mál ætti ekki að vefjast fyrir Samfylkingunni, enda gerir nýleg samþykkt flokksins >> Fagra Ísland - Rammaáætlun um náttúruvernd << ráð fyrir þessum kosti:

"Samfylkingin telur að umhverfismál séu málaflokkur þar sem aðferðir beins lýðræðis henta ákaflega vel í ýmiss konar samspili við fulltrúalýðræðið. Því er sjálfsagt að kanna rækilega kosti atkvæðagreiðslna og skoðanakannana í þeim efnum."

Þrátt fyrir þessa samþykkt Samfylkingarinnar, hefur Dofri eftir Ingibjörgu:

"Ingibjörg Sólrún hefur aldrei sagt að í framtíðinni eigi sveitarfélögin að ráða hvort þau skipuleggja hjá sér virkjanir eða ekki. Af hverju heldurðu að í Fagra Íslandi sé talað um að láta Rammaáætlun um náttúruvernd verða grundvallarplagg fyrir landsskipulag sem verði ráðandi við gerð aðalskipulags sveitarfélaga?"

Hver eru eiginlega viðhorf Samfylkingarinna ? Veit hægri höndin ekki hvað sú vinstri gerir ?

Á öðrum stað segir Dofri:

"Ingibjörg telur þó efnahagsástæður ekki síðri ástæðu til að staldra við í stóriðjumálum. Nú sé forgangsmál að kæla hagkerfið svo hægt sé að ná verðbólgu og vöxtum niður og skapa rými til að ráðst í nauðsynlega uppbyggingu á samgöngukerfinu."

Ef þetta er rétt eftir Ingibjörgu haft, ætti Samfylkingin að ráða sér mann sem er læs á efnahagsmál. Það blasir við flestum, að efnahagsleg hjöðnun er hafin og ef menn halda ekki stillingu sinni er hætta á snöggum samdrætti. Er Samfylkingin að óska þjóðinni efnahagslegs hruns ? Ummæli Ingibjargar um ónýta krónu benda til slíkrar óskhyggju. Er Samfylkingin ákveðin í að reita af sér allt fylgi, þannig að hún komi ekki til álita við stjórnarmyndun, að loknum kosningum ?

Loftur Altice Þorsteinsson (IP-tala skráð) 30.1.2007 kl. 17:07

9 identicon

Kæri Loftur. Þetta er nú dáldið gömul tugga með að bara fáir útvaldir skilji efnahagsmál. Ég ætla t.d. að ganga út frá því að þú skiljir slík mál og benda þér á að ef hagkerfið verður ekki kælt niður heldur haldið áfram á ofþenslubrautinni verður t.d. ekki hægt að ráðast í átak í samgöngumálum.

Vissir þú t.d. að fjármagn til nýframkvæmda í vegamálum á síðasta ári voru aðeins 4 milljarðar. Finnst þér það nóg? Það finnst okkur í Samfylkingunni ekki og viljum m.a. kæla hagkerfið svo hægt sé að ráðast í samgönguátak. Það er svo hægt að stýra því hve hratt er farið í slíkt átak ef þörf er talin á að hjálpa til við "mjúka lendingu"

Þú þarft því ekki að óttast neitt ágæti Loftur. Samfylkingin mun endurheimta raunverulegan stöðugleika, ekki þann sem einkennist af stöðugri verðbólgu og okurvöxtum. Vissir þú að meðalfjölskyldan á Íslandi borgar nú um 21 þúsund á mánuði fyrir hagstjórnarmistök ríkisstjórnarinnar? Ég ætla nú bara að kalla þetta mistök, Jónas Haraldz, fyrrverandi Seðlabankastjóri kallar þau slys.

Dofri Hermannsson (IP-tala skráð) 30.1.2007 kl. 18:39

10 identicon

Dofri, þú vekur áhugavert umræðuefni, þegar þú segir:

"Þetta er nú dáldið gömul tugga með að bara fáir útvaldir skilji efnahagsmál."

Kommarnir í Samfylkingunni eru þér svo sannarlega ekki sammála og þeir eru ráðndi afl í þessum flokki. Þeir hafa engan skilning á að efnahagslegar ákvarðanir skuli taka af almenningi, sem einstaklingum eða í samfélagi þeirra sem ákvarðanirnar varðar mestu. Þetta er meðal annars það sem við nefnum lýðræði. Sem innsti koppur í búri Samfylkingarinnar, ert þú í ormagryfju valdagræðginnar. Kommúnistar hafa ávallt notað lýðræðistal sem beitu fyrir almenning, en við vitum hvað skeður þegar völdum er náð.

Tal Samfylkingarinnar um vegamál væri trúverðugra, ef haldið hefði verið upp öflugri baráttu gegn Hafursfjarðargöngum. Hvað fóru annars margir milljarðar þar í súginn ? Að auki er mér sagt, að eyðilagður sé einn fegursti ósnortni dalur landsins. Hvar voru ""náttúruverndarmenn"" ?? Samgönguráðherrann er alræmdur aulabárður. Sumir segja að hann sé sturlaður og hafi verið allt frá fæðingu. Þess vegna þótti við hæfi að skýra hann Sturlu. Þú sérð af þessum orðum, að maðurinn er ekki hátt skrifaður hjá mér. Að auki veit ég sönnur þess, að hann misnotar aðstöðu sína herfilega.

Þú nefnir að Samfylkingin muni "endurheimta stöðugleika". Þarna áttu auðvitað raunverulega við, að Samfylkingin muni "endurheimta fylgi sitt". Kosningarnar munu skera úr um það, en ef ég væri í þessum flokki hefði ég verulegar áhyggjur. Ef þið náið að losa ykkur við Ingibjörgu fyrir kosningar, eigið þið samt einhverja möguleika.

Loftur Altice Þorsteinsson (IP-tala skráð) 1.2.2007 kl. 00:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband